mánudagur, júlí 05, 2004

Goð helgi
Föstudagurinn var bara tekinn rólega. Svo vaknaði ég snemma á laugardaginn og tók til aðeins heima því að húsið er bara alltaf í rúst þegar ég og Sigrún erum einar heima! Svo fór ég til Guðnýjar í Zöru og fann á mig föt til að ha' paa í bryllupinu.... Ég var ekki í hendingskasti eins og ég bjóst við og ég gat alveg tekið minn tíma í að gera mig til. Sem er ágæt tilbreyting frá því að vera alltaf á seinustu stundu. Ég var bleik og hvít... mjög sumarleg :)og í stíl við þemað í veislunnu :) Það var mjög gaman að fara í brúðkaup. Athöfnin var í Kópavogskirkjunni góðu. Allt saman voðalega fallegt. Svo var haldið í veislu í flugvirkjasalnum. Æ það er alltaf einhver svo sérstök stemmning í svona brúðarveislum. Allir voða krúttlegir. Ég hefði sko ekki viljað vera singúl í þessu brúðkaupi, Öll pör voru svo mikið að knúsast og allir væmnir og glaðir.
Í gær var ég svo bara heima og tók á móti fólki sem var að skoða íbúðina. Mamma og pabbi eru sko í sumó og þess vegna kemur það í minn hlut að sýna hana fólki. Aftur þurftum við Sigrún að standa á haus við að taka til. Ég skil þetta ekki! Hvernig geta tvær manneskjur draslað svona mikið til!?!?
Ég er afskaplega þreitt í dag því að ég vakti eftir frænda mínum sem var á Metalica. Hann kom heim alveg rennandi blautur af svita og alveg uptjúnaður. Við fórum ekki að sofa fyr en rétt fyrir 3 í nótt. Það var því erfitt að vakna í morgun. Ég skreið svo út í bíl í hádegishléinu mínu og lagði mig... það var samt eiginlega of kallt til þess að sofna. Nú er ég farin heim að sýna íbúðina aftur!

Engin ummæli: