mánudagur, október 04, 2004

Well það lítur allt betur út með skuldirnar mínar í dag en það gerði á föstudaginn... Ég er búin að tala við lögregluna, folkeregestret og Told og skat og þetta verður vonandi allt í lagi.
Helgin var mjög góð. Við Rafnar erum búin að hafa það gott hérna í Höfninni. Mamma, pabbi og Sigrún voru í Noregi um helgina svo að við höfðum íbúðina fyrir okkur. Við erum svo sem ekkert búin að vera að stressa okkur að gera allt mögulegt en við erum búin að kíkja í Fields og fórum í Christaniu í gær. Við kíktum á hjólabretta park sem er þarna inni í Christaniu og þar var pínu lítill 5 ára gutti að brillera á hjólabrettinu! Hann var svo mikil dúlla! Hann var svo ógeðslega klár á þessu! Sjiiii bara dúlla! Hann gat alls konar tricks og var algjör glanni.
Ég fór svo í skólann í dag og Rafnar fór að skoða skóla í Svíþjóð. Nú var ég bara að enda við að skila inn grein sem kemur á politik.is á morgun. Endilega kíkið á hana.
Nú er ég að fara að tala aðeins við kærastann minn sem er svo góður að heimsækja mig alla leið til Danmerkur. Ég er ekki svo góð ef ég hangi bara í tölvunni allan tímann.

Engin ummæli: