föstudagur, september 17, 2004

Nú af því að ég ætti að vera á fullu að lesa er alveg upplagt að blogga smá.
Það eru svo margir búnir að spurja mig hvort ég sakni ekki Íslands. Ég verð nú eiginlega að svara því neitandi, en á sama tíma játandi.
Ég gæti skýrt það þannig að ég sakna fólksins en ekki lífsins.
Mér finnst svo frábært að vakna á morgnanna hérna og rölta út á strætóstoppistöð eða í metro á leiðinni í skólann. Ég bý í mjög notalegu hverfi og það er alltaf svo mikið líf. Það er svo þægilegt að taka strætó eða lest hvert sem maður fer... maður sest bara uppí og slappar af.. þarf ekki að hafa áhygjjur af umferð eða neinu...
Svo er líka svo skemmtileg stemmning hérna alltaf. Allir alltaf til í að gera eithvað skemmtilegt og fara á kaffihús og eithvað.. Þar hafiði það.
Ég setti mér takmörk fyrir þessa viku. Þau voru að ég ætti að sækja um vinnu og ég ætti að kaupa mér hjól. Ég er búin að standa við helminginn af þessu. Ég er búin að sækja um vinnu á 2 stöðum. Í ZARA og á Café Alma sem er á Islandsbryggju... þar er ekkert smá notalegt... og þetta er svona 5 mínútur á hjóli(með bið á rauðum ljósum) í burtu frá mér. Ég vona að ég fái það. Í fyrramálið ætla ég svo að fara á lögregluuppboð og reyna að næla mér í hjól á góðu verði... bara verst að ég hef engann með góða rödd til að fara með mér.... því eins og flestir vita er ég ekki háværasta manneskja í heimi....
Ég verð svo ánægð ef ég næ þessum takmörkum mínum. Ég þarf nú líka að setja mér takmörk fyrir helgina um að lesa heilmikið.. úff...
Best ég fari að vinna í því núma.
Ciao!

Engin ummæli: