miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Úllala!
Það er bara ekki mikið að frétta af mér... ég er bara að reyna að halda mig við efnið að skrifa prófritgerðir hérna... það verður mikið að gera hjá mér loksins í nóvember... bara að ég væri betri í heimspeki... eða hefði gaman af henni. Get ekki alveg sagt að hún hrífi mig mikið. En þetta er nú eini heimspeki kúrsinn sem ég tek.
Annars er mikill tími hjá mér búin að fara í að hlusta og leita af tónlist á netinu.... og ég er alveg búin að fá æði fyrir nokkrum lögum og tónlistarmönnum. T.d. nýja platan hennar Brandy! vá hvað það eru geðveik lög á henni! Afrodisiac er uppáhaldslagið mitt núna...Svo er ég líka búin að vera að hlusta mikið á Destinys child og svo á hana Ciara... en hún er geðveikt cool gella. svo er ég búin að vera að uppgötva svona soldið sérstaka R&B menningu.. eða svona soldið asískt.. eða indverskt... já ekki dæma! Þetta er geðveikt cool... það eru svona með svona sérstöku beati og svo ógeðslega cool þegar það er sungið í bland við ensku á punjab... maður skilur ekki neitt en það er bara svo flott. Það eru til dæmis danskir gaurar sem kalla sig Bombay rockers... þeir eru svona soldið í þessum stíl. Ég veit ekki alveg hvort að nokkur skilur eithvað í þessu.. Ok pásan búin... verð að fara að hripa eithvað niður.
Þekkingin kallar... en það er hún sem ég er að skrifa um...

Engin ummæli: