Hippaskóli
Já skólinn minn er stofnaður árið 1972 af rótækum hippum... þess ber sko greinilega merki í dag.
Þetta er svo voðalega skemmtilegt og áhugavert allt saman.
Fyrsta vikan er búin. Það var mjög gaman... ég fór í marga marga leiki og setti upp leikrit og söngatriði... Mamma og pabbi eru farin að halda að ég sé að byrja í leikskóla en ekki háskóla. Þau spurja mig alltaf þegar ég kem heim: Hvernig var í skólamum í dag ? Alltaf er svarið eithvað á þessa leið: Það var gaman, við fórum í fullt af leikjum og hlustuðum á sögur og fengum gott að borða.... já svona er þetta búið að vera. Næsta vika verður eithvað svipuð... nema að ég kem ekkert heim því við erum að fara í ferðalag frá mánudegi til fimmtudags. Við eigum reyndar að byrja á einu verkefni.. sem við erum búin að fá aðeins smjörþefinn af og það virkar mjög skemmtilegt. Reyndar er þetta þannig að við eigum sjálf að ákveða hvernig verkefnið er og um hvað ... svo það er lítið mál að velja eithvað skemmtilegt.
Svo að þið skiljið mig í framtíðinni þá ætla ég aðeins að lýsa skólanum mínum og því sem ég mun vera að gera.... svona eftir besta skilningi.. ég er ennþá að finna út hvernig þetta verður.
Minn árgangur á s.s. hús. Í húsinu er einn fyrirlestrasalur og svo mörg herbergi fyrir hópavinnuna. Það er vel útbúið eldhús... með örbyljguofni, ofni, uppþvottavél og det hele. Sófi og þægilegir stólar í eldhúsinu. Það er alltaf til allavega pasta og tómatsósa í eldhúsinu og nóg af kaffi og te. Svo eru 3 svefnherbergi með dínum og teppum....ef maður hefur ekki tíma til að fara heim...eða nennir því ekki, og sturtur og alles... í næsta húsi er síðan líkamsræktarherbergið sem maður þarf reyndar að borga ca. 850 kr. á mánuði til að nota. Þetta er allt mjög kósí og heimilislegt.... soldið svona eins og á leikskóla.
Yfirleitt eru 3 fyrirlestrar eða minna á viku. Heimspski og einhverskonar málvísindaleg heimspeki og fleira.. svona ykkur að segja þá hef ég litla hugmynd um það hvað ég er að fara að gera?????? Fyrir utan þessa 3 fyrirlestra er mikil verkefnavinna í hópum. Í raun og veru getur maður nokkurn veginn ráðið því í samráði við hópinn og umsjónarmanninn hvað það er sem maður vill leggja áherslu á og hvað maður vill læra. Á álagspunktum þá hefur maður jafnvel ekki tíma til að fara heim ...það er ástæðan fyrir svefnherbergjunum og öllu því. Svo ég held að þrátt fyrir litla viðveru á stundatöflu þá verði nóg að gera hjá mér.
Allt fer fram á ensku og við tölum öll saman á ensku... jafnvel á leiðinni í og úr skólanum í lestinni. Ég tel mig nú ekkert sérstaklega góða í ensku... en það er furðulegt hvað hefur gerst á einni viku. Mér finnst mikið þægilegra að tala ensku núna en fyrir viku.
Yfir í aðra sálma.
Ég fór í Fields 2 sinnum um helgina. Vá hvað það er mikið af góðum búðum og mikið af flottum fötum! Ef þið eruð að hugsa um verslunarferð... þá er Fields áfangastaðurinn! það er ekki einu sinni svakalega dýrt þar sko. Ég er annars ekki búin að gera mikið um helgina. Fór í mat til Karinu vinkonu minnar frá Oure. Hún býr á Östebro.. alveg rétt hjá þar sem við Brammingepíur bjuggum.Það var gaman að koma þangað og rifja upp gamla tíma. Það er mikið búið að breytast þarna. Park er líka búið að breytast mikið heyrði ég... það líður ekki langur tími þangað til ég verð búin að kanna það.... ná á ég 3 góðar vinkonur sem búa á Östebro svo að það er alveg tilvalið fyrir okkur að fara þangað.
Nú ætla ég að fara að lesa málvísinda-heimspekibókina mína... eða hvað sem hún er.
Takk fyrir þolinmæðina ef þú nenntir að lesa þetta.
bæ
Engin ummæli:
Skrifa ummæli