Fyrsti skóladagur búinn og ég er alveg búin á því og alveg rosalega ruglud.
Þetta byrjadi allt saman á Hovedbanegaarden í morgun kl. hálf níu. Ég mætti þangad alein og allir hinir líka svona aleinir og allir ad kíkja í kring um sig og brosa vingjarnlega. Þá komu eldri nemendur skólans, klæddir allskonar búningum... homma, gedsjúklingar, sölumenn og trúbadorar og skemmtu okkur í lestinni. Svo þegar við vorum komin til Roskilde biðu okkar eldri nemendur frá okkar deildum. Þeir fylgdu okkur síðan að húsinu okkar... en mitt hús kallast Pentagonið... á leiðinni voru eldri nemendur búnir ad undirbúa alls konar atriði. Tveir "hommar" ad baða sig upp úr mjólk, tveir voru búnir ad tjalda og dreifa drasli og bjórflöskum um allt... þetta átti ad gefa til kynna að það væri ekkert nema sjov og ballade i skólanum... en samt bara meira til ad láta okkur gleima vandræðalegheitunum. Í dag erum vid búin ad vera ad læra svolítið inn á Þetta. Þetta er svo allt öðruvísi en aðrir skólar... Þad eru MJÖG fáir fyrirlestrar.... og ég þarf bara ad kaupa eina bók. Þetta er allt meira og minna rannsóknarvinna í hópum... þannig að maður verður að vinna þetta svolítið sjálfur... ekki svo gott ad skýra þetta út, en ég er heldur ekki alveg komin med þetta á hreint.... þetta er allavega mjög spennandi.... það eitt veit ég. Næstu tvær vikur fara í það hreinlega ad læra inn á þetta. Vid fáum eitt verkefni sem við eigum ad gera... en það er bara svona til að prófa okkur áfram med þessar aðferðir.
Kennararnir, eða vejlederne eins og þeir kallast eru sumir hverjir mjög spes... t.d. þá er heimspekikennarinn minn einhver kani... ekkert smá mikill töffari... maður hefði getað ímyndad sér að hann væri einn af vinum hennar Katrínar í L.A. Hann virkar mjög cool sko.
Ég veit ekki alveg hvað ég á ad gera á morgunn... vonandi eignast ég fleiri vini... maður er svolítid einn á báti ennþá... þó að maður sé svona aðeins byrjadur ad kynnast fólki.
Allavega byrjar dagurinn á morgunmat með "ættbálknum" mínum.
Ég veit að þetta er allt í belg og biðu.... en eins og ég skrifaði efst, þá er ég mjög rugluð núna, því ad þetta er allt svo nýtt og framandi og ég veit ekki alveg hvað ég er ad fara út í.. ég hlakka til ad vera komin inn í þetta allt saman.
Ég veit allavega að ég á eftir ad sofna um leið og ég leggst á koddann.
ciao!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli