föstudagur, maí 21, 2004

Vó ! HVERT FÓR VIKAN?
Ok það var 1 frídagur í vikunni sem stytti hana aðeins. Mér finnst þetta bara mjög gott að vikurnar líði svona hratt því að ég er í einhverju svona millibilsástandi... ef þið vitið hvað ég á við... En ef við lítum á þetta í stærra samhengi þá er þetta nokkuð slæmt. Því hraðar sem manni finnst tíminn líða... því fyr verður maður gamall! Ég er skíthrædd við að verða gömul! og mig langar ekki að vera fullorðin.

Ég fór á útskriftasýningu Listaháskóla Íslands í dag í hádeginu. Ég hafði nú ekki mikinn tíma og þeyttist þarna í gegn. Reyndi að skoða sem mest. Þetta er rosalega skemmtileg sýning og mæli ég með því að kíkja á hana. Ég er jafnvel að hugsa um að fara aftur um helgina og taka einhvern með mér og taka mér góðan tíma í þetta. Það eru þarna nokkur verk sem vekja upp hjá manni hlátur og það er svo erfitt að vera einn þegar maður lendir í þannig aðstæðum. Það er alltaf betra að hafa einhvern með sér þegar maður hlær, annars er það svo vandræðalegt.

Engin ummæli: