sunnudagur, ágúst 29, 2004

Hippaskóli
Já skólinn minn er stofnaður árið 1972 af rótækum hippum... þess ber sko greinilega merki í dag.
Þetta er svo voðalega skemmtilegt og áhugavert allt saman.
Fyrsta vikan er búin. Það var mjög gaman... ég fór í marga marga leiki og setti upp leikrit og söngatriði... Mamma og pabbi eru farin að halda að ég sé að byrja í leikskóla en ekki háskóla. Þau spurja mig alltaf þegar ég kem heim: Hvernig var í skólamum í dag ? Alltaf er svarið eithvað á þessa leið: Það var gaman, við fórum í fullt af leikjum og hlustuðum á sögur og fengum gott að borða.... já svona er þetta búið að vera. Næsta vika verður eithvað svipuð... nema að ég kem ekkert heim því við erum að fara í ferðalag frá mánudegi til fimmtudags. Við eigum reyndar að byrja á einu verkefni.. sem við erum búin að fá aðeins smjörþefinn af og það virkar mjög skemmtilegt. Reyndar er þetta þannig að við eigum sjálf að ákveða hvernig verkefnið er og um hvað ... svo það er lítið mál að velja eithvað skemmtilegt.
Svo að þið skiljið mig í framtíðinni þá ætla ég aðeins að lýsa skólanum mínum og því sem ég mun vera að gera.... svona eftir besta skilningi.. ég er ennþá að finna út hvernig þetta verður.
Minn árgangur á s.s. hús. Í húsinu er einn fyrirlestrasalur og svo mörg herbergi fyrir hópavinnuna. Það er vel útbúið eldhús... með örbyljguofni, ofni, uppþvottavél og det hele. Sófi og þægilegir stólar í eldhúsinu. Það er alltaf til allavega pasta og tómatsósa í eldhúsinu og nóg af kaffi og te. Svo eru 3 svefnherbergi með dínum og teppum....ef maður hefur ekki tíma til að fara heim...eða nennir því ekki, og sturtur og alles... í næsta húsi er síðan líkamsræktarherbergið sem maður þarf reyndar að borga ca. 850 kr. á mánuði til að nota. Þetta er allt mjög kósí og heimilislegt.... soldið svona eins og á leikskóla.
Yfirleitt eru 3 fyrirlestrar eða minna á viku. Heimspski og einhverskonar málvísindaleg heimspeki og fleira.. svona ykkur að segja þá hef ég litla hugmynd um það hvað ég er að fara að gera?????? Fyrir utan þessa 3 fyrirlestra er mikil verkefnavinna í hópum. Í raun og veru getur maður nokkurn veginn ráðið því í samráði við hópinn og umsjónarmanninn hvað það er sem maður vill leggja áherslu á og hvað maður vill læra. Á álagspunktum þá hefur maður jafnvel ekki tíma til að fara heim ...það er ástæðan fyrir svefnherbergjunum og öllu því. Svo ég held að þrátt fyrir litla viðveru á stundatöflu þá verði nóg að gera hjá mér.
Allt fer fram á ensku og við tölum öll saman á ensku... jafnvel á leiðinni í og úr skólanum í lestinni. Ég tel mig nú ekkert sérstaklega góða í ensku... en það er furðulegt hvað hefur gerst á einni viku. Mér finnst mikið þægilegra að tala ensku núna en fyrir viku.
Yfir í aðra sálma.
Ég fór í Fields 2 sinnum um helgina. Vá hvað það er mikið af góðum búðum og mikið af flottum fötum! Ef þið eruð að hugsa um verslunarferð... þá er Fields áfangastaðurinn! það er ekki einu sinni svakalega dýrt þar sko. Ég er annars ekki búin að gera mikið um helgina. Fór í mat til Karinu vinkonu minnar frá Oure. Hún býr á Östebro.. alveg rétt hjá þar sem við Brammingepíur bjuggum.Það var gaman að koma þangað og rifja upp gamla tíma. Það er mikið búið að breytast þarna. Park er líka búið að breytast mikið heyrði ég... það líður ekki langur tími þangað til ég verð búin að kanna það.... ná á ég 3 góðar vinkonur sem búa á Östebro svo að það er alveg tilvalið fyrir okkur að fara þangað.
Nú ætla ég að fara að lesa málvísinda-heimspekibókina mína... eða hvað sem hún er.
Takk fyrir þolinmæðina ef þú nenntir að lesa þetta.


mánudagur, ágúst 23, 2004

Ok... tetta fokkadist algjørlega upp.Helv netkaffi-tølva! ég get ekki lagad tetta.... ég verd bara ad laga tetta seinna. Hef ekki meiri tima herna a netkaffinu... sorry
Fyrsti skóladagur búinn og ég er alveg búin á því og alveg rosalega ruglud.
Þetta byrjadi allt saman á Hovedbanegaarden í morgun kl. hálf níu. Ég mætti þangad alein og allir hinir líka svona aleinir og allir ad kíkja í kring um sig og brosa vingjarnlega. Þá komu eldri nemendur skólans, klæddir allskonar búningum... homma, gedsjúklingar, sölumenn og trúbadorar og skemmtu okkur í lestinni. Svo þegar við vorum komin til Roskilde biðu okkar eldri nemendur frá okkar deildum. Þeir fylgdu okkur síðan að húsinu okkar... en mitt hús kallast Pentagonið... á leiðinni voru eldri nemendur búnir ad undirbúa alls konar atriði. Tveir "hommar" ad baða sig upp úr mjólk, tveir voru búnir ad tjalda og dreifa drasli og bjórflöskum um allt... þetta átti ad gefa til kynna að það væri ekkert nema sjov og ballade i skólanum... en samt bara meira til ad láta okkur gleima vandræðalegheitunum. Í dag erum vid búin ad vera ad læra svolítið inn á Þetta. Þetta er svo allt öðruvísi en aðrir skólar... Þad eru MJÖG fáir fyrirlestrar.... og ég þarf bara ad kaupa eina bók. Þetta er allt meira og minna rannsóknarvinna í hópum... þannig að maður verður að vinna þetta svolítið sjálfur... ekki svo gott ad skýra þetta út, en ég er heldur ekki alveg komin med þetta á hreint.... þetta er allavega mjög spennandi.... það eitt veit ég. Næstu tvær vikur fara í það hreinlega ad læra inn á þetta. Vid fáum eitt verkefni sem við eigum ad gera... en það er bara svona til að prófa okkur áfram med þessar aðferðir.
Kennararnir, eða vejlederne eins og þeir kallast eru sumir hverjir mjög spes... t.d. þá er heimspekikennarinn minn einhver kani... ekkert smá mikill töffari... maður hefði getað ímyndad sér að hann væri einn af vinum hennar Katrínar í L.A. Hann virkar mjög cool sko.
Ég veit ekki alveg hvað ég á ad gera á morgunn... vonandi eignast ég fleiri vini... maður er svolítid einn á báti ennþá... þó að maður sé svona aðeins byrjadur ad kynnast fólki.
Allavega byrjar dagurinn á morgunmat með "ættbálknum" mínum.
Ég veit að þetta er allt í belg og biðu.... en eins og ég skrifaði efst, þá er ég mjög rugluð núna, því ad þetta er allt svo nýtt og framandi og ég veit ekki alveg hvað ég er ad fara út í.. ég hlakka til ad vera komin inn í þetta allt saman.
Ég veit allavega að ég á eftir ad sofna um leið og ég leggst á koddann.
ciao!

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Ég hlakka svo til á morgun. ég er ad fara ad byrja í skólanum mínum.... s.s Hróaskeldu... ég ætla bara ad skippa Malmø. Ég er ekki enntá búin ad fá fullkomid svar frá teim svo ad ég er ekkert ad púkka upp á tá. Tetta í RUC (Roskilde universitet center) er líka alveg svakalega spennandi og ef ég ákved ad skipta yfir í Malmø tá get ég jafnvel fengid eithvad metid.
Ég fór m. Anne Marie á Konrad í gær. Tad var svaka stud tar... en allt of mikid af fólki. Tad var eins og ad vera inni i sauna ad vera tar... svo vid hrokkludumst tadan ut um 2 leytid. Tá kíktum vid á einhverja 2 pubba og svo tók ég bara metroid heim og AM hjóladi heim. Ég get ekki bedid eftir tvi ad fá hjól. Ég er ad bída eftir uppbodi á hjólum hjá løggunni... tad fer vist ad koma ad tvi.
Ég vona ad allir hafi skemmt sér á Menningarnótt... leidinlegt ad missa af tví... en samt ekkert svo....

laugardagur, ágúst 21, 2004

Tad ætlar eithvad ad dragast ad fá internetid heim... Tad kemur nu samt vonandi i næstu viku. Eg er buin ad koma mer vel fyrir herna. Herbergid mitt ordid svaka flott og allt ad smella. Eg er bara buin ad vera med soldid mikid kvef... Ekki gott tad. Eg er buin ad hafa tad gott sidustu daga annars. Eg er buin ad vera mikid med anne Marie... Hun var ad flytja i ibud ekki svo langt fra mer. Vid forum i gær a gedveikt kaffihus... eg verd ad syna einhverjum tad... bara cool. I kvøld ætlum vid ad fara a Konrad.. vid erum a gestalista svo ad tad ætti ekki ad vera neitt mal. Vid turftum audvitad ad fara i dag og versla okkur føt fyrir kvøldid... ekki fer madur i einvherjum lørfum a Konrad.... svo ad eg keypti mer gallabuxur, bol og ledurjakka i dag. Eg sem er ad reyna ad falla inn i hlutverk fatæka namsmannsins.
Ég fer i skolann a manudaginn. Tad eru ad byrja svona intro dagar. Teir standa yfir i 14 daga og tad endar med ferdalagi til Svitjodar 30. agust til 2. september... Næstu tvær vikur verda nokkurn veinn tannig ad ég á eftir ad kynnast helling af folki og fara i alls kyns leiki og tad verdur djamm a hverju kvøldi... svo ferdalag og ennta meira djamm.... ja svona er haskolalifid ha!
Nu ætla eg ad koma mer af tessu ogisslega netkaffi og fara ad gera mig klar fyrir kvøldid. Goda skemmtun eg. Gledilega menninganott tid!
Hilsen
Sólveig

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Tími til kominn ad láta vita af sér.
Ég er búin ad hafa tad gott hérna. Fyrsta kvøldid fór ég med Sigrúnu og Anne Marie í Tivoli á tónleika. Tar komu fram ýmsir gedveikir tónlitarmenn eins og Nik og Jay Maria Mena, og 50 cent og G-unit og fleiri og fleiri. Vid vorum tarna frá kl. 6 tilkl. 12... Gedveikt gaman.
Gærdagurinn fór í tad ad kaupa mér húsgøgn.... nú er herbergid mitt ordid bara nokkud kósí. vid fáum netid á morgun svo ad ég verd duglegri as skrifa.
Skrifa meira seinna.
Hej hej

föstudagur, ágúst 13, 2004

Blessuð blíðan!
Það hefur sko ekki farið fram hjá neinum þessi þvílíka bongóblíða sem er búin að vera hérna á landinu síðustu daga. Alveg er það fullkomin tímasetning á þessu. Akkúrat þegar ég fór í frí. Ég get sko ekki verið annað en ánægð með það. Ég er sko búin að njóta þess. Búin að reyna að liggja í sólbaði eins mikið og ég get. Ég er sko ekkert búin að fara í sólbað í sumar... enda alltaf að vinna fram á kvöld. Greyið Rafnar er alltaf að reyna að læra úti og ég alltaf eithvað að tala við hann og trufla hann, Tíminn er búinn að fara í eithvað svona hangs núna.. sem er alveg frábært. Var hjá Braga að horfa á hann drepa geitunga í tugatali á þriðjudaginn.... búin að heimsækja stelpurnar í bæjarvinnunni nokkrum sinnum og í gær fór ég í sund með Guðrúnu Birnu í Hafnarfirðinum. Í dag var ég meira að segja soldið dugleg og fór með flöskur og dósir í Sorpu og þreif bílinn aðeins. Ég tímdi nú ekki að eyða allt öf löngum tíma í það... varð bara að komast aftur í sólbað. Það er það að frétta af græna fallega bílnum að hann er ekkert að fara úr fjölskyldunni,. Bragi og Kristjana ætla að taka hann að sér greyiðl. Ætli ég þurfi ekki að taka þau í smá ökutíma því hann er með soddan sérþarfir þessi blessaði fákur.
Jæja nú ætla ég að koma mér í háttinn. Ég veit ekki hvprt að ég get sofnað því mér er svo heitt. Það mætti halda að ég væri ekki á Íslandi.

mánudagur, ágúst 09, 2004

Í dag líður mér mikið betur. Þessi lyf eru eitthvað að virka. Ég svaf ekki mjög vel samt og vaknaði kvalin. En svo tók ég lyfin og þá varð allt betra eftir smá stund. Ég fór í dag og breytti lögheimilinu mínu, fór í bankann og lét vita um nýtt heimilsfang og sótti um kreditkort... við skulum nú vona að ég sé ein af þeim sem kann með svoleiðis tól að fara..... svo að þetta endi ekki illa.Ég held þá barasta að ég sé alveg reddí fyrir flutningana. Eftir þessar útréttingar fór ég í heimsókn í til stelpnanna minna í bæjarvinnunni. Æ hvað það er gaman hjá þeim í vinnunni svona allar saman. Ég hitti líka hana Sjöfn með sætu sætu bumbuna sína... hún hefur stækkað ekkert lítið! vá! Ég hlakka til að koma heim í janúar og sjá litla krílið hennar. Það eru allstaðar börn á leiðinni... hún Hafdís var sett í gær.... en ég veit ekki til þess að það hafi neitt gerst ennþá. hí þetta er spennó. Það er ágætt að vinkonur mínar standi í þessu fjölgunarhlutverki... ekki ætla ég að skipta mér að því í bili allavega.
Ég þarf að fara og kveðja hana Katrínu í dag, því hún er að fara til Spánar í fyrramálið... það mætti halda að hún væri með einhvern njálg. Hún er nýkomin heim frá LA en er strax að fara út aftur... reyndar bara í stutta stund. Um að gera að njóta lífsins.
Þá er ég farin
bæbæ

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Great!
Akkúrat þegar ég er komin í frí, þá verð ég veik. Ég er svoleiðis búin að engjast sundur og saman af magaverkjum. Hef valla getað hreyft mig. Ég sem ætlaði að nota tímann svo vel og gera alls konar skemmtó. Í nótt þá leið mér svo illa að ég gat engan vegin sofið og var alltaf að snúa mér og vera brussa.... eins og Bramingegade vinkonur mínar þekkja best.... þá getur orðið ansi mikill hamagangur hjá mér á nóttunni. Alla vega þá endaði þetta með því að hann Rafnar gafst upp á mér og fór að sofa í rúmi systur hans. Þá loksins gat ég sofnað aðeins. Við sofum náttúrulega í OF litlu rúmi og erum alltaf í kremju.
Ég fór svo áðan á læknavaktina. Þetta eru s.s. einhverjar magabólgur og nú er ég búin að fá lyf við þessu svo að þetta ætti að fara að lagast. vonandi verður næsta nótt betri.

laugardagur, ágúst 07, 2004

Þá er ég komin í frí!
Ég er hætt að vinna hjá Bílastæðasjóði. Ég get nú alveg sagt það að ég á ekki á ekki eftir að sakna þess mikið að taka á móti fólki á hverjum degi sem er alveg sjóðandi, hoppandi illt yfir stöðumælasektum. Það var nú samt alveg ljómandi gott fólk upp til hópa að vinna með mér.
Ég byrjaði fríið mitt á því að fá svona svakalega í magan. Í gærkvöldi var ég komin alveg í keng út af magaverk og ég var alltaf að vakna í nótt alveg að drepast í mallanum. Ég ætla nú að vona að þetta lagist í dag, svo ég geti notið þess að vera í fríi á Íslandi. Það er nú ekki svo langt þangað til ég fer út. Það eru bara 9 dagar í það. Ég ætla bara að nota tímannm á meðan ég er svona slöpp í það að lesa Davinci code. Ég mæli sko með þeirri bók. Vá hvað ég er að kynnst mörgu sem ég vissi hreynlega ekki að væri til. Það er til e-ð kaþólkst trúarsamfélag þar sem fólkið lifir eins og það sé einhvern tímann á fornöldum. Það eru alls konar reglur. Fólk má ekki hlusta á tónlist, horfa á sjónvarp, fara í leikhús eða neitt nema með leyfi frá einhverjum yfirmönnum. Allur póstur til fólksins er ritskoðaður, líka reikningar.... annars hefur fólk ekki neina reikninga, það gefur öll sín laun til félagsins. Fólkið sem er í þessu á að hafa einhverja ól um mittið og strekkja vel í einhvern tíma á hverjum degi... held ég til að finna fyrir sársaukanum... því það á að vera gott fyrir mann. Hér er hægt að fræðast um þetta. Kíkið á þetta.
Ég ætla þá að halda áfram að lesa og vona að það verði gott úr þessari helgi þrátt fyrir magapínu.


miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Það er víst kominn tími á að ég skrifi á þetta blessaða blogg mitt.
Það gekk nú ekkert of vel með Malmö háskóla.. en í fyrstu umferð var ég númer 28 og það eru 22 sem komast inn... sem sagt þá er ég nr. 6 á listanum. Ég fæ að heyra frá þeim aftur 9. ágúst. Eftir þessi vonbrigði þá stólaði ég á Hróaskeldu að hleypa mér inn í skólann. En á föstudaginn kom bréf til mín og í því stóð að mér hefði ekki verið veitt skólavist hjá þeim. Ég varð mjög svekkt. Fór bara MJÖG snemma að sofa á föstudaginn því ég var eithvað svo pirruð á þessu stressi. Næstum allri helginni eyddi ég í það að finna út úr því hvað ég gæti gert, hvað ég gæti sótt um í staðin o.s.frv. ég var búin að finna mjög áhugavert nám í CBS(Caupenhagen business school) en þá kom babb í bátinn. Ég var búin að pakka niður afrtitunum af einkunnunum mínum ofan í kassa og sá kassi var lengst inn í bílskúr... undir allri búslóðinni okkar! Great! og MK lokaður vegna sumarfría. Ég í panik kasti hringdi út um allt og í alla! Hvað á ég að gera? Þá datt mér það snjallræði í hug að hringja í Hróaskeldu ig biðja þá um að senda mér einkunirnar til baka. Ég hringdi og bar upp ósk mína. Sú sem ég talaði við bað mig um að gefa upp kennitölu. Þá sá hún það að ég hefði verið tekin inn í skólann! Ég alveg gáttuð! Er det rigitigt! Þá var bara bréf á leiðinni til mín! Vá hvað ég varð ekkert smá glöð! Ég var alveg mjög hallærisleg og sagði öll hallærislegu upphrópunar orð í dönsku. Hva cool! Tak! super! oj hvað ég var halló! Alla vega þá er ég komin inn í RUC, international basic sudies programme. Ég er búin að flytja flest mitt dót út. Ég er bara með eina stóra ferðatösku hérna hjá mér. Ég bý hjá Rafnari þangað til ég fer út þann 16. ágúst:) Þá flyt ég á Hollænderdybet 20 á Amager. Ekki skemmtó? Hí hí
Nú líður mér alla vega soldið betur í sálinni því ég veit að ég er örugg þarna inni. Það er ógeð að vita ekkert hvað maður er að fara að gera. Ég verð að hafa að minnsta kosti hálfs árs plan!
Allt er gott sem endar vel