mánudagur, ágúst 09, 2004

Í dag líður mér mikið betur. Þessi lyf eru eitthvað að virka. Ég svaf ekki mjög vel samt og vaknaði kvalin. En svo tók ég lyfin og þá varð allt betra eftir smá stund. Ég fór í dag og breytti lögheimilinu mínu, fór í bankann og lét vita um nýtt heimilsfang og sótti um kreditkort... við skulum nú vona að ég sé ein af þeim sem kann með svoleiðis tól að fara..... svo að þetta endi ekki illa.Ég held þá barasta að ég sé alveg reddí fyrir flutningana. Eftir þessar útréttingar fór ég í heimsókn í til stelpnanna minna í bæjarvinnunni. Æ hvað það er gaman hjá þeim í vinnunni svona allar saman. Ég hitti líka hana Sjöfn með sætu sætu bumbuna sína... hún hefur stækkað ekkert lítið! vá! Ég hlakka til að koma heim í janúar og sjá litla krílið hennar. Það eru allstaðar börn á leiðinni... hún Hafdís var sett í gær.... en ég veit ekki til þess að það hafi neitt gerst ennþá. hí þetta er spennó. Það er ágætt að vinkonur mínar standi í þessu fjölgunarhlutverki... ekki ætla ég að skipta mér að því í bili allavega.
Ég þarf að fara og kveðja hana Katrínu í dag, því hún er að fara til Spánar í fyrramálið... það mætti halda að hún væri með einhvern njálg. Hún er nýkomin heim frá LA en er strax að fara út aftur... reyndar bara í stutta stund. Um að gera að njóta lífsins.
Þá er ég farin
bæbæ

Engin ummæli: