Æ ég ætlaði að fara að lesa mér eithvað til um tísku... mér finnst ég allt of fáfróð um hana. Ég er hrædd um að ég hafi ekki fylgst nógu vel með Sex and the city... Alla vega þá er ég búin að finna eina stórgóða tískusíðu. Endilega kíkið! Í leiðinni fann ég líka þessa skemmtilegu síðu um hann Magga Schev og gítarsnillinginn Símon Ívarsson. Eftir að ég var búin að skoða þetta þá fór ég bara í það að finna gamlar lummó síður... Ég held að áhugi minn á tísku sé takmarkaður... Það er pottþétt ástæða þess að ég veit ekki mikið. Ég veit samt hvert ég á að leita ef mig vantar ráð varðandi há tísku.
Það var nú margt skemmtilegt sem ég fann. Ég er allavega búin að skemmta mér vel hérna. Það er bara verst að ég get ekki sýnt ykkur heimasíðu sem ég gerði í heimasíðugerð í MK. Hún hefði slegið allt út! Vá það var sko síða í lagi! Svona hawaiian look! En samt aðallega handboltamyndir og handbolta umfjöllun og já einhver hollustugrein. En alla vega þá eru hérna smá sýnishorn af þeim gífurskemmtilegu síðum sem ég fann. Njótið
Smá fashion hérna...
Þjóðdansafélag Reykjavíkur Ekki sem verst!
Stangveiðifélagið Fengsæll Akranesi Svona líka hressir stangveiðimenn! Með flottan background!
Páskar 1998
Já og google frá árinu 1998
Engin ummæli:
Skrifa ummæli