fimmtudagur, mars 25, 2004


Ég fór í fyrsta tímann á flughræðslunámskeiðinu í gær.
Ég get alveg sagt ykkur það að ég er mjög bjartsýn á þetta.
Strax eftir fyrsta skiptið mitt á námskeiðinu hef ég fundið fyrir breytingu á viðhorfi mínu. Hver veit nema að ég verði framtíðar flugfreyja. Ég er nú svo flugfreyjuleg er það ekki!! hehe Ég þarf samt mikið að vinna í þessu og vera dugleg að gera slökunaræfingar. Það verður svo spennandi að sjá hvernig flugið mun reynast mér 17. apríl, en þá er útskriftarferð af flughræðslunámskeiðinu. Ég veit nú ekki enn hvert verður flogið með mig en ég vona að það verði Danmörk. Við stoppum bara í fríhöfninni og ég þekki Kastrup svo vel að ég væri mest til í að fara þangað. Svo gæti ég líka keypt mér Mathilde kakaomælk.

Engin ummæli: