miðvikudagur, mars 24, 2004


Ég er alltaf að spá og spekúlera.
Eins og margir vita þá er minn stærsti draumur sá að fara til Ástralíu. Það liggur við að ég vilji bara hætta við að fara í skóla núna, fara frekar til Ástralíu og læra að surfa t.d. Ég veit ekki alveg hvernig þessi draumur vaknaði hjá mér, en ég held að ég hafi orðið fyrir áhrifum vegna Nágranna eða vegna þáttanna með menntaskólakrökkunum í Ástralíu. Man einhver hvað þeir þættir hétu? Ég veit ekki einu sinni sérstaklega mikið um landið. Ég hef bara búið mér til einhverja fallega mynd af landinu. Þar er alltaf gott veður. Þar eru allir fallegir. Ég var samt að skoða alls konar hvað er hægt að gera þarna og komst að því að tækifærin eru mörg! Það er örugglega fáránleg upplifurn að kafa í kóralrifinu. Svo langar mig líka rosalega í safari ferð. Hver veit nema að draumur minn muni rætast einvhern tímann. Ég hugsa samt að ég láti það bíða nokkur ár í viðbót. Einbeiti mér að því að mennta mig. Þetta gæti verið goð útskriftarverð jafnvel. Hver vill koma með?

Engin ummæli: