sunnudagur, september 03, 2006

Þá byrjar skólinn á morgun. Næstu önn tek ég í Hróaskeldu, og allur bekkurinn minn.
Það verður gaman að hitta alla aftur og kynnast fleirum. Við komum inn í annað ár á Sam Bas (svipað og það sem ég var í áður en ég skipti um skóla, nema þetta eru félagsvísindi) ...Guðrún Ösp á allvaega eftir að skilja þetta.
Helgin var ágæt. Ég var á morgunvakt sem framlengdist svolítið, svo að þegar ég kom heim var ég alveg búin. Ég gat samt engan vergin sofnað og var hálfómöguleg allan daginn. En þegar ég var að fara að sofa um kvöldið komst ég í þvílíkan svefngalsa. Eithvað sem hefur ekki komið fyrir mig í langan langan tíma. Allt sem Rafnar gerði eða sagði var fyndið. Smá egó búst fyrir hann :) Í dag tókum við Rafnar svo þátt í söfnun Barnahjálpar (Red Barnet) og tókum 3 tíma í að ganga í hús hérna í götunni og safna peningum í bauk. Ég fékk nú soldið flash back frá því að ég var að vinna í póstinum. Upp og niður alla þessa stigaganga. Svo fór ég í mat til Anne Marie og fékk fisk og kartöflur og gulrætur. Manneskjan er sú hollasta sem ég hef nokkurntíman kynnst. Hlakka til að fá komment frá mínum tryggu lesendum. Ég hef ekki verið áræðanlegasti bloggari undanfarið.. en ég er að reyna að taka mig á og blogga oftar. Nú fer ég kannski líka að hafa afsökun til að vera í tölvunni meira en ég hef verið. Þegar maður á að vera að læra, laumast maður oft á netið. Ég læt heyra í mér fljótlega, bæjó

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Hvor' du fra?
Hvor' du fra?!?
-Jeg er fra havnen

Ég er komin aftur heim ladies and gentlemen.
Við erum búin að koma okkur fyrir í rúmgóðu íbúðinni okkar á Østebro og það er yndislegt. Það er svo mikið líf hérna í kring. Það eru alltaf partí hérna í kring og alltaf fólk á götunum. Meira að segja þegar ég fer í vinnuna kl. 5 á morgnanna þá er fólk úti, sumir að viðra hundana sína, aðrir úti að hlaupa, enn aðrir ennþá á djamminu og svo auðvitað rónarnir. Der hvor de trendy hænger Ég sé allavega ekki eftir hinni íbúðinni úti í buskanum. Það vill líka svo til að stelpurnar úr matarklúbbnum mínum (Oure loguen) búa allar hérna í 3 km radíus við mig og ég og Anne Marie getum næstum því kallað á milli, svo nálægt búum við. Ég hef nú ekki gert mikið annað unnið síðan ég kom frá Íslandi en það fer nú að breytast þar sem að skólinn er að fara að byrja. Það er alltaf líf og fjör á flugvellinum. Alltaf einhver kaos í gangi. Ég held samt að laugardagurinn hafi slegið allt út. Snemma um morguninn var einhver sperngjuhótun sem setti allt úr skorðum. Allar vélar seinar og allt í klessu. En þetta var ekki allt. Um kvöldið kviknaði svo í Burger King á flugvellinum og það þurfti að loka terminal 3 og öllum búðunum þar. fólk komst ekki niður til að sækja farangurinn sinn svo að terminal 2 (þar sem ég vinn) var alveg óþæginlega full af fólki.
Nú er ég búin að vera í fríi í tvo daga... eithvað sem ég þurfti svo sannarlega á að halda. Ég er sko búin að sofa vel go hvíla mig. Í dag fórum við Rafnari í rigningunni til Malmö á Malmö festivalen. Þegar þangað var komið fundum við það út að Hjálmar væru með tónleika. Auðvitað skelltum við okkur á tónleika með hjálmum og eftir þá sáum við hann Basshunter með sem er með lagið boten Anna. Þvílíkir tilburðir! Ég hef aldrei séð aðra eins sviðsframkomu. Hann var svo ótrúlega ýktur og hamaðist og hamaðist. Úff hvað hann var sænskur!
Ég veð nú bara úr einu í annað, en það er svo erfitt að blogga í fyrsta skiptið eftir langan tíma. Later

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Hæ!
Ég er komin heim í heiðardalinn!
Þið getið náð í mig í gamla gamla númerinu mínu eða heima í Haukalind. Sjáumst!

laugardagur, júní 17, 2006

Hæ!
Voðalega er ég léleg að blogga!
Sumarið í Kaupmannahöfn er náttúrulega bara alveg æðislegt. Það er margt skemmtilegt framundan. Eftir klukkutíma erum við Rafnar að fara að leggja af stað hjólandi í Parken þar sem við munum hitta Guðrúnu, Systu Helga Pál og vini hans sem ég man ekki hvað heita... nöfn birt síðar... og erum við að fara á tónleika. Þeir byrja um hádegið og standa til miðnættis! Já og hverjir eruð að fara að spila? Það eru dönsk bönd eins og Kashmir, Bikstok Røgsystem, svo verður Carpark North... hva kannist þið ekki við þetta?? Já alveg rétt svo verða líka Pet Shop Boys, Blak Eyed Peas og Pharrell!!
Ég hlakka allavega til að sjá Pharrell... úff það verður erfitt að halda aftur af Guðrúnu... en ég er búin að lofa Jesper að hleypa henni ekki of nálægt honum ;) Svo tekur við alvarleg vinnuvika... verð með vakt á hverjum degi í heila viku. Sem betur fer engin morgunvakt! En eftir þá törn tekur við Hróaskelduhátíðn. Mig er búið að langa að fara í langan langan tíma og loksins læt ég verða að því. Ég, Rafnar, Guðrún, Jesper og fleiri vinir hans Jesper og margir fleiri ætlum að klæða okkur í blá boli... sumir verða í mjög þröngum bláum bolum... og ætlum að tína dósir á hátíðinni í 24 tíma til að safna peningum fyrir samtök í Kambodíu sem vinna gegn þrælkun þar í landi. Fyrir þetta fáum við frían miða á hátíðina og eigum kost á bestu aðstöðu á hátíðinni... Tvöföld ánægja :)
Það lýtur ekki út fyrir leiðinlegt sumar hérna. Eina vandamálið er að við erum að verða heimilislaus. við eigum að vera flutt út úr íbúðinni í lok júlí, en við erum ekki búin að finna neitt ennþá.. þetta kemur allt saman.
Jæja, ég er farin að klæða mig í tónleikagallann.
ciao!

miðvikudagur, maí 10, 2006

Hi People!
Hér er bara ennþá sól og sumar og gömlu konurnar alltaf í sólbaði.. og þá sérstaklega þessi crazy gamla. Ég reyndar sá inn til hennar um daginn og komst þá að því að hún er líka með sólbekk heima hjá sér! Hvað er að fólki???
Ég fór í dag með bekknum mínum í heimsókn í RUC gamla skólann minn, en við verðum í landafræðideildinni þar á næstu önn. Það var ekkert smá gaman að koma þangað í þessu góða veðri líka. Svo hitti ég líka eithvað af gömlu félögunum náttúrulega. Það eru allir svo vinalegir í RUC, mér finnst það bara alveg best. Örugglega krúttlegasti háskóli í heimi. Okkur var boðið upp á samlokur og gos og svo kökur sem mamma eins kennarans hafði bakað, ég var eiginlega búin að gleyma hvað þetta er allt saman vinalegt. Krakkarnir úr bekknum mínum voru heldur ekki að komast yfir þetta. Þau voru svo þvílíkt ánægð og eru orðin svo spennt fyrir næstu önn. Kennararnir voru líka heilmikið að tala um öll partíin sem eru haldin í skólanum og verðið á bjórnum og annað og ekki skemmdi það fyrir spenningnum, en það er álíka strangar reglur um áfengi í Svíþjóð og gilda á Íslandi. T.d. fóru mikil hlátrasköll um hópinn þegar hann Søren kennari var að segja frá þeirri reglu, sem var komið á fyrir tveimur árum, að það væri bannað að drekka bjór fyrir klukkan 4 á daginn og fyrir kl. 2 á föstudögum. En fyrir utan partíkynningar og át, þá var næstu önn kynnt fyrir okkur og líst mér bara nokkuð vel á. Mér datt ekki í hug að landafræði gæti verið svona spennandi, eins og þessu var lýst. Þar að auki verður hún Guðrún Ösp í sama skóla, það er nú ekki af verri endanum. Við munum eiga margar skemmtilegar lestarferðir saman :)
En nú held ég að það sé komið gott af þessu blaðri mínu í bili. Verið sæl.
P.s. Svona að lokum langar mig að benda ykkur á skemmtilegan gaur í Kanada sem við Rafnar erum búin að vera að fylgjast með. Hann er að vinna í því að breyta einni rauðri bréfaklemmu í hús, en kíkið endilega á þessa síðu til þess að komast að því hvernig hann fer að því. Algjör snilld skal ég segja ykkur.

föstudagur, maí 05, 2006

Ég er að klára síðasta prófið mitt í dag :) Á að skila til kennaranst fyrir klukkan 12 í kvöld. Ekki fleiri próf, bara ein ritgerð um eithvað sem ég skil. Ekki meira um eithvað sem ég skil ekki.
Það er sko komið þvílíkt gott stuttermabolaveður hérna og það er æðislegt :) Þannig á þetta að vera. Ég ætla að joina gömlu konunum hérna í húsinu hjá mér út í garði alla næstu viku. Það eru bekkir og borð svo að ég get bara setið þar og lesið og skrifað. Það er sérstaklega ein hérna sem leggur mikinn metnað í brúnkuna sína. Hún er svona eithvað um 75 ára og er mætt út á bekkinn sinn í sundfötum snemma á morgnanna og liggur í sólbaði allan daginn! Ég hef aldrei vitað annað eins. Enda er hún nú þegar komin með þokkalegan lit.
Jæja, best að koma sér að verki aftur...
Ciao!

laugardagur, apríl 29, 2006

WARNING SKÓLABLOGG
Það er komið að prófi hjá mér enn og aftur. Það byrjaði í gær og á ég að skila fyrir klukkan 12 á miðnætti á föstudaginn. Takk kæri kennari fyrir að eyðileggja föstudagskvöldið fyrir aðaldjammara Skandínavíu! Trúi ekki að ég missi úr þessa helgi og þar að auki næsta föstudag. (hó#stk#aldhæ#ðni#hóst#) Ég er nú samt aðeins að fara niður í bæ á eftir og hitta Fred litlu Kanadavinkonu mína og aðra Kanadíska vinkonu hennar sem er í heimsókn hjá henni. Sýna þeim hvar besta ísinn er að fá og svoleiðis. En svo verður maður bara að koma sér að verki! Ég get ekki beðið eftir því að vera komin í sumarfrí! Þetta er seinasta prófið mitt á þessari önn, en eftir þetta próf fer ég að skrifa ritgerð sem ég á að skila í lok maí, og svo í byrjun júní þarf ég að verja hana. Ég er að fara að skirfa um mjög spennandi efni, eða um umræðuna í fjölmiðlum og meðal stjórnmálamanna á Íslandi um fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Ég ákvað að skrifa einu sinni um Ísland... svona líka til að vita eithvað um þetta mál, því að fólk er oft að spurja mig um eithvað í sambandi við Ísland og EU og heldur að ég sér einhver expert af því að ég er í Evrópufræði... en Ísland er ekki í EU og er valla nefnt í þessu námi mínu svo ég veit ekki mikið meira um það en bara þeir sem fylgjast með fréttum.
SKÓLABLOGGI LOKIÐ
Ég ætla svo að koma með eina skemmtilega sögu í lokin.
Okkur Rafnari var boðið í mat á fimmtudagskvöldið til Svenna og Guðlaugar sem búa nokkuð langt frá tjah... hvað á ég að segja, jú mannabyggðum. Þetta var þokkalegt ferðalag að fara til þeirra. Við hjóluðum á lestarstöð sem er nokkuð frá okkur og tókum hjólin svo með okkur í lestina. Við þurftum þau með til að komast frá lestarstöðinni sem var næst þeim og til þeirra, en strætó hættir að ganga í þetta hverfi kl. 17:00. Það var nú líka bara svona huggulegt að koma til þeirra og við fengum alveg rosa góðan mat og gleymdum okkur alveg í kjaftaganginum. Viðo höfðum reiknað með því að þessi lest gengi alla nóttina svo við vorum svo sem ekkert að stressa okkur, en um 12 lweytið ákváðum við nú svona að fara að drífa okkur af stað og kíkja á hvenær næsta lest færi.... já já, þá gengur lestin ekki alla nóttina. Það var ekki um annað að ræða en að hjóla heim. Það var svolítið skuggalegt. Við þurftum að hjóla í gegnum skóginn og sumstaðar var engin lýsing. Hefði alla vega ekki viljað vera ein á ferð. Það tók okkur u.þ.b. 50 mín að hjóla heim. Þessi hjólatúr var mjög hressandi svo við gátum ekkert farið að sofa fyr en um 2 leytið. En rúmlega 2 voru fuglarnir að vakna. Ég get svo svarið það, ég var farin að óska þess að ég væri í Texas ("allir" í Texas eiga byssu). Það var einhver fugl fyrir utan gluggann hjá okkur sem vildi ekki halda goggi! bíbíbíbí sekúnduþögn bíbíbíbí sekúnduþögn bíbíbíbí seknúduþögn... o.s.frv. þessi illi fugl hélt okkur vakandi þangað til rúmlega 5 svo að ég fékk rétt rúmlega 2 tíma svefn þá nóttina. Já haldiði ekki að ég hafi svo vaknað við hann aftur um 5 leytið í nótt.. ég get sko svarið fyrir það.. mér er farið að verða virkilega illa við þennan fugl. Kannski að ég reyni að verða mér úti um svona gasbyssu eins og eru notaðar í æðavörpum. (þær búa bara til hávaða... skaða engan)
Jæja ég ætla ekki að eyða meiri tíma í þetta blogg og ekki eyða meiri tíma frá bókunum þínum lesandi góður, því ég giska á að þú eigir að vera að lesa bækur og glósur núna en ekki skoða blogg!
Bíbíbíbíbí

laugardagur, apríl 22, 2006

Ahhh
Við Rafnar vorum að koma inn úr smá hjólatúr um hverfið. Það er sko alveg frábært vorveður. Glampandi sól og 12 stiga hiti. Þetta er nú alveg flíspeysu veður svo sem ennþá, en sólin kemur manni í gott skap. Veðrið fer nú líka bara batnandi. Ég hef svo sem ekki mikið að segja, það gerist ekkert mikið hérna. Lífið er bara skóli, lestur borða, búðin, lestin, vinna og jú hjólatúrar hafa bæst við núna út af veðrinu.
Ef þið nennið og hafið tíma, þá getið þið dundað ykkur við að svara þessum spurningum. Þetta er svolítð forvitnilegt.


1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin/nn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það:
7. Lýstu mér í einu orði:
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkir þú mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Takk fyrir mig

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Sæl og blessuð
Nú eru páskarnir góðu búnir og þá er það bara næsta tilhlökkunarefni, sumarið og sumarblíðan sem tekur við. Það er komið alveg þokkalegt vorveður hérna í Danmörku og dagarnir lengri, þó að það sé ekki eins lengi bjart og á Íslandi. Ég var nú kannski ekki svo mikið vör við páskana þannig séð. jú ég fékk páskaegg sem ég borðaði á laugardaginn og svo fengum við Baldur og Guðrúnu Ösp í páskamat. Maður verður nú að taka þessa munaðarleysingja að sér og gefa þeim að borða á hátíðum er það ekki? Svo var ég bara að vinna á páskadag og annan í páskum. Það er nú bara rosalega fínt hjá mér í vinnunni.. enda yfirleitt alltaf að vinna með Guðrúnu Ösp..
Skólinn á fullu náttúrulega eins og vanalega og nóg að gera þar... en samt ekki það mikið að maður geti sleppt því að kíkja á mbl á hálftímafresti. Ég reyni að fylgjast með því sem er að gerast á Íslandi svona eftir fremsta megni og þá er ágætt að hafa kíkja á mbl, því þeir eru duglegir að skrifa inn fréttir og uppfæra. En ég verð að segja það að mér líkar ekki alltaf fréttaflutningur mbl. Til dæmis finn ég mjög oft villur í stafsetningu og málfari. Svo koma líka fréttir um eitthvað sem ég vil bara alls ekkert fá að vita um. Spear me ! segi ég nú bara. Fyr í dag rakst ég á þessa fyrirsögn:
"Cruise segist ætla að snæða naflastreng og fylgju barns síns"
Hversu klikkaður er gaurinn!!! Mér finnst þetta bara ekkert spes. Ég get ekki séð neitt fallegt við þetta... jafnvel þó svo að barnsburður eigi að vera það fallegasta í heimi, hvað veit ég... þá finnst mér þetta aðeins of mikið.. en maður veit aldrei upp á hverju hann Tommi Krús tekur upp á næst. Ok... ég skal viðurkenna það að það er ekki mikið við mbl að sakast í þessu máli.. en þeir hefðu getað sleppt því að birta þessa frétt.
Hins vegar er ég mjög ósátt við frétt sem birtist á vefnum hjá þeim í gær. Ég læt fréttina gossa, gjörið svo vel lesið!

Fljótur að koma sér á þurrt eftir að hafa stokkið í sjóinn

Rólegt var í miðborginni í nótt að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Fjórir fengu þó að gista fangageymslur þ.á m. einn karlmaður sem hugðist fyrirfara sér með því að stökkva í sjóinn við höfnina í Reykjavík um þrjú leytið í nótt. Maðurinn var hinsvegar fljótur að koma sér aftur á þurrt enda sjórinn afar kaldur. Vegfarendur létu vita af athæfi mannsins sem var orðin leiður á lífinu að sögn lögreglu. (Tekið beint af mbl
17.04.06)

Ég spyr, er þetta viðeigandi?
Þarna var á ferðinni manneskja, sem greinilega hefur það ekki gott og var að reyna að enda líf sitt, sem mér finnst vera mjög alvarlegt mál, já ekki bara mér. Hversu oft á þessu ári höfum við verið minnt á alvarleika slíkra atvika. Þarf mbl að segja frá þessu atviki á svona, að mínu mati, hæðnislegan hátt? Mér finnst þetta bara alveg mjög ósmekklegur fréttaflutningur. Það má alveg skrifa þessa frétt á annan máta.
Ég er samt að velta fyrir mér hvort að það sé bara ég sem túlka einhverja hæðni út úr þessari frétt... eða eru fleiri sammála mér?

laugardagur, apríl 01, 2006

Euro trash
Þá er ég búin í heimaprófinu og byrja í nýjum kúrs á mánudaginn. Það er svo furðulegt hvað allir kúrsar sem maður fer í eru skemmtilegir eftir á. Það var ekkert sérstaklega skemmtilegt að sitja og lesa og skrifa um ýmsar kenningar um "Organizing European Space" en svona eftir á er mjög gaman að vita þetta. Ég er alltaf að komast meira að því hversu miklar strengjabrúður Evrópusambandsins við erum... og hvað allt okkar líf er byggt á eintómri pólitík. Eeeeeennnnn yfir í aðra sálma... (þó ekki Passíusálma, jafnvel þó að það sé komið nálægt páskum). Mér barst ósk um að birta einhverjar brussusögur af Guðrúnu Ösp í vinnunni. Því miður verður það að bíða betri tíma. Það er nú bara þannig að ég er nú bara ekkert betri, nema síður sé.. svo að ég held að ég hætti mér ekkert inn á slík svæði. Það er nú samt sem áður búið að vera fjör hjá okkur stöllum í vinnunni. Við vorum að vinna saman í allan dag og það er nú bara mjög notalegt og gaman. Við fengum líka mjög "interesting" heimsóknir og mjög skemmtilegar heimsóknir. Mættu ekki bara þessi svaka skvísuhópur frá Íslandi til okkar í búðina upp úr hálf eitt í dag. Tilvonandi flugfreyju skvísur hjá Iceland express og Sjöfn þar í fararbroddi :) Gaman að vera að vinna þarna og geta hitt fólk svona um leið og það lendir. Það voru, eins og gefur að skilja, miklir fagnaðarfundir... en því miður máttu þær aðeins stoppa stutt við. Mig langaði svo að fara og hitta þær í kvöld, en þar sem ég bý úti í buska og er upp á lestarkerfið komin þá gafst mér ekki tækifæri til þess. En á morgun ætla ég að reyna mitt besta til að komast og hitta Sjöfn. Svo er hún Malla mín að koma til mín á morgun. Hún var að keppa í fimleikum í Randers á Jótlandi í dag. Ég var að tala við hana áðan og hún var í mjög góðum gír... sem þýðir að hún á eftir að taka "Mölluna" á þetta á morgun og ég get því farið áhyggjulaus í vinnuna á morgun.. ég var hrædd um að hún mundi koma að tómum kofanum... ég bara enn í vinnunni, (Hvala Magnús verður að öllum líkindum þó heima) en hún mun allavega ekki treysta sér í lestarferð snemma. Ég hlakka til að segja ykkur frá ævintýrum sunnudagsins. Verið sæl.

þriðjudagur, mars 21, 2006

20. janúar 1983 ákváðu tvær stúlkur að koma í heiminn. Það hefur heldur betur verið fjör á fæðingadeildinni og þessar stöllur náðu greinilega vel saman. Þær höfðu nú ekki mikið samband næstu árin, en það var alltaf einhver tengsl á milli fjölskyldnanna.. Mamma annarar og pabbi hinnar unnu saman um tíma og bræður stúlknanna áttu samleið um tíma. Svo kom að því að þessar stúlkur sem uxu upp í sama bæjarfélagi fóru í menntaskóla, vildi svo til að það var sami skóli. Stúlkurnar fundu saman á ný og fundu það út að þær ættu sama afmælisdag... en mundu samt ekkert eftir hvorri annari. Þær urðu ágætis vinkonur á ný. Svo kom að því að menntaskólanum lauk og önnur stúlkan ákvað að flytja til útlanda til að stunda háskólanám. Ekki leið á löngu þangað til hin fylgdi á eftir til sama lands. Já alla vega ef þið eruð ekki búin að átta ykkur þá er ég að tala um mig og Guðrúnu Ösp. Ég get ekki skrifað meira af sögunni því að restin er enn óskrifuð, en eitt veit ég. Við Guðrún erum að fara að vinna saman í Wunderwear og næsta haust munum við vera í sama skóla, því að Guðrún ætlar að fara í sama nám og ég var í á síðasta ári og ég tek eina önn í Hróaskeldu. Ég er nú ekki svona manneskja sem pælir mikið í stjörnumerkjum, en það er svolítið gaman að velta þessu fyrir sér í þessu samhengi. 20. janúar er dagur þar sem það skiptist á milli Steingeitar og Vatnsbera. Ég fæddist seinni part dags og Guðrún að mér skilst fyrri part dags. Gæti ekki verið að það sé bara eitthvað til í þessu... við erum svo ólíkar á mörgum sviðum... en samt sem áður líkar á öðrum. Ég mundi segja að við séum með ólíka skapgerð, en það hefur komið fyrir að við hittumst og erum þá næstum því alveg eins klæddar... höfum meira að segja verið spurðar að því hvort að við værum tvíburar...hahaha.. Anyways... ég fór bara að pæla í þessu á leiðinni heim úr atvinnuviðtalinu í Wunderwear :) Hvað er í gangi? Stjörnumerki... tilviljun ... ??? Kannski er ég bara að tína eithvað út og búa til ... alltaf gaman að pæla í einhverju öðru þegar maður á að vera að vinna verkefni.

sunnudagur, mars 19, 2006

Enginn sá neitt athugavert við síðustu færslu?... Ég skal þá segja ykkur hvað það var.
Sko málið er það ég var nýbúin að horfa á 13. þáttinn í Prison Break og var að brenna yfir úr spenningi, þar af leiðandi notaði ég orðið "spennandi" svona u.þ.b. 30 sinnum... en engum fannst neitt athugavert við það.
Ég er bara búin að vera ein heima mest megnis síðustu daga. Rafnar ver öllum stundum úti í skóla að vinna í einhverju verkefni. Ég er því bara búin að vera að reyna að hvíla mig og safna kröftum fyrir næstu 10 daga törn í skólanum.
Annars var planið í gær að hitta Anne Marie og fara í gönguferð í Dyrehaven og á kaffihús... það misheppnaðist svolítið. Við vorum búnar að mæla okkur mót á Østeport á ákveðnum tíma og ætluðum að taka lestina saman til Klampenborg. Já svo mæti ég... og hún líka... nema hvað að við biðum eftir hvorri annnari í hálftíma, og ég leitaði út um allt og hún líka. Auðvitað hafði ég gleymt símanum mínum heima svo að ég gat ekki hringt í hana né hún náð í mig. Það endaði með því að við fórum báðar heim, án þess að hafa hitt hvora aðra. Ég veit ekki hvernig þetta var mögulegt. Við ákváðum nú samt að gera aðra tilraun til að hittast í gærkvöldi, og það heppnaðist. Við fórum á eithvað mjög sérstakt kaffihús á Istegade, helmingurinn af kaffihúsgestunum var mjög svo dubious. Við héldum að þetta ætti að vera týpískt Vestebro peepz hang out place, en ég veit ekki. það var meira af dópistum og pakki en við bjuggumst við. Við sátum nú samt þar í góða stund og spiluðum bakkamon.
Ég byrja svo í 10 daga heimaprófi á morgun. Ég er svo þakklát fyrir þessi heimapróf því ég hata ekkert meira en svona próf þar sem maður situr í 3-4 tíma og þarf að skrifa og skrifa allt sem maður kann. Þetta er nú samt sem áður ansi strembið svona heimapróf. Maður þarf náttúrlega að halda sig að verki og leggja mikla vinnu í þetta. Maður losnar samt við prófkvíðann sem skemmir ótrúlega fyrir.
Hef víst ekki meira að segja í þetta skiptið. Lifið heil.

fimmtudagur, mars 16, 2006

Spennandi blogg

Ég læt undan þrýstingi og byrja aftur. Þetta er líka búin að vera ágætis pása. Ég var bara orðin svo rosalega löt við að blogga...
Alla vega.
Þessi vika er búin að vera alveg æsispennandi. Ég skilaði inn Erasmus umsókninni minni... úff en sú mæða: Alls konar eyðublöð sem ég þurfti að fylla út, og skrifa bréf sem átti að vera bæði á ensku og spænsku (ég er nú svo heppin að eiga góða að, fékk hjálp hjá Hildi við spænskuna) og CV á ensku og spænsku. Prenta út allt þetta og einkunnir í mörgum eintökum. Þetta var alveg heill bunki af blöðum sem ég skilaði. Þá er bara spennandi hvert ég verð sett. Ég sótti um háskólann í Granada, Murcia og Vallodolid. Mér fannst þeir mest spennandi. Ég er nú ekki að fara fyr en eftir ár. Spennó spennó :) Dagurinn sem skilafresturinn rann út var nokkuð spennadi. Auðvitað áttum við að skila einhverju voða spennandi hópverkefni og halda fyrirlestur.... já það var smá taugatrekkingur í hópnum. En allt gekk að lokum. Það sem stendur hæst í spenningnum í þessari viku er það að ég er búin að vera að taka smá Prison Break session... þeir sem þekkja mig vita að mér finnst best að horfa á sjónvarpsþætti í stórum skömmtum, taka marga í einu. Ég byrjaði að horfa á Prison Break á sunnudaginn og í dag var ég að klára 13. þáttinn... ég sat í gær, frá því að ég kom heim úr skólanum, þangað til ég fór að sofa og glápti, svo kláraði ég síðasta þáttinn núna áðan og blóðþrýstingurinn á ekki eftir að jafna sig í bráð. En lucky me, það kemur út nýr þáttur 20. mars.
Ég er komin í helgarfrí, enginn skóli á morgun... er yfirleitt í fríi á föstudögum þessa önn. Ætli ég reyni ekki mitt besta samt að dröööslast á bókasafnið og lesa eitthvað... jú það er að koma að heimaprófi. 20. mars fæ ég tvö spennandi ritgerðarefni og fæ einhverja daga til að skrifa 10 bls. ritgerð. Það verður bara spennandi.
Framundan er spennandi helgi, hún er svo spennandi af því að ég hef ekki hugmynd um hvað mun gerast, engin plön ennþá... so stay tuned, það kemur annað spennandi blogg á næstunni.

P.s. Sjáið þið eithvað athugavert við þessa færslu?