Já nú er gamanið búið og alvaran tekur við!
Vinna vinna vinna! Það er nú reyndar einn frídagur framundan, sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn í næstu viku.
Ég hafði það rosalega gott um páskana!
Lotte, Anne Marie og Louise komu til mín á fimmtudagskvöldið. Ég sótti þær á flugvöllinn og það var bara alveg eins og við hefðum sést í gær.
Á föstudaginn kíktum við aðeins á Fífuna í Kópavoginum... það finnast náttúrulega hvergi þvílíkar hallir í landi kóngsins og var því gaman að fylgjast með viðbrögðum fótbotakonunnar:) Við kíktum svo í Smáralindina... en ekki var mikið keypt því að allt kostar svo fáránlega mikla peninga hér á landinu okkar góða.
Seinni partinn lögðum við af stað á Flúðir. Komum í bústaðinn um 6 leytið og það fyrsta sem við gerðum var að láta renna í heita pottinn.
Eftir smá spassigöngu borðuðum við dýrindis máltíð a la Lotte og skelltum okkur í pottinn. Það var þeim mikil upplifun.
Við fórum svo ekkert allt of seint að sofa, en vöknuðum snemma og lögðum af stað vel fyrir hádegi að skoða einhverjar af helstu náttúruperlum landsins.
Við byrjuðum á því að skoða Seljalandsfoss. Hlupum á bakvið hann og urðum renndandi blautar og skítugar. Við komum við á Hvolsvelli til að fá okkur að borða og þar fékk ég verstu samloku í heimi og þær ógirnilegustu hamborgara sem ég hef séð. Eftir átið héldum við leið okkar að Geysi... Það er alveg rosalega flott svæði! Sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa kynnst þess háttar náttúru áður. Það voru margar myndir teknar þarna. Áður en við fórum svo heim kíktum við á Gullfoss sem er alltaf tignarlegur. Maður fyllist svo miklu þjóðarstolti þegar maður er að sýna landið sitt! Það er alveg ótrúlegt.
Við fórum í Bláa Lónið á laugardaginn. Bara næs!!! En má ég spurja að einu! Er ég barnaleg í útliti?
Um daginn fór ég á skauta með systur minni og ég var spurð að því hvort að ég væri orðin 16 ára! Á laugardaginn í Bláa Lóninu var ég látin borga barnagjald.... s.s. 600 kr. það er fyrir 12-15 ára! Ég var auðvitað ekkert að malda í móinn neitt... en kommon! Er ég svona barnaleg.
Alla vega.... páskadagur rann upp með sínum páskaeggjum. Allir fengu að sjálfsögðu páskaegg... svo um kvöldið var haldið í bæinn. Við kíktum á ýmsa staði. Ekki leist gestum mínum neitt á karlkynið hér á landi. Íslenskir strákar mega greinilega fara að hugsa aðeins betur um útlitið! Það var eiginlega það sem þeim fannst. Strákarnir hugsa of lítið um útlitið.
Á mánudaginn keyrði é gþær sov út á völl og þegar ég kom sov heim var ég alveg búin á því! Átti bara enga orku eftir. Það tekur á að vera svona góður gestgjafi ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli