sunnudagur, september 26, 2004

Sunnudagsmorgun....
Æ hvað ég get ekki sofið út!
Ég vaknaði klukkan kl.9:30 í morgun. Svona er þetta að vera komin inn í nokkurs konar rútínu. Ég fór til Tinnu og Ranalds í ærkvöldi. Þau voru að halda smá innflutningspartí. Það er orðið alveg svakalega fínt hjá þeim! Það var svaka partí á kaffinu... svona 80's partí sem hann Nis var búin að vera að skipuleggja :) Hann var þarna alveg í S-inu sínu með risa risa afró hárkollu og litaður í framan og með risa risa sólgleraugu... Ég fór reyndar bara snemma heim því það er ekki það auðveldasta í heimi að komast heim frá Kagsaa á kvöldin, en Bogi og einvherjir tver voru að fara í bæinn svo að ég sníkti mér far með þeim. Svo þarf ég að lesa í dag og er búin að gera aftale með Anne Marie um að við förum út að hlaupa á Dyrehavsbakken. Þannig að ég mun hafa nóg að gera í dag.
Nú eru bara 4 dagar þangað til Rafnar kemur til mín! Ég get barasta ekki beðið! :) Við ætlum að fara til Svíþjóðar og fara niðurí bæ og skoða... bara verst að ég þarf líka eithvað að mæta í skólann og svona .... hehe En það er nú ekkert svo mikið því að hópurinn minn fer í smá pásu.
Noh.... men mu maa jeg i gang med at læse, hvis jeg skal ud at löbe i dag!

Engin ummæli: