miðvikudagur, desember 22, 2004

Ó já ó já ! Ég er búin í prófinu! Það heppnaðist allt bara nokkuð vel og við fengum líka fína einkunn. Jólafrí jólafrí!!! ég verð í jólafríi þangað til 1. febrúar. Það er ekkert smá langur tími. Og á morgun þá loksins fæ ég að hoppa upp í flugvél og koma til Íslands. Þrátt fyrir að ég hafi verið í þessu langa og mikla prófi, þá hef ég nú gert ýmislegt annað en að læra undanfarna daga. Ég fór á fallega tónleika hjá Rytmisk Center á Vestebro, vinkona Anne Marie var að syngja. Fyrsta lagið á tónleikunum var Vísur Vatnsendarósu, það var mjög notalegt að heyra svona kunnuglegt lag, Textinn var kannski aðeins bjagaður en maður verður nú að gefa dönunum smá séns. Það voru líka alls konar gospel tónlist og Erikha Badu lag og alls konar skemmtileg lög. Ég væri alveg til í að syngja svona vel eins og margir þarna. Eftir tónleikana hjóluðum við Anne Marie yfir í íþróttadeildina í háskólanum í Kaupmannahöfn. Þar var þetta rokna jólaball. Ég hef aldrei séð önnur eins danstilþrif, Anne Marie var í stuði og það var ekkert annað að gera en að fylgja með. Við dönsuðum og dönsuðum. Þetta var líka eins og Oure reunion því að það voru þvílíkt margir frá Oure þarna, fólk sem maður er ekki búinn að sjá í 2 ár. Gaman gaman.
Á laugardaginn skellti ég mér svo í Tivoli með Láru og félögum, það var rosalega huggó, en kalt svo við vorum ekki mjög lengi en fórum bara á kaffihús og hugguðum okkur. Ég er næstum búin að kaupa allar gjafir... vantar bara eina gjöf... úff ég veit ekki hvað ég á að gera!!??? Það á eftir að reddast.
Nú ætla ég að fara að leggja mig... er soldið sybbin því ég svak ekkert voðalega vel í nótt vegna þess hve stressuð ég var fyrir þetta blessaða próf. Þegar ég vakna ætla ég svo bara að pakka niður í stóru ferðatöskuna mína... ekki veitir af stórri því ég verð svo lengi á Íslandi og ég er með svo mikið af gjöfum. Næst blogga ég líklega frá Íslandi!
Kan I ha' det!

þriðjudagur, desember 14, 2004

IDOL IDOL LODI LODI IDOL IDOL
Hún Guðrún Birna komst áfram í Wild Card þáttinn og þið verðið að kjósa hana á fösudaginn!
Jæja nú vita allir hvað þeirra verkefni er fyrir föstudaginn svo að ég þarf ekki að segja neitt meira... nema kannski endurtaka:
Kjósið Guðrúnu Birnu!

fimmtudagur, desember 09, 2004

Ég er barasta nokkuð sátt!
Ég var að fá til baka ritgerðirnar mínar og ég s.s. náði kúrsunum. Fékk alveg þokkalega góðar umsagnir, sérstaklega um aðra. Nú er bara að ná munnlega prófinu úr verkefninu... þá er allt klappað og klárt. Hef svo sem ekki mikið annað til málanna að leggja á þessari stundu.... en er bara fegin að vita að ég þarf ALDREI ALDREI ALDREI aftur að fara í heimspeki!!

miðvikudagur, desember 08, 2004

Getur einvher sagt mér af hverju upphafssíðan á blogger er á kínversku hjá mér?
Mjög fyndið! En sem betur fer þá kann ég alveg á síðuna og get signað mig inn.

Ég fór í bæinn í dag í jólagjafaleiðangur. Það var voða gaman. Það var hellingur af fólki og rosalegur stemmari.
Jólaskapið er að læðast inn hjá mér.. ég er samt eitthvað lengi í gang í ár. Ég er búin að hlusta pínulítið á jólatónlist og borða nokkrar smákökur, fara í bæinn í jólagjafaleiðangur. Þetta er allt að koma.

undur og stórmerki gerast.... ég fór í klippingu. Ég get sko sagt ykkur það að ég var orðin hræðileg um hausinn. Hárið mitt var orðið svo slitið.... enda ekki skrítið þar sem ég fór síðast í klippingu í júlí!! Já það er soldið hræðilegt. En nú er ég sko ánægð með heilbrigt hár. Það er góð tilfinning.

Nú eru bara tvær vikur í próf hjá mér og rúmlega tvær vikur í að ég komi heim á klakann. Hlakka til! (hlakka til að koma á klakann, ekki til prófsins)

Á morgun fæ ég loksins að vita hvort ég hafi náð öðrum kúrsinum mínum. Ég fæ ritgerðina mína til baka. Mér finnst það soldið pirrandi að fá ekki einkunn fyrir þær. Maður fær bara staðið eða fallið... og svo veit maður ekkert hvar maður stendur. En prófessorinn ætlaði að skrifa einhver komment. Maður er bara svo vanur að fá einkunnir fyrir allt og maður vill fá að vita hvar maður stendur. En þetta er bara eithvað sem ég verð að lifa með.
Jæja nóg bull í bili.

laugardagur, desember 04, 2004

Hi!
I have been receiving some requests from some very curious people to start writing about my life in English.
I made a new site, so from now on you can read all about me on: www.sunroad.blogspot.com or just click English version of Zola blogger

föstudagur, desember 03, 2004


Idolstjarnan hún Guðrún Birna á afmæli í dag! Til hamingju með afmælið Gudda!
Hún verður í sjónvarpinu í kvöld. Allir sem vetlingi geta valdið verða að kjósa hana!
Hringið og kjósið Guðrúnu Birnu!
Verst að ég get ekki séð þetta... en ég hlýt að geta séð einhverjar upptökur af þessu þegar ég kem heim.
Núna er voðalega leiðinlegur dagur í skólanum mínum. Það er svona evaluation... allur dagurinn er búinn að fara í það að tala um hvað hefði getað farið betur og hvað vantar og hvað var gott.... alls konar kjaftæði. Eithvað sem er alveg í góðu lagi að taka bara klukkutíma í.
Ég verð bara að hugsa um eithvað gott til að lifa þetta af. Ég er að fara til hennar Tinnu minnar á morgun í sing star partí! Jeij það er góð hugsun! Það verður aldeilis gaman!
Ég byrjaði að leita af jólagjöfum í gær. Vá hvað mér finnst erfitt að velja eithvað gott. Þetta er mikið vandaverk og það á eftir að kosta margar bæjarferðir held ég. Úff væri alveg til í að vera mjög hugmyndarík manneskja núna..
Ég hitti Anne Marie í bænum í gær og við ætluðum að fara á kaffihús. Nei nei vorum við þá ekki stoppaðar af einhverri konu sem bauð okkur að láta mæla stressið í okkur ókeypis.
Okkur fannst þetta svolítið fyndið svo við ákváðum að slá til. Við fylgdum henni inn á einhverja skrifstofu. Þar var alveg fullt af fólki að lát mæla í sér stressið. Gaurinn ssem mældi stressið hjá mér var ekkert smá skrítinn bara soldið krípí! Hann var að spurja mig alls kyns spurninga á meðan ég hélt í eithvað mælitæki. Mig langaði ekkert að svara þessum spurningum svo ég laug alltaf einvherju og þá fór nálin á mælitækin alltaf upp í stress tíðni. Hann hélt nú bara að ég væri mjög stressuð manneskja og að ég þyrfti á því að halda að koma á námskeið hjá þeim. Ég fór svo að spurja hann um það hvað þetta væri... hann var ekkert að láta það uppi. Svo fann ég einhvern bækling og fann það út að þetta var einhver vísindakirkja. Þau nota svona líka rosalega vísindalegar aðferðir til að lokka til sín fólk.. ég náttúrulega er mjög sterk persóna og ekki óörugg með sjálfa mig og læt ekki lokka mig svona... en spáið í fólki sem er þvílíkt óöruggt með sig. Hann var að segja mér að ég þyrfti á styrk að halda og svo þyrfti ég að fylla út persónuleikapróf og koma á námskeið hjá þeim og bla bla bla. Við stungum svo bara af... við vorum að drepast úr hlátri get ég sagt ykkur. Þetta ver solið klikkað lið.. það voru alltaf svona 3 manneskjur að fylgjast með manni og þegar við fórum út þá eltu þau okkur næstum því.
Alltaf gaman að gera eithvað svona klikkað!
Ég vil taka það fram að ég vil ekkert vera að draga í efa að þetta gæti kannski hjálpað sumu fólki, þetta er kannski bara alveg góður söfnuður,hvað veit ég... ég þori ekki að dæma um það hér á internetinu... en þessar aðferðir sem við gátum svo auðveldlega séð í gegnum til að lokka fólk til sín finnst mér barasta ekki vera í góðu lagi.

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Jæjajæjajæja! Nú er ég glöð!
Þetta var mikil vinna og það var svolítill pirringur í vólki svona eftir 12 tíma vinnutarnir... en þetta hafðist að lokum og við erum nú bara nokkuð ánægð með árangurinn. Við skiluðum verkefninu okkar 20 mínútur yfir 10 í morgun. Fórum með annað koppí í prentun og allt klappað og klárt. Þetta þýðir það að ég þarf ekkert að gera þangað til 22. desember, en þá fer ég í próf. Ég get alveg tekið því svolítið rólega í nokkra daga held ég.
Eftir að allir voru búnir að skila klukkan ellefu þá breyttist eldhúsið okkar úr vinnuherbergi í partí herbergi. Bjórlykt og sígarettureykur fyllti herbergið. Já Danir kunna að fagna. Ég er nú viss um að þetta væri nokkuð sem ekki mundi gerast í HÍ...
Ég fór nú barasta fljótlega heim og skreið upp í rúm og sofnaði í nokkra tíma.... ég býst nú við að flestir hafi gert það, allavega þeir sem sváfu ekkert í nótt.
Það hefur nú svo sem ekkert margt og mikið verið að gerast hjá mér undanfarna daga fyrir utan þetta blessaða verkefni. Fór til Anne Marie á laugardaginn og hitti Oure fólk. Það ver alltaf rosa gaman að hitta þetta lið. Gamlir og góðir tímar rifjaðir upp. Annað hef ég ekki að segja.. það er eins og ég nái ekki að hreinsa þetta verkefni út úr heilanum á mér.

föstudagur, nóvember 26, 2004

Komin heim úr sveitinni.
Tafðist soldið í verkefnavinnunni sagði ég þegar ég kom heim..... ætlaði að vera í 3 tíma en var í staðin í 3 daga:)
Það var gaman samt.... soldið um rifrildi svona stundum... en það jafnaði sig alltaf um leið.
Við erum bara alveg á fullu að reyna að klára þetta verkefni. Geri ekki annað. Var upp í skóla til klukkan 8 í kvöld. Þetta verkefni verður síðan að bók og ef þið hafið áhuga á því að vita hvort að orðaval hafi áhrif á það sem fólk hugsar þá verður alltaf hægt áð fá bókina lánaða á bókasafninu í Roskilde Universitet Center. (RUC) Ég get nú líka sýnt mitt koppí. Já ég hef bara ekki svo mikið að segja... helgin nálgast og skiladagur nálgast..ok þetta blessaða verkefni læðist inn í hverja hugsun hjá mér núna!
Ég ætla að hitta Oure stelpurnar á laugardaginn. Það verður fjör eins og vanalega. Mig langar líka rosalega mikið að kíkja í jóla-Tivoli ef það verður gott veður, bara spurning um hvern maður á plata með sér. Verst að Rafnar er ekki hérna til að fara með mér... Det kunne være saa hyggeligt.
Æ veit ekki veit ekki hvað ég á að segja meira... verkefnaskemað í heilanum mínum er það eina sem er aktíverað núna... ok ég er hætt!

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Nu er eg barasta komin aftur i sveitina.... ad vinna verkefnid okkar. Eg kom hingad i gær... vissi barasta ekkert ad vid ætludum ad gista og vinna i trja daga, helt bara ad færi heim i gærkvøldi. Eg er natturulega ekki med neitt med mer svo ad eg verd bara i sømu føtunum tangad til eg kem heim. Reyndar gat eg keypt mer tannbursta... en madur lifir tetta af. Tetta er bara svona ovissuferd.... eda eithvad... jæja back to work!

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Þá er ég komin heim úr sveitinni. Þetta var svaka vinnutörn, en samt erum við langt því frá búin með verkefnið okkar. Ég var nú samt svo góð við mig í dag að leifa mér að sofa út í dag. Maður verður máttúrulega þreyttur eftir svona vinnubúðir úti í sveit.
Það var mjög gott að komast úr borginni smá. Ofsalega fallegur bóndabær sem við vorum á og þar voru líka tveir íslenskir hestar, Kjartan og Ari... ég held samt að þeir hafi ekki skilið íslensku. Ég prófaði að tala við þá, en ég held að þeir hafi ekki skilið mikið.
Það er bara svaka rok hjá mér hérna í Köben núna. Mamma var að fara til Osló í morgun, en fluginu hennar var frestað heillengi því að það er svo vont veður í Osló eða eithvað soleiðis. Ég ætti svo sem ekki að vera að kvarta sýnist mér á veðurlýsingum að heiman. Rok er samt ekkert spes.
Nú er bara að vinda sér í verkefnavinnuna. Lifið heil!

mánudagur, nóvember 15, 2004

Ég er búin að taka þessa helgi í fyrsta gír. Ég gjörsamlega er búin að vera í slow motion, það er frábært svona einstaka sinnum. Á laugardaginn fór ég um 10 leytið í bæinn og rölti með henni Anne Marie. Við fórum í alls kyns skrítnar og skemmtilegar búðir, second hand búðir, spilabúð, alls konar skemmtileg, fórum á 2 kaffhús, ég var ekkikomin heim fyr en um 5 leytið...við bara gjörsamlega gleymdum tímanum. En svo var bara líka tekinn slapparinn um kvöldið og horft á eina lélega gelgjumynd...samt sem áður með ákveðið skemmtanagildi. Vöknuðum svo aftur snemma í morgun og fórum á 2 tíma æfingu. Bara næs helgi.. og ekkert stress og ég er bara samt ekkert svo hress. Ég er með svo mikinn svima. Jafnvægisskynið er gjörsamlega í lamasessi. Ég þarf að venjasthverri stellingu sem ég set höfuðið á mér í. Ég held að ég sé enn og aftur komin með vírusinn í innra eyrað svei mér þá. Erki óvinur minn.
Á morgun fer í smá ferðalag á morgun til Slagelse. Kem ekki heim fyr en á miðvikudaginn. Er að fara með hópnum mínum á bóndabæ til að klára sem mest af stóra verkefninu okkar. Það verður sko fjör!
Æ þau eru öll svo góð og sæt og fín.
Jæja nú ætla ég að fara að láta jafnvægiskynið mitt venjast lágréttri stellingu og halda fast í rúmið mitt svo ég viti hvað snýr upp og hvað snýr niður. S.s. reyna að sofna.

föstudagur, nóvember 12, 2004

Það er svo ljúft að vera búin að skila þessum blessuðu ritgerðum. Þungu fargi er af mér létt. Eftir skóla í dag fór ég með mömmu og Sigrúnu í Fields að kaupa buxur á sigrúnu. Ég fór í brúnu mokkasíunum mínum... sem ég er ekkert búin að vera að fíla undanfarið. Svo þegar mér var litið á fæturna mína í spegli í einni búðinni, þá kom það í ljós að það kom ekkert annað til greina en að kaupa nýja skó. Það var komið gat á mokkasíurnar....æ greyið fátæki námsmaðurinn í götóttu skónum. .... hvað var ég líka að kaupa skó í Zöru? Alla veg þá keypti ég mér þessi fínu flatbotna stígvél, ekkert smá þægjó.
þetta er búið að vera svo góður dagur og kvöld. Eftir ferðina í Fields, þá fór ég og hitti hana Anne Marie á kaffihúsi um 6 leytið. Við sátum í marga tíma og slúðruðum og eftir það röltum við eithvað um miðbæinn. Það er svo ótrúlega nice að labba um bæinn og skoða mannlífið og í búðarglugga. Maður gleymir sér alveg. Það er eitt af því besta við Kaupmannahöfn. Hún er notaleg.
Nú keypti ég mér nýja skó... næsta verkefni er að fara í klippingu. Án djóks þá er ég ekki búin að fara í klippingu í u.þ.b. 4 mánuði! Það hefur barasta ekki gerst áður held ég. Þetta er bara ekki jafn mikilvægt hérna eins og mér finnst það vera á Íslandi. Mamma litar á mér hárið og ég fer ekkert í klippingu. Það held ég að mundi ekki gerast heima. Þetta gengur allavega ekki lengur... nú verð ég að fara í klippingu! Kannski er verkefni morgundagsins, að panta tíma í klippingu?

mánudagur, nóvember 08, 2004

Ég náði nú barasta að klára þessa blessuðu ritgerð. Það skiptir miklu máli að gera þetta rétt því að þetta gildir 100%! já svo verð ég bara að fara að vinna næstu ritgerð sem ég á að skilá á fimmtudaginn og gildir líka 100% Þetta er soldið spes. Allt veltur á einni ritgerð. Svona er þetta og ekkert sem ég gert í því. Ég hlakka allavega rosalega til að vera búin með þessar ritgerðir. Við í hópnum mínum ætlum svo að halda vinnubúðir úti í sveit alla næstu viku... frá mánudegi til föstudags og massa stóra verkefnið okkar í gegn. Við erum búin að fá lánaðan heilan bóndabæ hjá foreldrum einnar. Það verður upplifun :)En nú er það bara ritgerðin sem kallar. Jafnvel þó að mér hafi ekki þótt þessi heimspekiritgerð neitt skemmtileg þá finnst mér bara svo rosalega gaman í skólanum mínum. Alltaf líf og fjör!

laugardagur, nóvember 06, 2004

Ó mæ gad!
Ég held ég verði aldrei búin með þessa blessuðu heimspekiritgerð!
Fórí gær í afmælisveislu í Hróaskeldu. Já já ég hefði átt að fara á bílnum eins og ég var að pæla í. Það tókmig 3 tíma að komast heim. Ég var alveg að klikkast. En svona er bara ævintýri. Nú ætla ég að halda áfram með heimspekina. Bæjó spæjó!

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Úllala!
Það er bara ekki mikið að frétta af mér... ég er bara að reyna að halda mig við efnið að skrifa prófritgerðir hérna... það verður mikið að gera hjá mér loksins í nóvember... bara að ég væri betri í heimspeki... eða hefði gaman af henni. Get ekki alveg sagt að hún hrífi mig mikið. En þetta er nú eini heimspeki kúrsinn sem ég tek.
Annars er mikill tími hjá mér búin að fara í að hlusta og leita af tónlist á netinu.... og ég er alveg búin að fá æði fyrir nokkrum lögum og tónlistarmönnum. T.d. nýja platan hennar Brandy! vá hvað það eru geðveik lög á henni! Afrodisiac er uppáhaldslagið mitt núna...Svo er ég líka búin að vera að hlusta mikið á Destinys child og svo á hana Ciara... en hún er geðveikt cool gella. svo er ég búin að vera að uppgötva svona soldið sérstaka R&B menningu.. eða svona soldið asískt.. eða indverskt... já ekki dæma! Þetta er geðveikt cool... það eru svona með svona sérstöku beati og svo ógeðslega cool þegar það er sungið í bland við ensku á punjab... maður skilur ekki neitt en það er bara svo flott. Það eru til dæmis danskir gaurar sem kalla sig Bombay rockers... þeir eru svona soldið í þessum stíl. Ég veit ekki alveg hvort að nokkur skilur eithvað í þessu.. Ok pásan búin... verð að fara að hripa eithvað niður.
Þekkingin kallar... en það er hún sem ég er að skrifa um...

sunnudagur, október 31, 2004

Ný vika byrjuð og tíminn breyttur.
Í nótt varð klukkan tvisvar sinnum 2. Það er búið að breyta klukkunni hérna svo að það er bara klukkutímamunur á Íslandi og Danmörku núna.
Ég er búin að vera að reyna að skrifa eithverja ritgerð núna um helgina.... gengur ekkert voðalega vel að koma einhverju niður á blað... en það er svona. Ég fór svo í Halloween partí á föstudaginn í skólanum. Það var svo gaman að ég var komin heim um 1 leytið... tók mig rúmlega klukkutíma að fara heim. Neibb ekkert spes það. Það var aðeins skemmtilegra í partí sem ég fór í í gær. Það var á Vestebro hjá homun Lau kunningja mínum. Það vill svo skemmtilega til að það er hóruhús í kjallaranum hjá honum. Það er alltaf einhver ógeðsleg gömul og feit kelling úti í glugga að bíða eftir einhverjum kúnnum. Ég og Anne Marie gátum ekki stillt okkur um að fylgjast aðeins með henni. Vorum svona soldið lengi að læsa hjólunum okkar. Hún er svo subbuleg þessi gella uíjjjj! Með eithvað fullt af köttum í kring um sig. Æ þetta er bara of mikið subbó... og eithvað að búa í sama húsi og svona fyrirtæki eru í... Já já gleðikonur borga nú skatta hérna í Danmörku. Þetta er soldið skondið. Ég er búin að horfa á of mikið af Britney Spears þáttum í dag á MTV.... lögin hennar hljóma svona í hausnum á mér. Æ þegar maður á að vera að skrifa þá vill maður oft laumast til þess að grípa fjarstýringuna og glápa á imbann í smá stund..... og svo smá stund í viðbót.... og svo í pínu stund í viðbót. Kannski er það bara ég.. veit ekki.
Alla vega þá er ég farin að sofa.

sunnudagur, október 24, 2004

Bara láta vita af mér hérna í veðurblíðunni í Kaupmannahöfn.
Helgin er búin að vera fín. Lára stakk af úr skólanum sínum sem er úti í rassgati hér í Danmörku og kom í siðmenninguna hér í Kaupmannahöfn. Við erum búnar að vera að gera hitt og þetta svona. Á fimmtudaginn fórum á kaffi Sögu... það er sko valið besta kaffihús Danmerkur... bara að taka það fram. Svo fórum við að versla í Fields... já ég varð alveg spinnegal! Keypti buxur, skó, tvær peysur og hatt. Já ég held að Lára hafi haft þessi áhrif á mig. :) Sleppti aðeins taki af nískunni sem maður tileinkar sér þegar maður er námsmaður. Kannski líka af því að umgangast Dani... gæti vel verið... Við fórum svo á svaka skemmtilegt djamm á föstudaginn.. fórum víða í Höfninni. Í gær fórum við svo á sætustu mynd í heiminum Wimbeldon.. æ hvað hún er krúttileg. Já og nú er hún Lára farin út í sveit aftur.
Skólinn gengur bara fínt hjá mér. Við erum búin að skila u.þ.b. helmingnum af stóra verkefninu okkar. Fyrirlestrarnir eru að verða búnir svo að nú verður alveg nógur tími til að skrifa ritgerðir og klára stóra verkefnið.
Það er svo mikill sunnudagur hjá mér núna.. Ég svaf út... var búin að stilla klukkuna en ég hef bara óvart ýtt á takkan og slökt... það gerist víst stundum. Svo er ég bara búin vera glápa á The Voice (danska popptíví) og vera í tölvunni og lesa þar á milli. Það er ekkert smá notalegt. Ég ætla svo að reyna að fara út að skokka eftir svona klukktíma. Alla vega áður en það verður dimmt.
Ég bætti inn link á hana Guðnýju.. hún er loksins byrjuð að blogga almennilega. Það er ekki búið að ganga svo vel hjá henni að koma síðunni í stand... en nú er hún alveg komin í bloggarahópinn. Velkomin velkomin!
Svona að lokum vil ég óska henni Systu til hamingju með daginn, hún á afmæli í dag konan. Verið nú góðar við hana stelpuna!
Farin að syngja og dansa með Johnny Delux ... svaka gott lag á the Voice. Hej

fimmtudagur, október 21, 2004

Mmmm!
Ég finn harðsperrurnar myndast í höndum og fótum! Ég fór í pilates áðan og svo beint í pump tíma... og tók nú bara ágætlega miklar þyngdir.... ég fann virkilega fyrir því að það er langt langt síðan ég lyfti síðast. Ég er bara búin að vera eithvað að dansa og kannski hlaupa og í thai chi og eithvað soleiðis dútlerí... Úff hvað ég á ekki eftir að geta labbað á morgun.
Ég fór og hitti hana Láru áðan á kaffhúsi hérna á Íslandsbryggju. Það var voða huggó og mikið slúðrað. Á leiðinni heim byrjaði bara að rigna þvílíkt mikið og ég var alveg hundblaut þegar ég var loksins komin heim...Það var líka svo mikill mótvindur að ég gat ekkert hjólað neitt á hundrað. Ég held nú samt að ég ætti ekki að vera að kvarta neitt mikið yfir veðrinu hérna. Það er búið að vera alveg ágætt á meðan maður heyrir um að það sé bara ógðeslega kalt á Íslandi. Ég er svolítið fegin að losna við það... Ég man bara hvernig þetta var á þessum tíma fyrir ári. Þá var ég að vinna í afgreiðslunni hjá Bíló og fólk alltaf að koma inn og fara út og ekki loka hurðinni eða eithvað og ég var bara eins og frostpinni. Linaðist upp í kaffitímum. Svo er eins og maður venjist kuldanum pínulítið þegar líður á veturinn.... eða er ég bara að rugla. Ég veit ekki, kannski er ég bara með einvherjar rómantískar hugmyndir um íslenska veturinn. Maður verður svolítið örðuvísi þegar maður flytur til annars lands. Þá er allt svo gott heima á Íslandi. Heima á Íslandi! Mamma verður glöð þegar hún les þetta því ég skrifa heima á Íslandi. Oft þegar ég er að tala um það þegar ég fer til Íslans um jólin þá segi ég að ég sé að fara heim þegar ég fer til Danmerkur...."og svo fer ég heim 23. janúar" Þetta fer óskaplega fyrir brjóstið á konunni, en Danmörk er heima og hér mun ég vera næstu ár. Ég á bara 2 heima. Heima á Íslandi og heima í Danmörku. Það er sniðugt! Jæja tími til að hátta klukkan orðin mikið meira en átta!
Bíð spennt eftir að vakna í fyrramálið og vita hvernig vöðvarnir mínir hafa það....

mánudagur, október 18, 2004

Baywatch eru verstu þættirnir!
Sorrí Eva Ruza. Ég er einmitt að horfa á þátt núna og oh my gad! hvað þetta er lélegt sjónvarpsefni. Ég man þá daga þegar maður hafði ekki tíma til þess að borða kvöldmat á laugardögum út af því að maður sat gjörsamlega fastur fyrir framan imbann. Núna verður maður eiginlega bara vandræðalegur að fyrir hönd þeirra út af því að þetta er svo hræðilegt. Æ kannist þið ekki við það þegar maður verður vandræðalegur fyrir einvherja í sjónvarpinu.
Ég hafði það bara svaka gott um helgina... það var langur dagur í dag svo ég er að hugsa um að fara að leggja mig svo ég geti lesið eithvað í kvöld fyrir fyrirlestur á morgunn.

laugardagur, október 16, 2004

Ok ég ætla nú ekki að vera neitt fullorðin Eva Ruza! Hér kemur þá blogg á svona nettu gelgjumáli...
Ég er hjá Dísu frænkz í Odense. Hún býr í gegt cool húsi með kæró og tveimur öðrum home boys! Þeir eru allir einvherstaðar svo að við erum bara eikkað tvær í chillinu. Ég hef aldrei komið inn í jafn flott hús í Danmörku held ég. Það eru alveg tvö baðherbergi og það er baðkar í öðru! Ímyndið ykkur bara hvað þau eru þá stór baðherbergi. Enginn smá luxus. Horðum á video í gær á Festen sem er alveg snilldar mynd! Í dag erum við búinar að vera ýkt dugtige. Fórum út að hlaupa og svo í smá ljós! Mass'etta sko! Það er svo gott, því er alleg gegt hvít mar.
Við ætlum bara að fara að fá okkur í sarpinn... nei sorrí fá okkur að éta (má ekki verða of fullorðin) Fer síðan heim í fyrramálið.. Mar þarf víst eithvað að sinna bókunum og fara í balance eins og er orðin hefð hjá okkur Anne Marie á sunnudögum.
Pís át!

þriðjudagur, október 12, 2004

Hello guys!
Ég vil byrja á því að þakka lesendum mínum fyrir góð viðbrögð við greininni minni. Þetta er nú bara svona frumraun hjá mér. Þetta var mín fyrsta grein á politik.is og ég virðist hafa geta skapað grundvöll fyrir einhverja umræðu... sem ég er mjög ánægð með. Alltaf má nú samt gera betur og ég veit að ég á eftir að læra með tímanum að koma því frá mér sem ég er að hugsa í það og það skipti. Ég skila inn grein á politik.is á 6 vikna fresti og ætla ég mér helst að taka fyrir einhver alþjóðleg málefni. Ég veit náttúrulega ekki mikið um hvað er að gerast heima á klakanum og svo eru nóg af fólki sem getur tekið púlsinn á þjóðarsálinni .... fólk sem er á staðnum.
Ég er annars búin að hafa það mjög gott um helgina. Búin að vera soldið með kellingunum mínum og búin að reyna að læra soldið... samt var það nú eithvað takmarkað. Ég var bara svo ósköp þreytt eitthvað. Kíkti í bæinn bæði á föstudag og laugardag, kom samt ekkert voðalega seint heim. Ég á bara svo erfitt með að sofa út. Ég er yfirleitt bara vöknuð kl. 10:00. Ching ! vakna og fer að ryksuga og taka til og svo um 3 leytið er ég eins og sprungin blaðra, en get ekki lagt mig því þá er ég að eyða deginum í svefn. Það er vandlifað. Nú ætla ég alla vega að fara að leggja mig. Klukkan er orðin hálffjögur og ég er búin að vera að hanga í tölvunni í langan langan tíma. Á morgunn ætla stelpurnar að koma til mín í brunch um tvö-leytið svo ég þarf að hafa eithvað huggulegt til fyrir þær.

laugardagur, október 09, 2004

Æ takk stelpur fyrir öll komplimentin fyirir greinina mína. Ég skrifa grein á politik.is á 6 vikna fresti svo að þið eigið eftir að sjá fleiri.
Fór í gær með Tinnu út á flugvöll að sækja stelpurnar í gær. Gaman gaman... ég þurfti svo að fara heim að læra svo ég sleppti þeim bara lausum í verslunarleiðangur.
Það var menningarnótt í gær hér í Køben. Ég og Sigrún fórum út að borða og í bæinn að skoða öll herleg heitin. Stelpurnar voru svo þreyttar eftir búðarráp að þær nenntu ekki (skiljanlega því þær voru mjög duglegar að versla) út að borða. Ég hitti þær svo niðri í bæ seinna og við fórum á fallega Moose! Oj mér svíður ennþá í augun af reyknum þarna inni. Það var samt mjög gaman. En svo var áætlunin að fara á Sams bar á Strikinu... ég fór og náði í hjólið mitt og beið eftir þeim á meðan Systa og Ásgerður ætluðu að kíkja einn hring á LA bar.... ég beið og beið..... og beið..... en þær barasta voru ekkert að flýta sér út... svo að ég bara hjólaði heim... Hvert fór Íris?

fimmtudagur, október 07, 2004

Þá er hann Rafnar farinn heim!
Keyrði hann út á flugvöll áðan og var síðan í hálftíma að finna bílastæði og þurfti síðan að hringja í pabba til þess að hjálpa mér að leggja í eithvað ógeðslega þröngt stæði í næstu götu. Það er ekkert spes að vera á bíl í Kaupmannahöfn. Samt gott að geta stundum keyrt eithvað.
Það var voða gaman að hafa Rafnar hérna. Við skoðuðum svo sem ekkert alveg svakalega mikið... Við höfðum það bara gott. Hann kemur hvort sem er aftur og verður mikið lengur.
Ég var svo að panta flug til Íslands um jólin. Ég kem heim til Íslands á Þorláksmessukvöld.... lendi um 10 leytið. Ég er sko í prófum þangað til 23 desember þannig að ég kemst ekki fyr. Svo fer ég aftur til Danmerkur 23. janúar... Þannig að ég get haldið upp á afmælið mitt með öllum bestu vinkonum mínum. :) Hlakka til að sjá litla krílið hennar Sjafnar og sona!
Ég er farin að hlakka til bara.
Stelpurnar eru að fara að koma á morgunn! Það er bara um að gera að skella sér á menningarnótt sem verður hér á morgun. Það verður örugglega alveg hellingur af fólki í bænum og mikið stuð:)
Hlakka til að sjá ykkur stelpur!

mánudagur, október 04, 2004

Well það lítur allt betur út með skuldirnar mínar í dag en það gerði á föstudaginn... Ég er búin að tala við lögregluna, folkeregestret og Told og skat og þetta verður vonandi allt í lagi.
Helgin var mjög góð. Við Rafnar erum búin að hafa það gott hérna í Höfninni. Mamma, pabbi og Sigrún voru í Noregi um helgina svo að við höfðum íbúðina fyrir okkur. Við erum svo sem ekkert búin að vera að stressa okkur að gera allt mögulegt en við erum búin að kíkja í Fields og fórum í Christaniu í gær. Við kíktum á hjólabretta park sem er þarna inni í Christaniu og þar var pínu lítill 5 ára gutti að brillera á hjólabrettinu! Hann var svo mikil dúlla! Hann var svo ógeðslega klár á þessu! Sjiiii bara dúlla! Hann gat alls konar tricks og var algjör glanni.
Ég fór svo í skólann í dag og Rafnar fór að skoða skóla í Svíþjóð. Nú var ég bara að enda við að skila inn grein sem kemur á politik.is á morgun. Endilega kíkið á hana.
Nú er ég að fara að tala aðeins við kærastann minn sem er svo góður að heimsækja mig alla leið til Danmerkur. Ég er ekki svo góð ef ég hangi bara í tölvunni allan tímann.

föstudagur, október 01, 2004

Wha!!!!
Ég gæti ekki verið meira pirruð!
Það er mjög gaman að fá Rafnar jú... en óheppnin hefur bara elt mig! Í gærkvöldi þegar við komum heim frá flugevellinum fundum við þetta líka fína stæði rétt hjá þar sem ég bý. Nei nei í morgun kom pabbi að 3 lögreglumönnu við að setja sekt á bílinn. Á Íslandi er sú regla að það megi ekki leggja nær en 5 metra frá gatnamótum.... en hér í Danmörku eru það 10 metrar....!!! Já þetta er ekki auðvelt
Jæja flott mál... 510 kr fyrir að leggja ólöglega!
Ég er búin að vera að bíða eftir sjúkaratryggingakortinu mínu... ég er búin að hringa í folkeregistreret og athuga með þetta en aldrei kemuur helvítis kortið.
Ég og Rafnar fórum í bæinn áðan og þegar ég kom heim biðu mín 2 bréf frá Told og Skat! Já Tvær sektir fyrir að hafa svindlað í lest! 1200! danskar krónur! Einhver hefur s.s. fengið kortið mitt og er að sveifla því um allan bæ! Svindlar sér í allar lestir og sýnir svo kortið mitt þegar hann/hún er böstuð! Svo er búið að loka alls staðar núna svo að ég get ekkert gert í þessu fyr en á mánudaginn!!! ARG!!!!
Í gær skuldaði ég 0 kr. í dag skulda ég um það bil 25000 íslenskar krónur!

fimmtudagur, september 30, 2004

Ég var nú bara svo löt í fyrradag að læra! Vá hvað ég gerði ekki rass í bala. Ég fór með mömmu í bæinn í 4 tíma... keypti ekki neitt reyndar. En það var mjög næs. Fórum á kaffihús og fengum okkur gott að borða. Það var gott haustveður og svona.. svo kom ég heim og ætlaði sko aldeilis að fara að lesa... en þá var barakomið að því að ég færi í Funk.... já já það var svaka gaman... svo kom ég heim og ætlaði sko að fara að lesa! Nú ætlaði ég sko að vera dugleg. Þá byrjaði Idol svo ég varð að horfa á það og svo á eftir því þá var dönsk útgáfa af fab 5! Ekki má maður missa af því.... já ég hélt ég mundi nú lesa eithvað eftir það en nei... tölvan kallaðir! Já og fyr en varði var klukkan orðin langt eftir miðnætti og ekki séns að ég fæti meðtekið eithvað lesefni svo ég fór að sofa! Svona er þetta bara stundum hjá manni.... Vantar bara svo mikið sjálfsaga.... Í gær var ég samt með svo mikið samviskubit svo að ég var allan daginn á bókasafninu og las og var svaka dugleg....
Ég nennti ekki á æfingu svo ég hjólaði bara til Anne Marie.... á gamla gamla hjólinu mínu.... trúið mér það jafnast á við 2 spinning tíma að hjóla í hálftíma hvora leið á þessu hjóli. Það var huggó.... Anne Marie bauð upp á te.... týpískt...
En núna er ég bara í tíma og get ekki alveg einbeitt mér því að kennarinn er pínu óskipulagður allt í einu... og svo er ég líka svo spennt því að Rafnar er að koma til mín í kvöld!! Já það er komið að því! Ég hlakka ekkert smá til!
jæja hann er aðeins að koma til prófessorinn svo ég ætti nú bara að fara að reyna að fylgjast með....

sunnudagur, september 26, 2004

Sunnudagsmorgun....
Æ hvað ég get ekki sofið út!
Ég vaknaði klukkan kl.9:30 í morgun. Svona er þetta að vera komin inn í nokkurs konar rútínu. Ég fór til Tinnu og Ranalds í ærkvöldi. Þau voru að halda smá innflutningspartí. Það er orðið alveg svakalega fínt hjá þeim! Það var svaka partí á kaffinu... svona 80's partí sem hann Nis var búin að vera að skipuleggja :) Hann var þarna alveg í S-inu sínu með risa risa afró hárkollu og litaður í framan og með risa risa sólgleraugu... Ég fór reyndar bara snemma heim því það er ekki það auðveldasta í heimi að komast heim frá Kagsaa á kvöldin, en Bogi og einvherjir tver voru að fara í bæinn svo að ég sníkti mér far með þeim. Svo þarf ég að lesa í dag og er búin að gera aftale með Anne Marie um að við förum út að hlaupa á Dyrehavsbakken. Þannig að ég mun hafa nóg að gera í dag.
Nú eru bara 4 dagar þangað til Rafnar kemur til mín! Ég get barasta ekki beðið! :) Við ætlum að fara til Svíþjóðar og fara niðurí bæ og skoða... bara verst að ég þarf líka eithvað að mæta í skólann og svona .... hehe En það er nú ekkert svo mikið því að hópurinn minn fer í smá pásu.
Noh.... men mu maa jeg i gang med at læse, hvis jeg skal ud at löbe i dag!

fimmtudagur, september 23, 2004

Jæja þá er ég komin í helgarfrí! :)...og það er bara fimmtudagur. Við vorum svo dugleg á þriðjudaginn og kláruðum allt það sem við áttum að klára fyrir mánudaginn þannig að ég get bara tekið því svolítið rólega meira að segja um helgina. Ég þarf bara að lesa einn kafla í heimspekibókinni...Þetta er bara djók!
Ég var að koma úr þriggja tíma fyrirlestri og ég er alveg með dúndrandi hausverk... Allt of mikið af upplýsingum!!!
Prófessorinn er bara svo ógeðslega fyndinn. Hann er rosalega líkur Niles í Fraiser... ef þið munið eftir honum.... Svo er hann bara í fyndnustu fötum í heimi. Í dag var hann t.d. í viðbjóðslegum þröngum leðurbuxum og í krumpuðum rauðum bol við. HA! Hann er svona á fimmtugsaldri!! En hann er mjög klár og það er yfirleitt ágætt á fyrirlestrum hjá honum kallinum.
Nú ætla ég bara að kíkja á fjerneren og hlaða batteríin. Á morgun verður svo svakalegt fest í skólanum. Það er búið að koma upp nokkrum risa sirkustjöldum og það verða geðveikir dj-ar og hljómsveitir... Búist er við að það verði um 8000 manns.. svo að það verður alveg svakalegt fjör! :)

miðvikudagur, september 22, 2004

Du er for lækker lækker lækker lækker lækker lækker lækker lækker lækker!
Þvílíkur texti! Þetta er lag með Nik & Jay og ég er með það á heilanum og það er líka svona skemmtilegur texti! :)
Annars er roselega mikið af skemmtilegri danskri tónlist í gangi hérna núna... T.d. Jonny Delux... dönski sænsk hljómsveit og The Loft er með rosa flott lag núna... en þeir voru með tómnlistina fyrir yndina Den Eneste Ene. Svo eru Outlandish með flott lag á dönsku sem heitir Man binder os paa mund og hand. Já nú hafiði smá innsýn í tónlistina hér í Höfninni :) Hvor du fra hvor du fra?! Jeg fra Havnen..... (annað lag sem maður fær oft á heilann)
Ég var í skólanum til kl. hálfeitt í nótt. Ekki var ég að læra allan tímann.. nei við vorum samt að klára fyrsta hlutann af verkefninu okkar og héldum svo smá partý....fengum okkur pizzu og spiluðum og soleiðis. Ég fór á bílnum því að ég meikaði ekki að fara að koma ein heim í lestinni svona seint.... ekki sniðugt að vera að bíða á lestarstöðvum einn svona seint á virku kvöldi. Þetta var reyndar bara í annað skipti sem ég keyri í Danmörku og fyrsta skipti sem ég keyri á hraðbraut.... ég var bara svaka dugleg og rataði barasta alveg :)
Ég ætla aðeins að útskýra veru mína hérna.
Sko ég er í International Cultural Studies í Hróaskeldu... mig langaði mest að fara í háskólann í Malmö í European Studies... en ég fékk að vita að ég kæmist þar að þegar ég var búin að vera í Hróaskeldu í nokkrar vikur og komin inn í allt saman þannig að ég ákvað að halda áfram þar núna í ár. Þetta er líka mjög góður undirbúningur fyrir prógrammið í Malmö. Ég ætla síðan að fara til Malmö á næsta ári og byrja í European Studies. Það getur meira að segja verið að ég geti fengið eina önn metna yfir. Ég mun s.s. kannski flytja til Malmö eða Lund. Ég mun þá ekki koma heim fyr en eftir alla vega 4 ár. Kannski eftir lengri tíma því að mig langar líka að taka master gráðu.
Nú ætla ég að fara að lesa eithvað... ég svaf allt of lengi! Ég vaknaði ekki fyr en rétt fyri 12! Þetta gengur ekki...eins gott að fara a ð drífa sig að lesa.

mánudagur, september 20, 2004

Bara svona rett ad lata vita af mer.
Eg er bara i skolanum ad bida eftir ad taka lestina heim til min. Tetta er buid ad vera langur dagur....
Byrjadi a tvi ad taka vitlausa lest i morgun og koma klukkutima of seint.
Eg var nu ekki su eina sem tok tessa lest... vid vorum all nokkur sem forum i tessa lest tvi ad tad stod a skjanum ad tetta vaeri lestin sem vid attum ad taka... Asna DSB!
Helgin var agæt... eg gerdi nu ekkert svo mikid.
For i bio a fostudaginn a danska mynd med henni Anne Marie.
A laugardaginn vaknadi eg eldsnemma og for a hjolauppbod. Eg fekk frekar ljott hjol a 350 danskar kronur... Annar attu bækurnar næstum alla mina athygli.
Tannig er vist lif haskolanemans.
Tad tekur mig ekkert sma langan tima ad lesa sumt af tessu.
Tad sem eg var ad lesa i gær t.d.! Eg las 7 bls. a klukkutima... tad er nu ekki mikil afkøst..
Jæja nu ætla eg ad flita mer ad na lestinni. Eg tarf ad labba i 10 minutur i rigningunni herna og eg er ekki einu sinni i jakka.. bara a peysunni. Æ eg er svo mikil hetja ad eg lifi tad alveg af.
Ciao!

föstudagur, september 17, 2004

Nú af því að ég ætti að vera á fullu að lesa er alveg upplagt að blogga smá.
Það eru svo margir búnir að spurja mig hvort ég sakni ekki Íslands. Ég verð nú eiginlega að svara því neitandi, en á sama tíma játandi.
Ég gæti skýrt það þannig að ég sakna fólksins en ekki lífsins.
Mér finnst svo frábært að vakna á morgnanna hérna og rölta út á strætóstoppistöð eða í metro á leiðinni í skólann. Ég bý í mjög notalegu hverfi og það er alltaf svo mikið líf. Það er svo þægilegt að taka strætó eða lest hvert sem maður fer... maður sest bara uppí og slappar af.. þarf ekki að hafa áhygjjur af umferð eða neinu...
Svo er líka svo skemmtileg stemmning hérna alltaf. Allir alltaf til í að gera eithvað skemmtilegt og fara á kaffihús og eithvað.. Þar hafiði það.
Ég setti mér takmörk fyrir þessa viku. Þau voru að ég ætti að sækja um vinnu og ég ætti að kaupa mér hjól. Ég er búin að standa við helminginn af þessu. Ég er búin að sækja um vinnu á 2 stöðum. Í ZARA og á Café Alma sem er á Islandsbryggju... þar er ekkert smá notalegt... og þetta er svona 5 mínútur á hjóli(með bið á rauðum ljósum) í burtu frá mér. Ég vona að ég fái það. Í fyrramálið ætla ég svo að fara á lögregluuppboð og reyna að næla mér í hjól á góðu verði... bara verst að ég hef engann með góða rödd til að fara með mér.... því eins og flestir vita er ég ekki háværasta manneskja í heimi....
Ég verð svo ánægð ef ég næ þessum takmörkum mínum. Ég þarf nú líka að setja mér takmörk fyrir helgina um að lesa heilmikið.. úff...
Best ég fari að vinna í því núma.
Ciao!

mánudagur, september 13, 2004

Hæbb
Þetta var bara ágætis helgi.... svona fyrsta helgin sem ég finn fyrir því að ég er í skóla:)
Á föstudaginn fór ég til Lotte... ein af þeim sem heimsótti mig til Íslands. Hún var að flytja inn á kollegie á Östebro og hélt svona smá house warming fyrir nokkra úr Oure. Það var svaka gaman að hitta þetta fólk aftur. Ég kíkti svo aðeins með Anne Marie til vina hennar og svo gisti ég bara hjá henni.Það er svo mikið vesen að fara heim frá Östebro á nóttunni. Ég verð að fara að kaupa mér hjól.
Laugardagurinn fór í það að lesa og svo um kvöldið fór ég á kagsaa til að hitta Tinnu og Auði. Við kíktum á kaffið og vöktum frameftir og kjöftuðum. Svaka kósið að koma aftur á fornar slóðir. Aftur varð ég að gista... vegna þess að það er mesta vesen að fara heim til mín... hjól hefði ekki einu sinni dugað... :)Ég fékk að vígja nýja svefnsófann hennar Tinnu! Svaka flottur. Íbúðin hennar Tinnu bara svakalega fín. og þau eru að koma sér vel fyrir. Strax bara orðið svaka homie hjá henni. Þegar ég kom heim í gær var bara ekkert annað í stöðunni en að kasta sér í lesturinn! Allur dagurinn fór í að lesa. Ég er svo búin að vera í skólanum í allan dag svo nú er ég alveg búin á því. Ég held að það verði stuttur dagur hjá mér á morgun svo að ég hef vonandi tíma til að hitta Tinnu og Auði og smella afmæliskossi á hana Tinnu.
Góða nótt

fimmtudagur, september 09, 2004

Jæja jæja jæja!
Ég er aftur orðin on-line.
Netið var eithvað að klikka... aðalega af því að ég var eithvað að reyna að breyta og laga... en það fór því miður á hinn veginn... hehe
Ég er bara á fullu í skólanum núna. Búin að fá hóp sem ég á að vinna verkefnið mitt. Þetta verkefni telur 60% af önninni þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég á eftir að vera mikið með þessu fólki. Ég tók svolítið aðra stefnu en ég hafði ímyndað mér. Ég er að fara að gera sálfræðiverkefni. Það var eitt verkefni sem var tengt sögu... sem ég hafði mikinn hug á að taka þátt í... en fólkið sem var búið að ákveða að vera í þeim hóp var ekki alveg að mínu skapi. Stundum sér maður bara alveg strax hvaða fólk er metnaðagjarnt og hvaða fólk er það ekki... mér leist ekki nógu vel á svo að ég endaði í hópi mjög kappsmikils fólks og við munum fara að éta í okkur helling af sálfræðibókum og skrifa nokkuð langa ritgerð sem við eigum að skila eftir 2 mánuði.
Ég er nú búin að vera að reyna að leita að ódýru hjóli... það hefur ekki gengið neitt svakalega vel. Ég verð bara að komast að því hvenær uppboðin eru. Ég verð að fá mér hjól. Vinkonur mínar eiga flestar heima í Kaupmannahöfn og það er svo leiðinlegt að þurfa alltaf að taka lest eða strætó....mikið fljótlegra að hjóla bara.Kaupmannahöfn er ekki svo stór svo að það tekur ekki svo langan tíma að fara á milli á hjóli.
Ég keypti mér árskort í SATS...sem er líkamsræktarstöðvakeðja. Ég get farið í SATS á öllum norðurlöndunum. Ég fór í einn geðveikt skemmtilegan fönk tíma í fyrradag og svo er ég búin að fara og æfa í tveimur stöðvum. Hér á Amager og í Östebro... það er eiginlega flottara á Östebro.... þið munið kannski eftir þessu... þetta er í Parken.
Á morgun er eithver vikingahátið í skolanum hjá mér og það verða einvherjir vikingaleikar. Ég ætla nú ekki að vera of lengi þar, því að ég er svo að fara í partí hjá Lotte sem var með mér í Oure.
Ég er búin að komast að því að það er ekkert mikið öðruvísi að vera í Kaupmannahöfn en að vera í Reykjavík. Ég er bara alltaf að hitta fólk óvart sem ég þekki. Fólk frá Oure og frá RUC(skólanum mínum)
Í dag t.d. hitti ég 3 úr Oure (þessir 3 voru ekki saman) og eina úr skólanum mínum og ég var í bænum í 2 tíma.
Jæja nú ætla ég að fara að hvíla mig eithvað...
laugardagur, september 04, 2004

Hello!
Takk fyrir öll fallegu kommentin. Ég reyni að fylgjast með öllum bloggunum hjá ykkur öllum. Maður verður eithvað að reyna að fylgjast með.
Ég verð nú samt bara að játa það að ég ég er búin að kíkja á mbl einu sinni. Þannig að ég er ekkert að fylgjast vel með öllu sem er að gerast heima. Ég les frekar bara blöðin hérna í Danmörku, eða horfi á fréttirnar. Það er nú búið að vera mjög sorglegt að fylgjast með þeim síðustu daga vegna atburðanna í Rússlandi.
Ég kom heim úr ferðalaginu á fimmtudaginn. Alveg ROSALEGA þreytt! Það var alveg svakalega gaman og ég kynntist betur fullt af fólki. Við héldum áfram að fara í leiki. Það var einn fyrirlestur á dag og svo unnum við eitt verkefni. Okkur var skipt niður í nýja hópa. Við gerðum verkefnið saman og við vorum saman í liði í öllum leikjunum. Það var stigakeppni...svona yfir alla helgina og minn hópur vann! Við vorum svo dugleg að vinna leiki og soleiðis. Í verðlaun fengum við svo morgunmat í rúmið:)Eftir ferðalagið erum við öll (hópurinn) orðin nokkuð góðir vinir.
Bragi(bróðir minn) og Kristjana eru hérna í heimsókn hjá okkur. Svefnlausa ég fór með þeim í bæinn á fimmtudagskvöldið. Ég var mjög stolt af sjálfri mér að hafa vakað svona lengi. Í gær kíktum við í Christaniu. Það er bara ekki þessi sama stemmning þar lengur. Mér fannst ekkert varið í að fara þangað núna. Svo fór seinni partur dagsins og kvöldið í það að borða.
Við ætlum að kíkja á lífið á eftir. Ég held að valið standi á milli Park eða Vega. Er ekki búin að ákveða.
Ég veit það á morgun.

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Hippaskóli
Já skólinn minn er stofnaður árið 1972 af rótækum hippum... þess ber sko greinilega merki í dag.
Þetta er svo voðalega skemmtilegt og áhugavert allt saman.
Fyrsta vikan er búin. Það var mjög gaman... ég fór í marga marga leiki og setti upp leikrit og söngatriði... Mamma og pabbi eru farin að halda að ég sé að byrja í leikskóla en ekki háskóla. Þau spurja mig alltaf þegar ég kem heim: Hvernig var í skólamum í dag ? Alltaf er svarið eithvað á þessa leið: Það var gaman, við fórum í fullt af leikjum og hlustuðum á sögur og fengum gott að borða.... já svona er þetta búið að vera. Næsta vika verður eithvað svipuð... nema að ég kem ekkert heim því við erum að fara í ferðalag frá mánudegi til fimmtudags. Við eigum reyndar að byrja á einu verkefni.. sem við erum búin að fá aðeins smjörþefinn af og það virkar mjög skemmtilegt. Reyndar er þetta þannig að við eigum sjálf að ákveða hvernig verkefnið er og um hvað ... svo það er lítið mál að velja eithvað skemmtilegt.
Svo að þið skiljið mig í framtíðinni þá ætla ég aðeins að lýsa skólanum mínum og því sem ég mun vera að gera.... svona eftir besta skilningi.. ég er ennþá að finna út hvernig þetta verður.
Minn árgangur á s.s. hús. Í húsinu er einn fyrirlestrasalur og svo mörg herbergi fyrir hópavinnuna. Það er vel útbúið eldhús... með örbyljguofni, ofni, uppþvottavél og det hele. Sófi og þægilegir stólar í eldhúsinu. Það er alltaf til allavega pasta og tómatsósa í eldhúsinu og nóg af kaffi og te. Svo eru 3 svefnherbergi með dínum og teppum....ef maður hefur ekki tíma til að fara heim...eða nennir því ekki, og sturtur og alles... í næsta húsi er síðan líkamsræktarherbergið sem maður þarf reyndar að borga ca. 850 kr. á mánuði til að nota. Þetta er allt mjög kósí og heimilislegt.... soldið svona eins og á leikskóla.
Yfirleitt eru 3 fyrirlestrar eða minna á viku. Heimspski og einhverskonar málvísindaleg heimspeki og fleira.. svona ykkur að segja þá hef ég litla hugmynd um það hvað ég er að fara að gera?????? Fyrir utan þessa 3 fyrirlestra er mikil verkefnavinna í hópum. Í raun og veru getur maður nokkurn veginn ráðið því í samráði við hópinn og umsjónarmanninn hvað það er sem maður vill leggja áherslu á og hvað maður vill læra. Á álagspunktum þá hefur maður jafnvel ekki tíma til að fara heim ...það er ástæðan fyrir svefnherbergjunum og öllu því. Svo ég held að þrátt fyrir litla viðveru á stundatöflu þá verði nóg að gera hjá mér.
Allt fer fram á ensku og við tölum öll saman á ensku... jafnvel á leiðinni í og úr skólanum í lestinni. Ég tel mig nú ekkert sérstaklega góða í ensku... en það er furðulegt hvað hefur gerst á einni viku. Mér finnst mikið þægilegra að tala ensku núna en fyrir viku.
Yfir í aðra sálma.
Ég fór í Fields 2 sinnum um helgina. Vá hvað það er mikið af góðum búðum og mikið af flottum fötum! Ef þið eruð að hugsa um verslunarferð... þá er Fields áfangastaðurinn! það er ekki einu sinni svakalega dýrt þar sko. Ég er annars ekki búin að gera mikið um helgina. Fór í mat til Karinu vinkonu minnar frá Oure. Hún býr á Östebro.. alveg rétt hjá þar sem við Brammingepíur bjuggum.Það var gaman að koma þangað og rifja upp gamla tíma. Það er mikið búið að breytast þarna. Park er líka búið að breytast mikið heyrði ég... það líður ekki langur tími þangað til ég verð búin að kanna það.... ná á ég 3 góðar vinkonur sem búa á Östebro svo að það er alveg tilvalið fyrir okkur að fara þangað.
Nú ætla ég að fara að lesa málvísinda-heimspekibókina mína... eða hvað sem hún er.
Takk fyrir þolinmæðina ef þú nenntir að lesa þetta.


mánudagur, ágúst 23, 2004

Ok... tetta fokkadist algjørlega upp.Helv netkaffi-tølva! ég get ekki lagad tetta.... ég verd bara ad laga tetta seinna. Hef ekki meiri tima herna a netkaffinu... sorry
Fyrsti skóladagur búinn og ég er alveg búin á því og alveg rosalega ruglud.
Þetta byrjadi allt saman á Hovedbanegaarden í morgun kl. hálf níu. Ég mætti þangad alein og allir hinir líka svona aleinir og allir ad kíkja í kring um sig og brosa vingjarnlega. Þá komu eldri nemendur skólans, klæddir allskonar búningum... homma, gedsjúklingar, sölumenn og trúbadorar og skemmtu okkur í lestinni. Svo þegar við vorum komin til Roskilde biðu okkar eldri nemendur frá okkar deildum. Þeir fylgdu okkur síðan að húsinu okkar... en mitt hús kallast Pentagonið... á leiðinni voru eldri nemendur búnir ad undirbúa alls konar atriði. Tveir "hommar" ad baða sig upp úr mjólk, tveir voru búnir ad tjalda og dreifa drasli og bjórflöskum um allt... þetta átti ad gefa til kynna að það væri ekkert nema sjov og ballade i skólanum... en samt bara meira til ad láta okkur gleima vandræðalegheitunum. Í dag erum vid búin ad vera ad læra svolítið inn á Þetta. Þetta er svo allt öðruvísi en aðrir skólar... Þad eru MJÖG fáir fyrirlestrar.... og ég þarf bara ad kaupa eina bók. Þetta er allt meira og minna rannsóknarvinna í hópum... þannig að maður verður að vinna þetta svolítið sjálfur... ekki svo gott ad skýra þetta út, en ég er heldur ekki alveg komin med þetta á hreint.... þetta er allavega mjög spennandi.... það eitt veit ég. Næstu tvær vikur fara í það hreinlega ad læra inn á þetta. Vid fáum eitt verkefni sem við eigum ad gera... en það er bara svona til að prófa okkur áfram med þessar aðferðir.
Kennararnir, eða vejlederne eins og þeir kallast eru sumir hverjir mjög spes... t.d. þá er heimspekikennarinn minn einhver kani... ekkert smá mikill töffari... maður hefði getað ímyndad sér að hann væri einn af vinum hennar Katrínar í L.A. Hann virkar mjög cool sko.
Ég veit ekki alveg hvað ég á ad gera á morgunn... vonandi eignast ég fleiri vini... maður er svolítid einn á báti ennþá... þó að maður sé svona aðeins byrjadur ad kynnast fólki.
Allavega byrjar dagurinn á morgunmat með "ættbálknum" mínum.
Ég veit að þetta er allt í belg og biðu.... en eins og ég skrifaði efst, þá er ég mjög rugluð núna, því ad þetta er allt svo nýtt og framandi og ég veit ekki alveg hvað ég er ad fara út í.. ég hlakka til ad vera komin inn í þetta allt saman.
Ég veit allavega að ég á eftir ad sofna um leið og ég leggst á koddann.
ciao!

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Ég hlakka svo til á morgun. ég er ad fara ad byrja í skólanum mínum.... s.s Hróaskeldu... ég ætla bara ad skippa Malmø. Ég er ekki enntá búin ad fá fullkomid svar frá teim svo ad ég er ekkert ad púkka upp á tá. Tetta í RUC (Roskilde universitet center) er líka alveg svakalega spennandi og ef ég ákved ad skipta yfir í Malmø tá get ég jafnvel fengid eithvad metid.
Ég fór m. Anne Marie á Konrad í gær. Tad var svaka stud tar... en allt of mikid af fólki. Tad var eins og ad vera inni i sauna ad vera tar... svo vid hrokkludumst tadan ut um 2 leytid. Tá kíktum vid á einhverja 2 pubba og svo tók ég bara metroid heim og AM hjóladi heim. Ég get ekki bedid eftir tvi ad fá hjól. Ég er ad bída eftir uppbodi á hjólum hjá løggunni... tad fer vist ad koma ad tvi.
Ég vona ad allir hafi skemmt sér á Menningarnótt... leidinlegt ad missa af tví... en samt ekkert svo....

laugardagur, ágúst 21, 2004

Tad ætlar eithvad ad dragast ad fá internetid heim... Tad kemur nu samt vonandi i næstu viku. Eg er buin ad koma mer vel fyrir herna. Herbergid mitt ordid svaka flott og allt ad smella. Eg er bara buin ad vera med soldid mikid kvef... Ekki gott tad. Eg er buin ad hafa tad gott sidustu daga annars. Eg er buin ad vera mikid med anne Marie... Hun var ad flytja i ibud ekki svo langt fra mer. Vid forum i gær a gedveikt kaffihus... eg verd ad syna einhverjum tad... bara cool. I kvøld ætlum vid ad fara a Konrad.. vid erum a gestalista svo ad tad ætti ekki ad vera neitt mal. Vid turftum audvitad ad fara i dag og versla okkur føt fyrir kvøldid... ekki fer madur i einvherjum lørfum a Konrad.... svo ad eg keypti mer gallabuxur, bol og ledurjakka i dag. Eg sem er ad reyna ad falla inn i hlutverk fatæka namsmannsins.
Ég fer i skolann a manudaginn. Tad eru ad byrja svona intro dagar. Teir standa yfir i 14 daga og tad endar med ferdalagi til Svitjodar 30. agust til 2. september... Næstu tvær vikur verda nokkurn veinn tannig ad ég á eftir ad kynnast helling af folki og fara i alls kyns leiki og tad verdur djamm a hverju kvøldi... svo ferdalag og ennta meira djamm.... ja svona er haskolalifid ha!
Nu ætla eg ad koma mer af tessu ogisslega netkaffi og fara ad gera mig klar fyrir kvøldid. Goda skemmtun eg. Gledilega menninganott tid!
Hilsen
Sólveig

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Tími til kominn ad láta vita af sér.
Ég er búin ad hafa tad gott hérna. Fyrsta kvøldid fór ég med Sigrúnu og Anne Marie í Tivoli á tónleika. Tar komu fram ýmsir gedveikir tónlitarmenn eins og Nik og Jay Maria Mena, og 50 cent og G-unit og fleiri og fleiri. Vid vorum tarna frá kl. 6 tilkl. 12... Gedveikt gaman.
Gærdagurinn fór í tad ad kaupa mér húsgøgn.... nú er herbergid mitt ordid bara nokkud kósí. vid fáum netid á morgun svo ad ég verd duglegri as skrifa.
Skrifa meira seinna.
Hej hej

föstudagur, ágúst 13, 2004

Blessuð blíðan!
Það hefur sko ekki farið fram hjá neinum þessi þvílíka bongóblíða sem er búin að vera hérna á landinu síðustu daga. Alveg er það fullkomin tímasetning á þessu. Akkúrat þegar ég fór í frí. Ég get sko ekki verið annað en ánægð með það. Ég er sko búin að njóta þess. Búin að reyna að liggja í sólbaði eins mikið og ég get. Ég er sko ekkert búin að fara í sólbað í sumar... enda alltaf að vinna fram á kvöld. Greyið Rafnar er alltaf að reyna að læra úti og ég alltaf eithvað að tala við hann og trufla hann, Tíminn er búinn að fara í eithvað svona hangs núna.. sem er alveg frábært. Var hjá Braga að horfa á hann drepa geitunga í tugatali á þriðjudaginn.... búin að heimsækja stelpurnar í bæjarvinnunni nokkrum sinnum og í gær fór ég í sund með Guðrúnu Birnu í Hafnarfirðinum. Í dag var ég meira að segja soldið dugleg og fór með flöskur og dósir í Sorpu og þreif bílinn aðeins. Ég tímdi nú ekki að eyða allt öf löngum tíma í það... varð bara að komast aftur í sólbað. Það er það að frétta af græna fallega bílnum að hann er ekkert að fara úr fjölskyldunni,. Bragi og Kristjana ætla að taka hann að sér greyiðl. Ætli ég þurfi ekki að taka þau í smá ökutíma því hann er með soddan sérþarfir þessi blessaði fákur.
Jæja nú ætla ég að koma mér í háttinn. Ég veit ekki hvprt að ég get sofnað því mér er svo heitt. Það mætti halda að ég væri ekki á Íslandi.

mánudagur, ágúst 09, 2004

Í dag líður mér mikið betur. Þessi lyf eru eitthvað að virka. Ég svaf ekki mjög vel samt og vaknaði kvalin. En svo tók ég lyfin og þá varð allt betra eftir smá stund. Ég fór í dag og breytti lögheimilinu mínu, fór í bankann og lét vita um nýtt heimilsfang og sótti um kreditkort... við skulum nú vona að ég sé ein af þeim sem kann með svoleiðis tól að fara..... svo að þetta endi ekki illa.Ég held þá barasta að ég sé alveg reddí fyrir flutningana. Eftir þessar útréttingar fór ég í heimsókn í til stelpnanna minna í bæjarvinnunni. Æ hvað það er gaman hjá þeim í vinnunni svona allar saman. Ég hitti líka hana Sjöfn með sætu sætu bumbuna sína... hún hefur stækkað ekkert lítið! vá! Ég hlakka til að koma heim í janúar og sjá litla krílið hennar. Það eru allstaðar börn á leiðinni... hún Hafdís var sett í gær.... en ég veit ekki til þess að það hafi neitt gerst ennþá. hí þetta er spennó. Það er ágætt að vinkonur mínar standi í þessu fjölgunarhlutverki... ekki ætla ég að skipta mér að því í bili allavega.
Ég þarf að fara og kveðja hana Katrínu í dag, því hún er að fara til Spánar í fyrramálið... það mætti halda að hún væri með einhvern njálg. Hún er nýkomin heim frá LA en er strax að fara út aftur... reyndar bara í stutta stund. Um að gera að njóta lífsins.
Þá er ég farin
bæbæ

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Great!
Akkúrat þegar ég er komin í frí, þá verð ég veik. Ég er svoleiðis búin að engjast sundur og saman af magaverkjum. Hef valla getað hreyft mig. Ég sem ætlaði að nota tímann svo vel og gera alls konar skemmtó. Í nótt þá leið mér svo illa að ég gat engan vegin sofið og var alltaf að snúa mér og vera brussa.... eins og Bramingegade vinkonur mínar þekkja best.... þá getur orðið ansi mikill hamagangur hjá mér á nóttunni. Alla vega þá endaði þetta með því að hann Rafnar gafst upp á mér og fór að sofa í rúmi systur hans. Þá loksins gat ég sofnað aðeins. Við sofum náttúrulega í OF litlu rúmi og erum alltaf í kremju.
Ég fór svo áðan á læknavaktina. Þetta eru s.s. einhverjar magabólgur og nú er ég búin að fá lyf við þessu svo að þetta ætti að fara að lagast. vonandi verður næsta nótt betri.

laugardagur, ágúst 07, 2004

Þá er ég komin í frí!
Ég er hætt að vinna hjá Bílastæðasjóði. Ég get nú alveg sagt það að ég á ekki á ekki eftir að sakna þess mikið að taka á móti fólki á hverjum degi sem er alveg sjóðandi, hoppandi illt yfir stöðumælasektum. Það var nú samt alveg ljómandi gott fólk upp til hópa að vinna með mér.
Ég byrjaði fríið mitt á því að fá svona svakalega í magan. Í gærkvöldi var ég komin alveg í keng út af magaverk og ég var alltaf að vakna í nótt alveg að drepast í mallanum. Ég ætla nú að vona að þetta lagist í dag, svo ég geti notið þess að vera í fríi á Íslandi. Það er nú ekki svo langt þangað til ég fer út. Það eru bara 9 dagar í það. Ég ætla bara að nota tímannm á meðan ég er svona slöpp í það að lesa Davinci code. Ég mæli sko með þeirri bók. Vá hvað ég er að kynnst mörgu sem ég vissi hreynlega ekki að væri til. Það er til e-ð kaþólkst trúarsamfélag þar sem fólkið lifir eins og það sé einhvern tímann á fornöldum. Það eru alls konar reglur. Fólk má ekki hlusta á tónlist, horfa á sjónvarp, fara í leikhús eða neitt nema með leyfi frá einhverjum yfirmönnum. Allur póstur til fólksins er ritskoðaður, líka reikningar.... annars hefur fólk ekki neina reikninga, það gefur öll sín laun til félagsins. Fólkið sem er í þessu á að hafa einhverja ól um mittið og strekkja vel í einhvern tíma á hverjum degi... held ég til að finna fyrir sársaukanum... því það á að vera gott fyrir mann. Hér er hægt að fræðast um þetta. Kíkið á þetta.
Ég ætla þá að halda áfram að lesa og vona að það verði gott úr þessari helgi þrátt fyrir magapínu.


miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Það er víst kominn tími á að ég skrifi á þetta blessaða blogg mitt.
Það gekk nú ekkert of vel með Malmö háskóla.. en í fyrstu umferð var ég númer 28 og það eru 22 sem komast inn... sem sagt þá er ég nr. 6 á listanum. Ég fæ að heyra frá þeim aftur 9. ágúst. Eftir þessi vonbrigði þá stólaði ég á Hróaskeldu að hleypa mér inn í skólann. En á föstudaginn kom bréf til mín og í því stóð að mér hefði ekki verið veitt skólavist hjá þeim. Ég varð mjög svekkt. Fór bara MJÖG snemma að sofa á föstudaginn því ég var eithvað svo pirruð á þessu stressi. Næstum allri helginni eyddi ég í það að finna út úr því hvað ég gæti gert, hvað ég gæti sótt um í staðin o.s.frv. ég var búin að finna mjög áhugavert nám í CBS(Caupenhagen business school) en þá kom babb í bátinn. Ég var búin að pakka niður afrtitunum af einkunnunum mínum ofan í kassa og sá kassi var lengst inn í bílskúr... undir allri búslóðinni okkar! Great! og MK lokaður vegna sumarfría. Ég í panik kasti hringdi út um allt og í alla! Hvað á ég að gera? Þá datt mér það snjallræði í hug að hringja í Hróaskeldu ig biðja þá um að senda mér einkunirnar til baka. Ég hringdi og bar upp ósk mína. Sú sem ég talaði við bað mig um að gefa upp kennitölu. Þá sá hún það að ég hefði verið tekin inn í skólann! Ég alveg gáttuð! Er det rigitigt! Þá var bara bréf á leiðinni til mín! Vá hvað ég varð ekkert smá glöð! Ég var alveg mjög hallærisleg og sagði öll hallærislegu upphrópunar orð í dönsku. Hva cool! Tak! super! oj hvað ég var halló! Alla vega þá er ég komin inn í RUC, international basic sudies programme. Ég er búin að flytja flest mitt dót út. Ég er bara með eina stóra ferðatösku hérna hjá mér. Ég bý hjá Rafnari þangað til ég fer út þann 16. ágúst:) Þá flyt ég á Hollænderdybet 20 á Amager. Ekki skemmtó? Hí hí
Nú líður mér alla vega soldið betur í sálinni því ég veit að ég er örugg þarna inni. Það er ógeð að vita ekkert hvað maður er að fara að gera. Ég verð að hafa að minnsta kosti hálfs árs plan!
Allt er gott sem endar vel

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Jæja þá er kominn þriðjudagur í örlagavikunni miklu!
Helgin var annars alveg ágæt hjá mér. Ég fór í svakalega kósí útistemmningu í vinnuskólanum í Kópavogi. Ég og Eva María gerðumst boðflennur í unglingavinnuflokkstjórafest..(langt orð) við vorum úti í góða sumarkvöldinu og sungum útilegusöngva og rokksöngva og poppsöngva og okkar söngva.... alla vega þá var hann Árni Thor nokkuð lagin að spila á gítarinn og kunni alveg helling af lögum.
Á laugardaginn fór ég til hennar Systu og lét hana hjálpa mér í því að viðhalda ljóskunni.. Ég er ekki þessa dökkhærða týpa... ekki nógu gáfuð held ég.. hehe.
Um kvöldið fór ég með Guðnýju skvís og Fatimu vinnufélaga hennar (reyndar líka Katrínar) í svaka partí í Ýmishúsinu.. Þar hitti ég hana Guðrúnu Birnu og ég skal sko garantera það að þar lak svitin af mannskapnum. Það var mikið dansað. Mikið gaman, mikið fjör.
Svo var haldið á heimavöll Guðnýjar, þ.e.a.s. Vegamót.... ég veit ekki hvað hún gerir þegar hún flytur til DK eftir 1 og 1/2 viku og kemst ekki á Vegamót... kannski að það sé staður í Viborg sem heitir "krysvej".
Merkilega er að ég hitti enga af kellingunum... þótt að ég hafi rölt mikið um bæinn.. Það fannst mér svolítð leitt.. en ég gat ekkert einu sinni hringt því að ég hafði gleymt símanum mínu.. Eu!
ég nefndi það í fyrstu setningu þessarar færslu að vikan sem nú er að líða væri örlagavika. Það er nefnilega á leiðinni bréf í pósti til mín frá Háskólanum í Malmö með svari um það hvort að ég komist inn í skólan eða ekki! Ég er með svo mikinn hjartslátt allan sólarhringinn og lófasviitinn sprettur eins og músin í móa!
Það var ekki sérlega uppörfandi að kíkja á heimasíðu skólans. Þar voru þær upplýsingar að 600-700 útlendingar sóttu um skólavist en aðeins 200 manns var hún veitt. Ég reyni að vera jákvæð og vona það besta. Það væri nú ekki heimsendir að komast ekki inn. En þau vita þá ekki af hverju þau eru að missa! :)
Jæja ég er búin að vera ótrúlega dugleg í vinnunni í dag og lækka bunkann á skrifborðinu mínu sem var orðinn 530m yfir sjávarmáli niður í 300m yfir sjávarmáli. Nú ætla ég að minnka hann enn frekar..
hej hej allíúbba!

föstudagur, júlí 09, 2004

Thank God it's Friday!

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Það er bara allt að gerast!
Vá hvað ég er syfjuð... Ég held að ég ´þurfi virkilega á því að halda að fara snemma að sofa í kvöld. Sjáum nú til með það.
Það komu 3 að skoða íbúðina í gær. Mamma og pabbi lofuðu að það yrðu ekki fleiri. Vonandi er bara búið að finna leigendur. Það var komið 1 tilboð í gærkvöldi. Þetta er bara að gerast! I'm leaving!
1 og hálfur mánuður eftir á Íslandi og svo bara : adios amigos!
Ég fann svona sterkt fyrir því þegar fólkið var að skoða húsið mitt. Mér fannst það ekkert svo þægilegt!
Farin í afmæli hjá Arnari litla frænda sem er orðinn stór strákur að fara í 3. bekk :)

mánudagur, júlí 05, 2004

Goð helgi
Föstudagurinn var bara tekinn rólega. Svo vaknaði ég snemma á laugardaginn og tók til aðeins heima því að húsið er bara alltaf í rúst þegar ég og Sigrún erum einar heima! Svo fór ég til Guðnýjar í Zöru og fann á mig föt til að ha' paa í bryllupinu.... Ég var ekki í hendingskasti eins og ég bjóst við og ég gat alveg tekið minn tíma í að gera mig til. Sem er ágæt tilbreyting frá því að vera alltaf á seinustu stundu. Ég var bleik og hvít... mjög sumarleg :)og í stíl við þemað í veislunnu :) Það var mjög gaman að fara í brúðkaup. Athöfnin var í Kópavogskirkjunni góðu. Allt saman voðalega fallegt. Svo var haldið í veislu í flugvirkjasalnum. Æ það er alltaf einhver svo sérstök stemmning í svona brúðarveislum. Allir voða krúttlegir. Ég hefði sko ekki viljað vera singúl í þessu brúðkaupi, Öll pör voru svo mikið að knúsast og allir væmnir og glaðir.
Í gær var ég svo bara heima og tók á móti fólki sem var að skoða íbúðina. Mamma og pabbi eru sko í sumó og þess vegna kemur það í minn hlut að sýna hana fólki. Aftur þurftum við Sigrún að standa á haus við að taka til. Ég skil þetta ekki! Hvernig geta tvær manneskjur draslað svona mikið til!?!?
Ég er afskaplega þreitt í dag því að ég vakti eftir frænda mínum sem var á Metalica. Hann kom heim alveg rennandi blautur af svita og alveg uptjúnaður. Við fórum ekki að sofa fyr en rétt fyrir 3 í nótt. Það var því erfitt að vakna í morgun. Ég skreið svo út í bíl í hádegishléinu mínu og lagði mig... það var samt eiginlega of kallt til þess að sofna. Nú er ég farin heim að sýna íbúðina aftur!

laugardagur, júlí 03, 2004

Ég hef átt mér marga uppáhaldsþætti um æfina... ég var að skoða nokkra þeirra..... Muniði eftir öllum þessum þáttum?
 • Life goes on

 • Obladí oblada lif goes on......Becca og Corky ....

 • My so called life

 • Like... uppáhalds like þátturinn minn like í like mjög langan like tíma.

 • ER

 • Dundurrum dundurum dundurum dunndum... ennþá get ég horft á þessa þætti! Klassík!

 • Baywatch

 • don´t you worry, it´s gonna be allright! Mich Bucanan er á vakt!

 • Beverly Hills 90210

 • Sá nookkra þætti á síðasta ári. Þetta er bara klassískt. Það er tíkin og það er góða fólkið og það er dópistinn og allt eftir uppskriftinni.

 • Friends

 • Sniff sniff! Ahbú! ég sakna þeirra! en maður getur alltaf horft á þá aftur og aftur og aftur og grenjað gjörsamlega úr hlátri!
  Jæja!
  Ég get þetta ekki lengur.
  Ég skil þetta eiginlega ekki. Það er eins og maður sé orðinn haður því að blogga... enda búin að gera það í eitt og hálft ár... með smá pásum samt! Ég er allavega hætt í pásu... þó að ég sagðist ekki ætla að blogga neitt þangað til um miðjan júlí.
  Ég var að horfa á Honey með systur minni. Það voru allir búnir að sjá þessa mynd nema ég. Vá hvað það er gaman að horfa á dansana! Mig langar að geta dansað svona. Kannski í næsta lífi... ja nema ef ég mundi helga líf mitt danslistinni hér eftir.
  Framundan er helgin... Þetta er svolítið merkileg helgi. Fyrir ári, fyrstu helgina í júlí kynntumst við Rafnar. Já ég trúi því ekki að það sé komið ár síðan. Ég var svo glórulaus eithvað... nýkomin heim frá Danmörku og minnst!!! að pæla í einhverjum strákamálum þannig. En hlutirnir gerast oft þegar maður á síst von á þeim. Ég er núna að skrópa á ættarmóti. Ég hafði ekki sérstakan áhuga á að fara... eða svoleiðis þó svo að það sé alltaf gaman að fara vestur í Önundarfjörð. Okkur Rafnari er líka boðið í brúðkaup á morgun og ekki vill maður missa af svoleiðis stór viðburðum... (jafnvel þó að ég þekki ekki brúðhjónin neitt voða vel) Ég þarf að fara í bæinn á morgun og finna mér einhvern bol til að vera í... ég ætla að reyna að vera svolítið sumarleg í hvítu pilsi og sumarlegum bol. Ég skal veðja að ég verð alveg á síðustu stundu að þessu. Annað hvort er tíminn svona fljótur að líða alltaf eða þá að maður er svo busy!
  Anyways... ég ætla að halda áfram að nördast
  ciao!

  föstudagur, júní 25, 2004


  Þetta er hann Depill voffinn minn.
  Hann vantar eithvað gott heimili í 1 ár því að við erum öll að fara að flytja til Danmerkur í ár.
  Mamma, pabbi og sigrún koma svo aftur heim næsta sumar. Ef þú lesandi góður veist um einhvern góðan sem hugsanlega væri til í að taka hann að sér í ár... þá máttu endilega speak up!

  miðvikudagur, júní 16, 2004


  Bara svona ef að þið hafið ekki tekið eftir því lesendur góðir þá er bloggarinn í mér í sumarfríi.... Hann stefnir á að koma úr fríi eftir mánuð.... s.s. um miðjan júlí.

  föstudagur, júní 04, 2004

  Ferðahelgi #2
  Nú styttist í það að við Rafnar leggjum í hann vestur á Snæfellsnes. Það verður Íslandsmeistaramót ISA í Big Jump á jöklinum á laugardaginn og ég ætla að fara og watch and learn! Það á víst að verða ágætist veður þarna á vesturlandinu, betra en fyrir sunnan þannig að ef að þið mætið kolamola sem heilsar ykkur eftir helgi þá látið þið ykkur ekki bregða ;) Það er rosa flott park þarna, búið að búa til helling af stökkpöllum. Ég er nú kannski ekki manneskja í það, en ég ætla eitthvað að reyna að standa í fæturnar á bretti.
  Seeya!

  þriðjudagur, júní 01, 2004


  Sveitasæla
  Ég fór í sveitina mína síðustu helgi, í Hjarðardal í Önundarfirði. Það tekur alveg 6 tíma að keyra þangað... og ekki skemmtilegustu vegirnir sem maður keyrir. Mest allur laugardagurinn fór í það að sofa og ná úr mér pest sem ég náði mér í. Eftir vænan blund vaknaði ég svo um kvöldmatarleyti alveg nokkuð hress, svo að eftir mat var um að gera að skella sér á rúntinn á Ísafjörð. Við fórum nokkra rúnta á Silfurtorginu og tékkuðum á bílaflota bæjarins (aðallega Arnar frændi minn sem er mikill áhugamaður um allt sem heyrist í bruummbruummm!!) Það var svaka upplifun... mætti kannski kalla Ísafjörð Selfoss vestursins.... Annars skildist mér á heimamönnum að það væri Bolungavík... ég skal ekki segja. Alla vega þá hef ég ekki upplifað staðinn með þessum hætti áður. Á sunnudaginn voru svo mikil veisluhöld og mikið gaman. Tveir litlir/stórir frændur mínir að fermast. Um kvöldið fór ég svo út að leika með krökkunum og lærði nýjan leik! Þrír hlutir heitir hann og er svona blanda af ,,Fallin spíta" og ,,Eina krónu". Ég var alveg að lifa mig inn í leikinn og kastaði mér bara í þetta og fékk örugglega meiri grasgrænu á fötin mín en hinir krakkarnir. Eftir kröfturga fjallgöngu á sunnudeginum keyrði ég heimá leið. Ég hitti Rafnar í Borgarnesi og keyrðum við saman restina af leiðinni heim. En hann var á Snæfellsjökli að brettast eithvað, bæði á snjóbretti og surf bretti.

  föstudagur, maí 28, 2004

  já ég viðurkenni það!
  Ég er versti bloggarinn! Engar afsakanir!
  Ég er lasin núna. Fór veik heimúr vinnunni í gær og svaf alveg fram á kvöld.´Svo skrapp ég rétt aðeins í vinnuna áðan til þess að leysa af. Nú er ég heima að hvíla mig. Ég fer svo að leggja af stað í sveitina mína. Já ég verð á slóðum Gísla Súrssonar um helgina. Ferðinni er heitið í Önundarfjörðinn. Í sumarbústaðinn okkar. Frændur mínir eru að fara að fermast og ekki missir maður af því. Besta veðrið verður hjá mér um helgina og ég ætla bara að vona að mér fari að batna. Kem með svo sveitasögu eftir helgi!
  Ciao
  já ég viðurkenni það!
  Ég er versti bloggarinn! Engar afsakanir!
  Ég er lasin núna. Fór veik heimúr vinnunni í gær og svaf alveg fram á kvöld.´Svo skrapp ég rétt aðeins í vinnuna áðan til þess að leysa af. Nú er ég heima að hvíla mig. Ég fer svo að leggja af stað í sveitina mína. Já ég verð á slóðum Gísla Súrssonar um helgina. Ferðinni er heitið í Önundarfjörðinn. Í sumarbústaðinn okkar. Frændur mínir eru að fara að fermast og ekki missir maður af því. Besta veðrið verður hjá mér um helgina og ég ætla bara að vona að mér fari að batna. Kem með svo sveitasögu eftir helgi!
  Ciao

  föstudagur, maí 21, 2004

  Vó ! HVERT FÓR VIKAN?
  Ok það var 1 frídagur í vikunni sem stytti hana aðeins. Mér finnst þetta bara mjög gott að vikurnar líði svona hratt því að ég er í einhverju svona millibilsástandi... ef þið vitið hvað ég á við... En ef við lítum á þetta í stærra samhengi þá er þetta nokkuð slæmt. Því hraðar sem manni finnst tíminn líða... því fyr verður maður gamall! Ég er skíthrædd við að verða gömul! og mig langar ekki að vera fullorðin.

  Ég fór á útskriftasýningu Listaháskóla Íslands í dag í hádeginu. Ég hafði nú ekki mikinn tíma og þeyttist þarna í gegn. Reyndi að skoða sem mest. Þetta er rosalega skemmtileg sýning og mæli ég með því að kíkja á hana. Ég er jafnvel að hugsa um að fara aftur um helgina og taka einhvern með mér og taka mér góðan tíma í þetta. Það eru þarna nokkur verk sem vekja upp hjá manni hlátur og það er svo erfitt að vera einn þegar maður lendir í þannig aðstæðum. Það er alltaf betra að hafa einhvern með sér þegar maður hlær, annars er það svo vandræðalegt.

  föstudagur, maí 14, 2004

  Jæja þá er eurovision helgin að ganga í garð. Þetta byrjar bara nokkuð vel. Það er að byrja grillveisla í vinnunni minni. Svo er aldrei að vita hvað ég geri í kvöld. Svo er aðalpartíið annað kvöld hjá ÍvMArí!Ekki er ég búin að ákveð hvaða lag ég ætla að kjósa... ég ætla bara að láta það ráðast á morgun... það eru þarna nokkur ágæt lög. Trúið mér! Ég er búin að stúdera þetta! Go'weekend!

  fimmtudagur, maí 13, 2004

  Sorrí!
  Þessa dagana hef ég ekkert að segja... alveg ótrúlegt. Mér finnst bara ekkert merkilegt að gerast og ég hef ekkert merkilegt að hugsa um. Það koma svona dagar þar sem maður er alveg dauður. Ég lifi bar þvílíku rútínulífi. Vakna fer í vinnuna og geri það sama á hverjum degi, allt í sömu röð. Skoða svo bloggin, allt í réttri röð. Fer svo heim og horfi á sjónvarpið, fer í tölvuna og kannski út að hlaupa. Fer svo að sofa. Hitti valla fólk. Ég er svo þreytt þegar ég er búin í vinnunni á daginn að ég bara meika valla að fara út. Það er ekki eins og ég sé í þvílíkt líkamlegri vinnu. Maður verður svolítið svona þreyttur á sálinni eða svoleiðis. Það er stundum svo mikið áreiti. Ég er meira og minna allan daginn að svara fólki sem er ósátt og lendi í því stundum að vera kölluð einhverju miður fallegu. Maður mundi halda að það mundi venjast. En ég held að maður geti barasta ekki vanist því. Maður venst því ekki að fólk sé dónalegt við mann. Það er bara ekki rétt. Hlakka til að byrja í skólanum mínum.... hver sem hann verður.... (~,~,~) Hitta fólk sem maður á samleið með og nota heilann eithvað. Takast á við einhver verkefni! Gera eithvað spennandi. Það verður gaman. Get ekki beðið. Ég hætti að vinna 6. ágúst... spurning hvað gerist þá. Danmörk, Svíþjóð eða Ísland... kemur í ljós.

  þriðjudagur, maí 11, 2004

  Æ ég ætlaði að fara að lesa mér eithvað til um tísku... mér finnst ég allt of fáfróð um hana. Ég er hrædd um að ég hafi ekki fylgst nógu vel með Sex and the city... Alla vega þá er ég búin að finna eina stórgóða tískusíðu. Endilega kíkið! Í leiðinni fann ég líka þessa skemmtilegu síðu um hann Magga Schev og gítarsnillinginn Símon Ívarsson. Eftir að ég var búin að skoða þetta þá fór ég bara í það að finna gamlar lummó síður... Ég held að áhugi minn á tísku sé takmarkaður... Það er pottþétt ástæða þess að ég veit ekki mikið. Ég veit samt hvert ég á að leita ef mig vantar ráð varðandi há tísku.
  Það var nú margt skemmtilegt sem ég fann. Ég er allavega búin að skemmta mér vel hérna. Það er bara verst að ég get ekki sýnt ykkur heimasíðu sem ég gerði í heimasíðugerð í MK. Hún hefði slegið allt út! Vá það var sko síða í lagi! Svona hawaiian look! En samt aðallega handboltamyndir og handbolta umfjöllun og já einhver hollustugrein. En alla vega þá eru hérna smá sýnishorn af þeim gífurskemmtilegu síðum sem ég fann. Njótið
  Smá fashion hérna...
  Þjóðdansafélag Reykjavíkur Ekki sem verst!
  Stangveiðifélagið Fengsæll Akranesi Svona líka hressir stangveiðimenn! Með flottan background!
  Páskar 1998
  Já og google frá árinu 1998

  fimmtudagur, maí 06, 2004

  Ég er fíkill!
  Ég er orðin svo mikill fíkill! Það er alveg ótrúleg! Þessi fíkn mín er samt held ég svolítið sérstök. Þetta er sennilega svolítið ný tegund af fíkn. Ég er bara sjúk! Ég verð að fylgjast með öllum bloggsíðum sem ég veit um. Kíki á þetta mörgum sinnum á dag. Ég er oft ekkert voðalega upptekin í vinnunni og þá nota ég tímann vel og fylgist með öllum færslum. Það versta er samt að þegar ég er búin í vinnunni verð ég bara að komast í tölvu og tjekka aðeins... s.s. búin að sitja fyrir framan tölvuna í níu og hálfan tíma og er ekki komin með nóg! Svo áður en ég fer að sofa þá þarf ég aðeins að kíkja ,,rúntinn" ... jafnvel komin upp í rúm og er eithvað að hugsa, svona eins og maður gerir þegar maður er að fara að sofa... þá þarf ég stundum að fara fram úr og kveikja á tölvunni, bara til að athuga aðeins. Ég held samt að þetta eigi eftir að lagast með tímanum. Ég fékk svona batman fíkn um daginn.... ég fékk svona spenning í magann ef ég hugsaði til þess að það væri kominn nýr spennandi linkur á batman. Nú er ég eiginlega hætt að kíkja á batman... geri það bara einstöku sinnum. Það getur bara ekki verið að ég sé ein á báti með þessa fíkn! Kannast aðrir við þetta???

  miðvikudagur, maí 05, 2004

  Æ hvað ég tímdi ekki að vakna í morgun. Ég er greinilega búin að yfirstíga þessa imsomniu og gengur bara ljómandi vel að sofa. Í nótt, eða í morgun dreymdi mig svo rosalega skemmtilegan draum að ég tímdi ekki að vakna og skemma allt. Ég snoozaði nokkrum sinnum og hélt áfram að dreyma. Ég man ekki nákvæmlega hvað það var. En ég man að ég var að spila handbolta og var mjög léleg... ég er orðin svo aum, ekkert búin að lyfta í langan tíma. Þess vegna gat ég ekkert. En einhverra hluta vegna fanst mér þetta svakalega skemmtilegur draumur. Þetta er örugglega undirmeðvitundin að segja mér að ég sakni handbolta. Ég var náttúrulega að fylgjast með æsispennandi leik ÍBV og Vals kvenna í gærkvöldi... Það hefur setið í mér. Btw. samúðarkveðjur til Hafdísar. Þetta er nú bara 1. leikurinn!

  Ég var að lesa yfir nokkrar færslur hjá mér. Damn hvað ég er jákvæð manneskja! Það er allt svo gaman og allt svo spennandi og ég hlakka til alls! Já margt er skrítið í kýrhausnum. Ég held að ég þegar ég er eithvað blá, þá vilji ég bara ekki deila því með öðru fólki. Auðvitað kemur það alveg fyrir mig eins og annað fólk að mér finnst eithvað leiðinlegt og ég er alveg einstaka sinnum í vondu skapi. Ég verð þó að viðurkenna það að það er ekki oft.

  mánudagur, maí 03, 2004


  Erfið nótt
  O my o my! Ég er svo þreytt. Mér kom ekki dúr á auga í alla nótt. Ég fór frekar snemma upp í rúm því að ég var með hausverk. Mjög óþægilegan hausverk... gat ekki talað eða neitt. Ég hélt að ég yrði svo fljót að sofna, því að ég var búin að gera helling um dagin. Fara í Smáralindina og Kringluna og kaupa línuskauta og bol. Fara út að hlaupa og fara síðan á línuskauta um kvöldið með Guðrúnu Birnu og Ólöfu systur hennar. En nei nei allt kom fyrir ekki! Ég bara gat alls ekki sofnað. Ég fylgdist með klukkunni verða 12,1,2,3,4,5,6,7 og þá var bara tími til kominn að fara á fætur. Ég var búin að reyna svo margt. Ég var búin að telja kindur, lesa, horfa á simpsons, fara í tölvuna, rembast við að sofna. Gera slökunaræfingar sem ég lærði á flughræðslunámsekiðinu. Um 5 leytið var ég orðin svo svöng að ég hröklaðist upp í eldhús og fékk mér að borða. Hvað á maður að gera ? Ég hef fengið ábendingu um að það sé sniðugt að lesa símaskrána... ég er bara ekkert viss um að mér þætti það svo leiðinlegt. Maður verður svo skrítinn þegar maður er orðin svona ofur þreyttur og pirraður að maður fer að hugsa alls kona vitleysu. Úff púff... ég ætla sko beint upp í rúm að sofa þegar ég er búin að vinna. Bara 5 tímar! Koma svo!

  föstudagur, apríl 30, 2004

  Tékkið á page 6 í New York Post! eða á síðuna hennar Kötu!!!

  þriðjudagur, apríl 27, 2004

  ÉG HLAKKA SVO TIL...
  Maður verður alltaf að hafa eithvað til að hlakka til. Annars held ég að lífsgleðin verði ekki til staðar. Stundum þegar ég er að gera eithvað skemmtilegt, eithvað sem ég er búin að hlakka til að gera í langan tíma hugsa ég um það að nú sé það að verða búið og veðr svolítið hrædd um að ég hafi ekkert annað til að hlakka til. Mér finnst ég samt alltaf vera að hlakka til einhvers. Um leið og eithhvað er búið, tekur bara eithvað annað við. Ég fór eithvað að hugsa um þetta og fór að reyna að finna út hvað það er sem ég hlakka til núna... og vá ! Það var sko margt sem ég fann. Ég held að það sé svolítið vorinu að þakka að maður verður svona glaður í mund. Allt að verða grænt og tré að laufgast og það verður næstum því ekki dimmt lengur. Ég hlakka líka til að fylgjast með bryllupinu hjá Mary og Frede prins í Danmörku sem verður á föstudaginn 14. maí. Daginn eftir verður eurovision melodi grand prix! ekki bara það, það verður hörku eurovision-afmælispartí í skólagerðinu hjá henni Evu Maríu! Það verður eithvað annað en í fyrra þegar ég var eini íslendingurinn á kaffinu í skólanum mínum... með íslenska fánann sem ég hafði dundað mér við að lita þá um daginn! úhú stemmari... uuu eða eithvað... neee ekkert svo mikil stemmning. Það bjargaði samt að Danmörk var ekki með og ég lét alla halda með Íslandi í staðinn:) Ég ætla enn og aftur að skipa mér i minnihlutahóp þetta árið og lýsi því hér með yfir að ég ætla að halda með Danmörku í Eurovision í ár. En af hverju? Jú það er vegna þess að mér finnst danska lagið 100000000 sinnum betra en íslenska lagið..... ég hef bundið tilfinningaböndum við Danmörk... mig langar að fara á Eurovision keppni, s.s. væri hagstætt fyrir mig ef að Danir myndu vinna, þar sem að ég hef planað að vera í Danmörku á næsta ári.... Svo finnst mér það ekki skipta öllu máli Danmörk - eða Ísland....ég væri í báðum tilvikum að styðja Íslending þar sem að flytjandi danska lagsins er Íslendingur.
  já bíddu við... ég gleimi mér í eurovision hugleiðingum. Ég var að telja upp það sem ég hlakka til... bara svona til að fríska upp á minnið lesendur góðir. Mér er svo boðið í rosalegan dinner til Perlu Jónínu á afmælinu hennar, þar sem að Ingi kokka kærastinn hennar ætlar að bregða fram úr erminni 3 rétta máltíð a la Perlan.... ekki slæmt það. Ég kemst ekki yfir að tala um allt sem ég hlakka til... en það er að koma sumar sumar sumar og sól tralla tralla trallalala!

  þriðjudagur, apríl 20, 2004

  Vitiði bara hvað! Ég er núna að skrifa fyrstu færsluna á nýju tölvuna mína!
  Það er ekkert smá gaman að eiga svona flottan grip! Makkar eru bestir!
  Ég fór í flugferð á laugardaginn. Það gekk nú bara alveg ljómandi vel hjá mér. Þetta námsekið hefur hjálpað mér heilmikið. Ég fann fyrir smá hræðslu í flugtaki á leiðinni til Danmerkur en það var nú ekkert til að tala um. Ég stoppaði nú ekki lengi við í Kaupmannahöfn, bara rétt nógu lengi til þess að taka út pening og kaupa Mathilde, ost og smotterí. Ég fékk að vera fram í flugstjórnarklefanum í lendingu í Keflavík. Það fannst mér mjög gaman. Ég er fyrst núna að skilja að henni Dísu frænku finnist gaman að fljúga. :)
  Þetta var bara mjög gaman allt saman... ég tala nú ekki um að geta farið í fríhöfnina... það er alltaf stemmari. Keypti svo sem ekkert rosalega mikið.
  Rafnar er kominn heim! Þap er svo gott að fá hann heim. Hann var búinn að vera í 11 daga í burtu. Ég var svo hrædd um að hann yrði tekinn í tollinum með nýju tölvuna mína og allt draslið sem hann var með. En hann komst klakklaus í gegn um þetta allt saman. Hann var svo góður að taka sénsinn á því að koma með tölvuna... svo gaf hann mér voða voða flotta tölvutösku vicktoria´s secret náttfata nærföt.

  föstudagur, apríl 16, 2004

  Ég er að fara til Danmerkur á morgun!!
  Ég ætla aðeins að skreppa og kaupa mér smá Mathilde :)
  Stoppa bara í klukkutíma og korter... svo flýg ég til baka til Íslands. Það er mikið á sig lagt fyrir Mathilde. Sex tíma í flugvél!
  Já ég get nú líka farið í fríhöfninfa og eytt einhverjum nokkrum $$$$ þar.
  ...Nei nei svo æst er ég nú ekki í hana Mathilde. Ég er að fara í útskriftarferð með flughræðslunámskeiðinu sem ég er búin að vera á núna í tæpan mánuð. Nú fer það að koma í ljós hvort að það hefur skilað sér eithvað. Spennandi að sjá!
  Ég hlakka samt mest til sunnudagsins... þá kemur Rafnar heim! Hann er búinn að vera allt of lengi í burtu...
  Jæja best að fara að vinna...
  P.s. bætti við nýjum link. Hún Guðfinna er byrjuð að blogga! Go Guffa!!!

  miðvikudagur, apríl 14, 2004

  BILLEDER ! :)

  Klik her
  Ég legg til að þið lesið ferðasöguna hennar Þórunnar Stellu!

  þriðjudagur, apríl 13, 2004

  Já nú er gamanið búið og alvaran tekur við!
  Vinna vinna vinna! Það er nú reyndar einn frídagur framundan, sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn í næstu viku.
  Ég hafði það rosalega gott um páskana!
  Lotte, Anne Marie og Louise komu til mín á fimmtudagskvöldið. Ég sótti þær á flugvöllinn og það var bara alveg eins og við hefðum sést í gær.
  Á föstudaginn kíktum við aðeins á Fífuna í Kópavoginum... það finnast náttúrulega hvergi þvílíkar hallir í landi kóngsins og var því gaman að fylgjast með viðbrögðum fótbotakonunnar:) Við kíktum svo í Smáralindina... en ekki var mikið keypt því að allt kostar svo fáránlega mikla peninga hér á landinu okkar góða.
  Seinni partinn lögðum við af stað á Flúðir. Komum í bústaðinn um 6 leytið og það fyrsta sem við gerðum var að láta renna í heita pottinn.
  Eftir smá spassigöngu borðuðum við dýrindis máltíð a la Lotte og skelltum okkur í pottinn. Það var þeim mikil upplifun.
  Við fórum svo ekkert allt of seint að sofa, en vöknuðum snemma og lögðum af stað vel fyrir hádegi að skoða einhverjar af helstu náttúruperlum landsins.
  Við byrjuðum á því að skoða Seljalandsfoss. Hlupum á bakvið hann og urðum renndandi blautar og skítugar. Við komum við á Hvolsvelli til að fá okkur að borða og þar fékk ég verstu samloku í heimi og þær ógirnilegustu hamborgara sem ég hef séð. Eftir átið héldum við leið okkar að Geysi... Það er alveg rosalega flott svæði! Sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa kynnst þess háttar náttúru áður. Það voru margar myndir teknar þarna. Áður en við fórum svo heim kíktum við á Gullfoss sem er alltaf tignarlegur. Maður fyllist svo miklu þjóðarstolti þegar maður er að sýna landið sitt! Það er alveg ótrúlegt.
  Við fórum í Bláa Lónið á laugardaginn. Bara næs!!! En má ég spurja að einu! Er ég barnaleg í útliti?
  Um daginn fór ég á skauta með systur minni og ég var spurð að því hvort að ég væri orðin 16 ára! Á laugardaginn í Bláa Lóninu var ég látin borga barnagjald.... s.s. 600 kr. það er fyrir 12-15 ára! Ég var auðvitað ekkert að malda í móinn neitt... en kommon! Er ég svona barnaleg.
  Alla vega.... páskadagur rann upp með sínum páskaeggjum. Allir fengu að sjálfsögðu páskaegg... svo um kvöldið var haldið í bæinn. Við kíktum á ýmsa staði. Ekki leist gestum mínum neitt á karlkynið hér á landi. Íslenskir strákar mega greinilega fara að hugsa aðeins betur um útlitið! Það var eiginlega það sem þeim fannst. Strákarnir hugsa of lítið um útlitið.
  Á mánudaginn keyrði é gþær sov út á völl og þegar ég kom sov heim var ég alveg búin á því! Átti bara enga orku eftir. Það tekur á að vera svona góður gestgjafi ;)

  miðvikudagur, apríl 07, 2004

  Ég var að velta fyrir mér stjörnumerkjunum. Ég á afmæli 20. janúar og það er akkúrat á mörkum steingeitar og vatnsbera.
  Á flestum stöðum hef ég séð það að ég sé vatnsberi. Ég er nú samt ekki frá því að steingeitin lýsi mér betur. Aftur á móti er Guðrún Ösp fædd á sama degi og sama ári og ég og mér finnst einmitt vatnsberinn eiga betur við hana. Tjek it
  Ójá páskafrí alveg að skella á !
  Ég er svo þreytt! Ég vaknaði í morgun (nótt) um kl. 04:30 til þess að keyra Rafnar og Helga út á Keflavíkurflugvöll, en þeir eru núna í löngu ferðalagi á leið sinni til San Fran Sisco þar sem þeir ætla að fara á Nano tækni ráðstefnu... og skoða sig um njóta góða veðursins. . .
  Þegar við komum út á flugvöll fengum við öll páskaegg og smá Nóa konfekt.... voða hyggeligt!
  Eins gott að fá smá orku til þess að halda sér vakandi á leiðinni heim ;) Ég komst að því að ég keyri greinilega eins og gömul kelling. Það tók hver bíllinn á eftir öðrum fram úr mér. Samt fannst mér ég ekkert vera að keyra hægt. Ég var yfirleitt á rétt um 100! Hvað ætli sé normið?
  Þegar ég kom svo heim þá gat ég ómögulega sofnað aftur... ekki fyr en að klukkan hringdi, þá loksins gat ég sofnað... hrökk svo upp við það að pabbi kom og vakti mig rétt áður en ég átti að mæta.. En ég var svo snör í snúningum að ég mætti ekkert of seint... meira að segja aðeins fyr en venjulga því það var næstum því engin umferð.
  En ég er farin að hlakka til kvöldsins! Anne Marie, Lotte og Louise eru loksins að koma! Leið mín liggur því aftur út á Keflavíkurflugvöll í kvöld... tvisvar á dag kemur lífinu í lag! Spurnig hvort að maður eigi að þyngja bensín fótinn í þetta skipti?
  Svo er það sumó á Flúðum á morgun... heitur pottur og alles. Skoðum svo Gullfoss, Strokk og það allt.
  Dagskráin mun bara ráðast... Ef þið viljið vera memm... you know my number.
  Eníveis. Ég ætla bara að halda áfram að vera þreytt og mygluð í vinnunni minni.
  Hasta luego!

  mánudagur, apríl 05, 2004

  Ég lét draga mig á snjósleðabíó á föstudaginn.
  Já ég efast um að þið vitið um hvað ég er að tala núna. Ekki vissi ég fullkomlega hvað þetta var fyr en ég sá þetta.
  Þetta var s.s. hálftíma mynd þar sem maður gat séð einvherja klikkaða gaura stefna sér í lífshættu á snjósleðum. þeir reyndu alls konar þrautir og misþyrmdu tækjunum mest þeir máttu. Inn í þetta fléttaðist misþyrming á bílum og myndir af einhvejrum á jet ski og fleira extreem dæmi. Eins og gefur að skilja var ég ein af mjög fáum kvenkyns á svæðinu.
  Þetta var þó alveg ágætis mynd, en ég verð að segja það að ég er ekkert á harðaspretti á leiðinni í Bræðurna Ormsen að kaupa spóluna sko.
  Ég fór í klippingu strípur á laugardaginn til hennar Systu og hárið mitt er geðveikt flott!!
  Æ það er svo gaman að láta gera hárið á sér fínt! Sérstaklega þegar maður er með svona skemmtilega hárgreiðslupíu:)
  Ég var svo geðveikt dugleg að taka til og þrífa um helgina. Tók til í skápunum og kom reglu á geisladiskana mína. Vá hvað mér líður vel í þeim núna. Það er nú eins gott að ég sé búin að gera pínu fínt því að Anne Marie, Lotte og Louise eru að fara að koma til mín á miðvikudaginn! Ég hlakka rosalega til. Við förum í bústað á fimmtudaginn og komum heim aftur á föstudaginn langa og þá ætlum við að senda mömmu og pabba í bústaðinn. Ætli maður kíki ekki með þeim í bæinn þegar allt opnar kl. 12. Hvernig væri þá að þú mundir kíkja til mín áður en þú færir með okkur. Við verðum að sýna þeim hvað það er gaman hjá okkur!
  Ég ætla að stoppa hér áður en ég fer að plana um of næstu helgi. Það er nú bara mánudagur.
  Ciao!

  föstudagur, apríl 02, 2004

  Ég er að fara að fá tölvu! Ligga ligga lái!
  Ég ákvað þrátt fyrir viðvaranir frá nokkrum aðilum að kaupa mér 933 MHz ibook.
  Hún er svo hvít og falleg.
  Ég keypti líka alls konar fylgidrasl með henni. isight(webcam með microphone), þráðlaust netkort og geðveika JBL hátalara.
  Rafnar ætlar að koma með hana heim frá San Fran Sisco.... hann er að fara þangað í 11 daga á nano tækni ráðstefnu og ég á eftir að sakna hans rosa mikið.  Ég á eftir að elska hvítu fallegu tölvuna mína... ég þarf bara að finna á hana nafn. Einhverjar tillögur?

  Gestur nr. 2000 fær verðlaun! kommentaðu ef þú ert nr. 2000 og ég mun gefa þér pakka!... smá að herma en það er svo gaman að svona leikjum.

  fimmtudagur, apríl 01, 2004

  Það er kominn nýr bloggari á meðal vor.
  Það er nágranni minn hann Jón Snær.
  Hann er mikill áhugamaður um sítt að aftan. Tökum vel á móti honum.
  Breath
  Ég þoli ekki vinnuna mína núna!!!

  þriðjudagur, mars 30, 2004

  Ok ég er kannski soldið einmana stundum í vinnunni minni. Í gær þá var ég heillengi inn á blogger upphafssíðunni... og var að skoða alls konar blogg hjá alls kyns fólki frá alls kyns löndum: Vinstra megin á síðunni koma alltaf upp linkar á nýjustu færslurnar og það var ég að skoða.
  Ég held bara svei mér þá að ég sé orðin of forvitin. Ég er endalaust að forvitnast um líf hjá fólki sem ég þekki ekki neitt.
  Það eru nokkrir einstaklingar í heiminum sem mér finnst ég þekkja jafnvel og vini mína. Fólk sem ég hef aldrei séð í real life en fylgist með á blogginu þeirra á hverju degi, oft á dag.
  Ég er líka forvitin að vita hvort að það sé eithvað fólk sem kíkir hingað inn án þess að þekkja mig og er kannski eins forvitið og ég.
  Þið ókunnuga fólk (ef það eru einhverjir) látið ljós ykkar skína í comments. Alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Kannski fæ ég að hnýsast í ykkar líf líka! :)
  Ég ær fór ég með flughræðslunámskeiðinu að skoða hjá flugumferðarstjórninni. Ég verð að segja að þetta var allt öðruvísi en ég hafði búist við. Ég bjóst við þvílíku stressi og hávaða og eithvað. Þetta er bara alls ekki svoleiðis. Þetta er risastór salur og inni í honum er alveg dauða þögn. Hann er hannaður þannig að það heyrist ekkert mikið á milli. Það voru bara þrír flugumferðastjórar að stjórna öllu flugumferðarstjórnarsvæði Íslands sem er mjög stórt. Þetta er allt svo skýrt og skipulagt. Þetta fannst mér mjög áhugavert að sjá.

  mánudagur, mars 29, 2004


  Afmælisbarn dagsins!
  Hún Katrín Amni á afmæli í dag! Hún er nú á leiðinni til LA á afmælisdaginn sinn! Góða ferð girl!
  Það var einmitt rosa fínt afmælisboð hjá henni á laugardaginn. Í fyrstu leit út fyrir að það yrði ekki margt um manninn. Lengi vel vorum við Guðrún Birna (fimleika/Danmerkurvinkona), Magga /bankavinkona) og ég (skóla/Danmerkurvinkona) einu á svæðinu. En svo kom fleira og fleira fólk og það myndaðist ágætis stemmning!´
  Það var svo hittingur aftur í gær hjá Katrínu... svona loka kveðjustund.... Allt er þegar þrennt er!
  Þá komst ég virkilega að því hversu mikla fóbíu fólk getur haft fyrir köngulóm og öðrum skordýrum.
  Ég sat í mestum makindum á gólfinu þegar allt í einu hún Kata litla tók þvílíka sundlaugardífu beint á mig og Regínu og sparkaði út í loftið og öskraði og öskraði eins og brjálæðingur!!!!! Það sem olli þessari miklu skelfingu hjá stúlkukindinni var lítill saklaus dordingull sem var að spinna sig niður úr loftinu.
  Alla vega þá vona ég að það verði ekki mjög mikið af dordinglum, köngulóm og öðrum skordýrum í LA svo að hún komi nú heim heil á geði.
  Ég er löt !!!

  föstudagur, mars 26, 2004

  Vertu þæg/ur og gerðu eins og ég segi þér annars kemur ljóti maðurinn og tekur þig!

  Hversu oft hefur maður ekki heyrt hóta litlum börnum með þessum hætti til þess að fá þau til að borða matinn sinn, klæða sig eða til að hlíða bara.
  Þó að litlu börnin séu orðin stór eru þau ekki laus við þessar hótanir. Þó að jafnvel séu þeir sem hóta þeim jafnaldrar.
  Hótanirnar hafa kannski örlítð breyst svona í takt við tímann.
  Nú útleggjast hótanir á þennan hátt:
  Vertu þæg/ur og gerðu eins og ég segi þér annars kemur DV!
  Já fólk er farið að nota þetta mikið þegar það er ósátt við eithvað.
  Ég kynnist því einmitt mikið að fólk sé ósátt við ýmislegt í vinnunni minni, þar sem eins og áður hefur komið fram ég tek á móti fólki er ósátt við það að borga sektir. Fólk er farið að nota þetta svo mikið þegar það er að hóta mér.
  Alveg magnað. Enn sem komið er hefur enginn látið verða að því að hafa samband við DV og segja hryllingssögu sína af fyrirtækinu sem ég vinn hjá. En ég bíð spennt!
  Pointið er að mér finnst svo fyndið að fólk sé búið að setja DV sem einhverja myngervingu af "ljóta kallinum".  fimmtudagur, mars 25, 2004


  Ég fór í fyrsta tímann á flughræðslunámskeiðinu í gær.
  Ég get alveg sagt ykkur það að ég er mjög bjartsýn á þetta.
  Strax eftir fyrsta skiptið mitt á námskeiðinu hef ég fundið fyrir breytingu á viðhorfi mínu. Hver veit nema að ég verði framtíðar flugfreyja. Ég er nú svo flugfreyjuleg er það ekki!! hehe Ég þarf samt mikið að vinna í þessu og vera dugleg að gera slökunaræfingar. Það verður svo spennandi að sjá hvernig flugið mun reynast mér 17. apríl, en þá er útskriftarferð af flughræðslunámskeiðinu. Ég veit nú ekki enn hvert verður flogið með mig en ég vona að það verði Danmörk. Við stoppum bara í fríhöfninni og ég þekki Kastrup svo vel að ég væri mest til í að fara þangað. Svo gæti ég líka keypt mér Mathilde kakaomælk.

  miðvikudagur, mars 24, 2004


  Ég er alltaf að spá og spekúlera.
  Eins og margir vita þá er minn stærsti draumur sá að fara til Ástralíu. Það liggur við að ég vilji bara hætta við að fara í skóla núna, fara frekar til Ástralíu og læra að surfa t.d. Ég veit ekki alveg hvernig þessi draumur vaknaði hjá mér, en ég held að ég hafi orðið fyrir áhrifum vegna Nágranna eða vegna þáttanna með menntaskólakrökkunum í Ástralíu. Man einhver hvað þeir þættir hétu? Ég veit ekki einu sinni sérstaklega mikið um landið. Ég hef bara búið mér til einhverja fallega mynd af landinu. Þar er alltaf gott veður. Þar eru allir fallegir. Ég var samt að skoða alls konar hvað er hægt að gera þarna og komst að því að tækifærin eru mörg! Það er örugglega fáránleg upplifurn að kafa í kóralrifinu. Svo langar mig líka rosalega í safari ferð. Hver veit nema að draumur minn muni rætast einvhern tímann. Ég hugsa samt að ég láti það bíða nokkur ár í viðbót. Einbeiti mér að því að mennta mig. Þetta gæti verið goð útskriftarverð jafnvel. Hver vill koma með?

  mánudagur, mars 22, 2004

  Jæja!
  Helgin búin!
  Fattiði hnútinn sem maður fær í magann á sunnudagskvöldum. Ég fæ alveg svona þvílíkan hnút í magann. Tilhugsunin um að ég á eftir að vinna í 5 daga áður en það kemur helgarfrí.
  Allavega 1 down 4 to go!
  Mánudagur að renna sitt skeið. Nú er ég fara að hætta að vinna. Hálftíma fyr en venjulega því ég er að fara í sálfræðiviðtal vegna flughræðslunámskeiðisins.
  See ya!

  fimmtudagur, mars 18, 2004

  Jæja þá er ég búin að laga til hérna á síðunni. Búin að koma linkunum í stafrófsröð og sonna. Svo bætti ég við link á hana Systu sem er að feta sín fyrstu spor í bloggheiminum. Það eru allir að skipta yfir í blogdriver núna. Ég er búin að taka ákvörðun um það að vera ekkert að flækja þetta fyrir fólki og halda mig bara við blogger. Hann er ágætur.
  Það er nú ekki oft sem ég tala um vinnuna mína hérna... enda reyni ég helst að gleima öllu sem gerist hérna alveg um leið.... Trúið mér, ég væri annars langt leyddur fíkniefnaneytandi að reyna að komast í burtu frá veruleikanum. En í dag ætla ég að bregða út af vananum.
  Fyrir þá sem ekki vita þá felst starf mitt mikið til í því að svara pirruðu fólki sem hefur fengið ,,stöðumælasektir" á plebba máli en heita í raun aukastöðugjöld eða stöðubrotsgjöld. Ekki það að ég skilji alveg að fólk verði pirrað á þessu... það getur bara stundum verið svolítið lýjandi að vera endalaust að taka á móti fólki sem hagar sér eins og umskiptingar. Því ég held nú að þetta fólk sé oftar en ekki hið bara hið besta fólk, en sleppir sér kannski pínu.
  Í dag komu tveir menn inn. Annar byrjaði eithvað að röfla og ég svara honum eftir ákveðinni tækni sem ég er búin að temja mér. Náttúrulega komin með mikla reynslu í þessu. Hann röflar og röflar... og ég hugsa ohh, enn einn brjálæðingurinn. Svo allt í einu þagnar maðurinn og byrjar að glotta... Ég náttúrulega vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Hann tók svo upp skjalatösku sem var merkt Lögreglunni. Þá var þetta lögreglumaður sem var hingað kominn til að kaupa bílastæðakort, en ákvað að stríða mér pínulítið og athuga hversu mikið ég þoldi! Hann sagði mér að ég hafi staðist þessa prófraun með ágætum. Já maður lendir í ýmsu hérna, líklega eins og lögreglan. Það er svo gaman af þessum löggum! Alltaf stutt í djókið. Ég var allavega mikið fegin að þetta var ekki í alvöru.