laugardagur, janúar 31, 2004

Myndir úr afmælinu eru að detta inn núna!

föstudagur, janúar 30, 2004

Jeij!
Það er komin helgi!
Ég ætla bara að taka því rólega. Allavega í kvöld.
Ætla reyna samt að byrja á því að fara út að skokka smá. Svo ætla ég að fara að hjúkra sjúklingnum mínum og borða pizzu.
see ya!
Ég á greinilega mikið eftir! Ég er aðeins búin að fara til 4% af öllum löndum í heiminum.
Þetta eru þau lönd sem ég hef komið til:
create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Litla systir mín er komin með krúttlega síðu sem að er full af fróðleik um hunda...
Tag mig tilbage alting var så let
Tag mig tilbage alting var så nyt
Tag mig tilbage alting var så vildt
Tilbage til dengang hvor vi var så frie og hvor vi
Fyrede den af og vi gjorde hvad vi ville
Vi, vi var så ligeglade med det hele
Og vi…
glemmer det aldrig


Ég væri til í að upplifa 6. janúar til 20. júní aftur... Oure tímabilið... ég fæ þessa tilfinningu altaf þegar ég skoða þessar myndir og fleiri myndir á þessari síðu.

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Wake up litle Susy, wake up!

Af hverju er maður alltaf svona ógeðslega þreyttur á veturna!
Það er alltaf svo erfitt að vakna.
Ég var náttúrulega að vinna í 12 tíma í gær... en mér er sama.
Ég hlakka til vorsins, þá fyllist maður allur af orku.... vona ég.
Ég er enn að bíða eftir jólagjöfinni frá Landsteinum... ég hef grun um að það verði nudd. Ekki amalegt að fá það til að losa hnútana í öxlunum.
Nóg af þreytubullinu!

Hasta luego ZZZzzzZZZzzzZZZZ

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Run Lola Run

Allir búnir að jafna sig eftir helgina vona ég!
Það var svo gott veður í gær að ég skellti mér bara út að hlaupa. Það var mjög hressandi. Vonandi kemur vorið snemma í ár. Þá get ég byrjað snemma að æfa mig fyrir hálfmarathonið.
Hvað finnst ykkur um að hittast tvisvar-þrisvar í viku og skokka/hlaupa. Það er hægt að hittast á einhverjum stað og fara ýmsar leiðir?
Hver er til í þetta?
Kommentið á nýja kommentakerfinu mínu! :)

mánudagur, janúar 26, 2004

Við gerum okkar gerum okkar gerum okkar gerum okkar besta!

Mér fannst gaman á laugardaginn!!
Allt var í stressi að ná að skreyta húsið áður en að gestirnir komu. Við náðum sem betur fer að gera allt fínt rétt áður. Guði sé lof fyrir það að Íslendingar geta ekki mætt ? réttum tíma.
Það komu bara næstum allir í svörtu og rauðu og það var svakaleg stemmnig! Við fengum alls kyns fallega pakka og mér sýndist flestir skemmta sér alveg ágætlega.
Svo var haldið í bæinn. Flestir fóru ? undan mér og Sjöfn og þegar við komum inn á Hressó.. (ásamt fleirum) þá sungu stelpurnar afmælissönginn hástöfum! og allir inni á staðnum vissu að við áttum afmæli. Samt var enginn að óska okkur til hamingju með daginn???
Alla vega, þá fóru flestir á Pravda, en ég, Guðrún Birna og Rafnar kítum frekar á Prikið og Vegam?ót. Það var frekar góð tónlist á Prikinu... af hverju erum við aldrei þar!?
Í gær var ég svo bara þreytt!!!
Vá! ég þreif húsið og fór í barnaafmæli... eftir það var ég alveg búin.
Ég vil helst ekkert minnast á handboltaleikinn... Ég segi bara... gott að við fórum bara heim. Það þarf bara að koma liðinu í betra form... athuga leikmanna skipan betur og finna leiðir til þess að losa Óla. Ég held að við getum tekið Ólimpumótið ef að við reynum að læra af þessu móti. Það gengur bara betur næst.
Ég var alla vega með mestu ljótu sem ég hef fengið og þreytan angraði mig, en ég gat bara ekki sofnað. Ég get ekki lagt mig á daginn. Ég held að ég verði að flytja aftur á Brammingegade til að geta það.
Set inn myndir í kvöld.

.... og aðeins betur, því það er það sem þarf!

laugardagur, janúar 24, 2004

Já það var heljarinnar fjör á Nasa í gær.
Ég fékk roda flott make up og var í þokkalegum kjól...
Allt gekk ágætlega, þangað til næstum því síðast, þegar ég næstum því datt um einverjar hárlufsur sem voru á gólfinu... Já pínu fyndið. Ég er búin að hlæja mikið af þessu. Þetta var annars rosa skemmtilegt. Rexa, Sjöfn og Eva stóðu sig eins og hetjur, voru ekkert að hrasa neitt og voru bara gullfallegar eins og þær eru alltaf.
Jæja, ég má ekki vera að því að skrifa meira... ég er á fullu að undirbúa afmælið mitt og Sjafnar.
Hlakka til vúllívúllí vú vú!!!

föstudagur, janúar 23, 2004

Aðeins handboltaáhugafólk lesi þessa grein!

Já það fór ekki vel fyrir Íslenska landsliðinu í gær. En þetta var alveg geysi spennandi leikur framan af. Alveg eins og leikir eiga að vera. Gummi var að standa sig í markinu framan af en svo náði hann sér ekki alveg á strik í seinni hálfleik. Guðjón
Valur var gerði nokkrar gloríur í byrjun leiksins, klúðraði 3 dauða færum... en náði að bæta fyrir það seinna í leiknum. Það var eins og þeri gæfust upp í lokin, enda mjög erfitt að missa 3 menn út af. Mér fannst samt að Snorri hafi verið sá sem hélt haus og hélt áfram að berjast. Þeir voru svona í heildina annars að spila vel...það er erfitt að mæta svona sterku liði á heimavelli. Mikil handboltahefð er á þessu svæði og mikil pressa á Slóvenska liðinu.

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Hej!
Afmælisdagurinn minn var bara alveg ágætur!
Það komu einhverjir gestir og ég fékk nokkrara gjafir... þetta var s.s. bara mjög fínt.
Í gær þá var svona æfing fyrir föstudaginn. Við vorum að æfa okkur á catwalkinu. Það er bara skrítið hvað maður verður geðveikt usikker þegar maður er að labba sona... alla vega ég.
Æfingin byrjaði kl. 7 á NASA og ég var búin að vinna kl. 6 svo að ég settist bara ein á Kaffibarinn. Stelpurnar hringdu og þegar ég sagði þeim að ég væri ein á kaffihúsi þá heyrðist: HA?!! ertu ein? Þær voru voðalega hissa á því að ég mundi þora að vera ein á kaffihúsi.
Mér finnst alveg ágætt að vera ein á kaffihúsi og skoða blað. Ég geri þetta einstöku sinnum í hádeginu. Ætli ég sé eithvað skrítin? Nei ég vil ekki trúa því.
Ég fékk afmælisgjöf frá Rafnari í gær. ALveg geðveikt flott D&G úr! Það er geðveikt flott og ég er ótrúlega ánægð með það.
Kan I ha' det godt!
Farvelos

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Ég á afmæli í dag og er orðin 21 árs!!!
Takk fyrir öll "til hamingju" sms-in!
Annars finn ég ekki svo mikla breytingu á mér. Vaknaði bara ósköp venjulega í morgun við það að Depill var að sleikja mig í framan og óska mér til hamingju með daginn.
Svo söng systir mín með sinni fögru morgunrödd.....uhum.
Svo fór ég í vinnuna.
En dagurinn er ekki búinn.
Í kvöld kemur eithvð fólk í kaffi. Mömmu finnst svo gaman að baka og bjóða gestum.
Ég fæ líka afmælisgjöf frá mömmu og pabba á eftir.
spennandi!

mánudagur, janúar 19, 2004

Vá hvað ég hef margt til að hlakka til!!
Á morgun á ég afmæli og verð 21 árs!
Á fimmtudaginn byrjar EM í handbolta!!! Hversu mikil snilld er það. Ég hlakka svo sannarlega til að fylgjast með strákunum okkar.
Á föstudaginn verður hársýningin svo.
Á laugardaginn verður svaka svört og rauð stemmning í tilefni af 21 árs afmæli okkar Sjafnar.
Gaman gaman!
Jæja, þá er helgin búin. Aftur kominn mánudagur. Þetta líður svo hratt maður! Það var nú meira veðrið á d-föstudaginn maður! Eftir vinnu fór ég beint niður á Kristu hárgreiðslustofu. Þar vorum við Eva Ruza, Regína og Sjöfn í casting fyrir hársýningu sem verður á NASA næsta föstudag. Við munum allar taka þátt í henni. Þetta var náttúrulega bara klíkuskapur....Systa....
Alla vega, þá voru teknar myndir af okkur þarna og þetta var allt mjög vandræðalegt. Myndirnar 2 sem voru teknar af mér er þær verstu sem ég hef séð á allri minni æfi!!! Það skiptir kannski ekki svo miklu máli...þetta er nú bara fyndið eiginlega.
Eftir þetta Kristu stúss fór ég svo í boð til hennar Gerðar (fyrverandi bossinn í Perlunni) Þar hitti ég allar Perlu-stelppurnar og það var rosa gaman.... en fórnaði um leið því að horfa á Idol!
Eftir boðið var að komast heim.... og þá var veðrið orðið fáránlega vont! Í fyrsta lagi þá þurfti ég að láta bílinn ganga í svona ca. 15 mín áður en ég fór af stað, því að bensíngjöfin var frosin. Svo tók það mig heila eilífð að komast heim! Maður bara sá ekki meira en 2 metra fram fyrir sig.
Á laugardaginn lá ég svo bara í leti þangað til ég fór í Sporthúsið, en þegar ég kom heim var mér svo ofsallega flökurt. Ég fór samt til Auðar Óskar og tók nokkur létt spor.... en en eftir smá dans snérist maginn í hringi og ég fór bara að lúlla. Ég fékk reyndar ekki mikinn svefnfrið fyrir hávaða í maganum mínum og vaknaði bara kl. 9:15 á sunnudegi.
Ég fékk svo kaupsýki og lagði það á mig að labba í Smáralindina. ég náði að eyða slatta af $$ þar. Keypti mér gallabuxur, bol, peysu og hárband. Sem betur fer þurftið ég ekki að labba heim, heldur gat ég snýkt far hjá henni Ásgerði. Í gærkvöldi fór ég svo á Love actually með Ásu og Sjöfn. Vá hvað það var falleg falleg falleg mynd! Ég hlakka til að sjá hana aftur!
See ya later!

föstudagur, janúar 16, 2004

Jæja jæja!
Nú fer ég að verða ánægð með síðuna mína. Ég er komin með gestabók og svo er ég búin að setja inn nokkrar myndir. Aldrei að vita nema ég setji fleiri inn um helgina. Það er loksins komin ADSL tenging heim til mín.... sem er náttlega bara nauðsyn. Ég setti þetta upp í gær, fékk smá hjálp hjá Rafnari sæta. Þvílíkur munur!
Ég á afmæli eftir nokkra daga eða 20. janúar og þá verð ég 21 árs! Ég verð að fara að fjárfesta í hrukkukremi.... Of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann... eða eithvað á þessa leið.
Eftir vinnu í dag fer á Kristu og læt meta á mér hárið hvort að það sé hæft til sýningar... Já hún Systa er eithvað að plögga þessu. Það verður einvher geðveik hársýning næsta föstudag og umm að gera að fylgjast með hártískunni!
Svo eftir það þá fer ég til hennar Gerðar sem var rekstrarstjóri Kaffi Perlu. Hún er að hætta í Perlunni og býður heim nokkrum uppáhaldsstarfsmönnum. Æ hún er svo góð.
Mér leikur forvitnin á að vita hvða hún Guðrún Ösp ætlar að gera í tilefni af afmælisdeginum okkar??? Það kemur allt í ljós.
Alla vega þá ætla ég að hætta þessu blaðri í bili... ég er búin að vaða úr einu í annað og veit þið mínir fjölmörgu lesendur eruð orðin rosalega þreytt á þessu bulli.
sæl að sinni.