fimmtudagur, maí 13, 2004

Sorrí!
Þessa dagana hef ég ekkert að segja... alveg ótrúlegt. Mér finnst bara ekkert merkilegt að gerast og ég hef ekkert merkilegt að hugsa um. Það koma svona dagar þar sem maður er alveg dauður. Ég lifi bar þvílíku rútínulífi. Vakna fer í vinnuna og geri það sama á hverjum degi, allt í sömu röð. Skoða svo bloggin, allt í réttri röð. Fer svo heim og horfi á sjónvarpið, fer í tölvuna og kannski út að hlaupa. Fer svo að sofa. Hitti valla fólk. Ég er svo þreytt þegar ég er búin í vinnunni á daginn að ég bara meika valla að fara út. Það er ekki eins og ég sé í þvílíkt líkamlegri vinnu. Maður verður svolítið svona þreyttur á sálinni eða svoleiðis. Það er stundum svo mikið áreiti. Ég er meira og minna allan daginn að svara fólki sem er ósátt og lendi í því stundum að vera kölluð einhverju miður fallegu. Maður mundi halda að það mundi venjast. En ég held að maður geti barasta ekki vanist því. Maður venst því ekki að fólk sé dónalegt við mann. Það er bara ekki rétt. Hlakka til að byrja í skólanum mínum.... hver sem hann verður.... (~,~,~) Hitta fólk sem maður á samleið með og nota heilann eithvað. Takast á við einhver verkefni! Gera eithvað spennandi. Það verður gaman. Get ekki beðið. Ég hætti að vinna 6. ágúst... spurning hvað gerist þá. Danmörk, Svíþjóð eða Ísland... kemur í ljós.

Engin ummæli: