Ég er búin að taka þessa helgi í fyrsta gír. Ég gjörsamlega er búin að vera í slow motion, það er frábært svona einstaka sinnum. Á laugardaginn fór ég um 10 leytið í bæinn og rölti með henni Anne Marie. Við fórum í alls kyns skrítnar og skemmtilegar búðir, second hand búðir, spilabúð, alls konar skemmtileg, fórum á 2 kaffhús, ég var ekkikomin heim fyr en um 5 leytið...við bara gjörsamlega gleymdum tímanum. En svo var bara líka tekinn slapparinn um kvöldið og horft á eina lélega gelgjumynd...samt sem áður með ákveðið skemmtanagildi. Vöknuðum svo aftur snemma í morgun og fórum á 2 tíma æfingu. Bara næs helgi.. og ekkert stress og ég er bara samt ekkert svo hress. Ég er með svo mikinn svima. Jafnvægisskynið er gjörsamlega í lamasessi. Ég þarf að venjasthverri stellingu sem ég set höfuðið á mér í. Ég held að ég sé enn og aftur komin með vírusinn í innra eyrað svei mér þá. Erki óvinur minn.
Á morgun fer í smá ferðalag á morgun til Slagelse. Kem ekki heim fyr en á miðvikudaginn. Er að fara með hópnum mínum á bóndabæ til að klára sem mest af stóra verkefninu okkar. Það verður sko fjör!
Æ þau eru öll svo góð og sæt og fín.
Jæja nú ætla ég að fara að láta jafnvægiskynið mitt venjast lágréttri stellingu og halda fast í rúmið mitt svo ég viti hvað snýr upp og hvað snýr niður. S.s. reyna að sofna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli