þriðjudagur, mars 30, 2004
Ég ær fór ég með flughræðslunámskeiðinu að skoða hjá flugumferðarstjórninni. Ég verð að segja að þetta var allt öðruvísi en ég hafði búist við. Ég bjóst við þvílíku stressi og hávaða og eithvað. Þetta er bara alls ekki svoleiðis. Þetta er risastór salur og inni í honum er alveg dauða þögn. Hann er hannaður þannig að það heyrist ekkert mikið á milli. Það voru bara þrír flugumferðastjórar að stjórna öllu flugumferðarstjórnarsvæði Íslands sem er mjög stórt. Þetta er allt svo skýrt og skipulagt. Þetta fannst mér mjög áhugavert að sjá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli