þriðjudagur, apríl 20, 2004

Vitiði bara hvað! Ég er núna að skrifa fyrstu færsluna á nýju tölvuna mína!
Það er ekkert smá gaman að eiga svona flottan grip! Makkar eru bestir!
Ég fór í flugferð á laugardaginn. Það gekk nú bara alveg ljómandi vel hjá mér. Þetta námsekið hefur hjálpað mér heilmikið. Ég fann fyrir smá hræðslu í flugtaki á leiðinni til Danmerkur en það var nú ekkert til að tala um. Ég stoppaði nú ekki lengi við í Kaupmannahöfn, bara rétt nógu lengi til þess að taka út pening og kaupa Mathilde, ost og smotterí. Ég fékk að vera fram í flugstjórnarklefanum í lendingu í Keflavík. Það fannst mér mjög gaman. Ég er fyrst núna að skilja að henni Dísu frænku finnist gaman að fljúga. :)
Þetta var bara mjög gaman allt saman... ég tala nú ekki um að geta farið í fríhöfnina... það er alltaf stemmari. Keypti svo sem ekkert rosalega mikið.
Rafnar er kominn heim! Þap er svo gott að fá hann heim. Hann var búinn að vera í 11 daga í burtu. Ég var svo hrædd um að hann yrði tekinn í tollinum með nýju tölvuna mína og allt draslið sem hann var með. En hann komst klakklaus í gegn um þetta allt saman. Hann var svo góður að taka sénsinn á því að koma með tölvuna... svo gaf hann mér voða voða flotta tölvutösku vicktoria´s secret náttfata nærföt.

Engin ummæli: