Bara láta vita af mér hérna í veðurblíðunni í Kaupmannahöfn.
Helgin er búin að vera fín. Lára stakk af úr skólanum sínum sem er úti í rassgati hér í Danmörku og kom í siðmenninguna hér í Kaupmannahöfn. Við erum búnar að vera að gera hitt og þetta svona. Á fimmtudaginn fórum á kaffi Sögu... það er sko valið besta kaffihús Danmerkur... bara að taka það fram. Svo fórum við að versla í Fields... já ég varð alveg spinnegal! Keypti buxur, skó, tvær peysur og hatt. Já ég held að Lára hafi haft þessi áhrif á mig. :) Sleppti aðeins taki af nískunni sem maður tileinkar sér þegar maður er námsmaður. Kannski líka af því að umgangast Dani... gæti vel verið... Við fórum svo á svaka skemmtilegt djamm á föstudaginn.. fórum víða í Höfninni. Í gær fórum við svo á sætustu mynd í heiminum Wimbeldon.. æ hvað hún er krúttileg. Já og nú er hún Lára farin út í sveit aftur.
Skólinn gengur bara fínt hjá mér. Við erum búin að skila u.þ.b. helmingnum af stóra verkefninu okkar. Fyrirlestrarnir eru að verða búnir svo að nú verður alveg nógur tími til að skrifa ritgerðir og klára stóra verkefnið.
Það er svo mikill sunnudagur hjá mér núna.. Ég svaf út... var búin að stilla klukkuna en ég hef bara óvart ýtt á takkan og slökt... það gerist víst stundum. Svo er ég bara búin vera glápa á The Voice (danska popptíví) og vera í tölvunni og lesa þar á milli. Það er ekkert smá notalegt. Ég ætla svo að reyna að fara út að skokka eftir svona klukktíma. Alla vega áður en það verður dimmt.
Ég bætti inn link á hana Guðnýju.. hún er loksins byrjuð að blogga almennilega. Það er ekki búið að ganga svo vel hjá henni að koma síðunni í stand... en nú er hún alveg komin í bloggarahópinn. Velkomin velkomin!
Svona að lokum vil ég óska henni Systu til hamingju með daginn, hún á afmæli í dag konan. Verið nú góðar við hana stelpuna!
Farin að syngja og dansa með Johnny Delux ... svaka gott lag á the Voice. Hej
Engin ummæli:
Skrifa ummæli