Mmmm!
Ég finn harðsperrurnar myndast í höndum og fótum! Ég fór í pilates áðan og svo beint í pump tíma... og tók nú bara ágætlega miklar þyngdir.... ég fann virkilega fyrir því að það er langt langt síðan ég lyfti síðast. Ég er bara búin að vera eithvað að dansa og kannski hlaupa og í thai chi og eithvað soleiðis dútlerí... Úff hvað ég á ekki eftir að geta labbað á morgun.
Ég fór og hitti hana Láru áðan á kaffhúsi hérna á Íslandsbryggju. Það var voða huggó og mikið slúðrað. Á leiðinni heim byrjaði bara að rigna þvílíkt mikið og ég var alveg hundblaut þegar ég var loksins komin heim...Það var líka svo mikill mótvindur að ég gat ekkert hjólað neitt á hundrað. Ég held nú samt að ég ætti ekki að vera að kvarta neitt mikið yfir veðrinu hérna. Það er búið að vera alveg ágætt á meðan maður heyrir um að það sé bara ógðeslega kalt á Íslandi. Ég er svolítið fegin að losna við það... Ég man bara hvernig þetta var á þessum tíma fyrir ári. Þá var ég að vinna í afgreiðslunni hjá Bíló og fólk alltaf að koma inn og fara út og ekki loka hurðinni eða eithvað og ég var bara eins og frostpinni. Linaðist upp í kaffitímum. Svo er eins og maður venjist kuldanum pínulítið þegar líður á veturinn.... eða er ég bara að rugla. Ég veit ekki, kannski er ég bara með einvherjar rómantískar hugmyndir um íslenska veturinn. Maður verður svolítið örðuvísi þegar maður flytur til annars lands. Þá er allt svo gott heima á Íslandi. Heima á Íslandi! Mamma verður glöð þegar hún les þetta því ég skrifa heima á Íslandi. Oft þegar ég er að tala um það þegar ég fer til Íslans um jólin þá segi ég að ég sé að fara heim þegar ég fer til Danmerkur...."og svo fer ég heim 23. janúar" Þetta fer óskaplega fyrir brjóstið á konunni, en Danmörk er heima og hér mun ég vera næstu ár. Ég á bara 2 heima. Heima á Íslandi og heima í Danmörku. Það er sniðugt! Jæja tími til að hátta klukkan orðin mikið meira en átta!
Bíð spennt eftir að vakna í fyrramálið og vita hvernig vöðvarnir mínir hafa það....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli