mánudagur, nóvember 08, 2004
Ég náði nú barasta að klára þessa blessuðu ritgerð. Það skiptir miklu máli að gera þetta rétt því að þetta gildir 100%! já svo verð ég bara að fara að vinna næstu ritgerð sem ég á að skilá á fimmtudaginn og gildir líka 100% Þetta er soldið spes. Allt veltur á einni ritgerð. Svona er þetta og ekkert sem ég gert í því. Ég hlakka allavega rosalega til að vera búin með þessar ritgerðir. Við í hópnum mínum ætlum svo að halda vinnubúðir úti í sveit alla næstu viku... frá mánudegi til föstudags og massa stóra verkefnið okkar í gegn. Við erum búin að fá lánaðan heilan bóndabæ hjá foreldrum einnar. Það verður upplifun :)En nú er það bara ritgerðin sem kallar. Jafnvel þó að mér hafi ekki þótt þessi heimspekiritgerð neitt skemmtileg þá finnst mér bara svo rosalega gaman í skólanum mínum. Alltaf líf og fjör!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli