Ég er fíkill!
Ég er orðin svo mikill fíkill! Það er alveg ótrúleg! Þessi fíkn mín er samt held ég svolítið sérstök. Þetta er sennilega svolítið ný tegund af fíkn. Ég er bara sjúk! Ég verð að fylgjast með öllum bloggsíðum sem ég veit um. Kíki á þetta mörgum sinnum á dag. Ég er oft ekkert voðalega upptekin í vinnunni og þá nota ég tímann vel og fylgist með öllum færslum. Það versta er samt að þegar ég er búin í vinnunni verð ég bara að komast í tölvu og tjekka aðeins... s.s. búin að sitja fyrir framan tölvuna í níu og hálfan tíma og er ekki komin með nóg! Svo áður en ég fer að sofa þá þarf ég aðeins að kíkja ,,rúntinn" ... jafnvel komin upp í rúm og er eithvað að hugsa, svona eins og maður gerir þegar maður er að fara að sofa... þá þarf ég stundum að fara fram úr og kveikja á tölvunni, bara til að athuga aðeins. Ég held samt að þetta eigi eftir að lagast með tímanum. Ég fékk svona batman fíkn um daginn.... ég fékk svona spenning í magann ef ég hugsaði til þess að það væri kominn nýr spennandi linkur á batman. Nú er ég eiginlega hætt að kíkja á batman... geri það bara einstöku sinnum. Það getur bara ekki verið að ég sé ein á báti með þessa fíkn! Kannast aðrir við þetta???
Engin ummæli:
Skrifa ummæli