fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Elsku vinir!
Þið sem ekki eruð búin að skrá ykkur í afmælisdagbókina mína. Viljiði gera það fyrir mig hér. Þá get ég munað eftir öllum afmælisdögum!
Sniðugt!

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Ég er alltaf að uppgötva eithvað nýtt og skemmtilegt á netinu. Ég er búin að vera að leika mér á Barbie síðunni soldið of svo líka á þessari litlu stelpu síðu. Ýkt gaman!

mánudagur, febrúar 23, 2004

SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR SKÓR
Mig langar í skó! Kíkið á þetta!
Heimurinn er skrítinn! Ekki það að ég hafi verið að uppgötva það fyrst núna. Ég rakst á mjög merkilega frétt í dag. Jack Osbourne fékk alveg frábæra gjöf frá kærustunni sinni, módelinu Kimberley Stewart( dóttir Rod Stewart).
Hún var einmitt í brjóstaaðgerð númer tvö að fá sér enn stærri bobbinga og ákvað að gefa Jack gömlu fyllinguna. Jack er víst alveg himinlifandi með þessa gjöf og rammaði "fyllingarnar" inn og hengdi upp á vegg. (><)
Já ég er ennþá lítil stelpa! Ég er búin að fá sönnun fyrir því að ég sé EKKI á leiðinni að verða fullorðin.... enda hef ég engan áhuga á því!


My inner child is six years old today

My inner child is six years old!


Look what I can do! I can walk, I can run, I can
read! I like to do stuff, and there's a whole
big world out there to do it in. Just so long
as I can take my blankie and my Mommy and my
three best friends with me, of course.


How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla

föstudagur, febrúar 20, 2004

Hataðir kúnnar!!

Ég er búin að vera að lesa greinar á snilldar síðu í dag. Þetta er dönsk síða sem er tileinkuð hötuðum kúnnum!
Þarna getur fólk loggað sig inn og úthelt sér yfir pirrandi kúnnum um leið og þeir snúa við bakinu. Ég mæli með því að þið rifjið upp dönskuna og lesið einhverjar greinar... Því þetta er bara snilld!
Ég hef svo óteljandi sögur sem ég gæti skrifað þarna.... Kannski maður skrifi eins og eina...

Guðný á afmæli í dag. Vei vei!
Til hamingju Guðný! En hvernig er það, á ekki að bjóða manní í afmæli???
Ég er meira að segja löngu búin að ákveða hvað ég ætla að gefa þér í afmælisgjöf!

Gara gó ríd som mor historíer on www.haderkunder.dk

Adios amigos!

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Sko mína!!!
Bara búin að læra að setja inn myndir á bloggið! Þökk sé Hafdísi! Það virkar samt ekki með allar myndir. Blogger er bara cool! Það er allt hægt ef að viljinn er fyrir hendi!

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

AF ÞVÍ AÐ ALLIR ERU AÐ TALA UM ÞETTA

Ég hef ákveðið að halda áfram umræðu Guðrúnar Birnu varðandi heitasta málið í dag. Ruth Reginalds málið! og færa þær umræður aðeins út.
Ruth Reginalds fyrverandi stjarna veit alveg hvernig hún á að fara að þessu. Langar að láta lappa upp á sig og hefur samband við sjónvarpsstöð og nær sér í spons hér og þar. Auðvitað eru þessir aðilar ,,hér og þar" að nota þetta sem auglýsingu. Það er mjög slæmt að læknir reyni að nota sér þetta líka og finnst mér það gleðiefni að hann sé búinn að draga sig út úr þessu.
Verst af öllu þykir mér hvað fjölmiðlar eru alltaf tilbúnir að taka þátt í einhverri vitleysu.
Fjölmiðlar hafa mikil áhrif á það hvað við hugsum, hvað við gerum og hvað við erum. Þeir eru mjög stór þáttur í umhverfi okkar. Þau sem standa að þessu hamra á því að þetta sé nú bara umfjöllun... hmm mér finnst þetta bara lykta illilega mikið af auglýsingamennsku. Það er búið að sýna auglýsingar í langan tíma um þetta og draga upp svo flotta glansmynd af þessu. Litlir krakkar rífa sig nú upp kl. 7 til þess að vera tilbúin að horfa á þetta "Extreme makeover" tatarartam!!!
Ég mundi ekki kalla þetta létta umfjöllun heldur kannski flokka undir dulda auglýsingu. Duldar auglýsingar hafa dulin áhrif. Fólk verður ósjálfrátt fyrir áhrifum frá fjölmiðlum, t.d. í tengslum við útlit, vímuefnanotkun og almennar lífsvenjur. Skilaboðin sem við fáum frá stöð 2 eru þau að ef að okkur líður illa með útlit okkar, þá getum við farið og látið skera af og bæta við og spasla og pússa okkur fyrir tæpar 5 milljónir þannig að við lítum út eins og Diesel gínurnar þá verður lífið fallegt og gott!
Þau munu aldrei viðurkenna að það séu þessi skilaboð sem þau eru að senda okkur en þau eru dulin á bak við glansið.

......ÞÁ VARÐ ÉG BARA LÍKA

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Haaaaalo!
Það var svaka partí heima um helgina. Þetta er orðið að föstum lið um hverja helgi held ég bara. Systir mín átti afmæli og bauð nokkrum vinum til sín og það var alveg rífandi gítarstemmari og læti. Ég var heima til að fylgjast með að þetta færi svona nokkuð friðsamlega fram allt saman. En þegar ég rak nefið upp á efri hæðina var ég rekin aftur niður í herbergið mitt með harðri hendi. Það er sko ekkert gaman að hafa einvherja gamla systur með í afmælinu. Mér leið "really old".
Eníveis, til hamó Sigrún litla 16 ára! Vá! Svo átti Anne Marie DK vinkona ammili í gær og óska ég henni til lykke med det! 21 aar gammel, lige som mig.
Ég er búin að fylla út umsóknareyðublöð fyrir RUC, Den Humanistiske Internationale Basisuddannelse í Hróaskeldu, á eftir að senda þetta út. Svo á ég eftir að sækja um í Malmö. Það er ekki alveg strax en þetta er það sem mig langar mest að læra og ætla að reyna að komast inn í.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Ég er með ritstíflu....

Skrifa when I feel like it

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Mig langar!

Það er svo ótrúlega margt sem mig langar að gera!
Það er ekki séns að ég geti komist yfir það allt! Svo kostar allt helling af peningum og tíma!
En hér er listi yfir sumt af því sem mig langar rosalega mikið að gera!

#1. Hætta að vera flughrædd! s.s. fara á eithvað flughræðslunámskeið eða eithvað. Því eins og flestir sem þekkja mig vita, þá er ég alveg rosalega flughrædd.
#2. Ferðast! Mig langar mest að fara til Ástralíu, Suður Ameríku og að ferðast meira m Austur Evrópu, t.d. til Rússlands.
#3. Mig langar að læra að kafa.
#4. Mig langar að læra að surfa! (vind surfa, brim surfa og snjó surfa) ... ég kanna að surfa á internetinu... 5 aur!
#5. Mig langar að læra spænsku betur.
#6. Mig lanbgar að læra á diablo sticks
#7. Mig langar að verða brún.
#8. Mig langar að læra að dansa.
#9. Mig langar með Rafnari í sólarlandaferð.
#10. Mig langar að fara með vinkonum mínum í sólarlandaferð
#11..Mig langar að læra!!!

Listinn er ekki tæmandi, þetta er aðeins brota brot af því sem mig langar að gera. Þetta er heldur ekki raðað eftir því hversu mikið mig langar að eithvað.

mánudagur, febrúar 02, 2004

Helv.. bíllinn... bilaður eina ferðina enn!!!
Nenni ekki að tala um það.
Skemmtilegu fréttirnar í dag eru þær að Louise, dönsk vinkona mín hringdi í mig í dag og tilkynnti mér það að þær Louise, Louise, Lotte, Maage og Lone eru á leiðinni til mín um páskana!!!
Vúhú!
Ég hlakka ekkert smá til að fá þær til mín.

Ég þarf víst að hafa mig alla við til þess að ná henni Hafdísi bumbulínu. Ég þarf að ferðst 9 % meira. Ég hef samt 1 ár og 294 daga til þess að ná henni, því að hún er ári og 294 dögum eldri en ég. Hvað með ykkur hin?
Smá vesen með myndirnar. Nú er þetta allt komið... endilega kíkið