fimmtudagur, september 09, 2004

Jæja jæja jæja!
Ég er aftur orðin on-line.
Netið var eithvað að klikka... aðalega af því að ég var eithvað að reyna að breyta og laga... en það fór því miður á hinn veginn... hehe
Ég er bara á fullu í skólanum núna. Búin að fá hóp sem ég á að vinna verkefnið mitt. Þetta verkefni telur 60% af önninni þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég á eftir að vera mikið með þessu fólki. Ég tók svolítið aðra stefnu en ég hafði ímyndað mér. Ég er að fara að gera sálfræðiverkefni. Það var eitt verkefni sem var tengt sögu... sem ég hafði mikinn hug á að taka þátt í... en fólkið sem var búið að ákveða að vera í þeim hóp var ekki alveg að mínu skapi. Stundum sér maður bara alveg strax hvaða fólk er metnaðagjarnt og hvaða fólk er það ekki... mér leist ekki nógu vel á svo að ég endaði í hópi mjög kappsmikils fólks og við munum fara að éta í okkur helling af sálfræðibókum og skrifa nokkuð langa ritgerð sem við eigum að skila eftir 2 mánuði.
Ég er nú búin að vera að reyna að leita að ódýru hjóli... það hefur ekki gengið neitt svakalega vel. Ég verð bara að komast að því hvenær uppboðin eru. Ég verð að fá mér hjól. Vinkonur mínar eiga flestar heima í Kaupmannahöfn og það er svo leiðinlegt að þurfa alltaf að taka lest eða strætó....mikið fljótlegra að hjóla bara.Kaupmannahöfn er ekki svo stór svo að það tekur ekki svo langan tíma að fara á milli á hjóli.
Ég keypti mér árskort í SATS...sem er líkamsræktarstöðvakeðja. Ég get farið í SATS á öllum norðurlöndunum. Ég fór í einn geðveikt skemmtilegan fönk tíma í fyrradag og svo er ég búin að fara og æfa í tveimur stöðvum. Hér á Amager og í Östebro... það er eiginlega flottara á Östebro.... þið munið kannski eftir þessu... þetta er í Parken.
Á morgun er eithver vikingahátið í skolanum hjá mér og það verða einvherjir vikingaleikar. Ég ætla nú ekki að vera of lengi þar, því að ég er svo að fara í partí hjá Lotte sem var með mér í Oure.
Ég er búin að komast að því að það er ekkert mikið öðruvísi að vera í Kaupmannahöfn en að vera í Reykjavík. Ég er bara alltaf að hitta fólk óvart sem ég þekki. Fólk frá Oure og frá RUC(skólanum mínum)
Í dag t.d. hitti ég 3 úr Oure (þessir 3 voru ekki saman) og eina úr skólanum mínum og ég var í bænum í 2 tíma.
Jæja nú ætla ég að fara að hvíla mig eithvað...




Engin ummæli: