mánudagur, september 13, 2004

Hæbb
Þetta var bara ágætis helgi.... svona fyrsta helgin sem ég finn fyrir því að ég er í skóla:)
Á föstudaginn fór ég til Lotte... ein af þeim sem heimsótti mig til Íslands. Hún var að flytja inn á kollegie á Östebro og hélt svona smá house warming fyrir nokkra úr Oure. Það var svaka gaman að hitta þetta fólk aftur. Ég kíkti svo aðeins með Anne Marie til vina hennar og svo gisti ég bara hjá henni.Það er svo mikið vesen að fara heim frá Östebro á nóttunni. Ég verð að fara að kaupa mér hjól.
Laugardagurinn fór í það að lesa og svo um kvöldið fór ég á kagsaa til að hitta Tinnu og Auði. Við kíktum á kaffið og vöktum frameftir og kjöftuðum. Svaka kósið að koma aftur á fornar slóðir. Aftur varð ég að gista... vegna þess að það er mesta vesen að fara heim til mín... hjól hefði ekki einu sinni dugað... :)Ég fékk að vígja nýja svefnsófann hennar Tinnu! Svaka flottur. Íbúðin hennar Tinnu bara svakalega fín. og þau eru að koma sér vel fyrir. Strax bara orðið svaka homie hjá henni. Þegar ég kom heim í gær var bara ekkert annað í stöðunni en að kasta sér í lesturinn! Allur dagurinn fór í að lesa. Ég er svo búin að vera í skólanum í allan dag svo nú er ég alveg búin á því. Ég held að það verði stuttur dagur hjá mér á morgun svo að ég hef vonandi tíma til að hitta Tinnu og Auði og smella afmæliskossi á hana Tinnu.
Góða nótt

Engin ummæli: