Æ hvað ég tímdi ekki að vakna í morgun. Ég er greinilega búin að yfirstíga þessa imsomniu og gengur bara ljómandi vel að sofa. Í nótt, eða í morgun dreymdi mig svo rosalega skemmtilegan draum að ég tímdi ekki að vakna og skemma allt. Ég snoozaði nokkrum sinnum og hélt áfram að dreyma. Ég man ekki nákvæmlega hvað það var. En ég man að ég var að spila handbolta og var mjög léleg... ég er orðin svo aum, ekkert búin að lyfta í langan tíma. Þess vegna gat ég ekkert. En einhverra hluta vegna fanst mér þetta svakalega skemmtilegur draumur. Þetta er örugglega undirmeðvitundin að segja mér að ég sakni handbolta. Ég var náttúrulega að fylgjast með æsispennandi leik ÍBV og Vals kvenna í gærkvöldi... Það hefur setið í mér. Btw. samúðarkveðjur til Hafdísar. Þetta er nú bara 1. leikurinn!
Ég var að lesa yfir nokkrar færslur hjá mér. Damn hvað ég er jákvæð manneskja! Það er allt svo gaman og allt svo spennandi og ég hlakka til alls! Já margt er skrítið í kýrhausnum. Ég held að ég þegar ég er eithvað blá, þá vilji ég bara ekki deila því með öðru fólki. Auðvitað kemur það alveg fyrir mig eins og annað fólk að mér finnst eithvað leiðinlegt og ég er alveg einstaka sinnum í vondu skapi. Ég verð þó að viðurkenna það að það er ekki oft.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli