föstudagur, október 01, 2004

Wha!!!!
Ég gæti ekki verið meira pirruð!
Það er mjög gaman að fá Rafnar jú... en óheppnin hefur bara elt mig! Í gærkvöldi þegar við komum heim frá flugevellinum fundum við þetta líka fína stæði rétt hjá þar sem ég bý. Nei nei í morgun kom pabbi að 3 lögreglumönnu við að setja sekt á bílinn. Á Íslandi er sú regla að það megi ekki leggja nær en 5 metra frá gatnamótum.... en hér í Danmörku eru það 10 metrar....!!! Já þetta er ekki auðvelt
Jæja flott mál... 510 kr fyrir að leggja ólöglega!
Ég er búin að vera að bíða eftir sjúkaratryggingakortinu mínu... ég er búin að hringa í folkeregistreret og athuga með þetta en aldrei kemuur helvítis kortið.
Ég og Rafnar fórum í bæinn áðan og þegar ég kom heim biðu mín 2 bréf frá Told og Skat! Já Tvær sektir fyrir að hafa svindlað í lest! 1200! danskar krónur! Einhver hefur s.s. fengið kortið mitt og er að sveifla því um allan bæ! Svindlar sér í allar lestir og sýnir svo kortið mitt þegar hann/hún er böstuð! Svo er búið að loka alls staðar núna svo að ég get ekkert gert í þessu fyr en á mánudaginn!!! ARG!!!!
Í gær skuldaði ég 0 kr. í dag skulda ég um það bil 25000 íslenskar krónur!

Engin ummæli: