föstudagur, maí 28, 2004

já ég viðurkenni það!
Ég er versti bloggarinn! Engar afsakanir!
Ég er lasin núna. Fór veik heimúr vinnunni í gær og svaf alveg fram á kvöld.´Svo skrapp ég rétt aðeins í vinnuna áðan til þess að leysa af. Nú er ég heima að hvíla mig. Ég fer svo að leggja af stað í sveitina mína. Já ég verð á slóðum Gísla Súrssonar um helgina. Ferðinni er heitið í Önundarfjörðinn. Í sumarbústaðinn okkar. Frændur mínir eru að fara að fermast og ekki missir maður af því. Besta veðrið verður hjá mér um helgina og ég ætla bara að vona að mér fari að batna. Kem með svo sveitasögu eftir helgi!
Ciao
já ég viðurkenni það!
Ég er versti bloggarinn! Engar afsakanir!
Ég er lasin núna. Fór veik heimúr vinnunni í gær og svaf alveg fram á kvöld.´Svo skrapp ég rétt aðeins í vinnuna áðan til þess að leysa af. Nú er ég heima að hvíla mig. Ég fer svo að leggja af stað í sveitina mína. Já ég verð á slóðum Gísla Súrssonar um helgina. Ferðinni er heitið í Önundarfjörðinn. Í sumarbústaðinn okkar. Frændur mínir eru að fara að fermast og ekki missir maður af því. Besta veðrið verður hjá mér um helgina og ég ætla bara að vona að mér fari að batna. Kem með svo sveitasögu eftir helgi!
Ciao

föstudagur, maí 21, 2004

Vó ! HVERT FÓR VIKAN?
Ok það var 1 frídagur í vikunni sem stytti hana aðeins. Mér finnst þetta bara mjög gott að vikurnar líði svona hratt því að ég er í einhverju svona millibilsástandi... ef þið vitið hvað ég á við... En ef við lítum á þetta í stærra samhengi þá er þetta nokkuð slæmt. Því hraðar sem manni finnst tíminn líða... því fyr verður maður gamall! Ég er skíthrædd við að verða gömul! og mig langar ekki að vera fullorðin.

Ég fór á útskriftasýningu Listaháskóla Íslands í dag í hádeginu. Ég hafði nú ekki mikinn tíma og þeyttist þarna í gegn. Reyndi að skoða sem mest. Þetta er rosalega skemmtileg sýning og mæli ég með því að kíkja á hana. Ég er jafnvel að hugsa um að fara aftur um helgina og taka einhvern með mér og taka mér góðan tíma í þetta. Það eru þarna nokkur verk sem vekja upp hjá manni hlátur og það er svo erfitt að vera einn þegar maður lendir í þannig aðstæðum. Það er alltaf betra að hafa einhvern með sér þegar maður hlær, annars er það svo vandræðalegt.

föstudagur, maí 14, 2004

Jæja þá er eurovision helgin að ganga í garð. Þetta byrjar bara nokkuð vel. Það er að byrja grillveisla í vinnunni minni. Svo er aldrei að vita hvað ég geri í kvöld. Svo er aðalpartíið annað kvöld hjá ÍvMArí!Ekki er ég búin að ákveð hvaða lag ég ætla að kjósa... ég ætla bara að láta það ráðast á morgun... það eru þarna nokkur ágæt lög. Trúið mér! Ég er búin að stúdera þetta! Go'weekend!

fimmtudagur, maí 13, 2004

Sorrí!
Þessa dagana hef ég ekkert að segja... alveg ótrúlegt. Mér finnst bara ekkert merkilegt að gerast og ég hef ekkert merkilegt að hugsa um. Það koma svona dagar þar sem maður er alveg dauður. Ég lifi bar þvílíku rútínulífi. Vakna fer í vinnuna og geri það sama á hverjum degi, allt í sömu röð. Skoða svo bloggin, allt í réttri röð. Fer svo heim og horfi á sjónvarpið, fer í tölvuna og kannski út að hlaupa. Fer svo að sofa. Hitti valla fólk. Ég er svo þreytt þegar ég er búin í vinnunni á daginn að ég bara meika valla að fara út. Það er ekki eins og ég sé í þvílíkt líkamlegri vinnu. Maður verður svolítið svona þreyttur á sálinni eða svoleiðis. Það er stundum svo mikið áreiti. Ég er meira og minna allan daginn að svara fólki sem er ósátt og lendi í því stundum að vera kölluð einhverju miður fallegu. Maður mundi halda að það mundi venjast. En ég held að maður geti barasta ekki vanist því. Maður venst því ekki að fólk sé dónalegt við mann. Það er bara ekki rétt. Hlakka til að byrja í skólanum mínum.... hver sem hann verður.... (~,~,~) Hitta fólk sem maður á samleið með og nota heilann eithvað. Takast á við einhver verkefni! Gera eithvað spennandi. Það verður gaman. Get ekki beðið. Ég hætti að vinna 6. ágúst... spurning hvað gerist þá. Danmörk, Svíþjóð eða Ísland... kemur í ljós.

þriðjudagur, maí 11, 2004

Æ ég ætlaði að fara að lesa mér eithvað til um tísku... mér finnst ég allt of fáfróð um hana. Ég er hrædd um að ég hafi ekki fylgst nógu vel með Sex and the city... Alla vega þá er ég búin að finna eina stórgóða tískusíðu. Endilega kíkið! Í leiðinni fann ég líka þessa skemmtilegu síðu um hann Magga Schev og gítarsnillinginn Símon Ívarsson. Eftir að ég var búin að skoða þetta þá fór ég bara í það að finna gamlar lummó síður... Ég held að áhugi minn á tísku sé takmarkaður... Það er pottþétt ástæða þess að ég veit ekki mikið. Ég veit samt hvert ég á að leita ef mig vantar ráð varðandi há tísku.
Það var nú margt skemmtilegt sem ég fann. Ég er allavega búin að skemmta mér vel hérna. Það er bara verst að ég get ekki sýnt ykkur heimasíðu sem ég gerði í heimasíðugerð í MK. Hún hefði slegið allt út! Vá það var sko síða í lagi! Svona hawaiian look! En samt aðallega handboltamyndir og handbolta umfjöllun og já einhver hollustugrein. En alla vega þá eru hérna smá sýnishorn af þeim gífurskemmtilegu síðum sem ég fann. Njótið
Smá fashion hérna...
Þjóðdansafélag Reykjavíkur Ekki sem verst!
Stangveiðifélagið Fengsæll Akranesi Svona líka hressir stangveiðimenn! Með flottan background!
Páskar 1998
Já og google frá árinu 1998

fimmtudagur, maí 06, 2004

Ég er fíkill!
Ég er orðin svo mikill fíkill! Það er alveg ótrúleg! Þessi fíkn mín er samt held ég svolítið sérstök. Þetta er sennilega svolítið ný tegund af fíkn. Ég er bara sjúk! Ég verð að fylgjast með öllum bloggsíðum sem ég veit um. Kíki á þetta mörgum sinnum á dag. Ég er oft ekkert voðalega upptekin í vinnunni og þá nota ég tímann vel og fylgist með öllum færslum. Það versta er samt að þegar ég er búin í vinnunni verð ég bara að komast í tölvu og tjekka aðeins... s.s. búin að sitja fyrir framan tölvuna í níu og hálfan tíma og er ekki komin með nóg! Svo áður en ég fer að sofa þá þarf ég aðeins að kíkja ,,rúntinn" ... jafnvel komin upp í rúm og er eithvað að hugsa, svona eins og maður gerir þegar maður er að fara að sofa... þá þarf ég stundum að fara fram úr og kveikja á tölvunni, bara til að athuga aðeins. Ég held samt að þetta eigi eftir að lagast með tímanum. Ég fékk svona batman fíkn um daginn.... ég fékk svona spenning í magann ef ég hugsaði til þess að það væri kominn nýr spennandi linkur á batman. Nú er ég eiginlega hætt að kíkja á batman... geri það bara einstöku sinnum. Það getur bara ekki verið að ég sé ein á báti með þessa fíkn! Kannast aðrir við þetta???

miðvikudagur, maí 05, 2004

Æ hvað ég tímdi ekki að vakna í morgun. Ég er greinilega búin að yfirstíga þessa imsomniu og gengur bara ljómandi vel að sofa. Í nótt, eða í morgun dreymdi mig svo rosalega skemmtilegan draum að ég tímdi ekki að vakna og skemma allt. Ég snoozaði nokkrum sinnum og hélt áfram að dreyma. Ég man ekki nákvæmlega hvað það var. En ég man að ég var að spila handbolta og var mjög léleg... ég er orðin svo aum, ekkert búin að lyfta í langan tíma. Þess vegna gat ég ekkert. En einhverra hluta vegna fanst mér þetta svakalega skemmtilegur draumur. Þetta er örugglega undirmeðvitundin að segja mér að ég sakni handbolta. Ég var náttúrulega að fylgjast með æsispennandi leik ÍBV og Vals kvenna í gærkvöldi... Það hefur setið í mér. Btw. samúðarkveðjur til Hafdísar. Þetta er nú bara 1. leikurinn!

Ég var að lesa yfir nokkrar færslur hjá mér. Damn hvað ég er jákvæð manneskja! Það er allt svo gaman og allt svo spennandi og ég hlakka til alls! Já margt er skrítið í kýrhausnum. Ég held að ég þegar ég er eithvað blá, þá vilji ég bara ekki deila því með öðru fólki. Auðvitað kemur það alveg fyrir mig eins og annað fólk að mér finnst eithvað leiðinlegt og ég er alveg einstaka sinnum í vondu skapi. Ég verð þó að viðurkenna það að það er ekki oft.

mánudagur, maí 03, 2004


Erfið nótt
O my o my! Ég er svo þreytt. Mér kom ekki dúr á auga í alla nótt. Ég fór frekar snemma upp í rúm því að ég var með hausverk. Mjög óþægilegan hausverk... gat ekki talað eða neitt. Ég hélt að ég yrði svo fljót að sofna, því að ég var búin að gera helling um dagin. Fara í Smáralindina og Kringluna og kaupa línuskauta og bol. Fara út að hlaupa og fara síðan á línuskauta um kvöldið með Guðrúnu Birnu og Ólöfu systur hennar. En nei nei allt kom fyrir ekki! Ég bara gat alls ekki sofnað. Ég fylgdist með klukkunni verða 12,1,2,3,4,5,6,7 og þá var bara tími til kominn að fara á fætur. Ég var búin að reyna svo margt. Ég var búin að telja kindur, lesa, horfa á simpsons, fara í tölvuna, rembast við að sofna. Gera slökunaræfingar sem ég lærði á flughræðslunámsekiðinu. Um 5 leytið var ég orðin svo svöng að ég hröklaðist upp í eldhús og fékk mér að borða. Hvað á maður að gera ? Ég hef fengið ábendingu um að það sé sniðugt að lesa símaskrána... ég er bara ekkert viss um að mér þætti það svo leiðinlegt. Maður verður svo skrítinn þegar maður er orðin svona ofur þreyttur og pirraður að maður fer að hugsa alls kona vitleysu. Úff púff... ég ætla sko beint upp í rúm að sofa þegar ég er búin að vinna. Bara 5 tímar! Koma svo!