Jæja þá er ég komin í helgarfrí! :)...og það er bara fimmtudagur. Við vorum svo dugleg á þriðjudaginn og kláruðum allt það sem við áttum að klára fyrir mánudaginn þannig að ég get bara tekið því svolítið rólega meira að segja um helgina. Ég þarf bara að lesa einn kafla í heimspekibókinni...Þetta er bara djók!
Ég var að koma úr þriggja tíma fyrirlestri og ég er alveg með dúndrandi hausverk... Allt of mikið af upplýsingum!!!
Prófessorinn er bara svo ógeðslega fyndinn. Hann er rosalega líkur Niles í Fraiser... ef þið munið eftir honum.... Svo er hann bara í fyndnustu fötum í heimi. Í dag var hann t.d. í viðbjóðslegum þröngum leðurbuxum og í krumpuðum rauðum bol við. HA! Hann er svona á fimmtugsaldri!! En hann er mjög klár og það er yfirleitt ágætt á fyrirlestrum hjá honum kallinum.
Nú ætla ég bara að kíkja á fjerneren og hlaða batteríin. Á morgun verður svo svakalegt fest í skólanum. Það er búið að koma upp nokkrum risa sirkustjöldum og það verða geðveikir dj-ar og hljómsveitir... Búist er við að það verði um 8000 manns.. svo að það verður alveg svakalegt fjör! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli