Ég er að fara að fá tölvu! Ligga ligga lái!
Ég ákvað þrátt fyrir viðvaranir frá nokkrum aðilum að kaupa mér 933 MHz ibook.
Hún er svo hvít og falleg.
Ég keypti líka alls konar fylgidrasl með henni. isight(webcam með microphone), þráðlaust netkort og geðveika JBL hátalara.
Rafnar ætlar að koma með hana heim frá San Fran Sisco.... hann er að fara þangað í 11 daga á nano tækni ráðstefnu og ég á eftir að sakna hans rosa mikið.
Ég á eftir að elska hvítu fallegu tölvuna mína... ég þarf bara að finna á hana nafn. Einhverjar tillögur?
Gestur nr. 2000 fær verðlaun! kommentaðu ef þú ert nr. 2000 og ég mun gefa þér pakka!... smá að herma en það er svo gaman að svona leikjum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli