sunnudagur, október 31, 2004

Ný vika byrjuð og tíminn breyttur.
Í nótt varð klukkan tvisvar sinnum 2. Það er búið að breyta klukkunni hérna svo að það er bara klukkutímamunur á Íslandi og Danmörku núna.
Ég er búin að vera að reyna að skrifa eithverja ritgerð núna um helgina.... gengur ekkert voðalega vel að koma einhverju niður á blað... en það er svona. Ég fór svo í Halloween partí á föstudaginn í skólanum. Það var svo gaman að ég var komin heim um 1 leytið... tók mig rúmlega klukkutíma að fara heim. Neibb ekkert spes það. Það var aðeins skemmtilegra í partí sem ég fór í í gær. Það var á Vestebro hjá homun Lau kunningja mínum. Það vill svo skemmtilega til að það er hóruhús í kjallaranum hjá honum. Það er alltaf einhver ógeðsleg gömul og feit kelling úti í glugga að bíða eftir einhverjum kúnnum. Ég og Anne Marie gátum ekki stillt okkur um að fylgjast aðeins með henni. Vorum svona soldið lengi að læsa hjólunum okkar. Hún er svo subbuleg þessi gella uíjjjj! Með eithvað fullt af köttum í kring um sig. Æ þetta er bara of mikið subbó... og eithvað að búa í sama húsi og svona fyrirtæki eru í... Já já gleðikonur borga nú skatta hérna í Danmörku. Þetta er soldið skondið. Ég er búin að horfa á of mikið af Britney Spears þáttum í dag á MTV.... lögin hennar hljóma svona í hausnum á mér. Æ þegar maður á að vera að skrifa þá vill maður oft laumast til þess að grípa fjarstýringuna og glápa á imbann í smá stund..... og svo smá stund í viðbót.... og svo í pínu stund í viðbót. Kannski er það bara ég.. veit ekki.
Alla vega þá er ég farin að sofa.

sunnudagur, október 24, 2004

Bara láta vita af mér hérna í veðurblíðunni í Kaupmannahöfn.
Helgin er búin að vera fín. Lára stakk af úr skólanum sínum sem er úti í rassgati hér í Danmörku og kom í siðmenninguna hér í Kaupmannahöfn. Við erum búnar að vera að gera hitt og þetta svona. Á fimmtudaginn fórum á kaffi Sögu... það er sko valið besta kaffihús Danmerkur... bara að taka það fram. Svo fórum við að versla í Fields... já ég varð alveg spinnegal! Keypti buxur, skó, tvær peysur og hatt. Já ég held að Lára hafi haft þessi áhrif á mig. :) Sleppti aðeins taki af nískunni sem maður tileinkar sér þegar maður er námsmaður. Kannski líka af því að umgangast Dani... gæti vel verið... Við fórum svo á svaka skemmtilegt djamm á föstudaginn.. fórum víða í Höfninni. Í gær fórum við svo á sætustu mynd í heiminum Wimbeldon.. æ hvað hún er krúttileg. Já og nú er hún Lára farin út í sveit aftur.
Skólinn gengur bara fínt hjá mér. Við erum búin að skila u.þ.b. helmingnum af stóra verkefninu okkar. Fyrirlestrarnir eru að verða búnir svo að nú verður alveg nógur tími til að skrifa ritgerðir og klára stóra verkefnið.
Það er svo mikill sunnudagur hjá mér núna.. Ég svaf út... var búin að stilla klukkuna en ég hef bara óvart ýtt á takkan og slökt... það gerist víst stundum. Svo er ég bara búin vera glápa á The Voice (danska popptíví) og vera í tölvunni og lesa þar á milli. Það er ekkert smá notalegt. Ég ætla svo að reyna að fara út að skokka eftir svona klukktíma. Alla vega áður en það verður dimmt.
Ég bætti inn link á hana Guðnýju.. hún er loksins byrjuð að blogga almennilega. Það er ekki búið að ganga svo vel hjá henni að koma síðunni í stand... en nú er hún alveg komin í bloggarahópinn. Velkomin velkomin!
Svona að lokum vil ég óska henni Systu til hamingju með daginn, hún á afmæli í dag konan. Verið nú góðar við hana stelpuna!
Farin að syngja og dansa með Johnny Delux ... svaka gott lag á the Voice. Hej

fimmtudagur, október 21, 2004

Mmmm!
Ég finn harðsperrurnar myndast í höndum og fótum! Ég fór í pilates áðan og svo beint í pump tíma... og tók nú bara ágætlega miklar þyngdir.... ég fann virkilega fyrir því að það er langt langt síðan ég lyfti síðast. Ég er bara búin að vera eithvað að dansa og kannski hlaupa og í thai chi og eithvað soleiðis dútlerí... Úff hvað ég á ekki eftir að geta labbað á morgun.
Ég fór og hitti hana Láru áðan á kaffhúsi hérna á Íslandsbryggju. Það var voða huggó og mikið slúðrað. Á leiðinni heim byrjaði bara að rigna þvílíkt mikið og ég var alveg hundblaut þegar ég var loksins komin heim...Það var líka svo mikill mótvindur að ég gat ekkert hjólað neitt á hundrað. Ég held nú samt að ég ætti ekki að vera að kvarta neitt mikið yfir veðrinu hérna. Það er búið að vera alveg ágætt á meðan maður heyrir um að það sé bara ógðeslega kalt á Íslandi. Ég er svolítið fegin að losna við það... Ég man bara hvernig þetta var á þessum tíma fyrir ári. Þá var ég að vinna í afgreiðslunni hjá Bíló og fólk alltaf að koma inn og fara út og ekki loka hurðinni eða eithvað og ég var bara eins og frostpinni. Linaðist upp í kaffitímum. Svo er eins og maður venjist kuldanum pínulítið þegar líður á veturinn.... eða er ég bara að rugla. Ég veit ekki, kannski er ég bara með einvherjar rómantískar hugmyndir um íslenska veturinn. Maður verður svolítið örðuvísi þegar maður flytur til annars lands. Þá er allt svo gott heima á Íslandi. Heima á Íslandi! Mamma verður glöð þegar hún les þetta því ég skrifa heima á Íslandi. Oft þegar ég er að tala um það þegar ég fer til Íslans um jólin þá segi ég að ég sé að fara heim þegar ég fer til Danmerkur...."og svo fer ég heim 23. janúar" Þetta fer óskaplega fyrir brjóstið á konunni, en Danmörk er heima og hér mun ég vera næstu ár. Ég á bara 2 heima. Heima á Íslandi og heima í Danmörku. Það er sniðugt! Jæja tími til að hátta klukkan orðin mikið meira en átta!
Bíð spennt eftir að vakna í fyrramálið og vita hvernig vöðvarnir mínir hafa það....

mánudagur, október 18, 2004

Baywatch eru verstu þættirnir!
Sorrí Eva Ruza. Ég er einmitt að horfa á þátt núna og oh my gad! hvað þetta er lélegt sjónvarpsefni. Ég man þá daga þegar maður hafði ekki tíma til þess að borða kvöldmat á laugardögum út af því að maður sat gjörsamlega fastur fyrir framan imbann. Núna verður maður eiginlega bara vandræðalegur að fyrir hönd þeirra út af því að þetta er svo hræðilegt. Æ kannist þið ekki við það þegar maður verður vandræðalegur fyrir einvherja í sjónvarpinu.
Ég hafði það bara svaka gott um helgina... það var langur dagur í dag svo ég er að hugsa um að fara að leggja mig svo ég geti lesið eithvað í kvöld fyrir fyrirlestur á morgunn.

laugardagur, október 16, 2004

Ok ég ætla nú ekki að vera neitt fullorðin Eva Ruza! Hér kemur þá blogg á svona nettu gelgjumáli...
Ég er hjá Dísu frænkz í Odense. Hún býr í gegt cool húsi með kæró og tveimur öðrum home boys! Þeir eru allir einvherstaðar svo að við erum bara eikkað tvær í chillinu. Ég hef aldrei komið inn í jafn flott hús í Danmörku held ég. Það eru alveg tvö baðherbergi og það er baðkar í öðru! Ímyndið ykkur bara hvað þau eru þá stór baðherbergi. Enginn smá luxus. Horðum á video í gær á Festen sem er alveg snilldar mynd! Í dag erum við búinar að vera ýkt dugtige. Fórum út að hlaupa og svo í smá ljós! Mass'etta sko! Það er svo gott, því er alleg gegt hvít mar.
Við ætlum bara að fara að fá okkur í sarpinn... nei sorrí fá okkur að éta (má ekki verða of fullorðin) Fer síðan heim í fyrramálið.. Mar þarf víst eithvað að sinna bókunum og fara í balance eins og er orðin hefð hjá okkur Anne Marie á sunnudögum.
Pís át!

þriðjudagur, október 12, 2004

Hello guys!
Ég vil byrja á því að þakka lesendum mínum fyrir góð viðbrögð við greininni minni. Þetta er nú bara svona frumraun hjá mér. Þetta var mín fyrsta grein á politik.is og ég virðist hafa geta skapað grundvöll fyrir einhverja umræðu... sem ég er mjög ánægð með. Alltaf má nú samt gera betur og ég veit að ég á eftir að læra með tímanum að koma því frá mér sem ég er að hugsa í það og það skipti. Ég skila inn grein á politik.is á 6 vikna fresti og ætla ég mér helst að taka fyrir einhver alþjóðleg málefni. Ég veit náttúrulega ekki mikið um hvað er að gerast heima á klakanum og svo eru nóg af fólki sem getur tekið púlsinn á þjóðarsálinni .... fólk sem er á staðnum.
Ég er annars búin að hafa það mjög gott um helgina. Búin að vera soldið með kellingunum mínum og búin að reyna að læra soldið... samt var það nú eithvað takmarkað. Ég var bara svo ósköp þreytt eitthvað. Kíkti í bæinn bæði á föstudag og laugardag, kom samt ekkert voðalega seint heim. Ég á bara svo erfitt með að sofa út. Ég er yfirleitt bara vöknuð kl. 10:00. Ching ! vakna og fer að ryksuga og taka til og svo um 3 leytið er ég eins og sprungin blaðra, en get ekki lagt mig því þá er ég að eyða deginum í svefn. Það er vandlifað. Nú ætla ég alla vega að fara að leggja mig. Klukkan er orðin hálffjögur og ég er búin að vera að hanga í tölvunni í langan langan tíma. Á morgunn ætla stelpurnar að koma til mín í brunch um tvö-leytið svo ég þarf að hafa eithvað huggulegt til fyrir þær.

laugardagur, október 09, 2004

Æ takk stelpur fyrir öll komplimentin fyirir greinina mína. Ég skrifa grein á politik.is á 6 vikna fresti svo að þið eigið eftir að sjá fleiri.
Fór í gær með Tinnu út á flugvöll að sækja stelpurnar í gær. Gaman gaman... ég þurfti svo að fara heim að læra svo ég sleppti þeim bara lausum í verslunarleiðangur.
Það var menningarnótt í gær hér í Køben. Ég og Sigrún fórum út að borða og í bæinn að skoða öll herleg heitin. Stelpurnar voru svo þreyttar eftir búðarráp að þær nenntu ekki (skiljanlega því þær voru mjög duglegar að versla) út að borða. Ég hitti þær svo niðri í bæ seinna og við fórum á fallega Moose! Oj mér svíður ennþá í augun af reyknum þarna inni. Það var samt mjög gaman. En svo var áætlunin að fara á Sams bar á Strikinu... ég fór og náði í hjólið mitt og beið eftir þeim á meðan Systa og Ásgerður ætluðu að kíkja einn hring á LA bar.... ég beið og beið..... og beið..... en þær barasta voru ekkert að flýta sér út... svo að ég bara hjólaði heim... Hvert fór Íris?

fimmtudagur, október 07, 2004

Þá er hann Rafnar farinn heim!
Keyrði hann út á flugvöll áðan og var síðan í hálftíma að finna bílastæði og þurfti síðan að hringja í pabba til þess að hjálpa mér að leggja í eithvað ógeðslega þröngt stæði í næstu götu. Það er ekkert spes að vera á bíl í Kaupmannahöfn. Samt gott að geta stundum keyrt eithvað.
Það var voða gaman að hafa Rafnar hérna. Við skoðuðum svo sem ekkert alveg svakalega mikið... Við höfðum það bara gott. Hann kemur hvort sem er aftur og verður mikið lengur.
Ég var svo að panta flug til Íslands um jólin. Ég kem heim til Íslands á Þorláksmessukvöld.... lendi um 10 leytið. Ég er sko í prófum þangað til 23 desember þannig að ég kemst ekki fyr. Svo fer ég aftur til Danmerkur 23. janúar... Þannig að ég get haldið upp á afmælið mitt með öllum bestu vinkonum mínum. :) Hlakka til að sjá litla krílið hennar Sjafnar og sona!
Ég er farin að hlakka til bara.
Stelpurnar eru að fara að koma á morgunn! Það er bara um að gera að skella sér á menningarnótt sem verður hér á morgun. Það verður örugglega alveg hellingur af fólki í bænum og mikið stuð:)
Hlakka til að sjá ykkur stelpur!

mánudagur, október 04, 2004

Well það lítur allt betur út með skuldirnar mínar í dag en það gerði á föstudaginn... Ég er búin að tala við lögregluna, folkeregestret og Told og skat og þetta verður vonandi allt í lagi.
Helgin var mjög góð. Við Rafnar erum búin að hafa það gott hérna í Höfninni. Mamma, pabbi og Sigrún voru í Noregi um helgina svo að við höfðum íbúðina fyrir okkur. Við erum svo sem ekkert búin að vera að stressa okkur að gera allt mögulegt en við erum búin að kíkja í Fields og fórum í Christaniu í gær. Við kíktum á hjólabretta park sem er þarna inni í Christaniu og þar var pínu lítill 5 ára gutti að brillera á hjólabrettinu! Hann var svo mikil dúlla! Hann var svo ógeðslega klár á þessu! Sjiiii bara dúlla! Hann gat alls konar tricks og var algjör glanni.
Ég fór svo í skólann í dag og Rafnar fór að skoða skóla í Svíþjóð. Nú var ég bara að enda við að skila inn grein sem kemur á politik.is á morgun. Endilega kíkið á hana.
Nú er ég að fara að tala aðeins við kærastann minn sem er svo góður að heimsækja mig alla leið til Danmerkur. Ég er ekki svo góð ef ég hangi bara í tölvunni allan tímann.

föstudagur, október 01, 2004

Wha!!!!
Ég gæti ekki verið meira pirruð!
Það er mjög gaman að fá Rafnar jú... en óheppnin hefur bara elt mig! Í gærkvöldi þegar við komum heim frá flugevellinum fundum við þetta líka fína stæði rétt hjá þar sem ég bý. Nei nei í morgun kom pabbi að 3 lögreglumönnu við að setja sekt á bílinn. Á Íslandi er sú regla að það megi ekki leggja nær en 5 metra frá gatnamótum.... en hér í Danmörku eru það 10 metrar....!!! Já þetta er ekki auðvelt
Jæja flott mál... 510 kr fyrir að leggja ólöglega!
Ég er búin að vera að bíða eftir sjúkaratryggingakortinu mínu... ég er búin að hringa í folkeregistreret og athuga með þetta en aldrei kemuur helvítis kortið.
Ég og Rafnar fórum í bæinn áðan og þegar ég kom heim biðu mín 2 bréf frá Told og Skat! Já Tvær sektir fyrir að hafa svindlað í lest! 1200! danskar krónur! Einhver hefur s.s. fengið kortið mitt og er að sveifla því um allan bæ! Svindlar sér í allar lestir og sýnir svo kortið mitt þegar hann/hún er böstuð! Svo er búið að loka alls staðar núna svo að ég get ekkert gert í þessu fyr en á mánudaginn!!! ARG!!!!
Í gær skuldaði ég 0 kr. í dag skulda ég um það bil 25000 íslenskar krónur!