mánudagur, mars 29, 2004
Afmælisbarn dagsins!
Hún Katrín Amni á afmæli í dag! Hún er nú á leiðinni til LA á afmælisdaginn sinn! Góða ferð girl!
Það var einmitt rosa fínt afmælisboð hjá henni á laugardaginn. Í fyrstu leit út fyrir að það yrði ekki margt um manninn. Lengi vel vorum við Guðrún Birna (fimleika/Danmerkurvinkona), Magga /bankavinkona) og ég (skóla/Danmerkurvinkona) einu á svæðinu. En svo kom fleira og fleira fólk og það myndaðist ágætis stemmning!´
Það var svo hittingur aftur í gær hjá Katrínu... svona loka kveðjustund.... Allt er þegar þrennt er!
Þá komst ég virkilega að því hversu mikla fóbíu fólk getur haft fyrir köngulóm og öðrum skordýrum.
Ég sat í mestum makindum á gólfinu þegar allt í einu hún Kata litla tók þvílíka sundlaugardífu beint á mig og Regínu og sparkaði út í loftið og öskraði og öskraði eins og brjálæðingur!!!!! Það sem olli þessari miklu skelfingu hjá stúlkukindinni var lítill saklaus dordingull sem var að spinna sig niður úr loftinu.
Alla vega þá vona ég að það verði ekki mjög mikið af dordinglum, köngulóm og öðrum skordýrum í LA svo að hún komi nú heim heil á geði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli