mánudagur, febrúar 28, 2005

Oscar
Nú er klukkan 03:30 og ég er ennþá vakandi og er að horfa á Oscarinn... ætli ég geti haldið mikið lengur áfram... það er spennandi.
Þetta lítur nú allt saman rosalega vel út hjá þeim þarna í Kodak... flottir kjólar og mikið um dýrðir.
Ég er ekki frá því að ég sé farin að kvíða soldið fyrir því að þurfa að vakna kl. 8 til að fara í skólann í fyrramálið. Langur dagur.. kem ekki heim fyr en um 5 leytið. Ég verð þá bara að leggja mig þegar ég kem heim, það er hvort sem er ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu á mánudögum.
Ég segi góða nótt.. ég ætla að vaka eitvað lengu, mig langar að sjá Beoncey syngja aftur.... hún var geðveik í fyrsta atriðinu sínu þar sem hún söng á frönsku.

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Það er rosalegur sunnudagur í mér núna.
Sunnudagur þýðir það að maður eyðir næstum öllum deginum í að lesa... af því að maður hefur verið latur alla helgina já já.. Sigrún bakaði súkkulaðiköku og mamma bjó til kakó svo sitja pabbi og Rafnar og horfa á fótbolta.... gæti verið meiri sunnudagsstemmning?!
Ég er ekki alveg að átta mig á orkuleysinu hjá mér. Ég er bara alltaf þreytt. Ég held bara svei mér þá að þetta sé kuldanum að kenna. Það er sko búið að vera svakalega kallt hérna undanfarið og húðin mín hefur sko aldeilis fengið að finna fyrir því. Ég er eins og skrímsli í framan ég er með svo mikið exem. En ég spái því að eftir næstu helgi komi vorið hérna hjá mér... við skulum vona að ég hafi rétt fyrir mér.
Ég veit nú að ég á ekki eftir að hafa mikla orku á morgun... ég ætla að vaka í nótt og horfa á Oscarinn. Ég hef aldrei getað vakað en núna ákvað ég að venja mig við og fara seint að sofa í gær og vakna seint svo nú ætti ég að geta haldið út. Sjáum til hvernig það gengur. Það er svo svakalega gaman að sjá alla flottu kjólana og allt fína fólkið streyma inn í Kodak höllina.
Nú ætla ég að halda áfram að lesa sögu.

föstudagur, febrúar 25, 2005

Góðan föstudag! Þetta er orðið að eins konar vikuannáli hérna hjá mér.
Ég er nú voða lítið búin að gera í þessari viku. Aðal málið á dagskrá núna er páskafríið. Sefnan er tekin á Prag. Við Rafnar ætlum að keyra með mömmu og pabba til Prag og skoða okkur um aðeins þar. Það er nú bara eins gott að hótelið sem við verðum á verði betra en hótelið sem ég var á síðast þegar ég var í Prag... manstu Eva Ruza.... Ekki fer ég þangað aftur. Ég er búin að taka að mér að vera túlkur þarna.. enda kann ég alvg heil 4 orð í tékknesku. Vön manneskja sko. Hef verið þarna í 4 daga. Það verður nú gaman að fara aftur þangað því við náðum ekki að skoða neitt voða mikið þegar ég fór með kórnum. Maður fer nú eithvað í búðir... en Prag er náttúrulega París Austur Evrópu.... verðlagið þar náttúrulega bara gott.
Skólinn er bara eins og svona ágætt að gera þar. Ekkert mikið um það að segja. Það verður mikið um dýrðir á Kagsaakollegie á morgun. Það verður sing star partí #2 alltaf gaman að láta eins og hálfviti í sing star.
Það stefnir annars allt í afslöppun í kvöld... aldrei að vita nema að maður kíki í bíó samt eða eithvað... það er svo mikið sem ég á eftir að sjá. Ég er búin að vera frekar léleg að fara í bíó upp á síðkastið.
Ég var að heyra danska Euovision lagið áðan... og mér leist bara nokkuð vel á það. Frekar svona týpískt danskt Eurovision lag. Hlakka til að heyra framlag Íslands, Selma bara á leiðinni aftur. Ég held að það sé bara ágætt.
Njótið helgarinnar.

föstudagur, febrúar 18, 2005

Góður föstudagur!
Þetta er búið að vera mjög góður dagur hjá mér. Ég vaknaði bara þegar ég vaknaði kl.hálftíu og fór fram úr og við tókum aðeins til og þrifum, það er svo notalegt að hafa fínt hjá sér um helgar. Svo fór ég á nýja hjólinu mínu :) niður í bæ og hitti hana Anne Marie. Við fórum og röltum á Strikinu og skoðuðum í búðir þangað til mér var orðið illt í bakinu. Ég var einmitt að rifja upp áðan þegar við vorum í Kaupmannahöfn stelpurnar að vinna í póstinum. Þá fór ég einhvern tíman og verslaði fyrir held ég 60.000 kr á tveimur dögum. Það var svo ógeðslega gaman! Ég hefði alveg getað gert það núna í dag því ég sá helling af flottum vor og sumar fötum. Búðirnareru fullar af nýjum sumarvörum. Æ hvað ég get ekki beðið eftir sumrinu. Það er nú bara mánuður í vorið hérna hjá mér. Eftir þetta blessaða búðaráp settumst við inn á kaffihús og kjöftuðum, svo lá leiðin heim og ég var að enda við að borða dejlig pizza frá honum Massimo félaga.
Pabbi á afmæli á morgun svo að það verður smá matarboð hérna, eftir það ætla ég að kíkja til Guðnýjar því hún á afmæli á sunnudaginn og ætlar eithvað að fagna því.
Það er ennþá vetrarlegt hérna í Kaupmannahöfn. Það á víst að vera svona alla næstu viku líka. Þetta er þó ekki verra en það að maður getur vel hjólað út um allt á nokkura vandkvæða. Ég vona að helgin verði ykkur ánægileg.
Toget körer ikke videre....
Góðar stundir

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Ég er búin að vera að reyna að komast í að blogga undanfarna daga. Það hefur bara ekki gengið neitt voðalega vel, því sumir sem ég þekki eru mmeð tölvusýki... það þýðir að það er ekkert auðvelt að komast að í tölvuna. En nú er ein tölva í vibót komin á heimilið, þá ætti þetta að verða betra. Það er ein tölva á mann hérna hjá okkur, við erum 5.
Ég er var að fá mér nýtt hjól í fyrradag. Svart fallegt ömmuhjól með körfu. Ekkert smá ánægð með það. Ég keypti það í stórmarkaði hérna rétt hjá í Kvickly. Frekar skrítið að fara með heilt hjól á kassan....
Ég er rosa glöð yfir að vera komin með nýtt hjól! Laus við gamla beyglaða hjólið mitt! :)
Það er bara búið að vera vetrarveður hérna í Kaupmannahöfn. Við erum mikið búin að hlægja af þeim því þeir taka þessu svo alvarlega. Á laugardaginn var allt í panik hérna og fólk varað við að fara út í "óveðrið" sem var á okkar mælikvarða bara smá veður.
Allt er komið á gott skrið í skólanum. Ég er í frábærum hóp. Notaði söu taktík í ár og á síðustu önn. Valdi mér góðan hóp, en stóri plúsinn er að ég er líka að vinna drauma verkefnið mitt.
Prófesorarnir sem ég er með núna eru soldið venjulegri en þeir sem ég var með í fyrra.... maður veit nú samt aldrei, þeir gætu komið manni á óvart:)
Hef ekki tíma til að skrifa meira í bili.
Skrifa fljótt aftur

föstudagur, febrúar 04, 2005

Kaos Universitet Center

Ég held að það nafn færi skólanum mínum bara vel. Ég byrjaði í skólanum á þriðjudaginn, allt gekk vel í byrjun.... en svo kom að því að búa til hópa og þá fór allt saman í þvílíka kaos!!! Þetta var fáránlegt, fólk var hlaupandi fram og til baka, rífand í hár sitt og ég veit ekki hvað og hvað. Enginn veit hvað hann vill og með hverjum hann vill og fólk byrjaði að rífast og svo byrjuði einhver nemandinn að skamma prófessorana!! Já þetta er búið að svona í vikunni, enda hef ég komið heim og sofnað og ekki beint verið í svaka stuði til að gera eitt né neitt. Í gær var ég hins vegar ákveðin í því að láta þreytuna ekki vinna bug á mér og um leið og ég kom heim tók ég saman æfingadótið mitt og fór út á Östebro til að hitta Anne Marie. Ég keypti mér nýja hlaupaskó í Marathon sport. Það var rosa prósess að velja þá. Ég þurfti að sýna manninum í búðinni gömlu skóna mína óg af þeim gat hann lesið hvernig skó ég þyrfti að fá. Svo lét hann mig máta nokkur pör og svo þurfti ég hlaupa á bretti á þeim og það var tekið upp á video og svo skoðað til þess að passa að maður stígi alveg akkúrat rétt í fótinn í þessum skóm. Já nú á ég alveg rétta hlaupaskó og það ætti ekki að vera mikil hætta á því að ég fari illa með mig.
Alla vega, eftir þennan langa próssess fórum við á æfingu. Við höfðum séð rosalega spennandi tíma einu sinni sem var svona stöðvaþjálfun. Jább við skráum okkur með og svo þegar við komum inn í salinn sjáum við að þar eru bara svona úber súper fitt fólk. Við eithvað bara ósköp venjulegar stelpur þarna. Svo byrjaði púlið! Sjitt! Þetta er það erfiðasta sem ég hef prófað. Bara ef þið hefðuð séð hvað við vorum rauðar i framan og alveg búnar á því! Um leið og við slökuðum pínulítið á eða svindluðum smá kom þjálfarinn alveg spinnegal og skammaði okkur þvílíkt!
Afleiðingar: ummm ég get valla hreyft mig í dag. Ég er að drepast í öllum líkamanum.
Þetta var mjög gaman samt og ég ætla að fara aftur og aftur! Maður verður bara að meika að vera langlélegastur í nokkur skipti, en svo ætti þetta að koma...
Ég held að ég verði núna að fara út í SATS og hjóla soldið eða hlaupa eða eithvað og taka svo góða teigju session. Ætla síðan bara að vera heima í kvöld og lesa Gilgamesh. Ég er ekkert smá spennt yfir þessum kúrsum sem ég er í, history & culture og subjectivity & learning (sálfræði og pædagogi) Verkefnið mitt er sögu og listasögu verkefni! :) Já það lítur út fyrir að þetta verði svaka gaman bara.
En hey, ætla að fara að vinna í því að losna við strengi!