sunnudagur, október 31, 2004

Ný vika byrjuð og tíminn breyttur.
Í nótt varð klukkan tvisvar sinnum 2. Það er búið að breyta klukkunni hérna svo að það er bara klukkutímamunur á Íslandi og Danmörku núna.
Ég er búin að vera að reyna að skrifa eithverja ritgerð núna um helgina.... gengur ekkert voðalega vel að koma einhverju niður á blað... en það er svona. Ég fór svo í Halloween partí á föstudaginn í skólanum. Það var svo gaman að ég var komin heim um 1 leytið... tók mig rúmlega klukkutíma að fara heim. Neibb ekkert spes það. Það var aðeins skemmtilegra í partí sem ég fór í í gær. Það var á Vestebro hjá homun Lau kunningja mínum. Það vill svo skemmtilega til að það er hóruhús í kjallaranum hjá honum. Það er alltaf einhver ógeðsleg gömul og feit kelling úti í glugga að bíða eftir einhverjum kúnnum. Ég og Anne Marie gátum ekki stillt okkur um að fylgjast aðeins með henni. Vorum svona soldið lengi að læsa hjólunum okkar. Hún er svo subbuleg þessi gella uíjjjj! Með eithvað fullt af köttum í kring um sig. Æ þetta er bara of mikið subbó... og eithvað að búa í sama húsi og svona fyrirtæki eru í... Já já gleðikonur borga nú skatta hérna í Danmörku. Þetta er soldið skondið. Ég er búin að horfa á of mikið af Britney Spears þáttum í dag á MTV.... lögin hennar hljóma svona í hausnum á mér. Æ þegar maður á að vera að skrifa þá vill maður oft laumast til þess að grípa fjarstýringuna og glápa á imbann í smá stund..... og svo smá stund í viðbót.... og svo í pínu stund í viðbót. Kannski er það bara ég.. veit ekki.
Alla vega þá er ég farin að sofa.

Engin ummæli: