Ok ég er kannski soldið einmana stundum í vinnunni minni. Í gær þá var ég heillengi inn á blogger upphafssíðunni... og var að skoða alls konar blogg hjá alls kyns fólki frá alls kyns löndum: Vinstra megin á síðunni koma alltaf upp linkar á nýjustu færslurnar og það var ég að skoða.
Ég held bara svei mér þá að ég sé orðin of forvitin. Ég er endalaust að forvitnast um líf hjá fólki sem ég þekki ekki neitt.
Það eru nokkrir einstaklingar í heiminum sem mér finnst ég þekkja jafnvel og vini mína. Fólk sem ég hef aldrei séð í real life en fylgist með á blogginu þeirra á hverju degi, oft á dag.
Ég er líka forvitin að vita hvort að það sé eithvað fólk sem kíkir hingað inn án þess að þekkja mig og er kannski eins forvitið og ég.
Þið ókunnuga fólk (ef það eru einhverjir) látið ljós ykkar skína í comments. Alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Kannski fæ ég að hnýsast í ykkar líf líka! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli