Blessuð blíðan!
Það hefur sko ekki farið fram hjá neinum þessi þvílíka bongóblíða sem er búin að vera hérna á landinu síðustu daga. Alveg er það fullkomin tímasetning á þessu. Akkúrat þegar ég fór í frí. Ég get sko ekki verið annað en ánægð með það. Ég er sko búin að njóta þess. Búin að reyna að liggja í sólbaði eins mikið og ég get. Ég er sko ekkert búin að fara í sólbað í sumar... enda alltaf að vinna fram á kvöld. Greyið Rafnar er alltaf að reyna að læra úti og ég alltaf eithvað að tala við hann og trufla hann, Tíminn er búinn að fara í eithvað svona hangs núna.. sem er alveg frábært. Var hjá Braga að horfa á hann drepa geitunga í tugatali á þriðjudaginn.... búin að heimsækja stelpurnar í bæjarvinnunni nokkrum sinnum og í gær fór ég í sund með Guðrúnu Birnu í Hafnarfirðinum. Í dag var ég meira að segja soldið dugleg og fór með flöskur og dósir í Sorpu og þreif bílinn aðeins. Ég tímdi nú ekki að eyða allt öf löngum tíma í það... varð bara að komast aftur í sólbað. Það er það að frétta af græna fallega bílnum að hann er ekkert að fara úr fjölskyldunni,. Bragi og Kristjana ætla að taka hann að sér greyiðl. Ætli ég þurfi ekki að taka þau í smá ökutíma því hann er með soddan sérþarfir þessi blessaði fákur.
Jæja nú ætla ég að koma mér í háttinn. Ég veit ekki hvprt að ég get sofnað því mér er svo heitt. Það mætti halda að ég væri ekki á Íslandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli