föstudagur, maí 28, 2004

já ég viðurkenni það!
Ég er versti bloggarinn! Engar afsakanir!
Ég er lasin núna. Fór veik heimúr vinnunni í gær og svaf alveg fram á kvöld.´Svo skrapp ég rétt aðeins í vinnuna áðan til þess að leysa af. Nú er ég heima að hvíla mig. Ég fer svo að leggja af stað í sveitina mína. Já ég verð á slóðum Gísla Súrssonar um helgina. Ferðinni er heitið í Önundarfjörðinn. Í sumarbústaðinn okkar. Frændur mínir eru að fara að fermast og ekki missir maður af því. Besta veðrið verður hjá mér um helgina og ég ætla bara að vona að mér fari að batna. Kem með svo sveitasögu eftir helgi!
Ciao

Engin ummæli: