sunnudagur, desember 18, 2005

Jæja þá er ég komin í jólafrí! Ég er víst að koma heim á morgun. Ég er alltaf að gleyma því. Ég fór t.d. út í búð áðan og var mikið að pæla í því á leiðinni hvað ég átti að hafa í matinn næstu daga... en nei, ég þurfti svo eftir allt saman ekki að hugsa lengra en í dag, því að mamma sér víst um þetta....
Ég var að enda við jólahreingerninguna og er á leiðinni að kaupa jólagjafir! Ég ætla því ekki að srifa mikið hérna núna, heldur fara að koma mér að verki. Ég sé alla bara á Íslandi, lendi í Keflavík kl. korter í þrjú á morgun :)
See ya!
p.s. Takk allir fyrir góðar kveðjur í commentunum.

laugardagur, desember 03, 2005

Busy busy busy!
Það er sko aldeilis stress líf á minni þessa dagana. Það eru bara próf próf próf. Ég á nú reyndar bara 1 kúrs og 1 próf eftir á þessari önn og svo skila ég ritgerð eftir jól.
Þetta er svo mikið og erfitt sem ég er í kvart kvart kvart :) að mér finnst ég stundum bara vera alveg að kafna. Ég er meira að segja farin að upplifa virkilegt prófstress...ég kastaði nú næstum því upp úr stressi fyrir ESB prófið mitt.... ég man þegar ég var í MK og kunni valla að læra fyrir próf.... það gekk allavega ekkert miðað við suma... þá á ég við t.d. Evu Ruzu sem varð alveg óð fyrir próf og glósaði og glósaði og lærði og lærði og skammaði mig fyrir að vera ekki að læra.... Nú læri ég... ég les og les og les.... en samt finnst mér ég ekkert kunna.
Ég er nú samt alveg að komast í gegnum þessa önn.
Það er svo hrikalega langt síðan ég skrifaði síðast svo að ég býst nú bara við því að umferðinn á þessari síðu hafi minkað mikið.
Ég hef voða lítið að blogga um fyrir utan skólann minn, þannig að ég veit ekki hvort að fólk hafi nokkuð gaman af því að lesa þetta. Það sem hefur drifið á daga mína svona fyrir utan námið er t.d. það að mamma mín kom í heimsókn. hún kom færandi hendi með Cherios, harðfisk, nammi og smákökur... Við eyddum mestum tíma í búðum, en það var alveg komið langt síðan ég fór í búðir, það eru svo skemmtilegar búðir í Kaupmannahöfn, þetta er besta borgin til að versla í. Auðvitað fórum við og kíktum á gamla húsið okkar, komum við á gamla pizzustaðnum okkar, Massimo og fórum með pizzu og flödeboller heim og gúffuðum í okkur.
Eftir að mamma fór, tók auðvitað við meiri lestur, próf í ESB og svo eftir prófið fallegt ostakvöld hjá Guðrúnu, það var aldeilis gaman, verst að ég meikaði ekki að fara með henni í bæinn... ég var bara svo þreytt eftir allt. Þetta eru svona highlights of my life these days. Þó að það sé mikið að gera hjá mér í skólanum eins og ég er búin að lýsa svo vel hérna, þá er ekki þar með sagt að mér finnist þetta ekki skemmtilegt. Þetta er alveg mjög spennandi nám, en ég held samt að ég verði alveg mjög fegin að komast í jólafrí 16. des. Svo kem ég til Íslands 19. des, verð fram á 8. jan. Svo kem ég aftur til Íslands í kringum 7. febrúar til að fara í praktík. Ég er ekki ennþá búin að fá praktík pláss... eða hvað maður segir, en ég held að það eigi alveg eftir að reddast. Þá verð ég alveg í 3 vikur á klakanum í febrúar.
Ég hlakka alveg ótrúlega mikið til að hitta allar vinkonur mínar, ég hef svo lítið getað haldið sambandi við alla síðan haust þar sem ég hef haft mikið að gera, það verður alveg frábært að verða svona lengi heima, og hafa líka möguleikann á því að geta stolið bílnum hjá mömmu svona einstaka sinnum, ég er ekki búin að keyra í bíl síðan í ágúst... ætli ég kunni ennþá að keyra bíl????
Ég hlakka til að sjá ykkur öll.... vinir og fjölskylda.
Jæja ég er out!

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Ég held að það sé kominn tími til að heimsækja blogger gamla!
Eins og má kannski lesa út úr bloggleysinu hjá mér þá hefur verið mikið að gera hjá mér. Ég fór til Belgíu um þarsíðustu helgi, það var rosalega fínt bara. Við náðum að gera allt sem að við ætluðum okkur í sambandi við verkefnið okkar. Reyndum að versla smá, en ef ég á að segja eins og er þá er bara mikið skemmtilegra að versla í Kaupmannahöf, mikllu flottari föt hér... kannski er bara önnur tíska líka í Brussel. Við fórum á einhverja skemmtistaði líka... Living Room, The You, og eithvað fleira sem ég man ekki. Aftur segi ég, þá vil ég heldur Kaupmannahöfn. Það er svo mikið Europop í gangi þarna, ekki minn stíll. Það var samt mjög gaman að upplifa eithvað örðuvísi. í mínum augum er Brussel mikil business borg, ekki ósvipuðð upplifun að koma þangað eins og að koma til Genf. Fullt af fólki með stresstöskur og í jakkafötum.... og svo Congo fólkið. Í flugvélinni, bæði til og frá Brussel voru það við og business fólkið, allir með litlar töskur, allir að fara yfir einhverj skjöl eða lesa Economist eða eithvað og svo við að horfa á Friends og hlæja.
Ég verð að koma með framhald seinna... ég er alveg að krókna úr kudla þar sem ég sit úti í glugga með tölvuna og er að nota netið hjá einhverjum, en netið er búið að liggja niðri í 1 og hálfa viku.....
To be continued

föstudagur, október 28, 2005

Ég vaknaði í morgun með það á heilanum að mig langaði til að fara til Íslands... ekki flytja, bara langar til að vera heima eina helgi. Það er svo skrítið þegar maður vaknar með einhverja svona flugu. Ég er nú samt ekkert á leiðinni heim, alla vega ekki fyr en um jólin.
Vikan er búin að vera nokkuð góð. Ég er búin að vera með 3 gestafyrirlesara, hver öðrum skemmtilegri. Sá seinasti kom til mín eftir tímann og vildi endilega spjalla við mig á íslensku. Hann hefur unnið mikla rannsóknarvinnu á Íslandi og hann talaði bara alaveg ágæta íslensku.
Nú er bara vika í að ég fari til Belgíu, við Pernille erum búnar að plana ferðina alveg í þaula. Vonandi að við fáum þær upplýsingar sem við þurfum til að skrifa verkefnið okkar. Við erum svo hræddar um að fólk nenni ekki að tala við okkur og svara spurningum okkar.
Það sem er í brennidepli hérna í Danmörku þessa stundina er auðvitað handtakan á þessum 4 ungu mönnum hérna í DK sem voru að skipuleggja hryðjuverk einhvers stðar í Evrópu, skv. lögreglu. Að auki var annar þeirra sem voru handteknir í Sarajevo 19. nóv. tyrkneskur maður með langtíma landvistaleyfi í DK. Ég hef það á tilfynningunni að þetta hafi nokkuð mikil áhrif á fólk. Þap er eins og þessi atburður minni fólk á hættuna sem vofir yfir, að það er möguleiki á því að hryðujuverk verði framin hér í Danmörku. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvað gerist í framhaldi af þessu.
Ég vona að það verði einhvern tíman hægt að uppræta þetta. Ég ætla að láta vera með að skrifa mikið um þetta....ég er ekki viss um að þið lesendur mínir hafið mikinn áhuga.. kannski Guðrún Birna... en við spjöllum bara á msn.
Ég vona að helgin verði ykkur ánægjuleg. Ég sé það að það er hálfkalt á Íslandi og mikil hálka svo ég vona að þið sem eruð á Íslandi klæðið ykkur vel og farið varlega í umferðinni.

þriðjudagur, október 25, 2005

GO GIRLS!
Kvennafrídagurinn hefur vakið mikla athygli í hinum stóra heimi!
Íslenskar konur fengu alveg 2!!! innslög í morgunfréttatímanum á TV2 sem mér þykir bara nokkuð gott!
Bara varð að koma því til skila....

sunnudagur, október 23, 2005

yehello!
Mini haustfríið liðið og helgin líka. Maður er svo sem aldrei í fríi þegar maður er námsmaður ef út í það er farið. Það er farið að kólna svolítið og þá er ofsalega kósí að sitja bara heima gera mest lítið, kannski horfa á eithvað í sjónvarpinu eða í tölvunni. Við Rafnar erum búin að gera eitt herbergið hjá okkur soldið kósí. Við erum með svefnsófann þar og tölvurnar og prentarann.... ekki kósí! Hahahaha... þetta er allavega uppáhaldsherbergið okkar nördanna þessa dagana. Við valla yfirgefum herbergið og er ég búin að komast yfir alveg helling af sjónvarpsefni. ég er búin að sjá alla nýjustu Despó og Lost þættina, búin að horfa á nokkra af nýju rosalega fyndnu þáttunum: Everybody hates Chris, búin að sjá Wedding crashers. Í gærkvöldi ákváðum við að þetta gengi ekki til lengdar og fengum hana Guðrúnu í mat til okkar og svo héldum við af stað í bíó. Þrátt fyrir nauman tíma gáfum við okkur tíma til að fara í sjoppuna til að fá okkur smá súkkulaði, enda er það nauðsyn þar sem við vorum að fara á Charlie and The Chocalate Factory.... eða fabrik (með enskum hreim, eins og ég kýs að kalla hana). Það er sko saga að segja frá því. Guðrún og Rafnar voru ekki lengi að velja sér eithvað gott... en ég legg meiri vinnu í þetta því að ég er svo mikið fyrir bland í poka. Svo kemur að því að ég ætla að fara að borga, sé ég ekki að lita Guðrún er að fá sér kók í svona sjálfafgreiðslugosvél.... Það var ekkert minna en líters glas sem stúlkan var að hella í. Glasið var liggur við stærra en hún! "Æ það var ekki til miðstærð!" Reyndar voru miðstærðarglös í afgreiðslunni... en jæja. Þetta fannst okkur rosalega fyndið og Guðrún greyið alveg í köku yfir því að hafa keypt svona stóra kók... En þetta reddaðist, við létum bara Rafnar halda á kókinu.
Myndin var alveg mjög flott... og nauðsyn að hafa nammi þegar maður er að horfa á þessa mynd. Ég held að krakkar sem sjái þessa mynd verði að horfa á 10 Latabæ þætti til að vega á móti.
Sem sagt, ég er búin að hafa það gott undanfarna viku en nú taka við annasamir dagar.

miðvikudagur, október 19, 2005

VISA kort

Stuttu eftir að ég kom hingað út fór ég í bankann til að opna reikning og reyndi að fá Dankort... en maður getur t.d. ekki borgað í Netto með íslensku visakorti svo að Dankort er í raun og veru nauðsyn. Þjónustufulltrúagerpið afgreiddi mig á 1 mínútu og það var sko ekki séns að ég gæti fengið debetkort! í staðin fékk ég hraðbankakort, sem ég aldrei aktíveraði. Hún var algjör trunta og nennti ekki að kenna mér á neitt, en það er alveg slatti að læra á danskt bankakerfi því að það er allt öðruvísi en það er á Íslandi.
Alla vega þá fór ég í annað útibú og pantaði tíma hjá ofur súper dúper nice þjónustufulltrúa honum Christian félaga. Það var nú minnsta málið fyrir mig að fá visa kort hjá honum og ef okkur vantar yfirdráttaheimild þá er bara að hafa samband. Hann var svoleiðis algjör andstæða við þessa kellingatruntu Við Rafnar löbbuðum sko út efitir 45 mínútur með bros á vör. Ég búin að fá VISA Dankort, allar mánaðargreislur komnar í greiðsluþjónustu. ég var svo ropsalega hissa því að maður er bara eiginlega orðin vanur því að fá ekki almennilega þjónustu hérna í Danmörku. Mér fannst þetta alla vega þess vert að skrifa um.
Ég er í mini haustfríi núna. Ég var að klára heimapróf á mánudaginn og það er ekki fyrirlestur fyr en á föstudaginn. Það er svo góð tilfynning að vera búin bara með kúrsinn sem ég var í. Nú þarf ég ekki að hugsa um það meira, Nú byrja ég bara í nýjum kúrsi og tek svo próf úr honum eftir 3 vikur. Það er svolítið þægilegt að dreifa prófaálaginu svona. Maður vinnur mikið jafnar og betur og hefur alltaf nóg að gera.

þriðjudagur, október 18, 2005

Allt að koma!

Eins og þið sjáið er ég (með hjálp Rafnars) að vinna í breytingum á síðunni minni. Hún er ekki orðin alveg eins og ég vil hafa hana, en það er allt að koma. Stay tuned!

laugardagur, október 15, 2005

Danir eru í skýjunum! Það fæddist lítill prins í nótt.
NY TRONARVING kom í heiminn Klukkan 01:57, 3500 g þungur og 51 cm langur. Frederik gat ekki neitað því að hann felldi tár við fæðingu sonar síns, enda er enginn hissa á því, ekki eftir brúðkaupið þeirra Mary.
Ég var að horfa á endann á Save The Last Dance, þá kom allt í einu svona tilkynning um aukafréttatíma, ég fékk nú bara hálfgert sjokk, hélt að eithvað alvarlegt hefði gerst. Nei þá var þetta fréttatími út af því að fréttamenn höfðu heyrt að Mary væri hugsanlega að fæða barn. Fréttastofurnar eru svo á fullu núna og í allan morgun að keppast við að velta sér upp úr öllu mögulegu í sambandi við fæðingu erfingjans... Það er verið að pæla í nöfnum, hvenær barnið verði skýrt, hver muni halda á því við skýrnina, í hvaða skýrnarkjól barnið verði, hvenær Frederik og Mary sýni barnið í fyrsta skipti, hvenær Mary fer heim af spítalanum, hvernig Frederik var við fæðinguna... alls konar vangaveltur!, Auðvitað er þetta gleðiefni, en ég get sko lofað ykkur því að það á ekki margt annað eftir að komast að í fjölmiðlum næstu daga hérna í Danmörku.

fimmtudagur, október 13, 2005

Halló Hæ
Ég er ennþá í heimaprófi, hef því verið að reyna að halda mig við efnið....en það er svo auðvelt að fara á smá blogg vapp eða gera eithvað allt annað. Þetta er vandamál sem ég hef þurft að stríða við lengi. Ég á mjög erfitt með að læra fyrir próf, skrifa ritgerðir og annað sem krefst mikillar einbeitingar og þess að maður þurfi að sitja við og lesa og lesa og skrifa og skrifa. Svo velur maður það það að fara í háskólanám. mér fannst það miklu minna mál þegar ég var að vinna með hópnum mínum í Hróaskeldu. Þá gat ég setið tímunum saman og unnið, en ef ég þarf að sitja ein og lesa og skrifa... úff það er erfitt. Þetta er nú svo sem allt að koma... alla vega búin að skilja spurningarnar.
Tinnan bara farin heim á Klakann, ég vona að hún komi fljótt aftur til okkar, allir vilja hafa Tinnu hjá sér ;) Ég sá ekki betur í fréttunum hérna en að þetta morð sem var framið á Kagsaa hafi bara verið í sama húsi og hún Erna Bergþóra bjó í þegar hún var hérna... Alveg hrikalegt þegar eithvað svona gerist nálægt manni. Þetta er nú alveg 5 km frá mér en mér er sama, þetta er á krúttlega kagsaa þar sem ég er oft.
Rafnar fer í haustfrí núna, byrjar á morgun. Hann ætlar að skella sér til Einars frænda síns í Odense og fjölsk. Ég verð því ein í kotinu, enda veitir mér ekki af friðnum, ekki svo að skilja að ég fái ekki stundar frið fyrir honum.
Annað í fréttum er það að ég og Pernille, verkefnisfélagi minn erum búnar að bóka far til Brussel akkúrat yfir þá helgi sem Sjöfn ætlar að koma!!! ég bara vissi ekki að hún væri að koma þá fyr en eftir að við höfðum bókað. En allavega þá erum við að fara að vinna rannsóknarvinnu. Við erum að skrifa um framtíð Belgíu...bla bla bla bla... nenni ekki að útskýra frekar... (ómerkilegt fyrir flesta að lesa) Við erum búnar að fá gistingu hjá vinafólki foreldra Pernille, en hún og mamma hennar bjuggu í Brussel um einhvern tíma. Spennandi spennandi. Hef aldrei unnið að verkefni þar sem ég hef sjálf aflað upprunalegum upplýsingum (first hand sources).... hef bara lært á útlensku og kann ekki svona á íslensku.
En best að fara að koma sér að verki.

mánudagur, október 10, 2005

Róleg helgi á enda. Winnie Fred Kanadísk stelpa sem er með mér í skóla kom í gær til Danmerkur og hitti mig í bænum og ég sýndi henni Kaupmannahöfn... eða einhvern hluta af henni. ég dró hana með mér í Fiskitorgið til að kaupa ilmvötn.... maður sleppir ekki góðu tilboði! 100 krónu aflsáttur af ilmvötnum! Fórum svo á kaffihús í gærkvöldi, bara rólegt.
Í dag fórum við Rafnar svo í heimsókn til Sverris frænda í nýja herbergið/íbúðina á Nyhavn! Já á Nyhavn... pínu abbó út í staðsetninguna. Hann bakaði handa okkur þessar líka fínu pönnukökur! Alveg eins og það á að vera á sunnudögum. Fórum svo þaðan að hitta frænkur hans Rafnars, en þær eru hérna í verslunarferð. Fórum með þeim út að borða á sama stað og venjulega... alltaf Ristorante Italiano. Alltaf úti að borða... Þetta líf er eins og í KB banka auglýsingunni. Nú er maður á námslánum, þá getur maður sko farið að lifa lífinu. Kaupa sér íbúð og bíl og svona... bara lúxus. Nei nei segi svona. Maður getur leyft sér eithvað svona við og við er það ekki. Nú er ég aðeins byrjuð að kíkja á prófið. Mætti ganga hraðar en það kemur allt. Hef alveg viku til að klára þetta.
Ég er núna að reyna að reyna að finna mér einhverja góða tónlist til að setja inn á tölvuna mína. Ég uppgötvaði allt í einu að ég var komin með algjört ógeð af næstum því allri tónlistinni minni. Ég er núna búin að redda mér smá Anna David (dönsk, með lagið Fuck dig!) og smá Robyn (sænsk allt í lagi poppdíva), soldið Brandy..alltaf gaman að hlusta á hana, svo er ég líka búin að ná mér í smá Gavin Degraw og James Blunt.. sem á víst rætur sínar að rekja til Danmerkur... heyrði ég í sjónvarpinu í dag. Kannski næ ég mér í nýja fallega lagið með Outlandish! Look into my eyes. Ef þið eruð með einhverjar góðar uppástungur endilega kommentið.
Og já svona áður en ég kveð í bili þá langar mig bara að segja ykkur sem eruð byrjuð að skafa rúðurnar á morgnanna að það er ennþá fínasta veður hérna í DK og SE. Hitastigið er yfirleitt í kring um 15 gráður á daginn og ekki mikið lægra á daginn. Ekki hægt að kvarta yfir veðrinu hérna skal ég segja ykkur. Kannski ljótt af mér að vera að monta mig svona....
Jæja! Það er komið jæja eins og Gerður stæ kennari mundi orða það.
Hasta luego!

föstudagur, október 07, 2005

Ég sem hélt að ég mundi verða rosalega dugleg að blogga eftir að við fengum internet. Nei svo hefur ekki verið. Ég er vægast sagt búin að vera upptekin. Það er búið að vera nóg að lesa alla vikuna. Um helgina voru Baldur og félagar hjá okkur. Við vorum ekkert allt of dugleg að gera alls konar með þeim út af önnum, en við fórum á rosa skemmtilegt djamm á laugardaginn. Byrjaði á því að fara til Tinnu og Guðrúnar og svo var haldið á Vega. Það var náttúrulega killer stemmning á staðnum og allir fóru glaðir heim. Svo var það bara lesa lesa lesa, já og á þriðjudaginn buðu Baldur og Crew okkur svo út að borða. Mongolian Barbeque varð fyrir valinu ... og húrra fyrir Mongolian Barbeque! Geysilega góður matur! hef aldrei prófað neitt þessu líkt. Mæli með þessu.
Nú er ég byrjuð í heimaprófi svo að ég verð heima alla næstu viku að vinna að því að svara prófspurningum. Nú er ég dauðþreytt svo ég skrifa bara eithvað skemmtilegt á sunnudaginn. Er ekki í miklu stuði til að skrifa núna...

fimmtudagur, september 29, 2005

Við erum komin með internet!
Það er ekkert smá gaman að vera loksins komin í samband við umheiminn.
Ég hef víst verið klukkuð tvisvar... ég er svona rétta að ná þessum eltingaleik... hér koma 5 atriði um mig:


1)Ég hugsa á alls konar tungumálum. Stundum hugsa ég á ensku, stundum á dönsku, yfirleitt þó á íslensku. Spænskan poppar líka stundum upp í huga mér.
Mér verður það líka stundum á að segja eithvað á röngu tungumáli. Nota allt í einu eithvað danskt orð inn í setningu á íslensku. Þetta er nú kannski ekkert svo skrítið því að ég nota mörg tungumál. Ég vakna á morgnanna og tala við Rafnar í Íslensku, fer í skólann og tala á ensku, tala við fólkið í frímínútum á dönsksænskensku... mjög sérstakt tungumál..Þau tala við mig á sænsku og ég svara svo til baka á þessu tungumálli sem ég hef þróað.... og svo hitti ég eða tala við Anne Marie, eða fer í búð eða tala við einvherja af dösnku vinum mínum.. þá tala ég dönsku.


2)Ég er stundum hrædd við að kíkja á heimabankann minn. Ég veit ekki hvort að það séu fleiri sem kannast við þetta, en þegar maður veit að það lítur ekki allt of vel þar, þá er maður hálf smeikur við að fá að vita sannleikann.


3)Mér finnst vanillulykt góð. Ég er alltaf með vanillukerti hema hjá mér. Ég bý rétt hjá IKEA og það er ekki langt að fara til að fá góð vanillukerti á góðu verði.


4)Ég hef ekkert sérstaklega gaman af ævintýrum. Ég hef alltaf verið rosalega raunsæ manneskja. Meira að segja þegar ég var lítil. Mér fannst ekkert sérstaklega gaman að lesa ævintýrabækur. Ég hef ekki lesið neina Harry Potter bók og ég hef ekki einu sinni áhuga á því. Já ég veit Malla... shocking!

5)Ég held upp á mjög sérstaka hluti. Ég er tiltölulega nýbúin að fá mér nýjan kodda. En ég held að ég hafi verið 4 ára þegar ég fékk koddann sem ég notaði þangað til. Það er valla hægt að kalla þetta kodda... þetta er kannski meira eins og svæfill.
Annað sem hefur fylgt mér í mörg mörg ár er lítill fílsungi. Afi minn gaf mér einu sinni ljósakrónu, í ljósakrónunni hékk bangsafílamamma og lítill bangsafílsungi. Ég hef þvælst út um allt með þetta lilta dýr. Aldrei verið manneskjan sem sefur með bangsa eða eithvað slíkt, en litli fíllinn hefur bara alltaf fylgt mér samt sem áður. Nú situr hann hérna á skrifborðinu hjá mér.

Þetta voru nú svona 5 ómerkileg atriði um mig.
Annars er allt gott að frétta af mér. Ég hef vægast sagt haft nóg að gera undanfarið í skólanum. Af er sem áður var... no mercy, það eru bara 100 bls. í það minnsta á dag plýs ritgerðarsmíð svo að það er ekki mikill tími til að leika. Svo les maður síðuna hjá Guðrúnu og þær eru alltaf að leika og gera eithvað skemmtó. Ég kvarta samt ekki, því að þetta er alveg ljómandi skemmtilegt og ég nýt þess frekar en hitt að hafa nóg að gera.
Ég var reyndar að koma úr matarboði í Svðíþjóð. Hún Mimmi, úr skólanum mínum, vildi endilega að ég fengi að smakka alvöru sænskar kjötbollur svo hún hélt kjötbolluboð fyrir mig og nokkra aðra úr skólanum. Kvöldmaturinn minn var s.s. Sænskar kjötbollur, kartöflumús, rjómasósa og sulta. Alveg ágætismatur... ekkert mikið öðruvísi en matur sem maður fær heima á Íslandi. Það er nú bara ekkert smá hvað þessir
Svíar í kring um mig tala mikið um kjötbollur.
Ég er búin að vera hálfslöpp undanfarið. Fór á Aarsfest hjá RUC á föstudaginn.... þetta er svona 8000 manna partí sem er mestan part úti, eða í tjöldum og daginn eftir varð ég bara hálflasin. En ég er nú alveg öll að koma til.
Nú ætla ég að vera duglega að láta ykkur vita af mér. Mig langar til að breyta aðeins til hérna... einhvern tíman þegar ég er ekki alveg að kafna úr lestri. Klipp og stríp á morgun á Street Cut.. get ekki beðið.
Segi ykkur frá því á morgun.
Farvel

P.S. KLUKK ERNA BERGÞÓRA !

föstudagur, september 23, 2005

Ég er á lífi... ég er bara ekki enn komin med internet, hversu haegt getur tetta gengid. Svo eru tölvurnar hérna í skólanum ógedslega pirrandi. Tholinmaedin trautir vinnur allar.... ég verd sko ordinn meistari í tholinmaedi eftir tetta ár. Altaf ad ferdast í og úr skólai 4 tíma hvern dag sem ég fer í skólann... thurfa ad meika slow tölvur, ömurlega thjónustu hjá símafyrirtaekjum... já já, ég er tholinmód. En bara svo ad thid netnördar allir vitid thá fer ég reglulega blgghring, thó svo ad ég hafi ekki tíma til ad kommenta.... Enn og aftur aetla ég ad skrifa ad ég voni nú ad ég fari ad fá netid brádum.... ég fer ad hljóma eins og Cato... sem lauk öllum raerdum sínum med "Auk thess legg ég til að Karthagó verdi lögd í eydi!"
Verd ad fara í tíma

miðvikudagur, september 14, 2005

Ég sit hérna á kaffihúsi á Gothesgade, café Mojo. við erum ekki ennþá komin með internet svo að maður verður bara að redda sér svona. Það er nú bara nokkuð huggulegt samt að sitja hérna og vera á netinu.
Lífið gengur sinn vanagang hérna í Skandínavíu... ég kem svo víða við núna, er bara næstum því búin að leggja undir mig Skandínavíu. Skólinn er bara mjög fínn. Allt öðruvísi en Hróaskelda, en það eru alveg svakalega fínir kennarar. Ég held að við séum eithvað um 50 eða 60 í bekknum svo að að eru ekki svo margir. Kennararnir hafa flestir verið með í því að stofna þetta prógram og er því mjög ant um þetta og maður finnur á þeim að þeir reyna að gera allt fyrir okkur, vinna rosalega mikið með okkur. Þeir ná einhvern veginn að keyra upp metnaðinn hjá öllum, veit ekki alveg hvort að þið skiljið hvað ég á við. en auðvitað eru þarna nokkrir í hópnum sem ég er búin að pikka út sem eru bara í skólanum til að fá VISA, það er gott að búa í Svíþjóð, en þeir eru ekkert svo áhugasamir að læra mikið. Maður passar sig bara að vinna ekki verkefni með þeim. Ég kynntist norskri stelpu fyrsta daginn, henni Pernille og við erum búnar að ákveða að vinna saman verkefni alla önnina. Það var partí í skólanum í síðustu viku, þá hitti 2 Íslendinga, hana Þórhildi frá Akureyri og Smára frá Vestmannaeyjum, þau eru bæði í skiptinámi. Það eru nú alveg örugglega fleiri Íslendingar þarna, þetta er svo stór skóli, ég held að það séu 20.000 manns í honum.
Ég hef nú kannski ekki átt mikið líf fyrir utan skólann hingað til, það á allavega hug minn allan. Mér finnst þetta spennandi. Ég á mér samt sem áður eithvað líf fyrir utan skólann. Við Rafnar vorum að byrja í badminton með Tinnu og félögum, ég er nú alveg skítléleg, alla vega núna... en ég verð nú ekki lengi að pikka upp taktana.
Síðasta helgi var nú bara ansi fjörug hjá okkur. Vinir hans Rafnars komu frá Svíþjóð, Helgi, Halli, Helga og fleiri og við í Christaniu og svo fórum við alveg heill hópur út að borða á Jensens. Það var mjög huggulegt. Röltum svo eithvað um bæinn og settumst inn á Hvids vinstue. Halli og Helga gistu svo hjá okkur og Viðar og Helgi komu svo í morgunmat til okkar sem stóð örugglega í 3 -4 tíma... Þetta var bara alveg ljómandi góð helgi, ég vil bara segja takk fyrir.. ef einhver af ykkur les þetta.
Nú er styttist bara í það að ég fái nýjan nágranna.... svo vill svo til að þessi nýji granni á sama afmælisdag og ég... það er eithvað með okkur... eins og við höfum konnektað svona á fæðingadeildinni. Það verður rosa stuð að fá Guðrúnu Öspina hingað. Hlakka til að sjá þig gera alls konar skemmtilegt social með þér og Tinnu,,,, þið verðið að hafa "herfuna" með ( Tinna ;) hehe )
Jæja, ætli ég fari ekki að ljúka þessu í bili... Ég vona að ég fái bráðum internet heima... þá get ég breytt lúkkinu á síðunni... og nenni þá kannski að bæti við tenglum... ég er með helling af nýjum tenglum í handraðanum.
Alla vega verið dugleg að kommenta, ég verð kannski þá dugleg að fara á kaffihús að blogga....
Hej då

mánudagur, september 05, 2005

Halló!
Ég er ad fara ad byrja ad skrifa hérna aftur. Tetta er nú bara svona upphitunarblogg. Ég er ekki komin med internet heima, en tad stendur til bóta í lok vikunnar. Allt komid á fullt í skólanum. Hellingur ad lesa og hellingur ad laera! Tad er nú bara af hinu góda. Ég er búin ad kynnast alveg frábaeru fólki hérna, jafnvel thó ad okur gefist ekki mikill tími í tad. Tad verdur svo partí á fimmtudaginn... thá gefst manni faeri á ad kynnast fleirum.
Vid erum svona nokkurn vegin búin ad koma okkur fyrir í íbúdinni. Sverrir fraendi minn flutti inn í gaer. Búum í tvílíku gamalmenna hverfi, eins og ég lýsti tessu svo skemmtilega fyrir fólki um helgina... Í stadin fyrir ad tad séu barnavagnar nidri í forstofunni, tá eru göngugrindur:) Vid heyrum fuglasöng inn um gluggan hjá okkur, okkur er meira ad segja farid ad bregda ef vid sjáum bíl keyra hradar en á 40. Ég verd víst ad hafa tetta stutt í tetta skipti, en ég mun skrifa aftur mjög brádlega. Thotin í tíma.
Halló!
Ég er ad fara ad byrja ad skrifa hérna aftur. Tetta er nú bara svona upphitunarblogg. Ég er ekki komin med internet heima, en tad stendur til bóta í lok vikunnar. Allt komid á fullt í skólanum. Hellingur ad lesa og hellingur ad laera! Tad er nú bara af hinu góda. Ég er búin ad kynnast alveg frábaeru fólki hérna, jafnvel thó ad okur gefist ekki mikill tími í tad. Tad verdur svo partí á fimmtudaginn... thá gefst manni faeri á ad kynnast fleirum.
Vid erum svona nokkurn vegin búin ad koma okkur fyrir í íbúdinni. Sverrir fraendi minn flutti inn í gaer. Búum í tvílíku gamalmenna hverfi, eins og ég lýsti tessu svo skemmtilega fyrir fólki um helgina... Í stadin fyrir ad tad séu barnavagnar nidri í forstofunni, tá eru göngugrindur:) Vid heyrum fuglasöng inn um gluggan hjá okkur, okkur er meira ad segja farid ad bregda ef vid sjáum bíl keyra hradar en á 40. Ég verd víst ad hafa tetta stutt í tetta skipti, en ég mun skrifa aftur mjög brádlega. Thotin í tíma.

mánudagur, júní 27, 2005

Jæja þá er mín bara mætt á klakann!
Landið heilsaði mér með gråvejr, s.s. rigningu og þoku... maður getur alltaf treyst á þetta! Ég flaug heim með tvo litlu frændur mína og við vorum öll voða dugleg í flugvélinni:) Gaman að hafa svona skemmtilega ferðafélaga með sér, tíminn leið bara mjög hratt. Rafnar sæti tók svo á móti mér auðvitað, en nú er hann farinn út í sveit að selja ís... alltaf í burtu frá mér.
Ég hef ekki ennþá náð að hitta svo marga, fór til Evu Ruzu í gær og Eva María kom þangað, svo hitti ég hana Ásgerði líka í dag. En koma tímar koma ráð ;) ... ég er nú ekki á leiðinni "heim" alveg strax. Það var ógislega gaman í gær að hitta litla(stóra) Depil. Hann býr í Vestmannaeyjum en fólkið sem er að passa hann var í bænum og við Sigrún fengum að vera með hann í gær. Hann reyndar þekkti okkur ekkert fyrst... það var svona smá erfitt að kyngja því, en svona er þetta þegar maður fer í burtu frá voffanum sínum í svona langan tíma. Það var mjög skrítið að geta ekki bara labbað inn í Haukalindina með voffa... bara eithvað annað fólk sem býr þar. Ég hlakka mjög mikið til 1. ágúst, að fá Haukalindina aftur, þó svo að ég eigi nú jafnvel ekkert eftir að búa þar.
Ég ætla svo að byrja að vinna á mánudaginn hjá Bíló. Alltaf fjör þar á bæ! Ég ætla þess vegna að reyna að nota þessa viku í að gera eithvað skemmtilegt. Ég er að fara í klipp og stríp til Systu í fyrramálið.. það veður geðveikt! því eins og vanalega þegar ég kem heim frá Danmörku þá er ég með ógeðslegt hár. Með rót niður á hæla og lit sem eiginlega er farinn að fara úr. Ég ætla að vona að veðrið verði gott því að mig langar svo að prófa nýju sundlaugina í Kópavoginum. Þó að ég sé ekki mikil sundmanneskja hef ég fengið nokkrum sinnum þvílíka löngun til að fara í sund á meðan ég var úti... en sundlagarnar í DK eru bara ógeð kaldar svo að ég gat ekki hugsað mér að fara í sund þar. Ef ykkur langar í sund, þá bjalliði bara í mig. Ég er bara með gamla númerið mitt. Ég held að það sé kominn tími til að ég haldi pásu frá bloggi. Það eru ekki svo margir sem lesa blogg á sumrin og ég er hætt að nenna að skrifa eithvað skemmtilegt. Skrifa bara af skyldurækni. Ef þið viljið vita what's goin on hjá mér þá hringiði bara í mig. Ég mun koma aftur, þá sterkari til leiks eftir góða pásu og jafnvel með nýtt útlit.
Hróaskeldu fólk : Góða skemmtun!
Þið hin: rock on!

þriðjudagur, júní 21, 2005

Ég er komin í sumarfrí lallallallalala!
Fór í prófið áðan og það gekk bara alveg ljómandi. Fékk 10! Ekki amalegt að vera með 10 í meðaleinkun eftir árið.
Nú ætla ég að fara að leggja mig... smá spennufall í gangi.
Hlakka til að sjá ykkur alle sammen á laugardaginn.
HEJ HEJ

mánudagur, júní 20, 2005

AAAAAAAAAAAaaaaaaaaaalllllvvvvvveeeeeg að verða búin! Dauða 3 tíma munnlegt próf á morgun... ég get ekki lært trallallala! Ég er bara með njálg og get ekki beðið eftir að vera búin. Veðurguðirnir hafa ekki verið mikið að hugsa um mig og þá staðreynd að ég er að fara í próf á morgun. Það er búið að vera ógeðslega ógeðslega gott veður, sérstaklega í dag! En svo verður auðvitað þrumuveður á morgun... ég vona bara að það sé ekki neitt táknrænt.... Get bara ekki beðið eftir því að verða búin!

miðvikudagur, júní 15, 2005

Er mín bara ekki enn og aftur orðin veik!
Kastaði upp í gærkvöldi... (ekki skemmtilegt að vita?) og ég er búin að vera alveg máttlaus síðan...ég held nú samt að ég sé eithvað að koma til, enda búin að liggja eins og skata í allan dag. Ég vil heldur fá hálsbólgu samt en eithvað svona magadæmi, en upp á síðkastið ef ég verð veik þá er það yfirleitt eithvað maga dót. Framundan er spennandi helgi. Próflestur auðvitað, en hvað á maður að stressa sig mikið fyrir eitt skitið próf.... Ég er að pæla í að skella mér í Kvennahlaup hérna á Amagarstrand á laugó, haldið verður upp á 17. júní 18. júní á Amagerstrand. Kvennahlaup ÍSÍ Karlakór Dalvíkur Ávarp Fjallkonunnar Sungið á sléttunni Hoppukastali Rennibrautir Andlitsmálun íslenskir leikir Fánar og blöðrur Íslenskar veitingar Íslenskt sælgæti Óvæntar uppákomur... svona hljóðar dagskráin... maður missir ekki af því. Svo verður maður nú að samgleðjast henni Tinnu! Hún verður náttúrulega stúdent á laugardaginn konan og er að fara cruisa um bæinn á pallbíl með öllum samstúdentum sínum, veifandi húfunni sinni, örugglega ekki sober. Foreldrar hennar ætla svo að halda veislu fyrir hana á sunnudaginn í sumarbústaðnum. Hún Tinna er dugleg skjáta. En ætli ég endi þetta ekki á þessum orðum. Ætla að halda áfram að liggja hérna í hnipri.

laugardagur, júní 11, 2005

Bara tvær vikur í að ég komi heim! Sjitt maður!
Ég hætti við að fara á Hróaskelduhátíðina til þess að geta komið fyr heim. Ég fer í próf 21. júní og svo fer ég heim 25. júní. þá ætla ég að fljúga heim með tvo litlu frændur mína, 2ja og 4 ára. Það verður væntanlega púl sko! Ég fór í Nuskin partí á síðasta laugardag... eða partí.. veit ekki alveg hvað það kallast, það var bara svona opið hús hjá þeim og músík, tískusýning og tækifæri til að prófa það sem þeir hafa upp á að bjóða. Ég lét mæla í mér andoxunarefnin og ég kom bara nokkuð vel út þar, þrátt fyrir að éta ekki nein fæðubótaefni, vítamín eða lýsi. Maður er bara svo duglegur í grænmetinu og ávöxtunum... eða reynir. Mig langar samt að reyna að fá mér life pack. Þegar ég hætti að borða nammi, þá hef ég efni á að kaupa mér life pack. Það voru alls konar getraunir í gangi þarna á staðnum, og tók ég þátt í einhverjum.. . nei nei haldiði ekki bara að ég hafi unnið í einni. Ég giskaði rétt á hve margar omega 3 pillur voru í blómavasa og fékk gjafabréf á rosalega fínan veitingastað á Vestebro, 4 rétta máltíð og alles bara! Við Rafnar förum einhvern tíman þegar við viljum gleyma því að við séum fátækir námsmenn..... hehe.
Vikan er búin að vera ágæt, ég er búin að vera að reyna að lesa svolítið á Svarta Demantinum, maður verður eithvað að reyna að undirbúa sig fyrir prófið sko.Svo fór ég í TOEFL próf á miðvikudaginn. Úff mér leið eins og ég hafi verið að hlaupa maraþon eftir prófið. Þetta var svo mikil keyrsla, maður rétt náði að krossa í reytina þegar maður þurfti að snúa sér að öðru. Tala nú ekki um hvað mér var mikið mál að pissa hálft prófið, enda var þetta líka margir klukkutímar sem við vorum inni í þessum sal. Hef ekki hugmynd um hvernig gekk, en ég held að fyrri hlutinn hafi gengið mjög vel, veit ekki hvort að seinasti hlutinn hafi gengið eins vel því að maður þurfti að drífa sig svo rosalega mikið. Það var svo svaka fínt koktail partí hjá stelpum úr skólanum á miðvikudagskvöldið... Það voru næstum allir þeir sem ég hangi mest með úr skólanum. Ég tók með mér myndavél og ætla að setja inn myndirnar á eftir. Þá getið þið séð aðeins hvernig fólkið er. Nú ætla ég að fara að hjálpa Sigrúnu að pakka niður. Hún er að fara heim á morgun... hún mun aldrei aftur koma inn í íbúðina í Hollænderdybet, ég þarf svo líka að fara að pakka niður öllu mínu drasli því það er ekki langt í að ég þurfi að fara að flytja út buskann... ekki veit ég hvert. Við ætlum svo að fara út að borða á eftir og Sigrún ætlar að kveðja Kaupmannahöfn í bili.

sunnudagur, júní 05, 2005

Hola!
Jæja nú er ég svona nokkurn vegin búin að jafna mig eftir verkefnavinnuna. Það er nú ekkert grín að þurfa að vinna í verkefni lasin. Ég held líka að ég hafi slegið met í svefni í síðustu viku. Það er í lagi að vera latur stundum er það ekk?
Ég er búin að lofa sjálfri mér að vera dugleg í næstu viku.
Það er nú svo sem ekki mikið að frétta af svona svefnsjúklingi.. eðlilega...
Guðfinna var hérna í Kaupmannahöfn og við æfðum okkur í pool. Ég mundi segja að við höfum bætt okkur nokkuð mikið! Ég fékk að gista hjá Tinnu á föstudagsnóttina því að ég lagði ekki að keyra ein heim í ógeðslega þrumuveðrinu. Mér finnst nú vanalega ekkert hræðilegt við þrumur og eldingar þannig.... en var samt eithvað ekki alveg til í að keyra ein heim um miðja nótt.
Ég skrifa einhvern tíman þegar ég hef eithvað að segja.
Bless bless

mánudagur, maí 30, 2005

VERKEFNI LOKIÐ!
KOM HEIM ÚR SKÓLANUM KL. HÁLF-FIMM Í MORGUN OG VAR MÆTT AFTUR KL 10 TIL AÐ SKILA!
FINIDO!

miðvikudagur, maí 25, 2005

Hæ hæ !
Það er ekkert sérstakt að ffrétta frá mér þessa dagana. Við erum á loka sprettinum með verkefnið, eigum að skila á mánudaginn.... en hvað haldiði? Auðvitað er ég lasin. Ég er eithvað að reyna að hanga uppi í skóla og reyna að vera að einhverju gagni. Það er bara ekkert spes þegar maður er svona slappur. Hún Eva Ruza er svo að koma á morgun! Jeijj ég hlakka svo til.. .bara verst að ég er svona upptekin akkúrat núna. Ég vona alla vega að ég verði orðin betri á morgun svo að hún þurfi ekki að fafra í hlutverk hjúkrunarkonunnar.
Ég skrifa seinna þegar ég hef eithvað að segja..
Hausverkur kveður að sinni.

mánudagur, maí 16, 2005

Það er búið að vera svo gaman um helgina!
Tivoli ferðin á föstudaginn var náttúrulega frábær, en laugardagurinn var sko ekkert verri!
Það var Karnival í Fælledparken Það var allt þarna. Salsa, samba, afró dans, brasilísk, afrísk, cubönsk tónlist... Sannkölluð Rijo stemning. Það voru samba sýningar, salsa sýningar.... ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Fullt af stórum tjöldum með alls konar tónlist og alls konar sýningum... alls konar matur frá alls konar löndum. Allir dansandi á götunum og í Parkinum. Ég sat fyrst með Anne Marie og vinkonum hennar í sólinni við hliðina á gaurum sem voru að spila á afró trommur og allir að dansa í kring um okkur. Svo komu Guðný og Fatima og joinuðu okkur, við fórum á milli tjalda og fylgdumst með þvílíkum samba sýningum.... vá hvað sumar gellurnar voru góðar í að hrista rassa! Þær voru þarna á perlu-g-streng og litlum bikini topp og dönsuðu geðveikt flott með svona fjaðra-thing á hausnum. Bara alveg eins og í Brazil! við keyptum okkur alls konar skemmtilegan mat og ógeðslegan lakkrís og tókum svo létt salsa, cha-cha og samba dansspor úti á götu, færðum okkur svo í úti diskótekið, þar sem var spiluð svona afrísk, eða eithvað svoleiðis diskótekamúsík. Ég var þarna alla vega í 10 tíma og skemmti mér alveg konunglega!
Í gær fór ég svo aftur í Tivoli... við mamma fórum bara til að sitja og slappa af og njóta góða veðursins, enda erum við með árskort og þurfum ekki að borga inn. Svo komu pabbi og bróðir hans og við röltum á kaffihús í Istegade. Svo var tími til komin fyrir mig að fara heim og búa mig því ég var að fara í matarboð/pókerkvöld hjá Lau með Anne Marie. Fyrsta skipti sem ég spilaði póker.. ég var nú ekkert svo klár í fyrstu... en þegar líða fór á var ég bara orðin nokkuð glúrin í að blöffa. Ég verð að verða mér út um svona chips. Þetta er ógeðslega gaman! Ég verð að halda pókerkvöld í sumar þegar mamma og pabbi eru búin að fá húsið aftur!
Alla vega þá ætla ég að enda þessa helgi vel og horfa á La Mala Educacíon í kvöld, Almodóvar mynd getur ekki klikkað. Um að gera að njóta helgarinnar því að ég veit að ég verð alveg hrikalega upptekin í næstu viku að vinna í verkefninu, ekki viss um að ég verði neitt voðalega dugleg að blogga. Ég býst við að verða uppí skóla frá morgni til kvölds næstu 2 vikurnar. Gaman gaman!
Hej hej!

laugardagur, maí 14, 2005

Halló halló! Lítið að frétta af mér svo sem. Vikan er búin að fara í verkefnavinnu.
Annars var föstudagurinn alveg mjög skemmtilegur. Á leiðinn heim eftir erfiðan dag verkefnislega séð hringdi síminn og þá var það hún Eva Ruza að boða komu sína til Baunalands. Það verður sko fjör á stöllum.
Þegar ég kom heim þá litaði mamma á mér hárið.. loksins! Hún hefur ekki haft tíma til þess svo lengi vegna þess að hún var að klára verkefni og þess vegna var ég komin með rót niður á hæla! Svo fengum við okkur Massimo pizzu...bestu pizzur í heimi og svo fór ég í Tivoli. Tivoli er best! Ég keypti mér árskort og ég ætla að fara í hverri viku! Ég fór í fyrsta skipti í nýja stóra stóra rússíbanann og það var svo geðveikt! Ég ætlaði ekki að þora, en það var svo geðveikt.
Nú er hann Rafnar minn akkúrat að klára síðasta prófið sitt og á morgun fer hann að vinna á Dingaling ísbíl! Örugglega drauma vinnan hans, ískallsins. Hann mun keyra um allt land og selja ís á bæjum og þorpum.
En nú ætla ég að fara að búa mig, er að fara á karnival í Fælledparken. Dansa salsa og afró dansa og alls konar! Gaman gaman! Vor í Kaupmannahöfn er best!

þriðjudagur, maí 10, 2005

Halló halló!
Ég er nú bara að láta að vita að ég er lifandi og í góðum gír. Allt er á fullu í Hróaskeldu... vinnum frá morgni itil kvölds í stóra verkefninu okkar þessa dagana. Það er frábært bara að hafa svolítið að gera, alla vega er þetta mjög spennandi verkefni svo ég kvarta ekki. Helgin var alveg frábær. á föstudaginn fór ég í afmæli til Astrid sem er með mér í hóp... það var heldur betur fjör, vorum í látbragðsleik og svona... (alveg týpískt RUCara thing að fara í leiki og vera svona soldið social). Svo var nú reyndar aðal fjörið á laugardaginn. Ég byrjaði á því að fara til Tinnu, þar voru Dísa vinkona Tinnu og Alma vinkona Dísu. Við skemmtum okkur yfir því að finna út hvaða fólk við þekktum allar... svona týpískt Íslendinga thing... og svo tókum við smá sing star á þetta! Tinna vann auðvitað! Hún vinnur alltaf kellingin en vill svo ekkert kannast við það að hún syngi fallega! Alla vega svo var kominn tími til að kíkja á sveitaball með Í svörtum fötum. Ég held bara að ég hafi sjaldan skemmt mér eins vel á balli. Þetta var held ég í fyrsta skipti sem ég sé þá spila svona life... og vá hvað þetta var eithvað gaman! Ég bjóst sko alls ekki við þessu. Eftir ballið skelltum við okkur aðeins í bæinn, en fórum svo fljótlega heim á leið. Nú ætla ég að snúa mér aftur að
endurreisninni, listinni, kristnum táknum, og biblíusögunum, ....
Seinna!

miðvikudagur, maí 04, 2005

Jæja það held ég bara að ég er ekkert voða góð í að búa til próf.. það fékk allavega enginn 10 á prófinu mínu. En svona er háskólalífið... einkunirnar lækka þó svo að maður sé alveg að standa sig vel! Er það ekki bara... þetta var bara svona háskóla próf.
Það var mikið um dýrðir hérna í Kaupmannahöfn á sunnudaginn, 1. maí. Reyndar byrjaði ég daginn á því að fara í rólegheitin til hennar Tinnu. það var ofsalega kósí, fórum í gönguferð um hverfið og spurðum hvort að Helga vildi vera memm og fírum svo og sátum í garðinum hjá Gígju. Ég fór eithvað að verða óróleg og vildi komast í fjörið svo ég skutlaðist í Parken til að hitta Guðnýju og Díönu. Það var svona smá forsmekkur af Hróaskelduhátíð að koma í Parken... það voru 2 tivoli á svæðinu, hljómsveitir, ræðuhöld fyr um daginn sem ég missti af. Svo var allt komið í drasl og rusl. Við röltumum í smá stund, en við fórum fljótlega heim til Díönu og fengum okkur pizzu. Ekki besta pizza sem ég hef smakkað, enda held ég að gaurarnir á pizzastaðnum hafi verið búinr að fá sér eithvað mikið að reykja í tilefni dagsins því þetta gekk voðalega hægt hjá þeim. Svo á leiðinni heim viltist ég aðeins þegar ég var að keyra Guðnýju á lestarstöðina... keyrði í nokkra hringi... það var voða fyndið! En þetta var voða huggulegur dagur get ég sagt ykkur.
Mánudagurinn var svo bara eithvað ónýtur dagur fyrir alla sem ég hitti. Ég vaknaði með hausverk og drattaðist á lappir og fór í skólann... fattaði þá að ég átti að mæta klukkutíma fyr á fund.. skipti svo sem ekki máli þar sem enginn var í stuði til að gera neitt.... við sátum s.s. og kjöftuðum til hádegist, skiptum með okkur verkum og fórum í lestina til Kaupmannahafnar.. fórum nokkur á kaffihús og sátum þar í nokkra tíma. Mjög öfllugur mánudagur! Í gær ætlaði ég síðan að vera að vinna allan daginn, en það var bara ekki hægt að vera inni. Ég fór bara með mömmu og pabba í heimsókn til Sollu og Óla hérna út á Amager og við láum í garðinum hjá þeim og létum sólina steikja okkur. Ég er svo brunnin á öxlunum, en það var alveg yndislegt að liggja í sólbaði. Fyrsta sólbaðið mitt í ár.... Ég náði að vinna síðan aðeins í verkefnum og öðru þegar ég kom heim.... og í morgun er ég búin að vera dugleg. Astrid úr hópnum mínum kom hérna til mín og við unnum í alveg allan morgun og ég er ekki hætt.. svo að vonandi fer vikan ekki alveg til spillis.
Á laugardaginn ætlar mín svo bara að skella sér á sveitaball, reyndar ekki mikið upp í sveit, bara 5 mín í burtu frá mér á hjóli.. en það er ball með Í svörtum fötum... ég mundi aldrei fara á ball með þeirri hljómsveit á Íslandi en þegar maður er hérna þá er þetta eithvað svo öðruvísi. Ég hlakka nú bara alveg rosa mikið til að fara að hrista kótelettur eins og maður segir hérna í Kaupmannahöfn.

sunnudagur, maí 01, 2005

Ég bjó til próf! Hermi hermi hermi! Mér tókst ekki að setja íslenska stafi, vona að þið fyrigefið það
Hérna kemur það.. sýnið hvað þið getið!
Takið prófið! and then Athugið stigin hér!
Það er laugardagskvöld og ég er bara heima. Ég hef ekki haft neitt að gera svo sem svo ég skellti bara Notthing Hill í DVDarann og glápti. Eftir það ákvað ég svo að kíkja aðeins á ruv síðuna eins og ég geri svo oft til að kíkja á einhverja íslenska þætti. Ég sá að Laugardagskvöld með Gilla pilla var kominn inn svo ég ákvað að kíkja aðeins á það.... Herre Gud! hvað gaurinn er ógeðslega pirrandi. Fyrst var viðtal við Jón Ásgeir og hann spurði hann spurninga eins og: ertu ekki með minnimáttakennd af því að við erum svona lítil þjóð?, er þetta bara einhver bóla? Eigum við eftir að leggja undir okkur heiminn.... svo hélt þátturinn áfram og Gilli pilli talaði við fleiri viðskiptajöfra sem eru að gera það gott í Bretlandi... m.a. Bakkavarar(Bakkavör) bræður, gaur frá FL group... (Iceland air) og fleiri og alltaf alltaf alltaf spurði hann sömu asnalegu spurninganna og fékk þess vegna fullt af mjög líkum svörum. Samt lét hann þessa viðskiptaplebba vaða áfram. Svo kom að menningarlegu innslagi þáttarins. Védís Hervör spilaði og söng fallegt lag eftir sjálfa sig, eftir að hún var búin að syngja tók hann síðan viðtal við hana... en hún fékk valla að ljúka einni setningu því hann varð að flýta sér að ná að tala við fleiri stórkalla! Ég var næstum því búin að kasta einhverju í tölvuna! Enn og aftur segi ég hann er svo pirrandi! Hann hélt áfram að tala við þessa stórkalla og svo kom annað menningarlegt innslag....Mugison... enn og aftur mjög stutt... en það er kannski alveg sanngjarnt því hann er nýbúinn að vera í þættinum hjá honum. Nú get ég alveg skilið að þessi þáttur átti kannski aðallega að fjalla um þessa viðskiptajöfra sem eru að gera það svo gott þarna úti, en þurfti hann endilega að spurja alla gauranna að því sama? Fyrst hann vildi á annað borð koma með menningarleg innslög í þáttinn (sem mér by the way fannst vera það eina sem var varið í í þættinum) þá hefði hann alveg mátt gera það almennilega. Ég skil ekki alveg af hverju ég horfi á þessa þætti.... en maður er kannski svolítið að reyna að fylgjast með því sem er í gangi í Íslandi svo að maður verði ekki alveg utangátta þegar maður loksins kemur heim.
Ég verð að tala aðeins um þáttinn hanns sem var um daginn frá Kaupmannahöfn. Vá hvað það var pínlegt að horfa á þennan þátt!!! Ég vona bara að ekki nokkur íslenskumælandi Dani hafi séð þennan þátt. Fattiði tilfinninguna að skammast sín fyrir einhvern? Já þannig var tilfinning mín. Það var svo rosaleg þjóðremba í gangi í þessum þætti. Íslendingar eru svo duglegir að vinna, þeir eru bara farnir að taka yfir hérna í Danmörku. Danir eru svo latir! Við erum einfaldlega svo mikið betri en þeir! Hlutirnir gerast svo hægt! Að vissu leiti er margt til í þessu. Hlutirnir gerast hægar hérna, Danir eru með styttri vinnuviku en Íslendingar og vinna ekki mikla yfirvinnu eins og Íslendingar gera, þeir þurfa langan tíma til að skipuleggja allt. En ef við stöldrum aðeins við og hugsum okkur um..... er það eithvað verra? Fólk hér hefur mikið meiri tíma fyir fjölskylduna, fólk leggur mikið upp úr því að hafa það huggulegt og gera eithvað skemmtilegt. Ég get bara ekki ímyndað mér annað en að fólki líði betur hérna þó að það geti ekki keypt stórt einbýlishús og jeppa. Mér fanns bara einum of mikil remba í þessum þætti. Gilli pilli, chillil chillli!

mánudagur, apríl 25, 2005

Halló!
Já ég veit langt langt síðan. Það er nú margt og mikið búið að gerast hjá mér. Rafnar fór heim... Það var voða leiðó, en hann þarf að taka próf svo það var ekkert um það að tala. Vormánuðir eru líka alltaf svo fljótir að líða.
Ég þurfti að skrifa 2 ritgerðir sem gilda 100% fyrir 2 kúrsa svo að það þarfnaðist aldreilis einbeitingar. Reyndar gaf ég mé kannski ekki alveg nógu mikinn tíma í þær. Það var svo mikið af fólki hérna og enginn friður og svo var Rafnar akkúrat að fara þegar ég var að þessu.. þannig að einbeitinging var kannski ekki alveg í 100% Ég er alla vega búin að fá úr annari og ég náði kúrsinum... við fáum engar einkunnir fyrir þetta sem er mjg hvimleitt.
Beint eftir ritgerðarskil fór ég með hópnum mínum í sumarbústað til að vinna í verkefninu. Það var alveg voða huggó og við gerðum alveg slatta. Það var líka alveg þokkalegt veður svo að stundum gátum við setið úti á palli og lesið og unnið. Við fórum af stað á mánudaginn og komum heim á fimmtudeginum, á föstudeginum var ég svo alveg eins og sprungin blaðra, ég var svo ótrúlega þreytt. Við vorum ekkert að fara eithvað sérstaklega snemma að sofa alltaf en vöknuðum alltaf snemma, því það gerir fólk bara. Vaknar snemma.
Helgin sem leið er búin að vera alveg frábær. Ég er búin að slæpast alveg dainn út og inn. Fór og hitti Guðnýju niðri í bæ þegar ég vaknaði og við röltum upp og niður Strikið, fórum á Nyhavn og chilluðum og chilluðum. Við enduðum svo heima hjá Sigrúnu og keyptum okkur kjúlla í búllu á Nörrebro og elduðum hann meira því við vorum ekki alveg að treysta búllunni.... Better safe than sorry. Svo leið kvöldið bara ótrúlega hratt. Fyndið hvað hún Sigrún hefur alltaf verið að hanga með sama fólki og ég, en samt hef ég aldrei svona alveg rekist á hana mikið. Í gær fór ég síðan í hjólatúr með Anne Marie, hjóluðum hjá Söerne og fórum á Nyhavn og fengum okkur vöflu með ís. Það er sko alveg komið vor hérna hjá mér. Það er nú samt aðeins kaldara en ég held alltaf. Ég fer alltaf bara út á peysunni og svo er mér alveg ískalt.
Ég veit síðan ekki hvað var málið með allar 40 sjónvarpsstöðvarnar hérna í gær. Það var ekkert í sjónvarpinu. Ég tók á það ráð að fara út á videoleigu og taka Alexander.... já mikil mistök. Hún var svo ógeðslega leiðinleg að ég bara gafst upp. Ég hélt að þetta ætti að vera þvílík stórmynd. En jæja, ég ætla að að skokka út á pósthús og ná í Hróaskeldu hátíðar miðanan minn! Vá hvað ég hlakka rosalega mikið til :)

föstudagur, apríl 15, 2005

Hæ hæ!
Bara stutt blogg í þetta skipti.
Ég er á fullu í ritgerðasmíðum, skilaði einni í gær og á að skila annari á mánudaginn svo það er ekki slegið slöku við þessa dagana. Ekkert sjónvarpsgláp né neitt. Það er helst að maður taki sér pásu til að fara í smá hjólatúr í góðaveðrinu.Það er núna 16 stiga hiti og sól. Það er heldur betur orðið fjörugt í hverfinu. Öskrin og lætin eru þvílík, Tivoli opnaði í gær.
Ég fíla mig svolítið einmana þessa dagana. Sigrún yfirgaf mig og fór til Finnlands til að vinna hjá hundaræktanda á þriðjudaginn og svo fór Rafnar til Íslands á miðvikudaginn því að hann er víst að fara að byrja í prófum bráðum. Ég hef nú mömmu og pabba og afi verður hérna þangað til á morgun.
En ætla ekki að halda áfram að buna út úr mér... Þetta er allt í belg og biðu, veit það en later!

föstudagur, apríl 08, 2005

Ég er búin að búa í Kaupmannahöfn núna síðan í ágúst og yfirleitt fíla ég mig bara nokkuð örugga. Alla vega svona hérna í kring og í götunni minni. Ég kem oft ein heim seint á kvöldin og finnst bara ekkert að því.
Þið hafið kannski heyrt um þetta morð sem var framið í Kaupmannahöfn um páskana. Ef ekki þá var leigubílstjóri myrtur og líkið bútað niður og partar fundust á tveimur stöðum í miðbænum. Alveg hreint ógeðslegt morð, það hefur valla verið talað um annað hér í borg undanfarið. Það er mikið búið að vera að leita af morðingjunum og nú í gær gaf annar morðinginn sig fram og var sóttur á heimili sitt.... í götuna mína! Litlu sætu götuna mína.
Ég er með svo mikinn hroll. Ég hef alveg örugglega mætt honum mörgum sinnum út á götu. Hrollur hrollur hrollur! Ég sá sko á mbl í gær að hann hafi verið sóttur á Amagerbrogade sem er næsta gata og er óendanlega löng, svo ég hugsaði bara með mér að það hefði verið langt frá mér, en nei nei svo sá ég það núna í blaðinu að þetta var s.s. bara í götunni minni.
Ég er þáttafíkill!
Frá því ég var heima í janúar hefur þessi fíkn verið að myndast hjá mér. Þetta byrjaði allt saman með því að ég fékk tvær seríur af Nip tuck hjá Möllu. Nip tuck er náttúrulega bara snilldarþættir og kláraði ég 2 seríur á 2 vikum. nú bíð ég eftir 3. seríu, en hún fer í loftið í USA í september. Þegar ég kom út byrjaði ég að fylgjast með One Tree Hill. Ég var byrjuð að fylgjast með þeim þætti aðeins fyrir jól, en ég varð einhvern veginn ákafari að fylgjast með og passaði upp á það að missa ekki af neinum þætti. Það er verið að sýna aðra seríu af O.C. núna og auðvitað fylgist ég með því. Desperate Housewifes komu síðan sterkar inn hjá mér. Alveg hreint snilld! Ekki gleymi ég nú heldur Scandinavia next top model og Joey. Úff! Ég er ekki búin að nefna aðal aðal aðal uppáhalds þáttinn minn núna.... en það er LOST. Ég er búin að horfa á alla þætti sem er búið að gera og næsti þáttur kemur ekki fyr en í maí! Svo það er löng bið. Ég mæli með þessum þætti og ég mæli líka með því að þið downloadið þá og reynið að horfa á marga í einu því það er alveg óþolandi að þurfa að bíða í heila viku á milli, líka það að þá er maður eiginlega búinn að gleyma alls konar staðreyndum sem skemmtilegra er að hafa á hreinu.
Vikudagskráin hjá mér er svona:
Sunnudagar: East Enders (öll vikan sýnd á BBC prime)
Mánudagar: Ekkert sérstakt (gríp e.t.v. í einhvern Lost þátt eða Nip Tuck)
Þriðjudagar: Úúúú aðal sjónvarpsdagurinn. Friends voru á tv2 fyrir mat. 20:00 tv3 Extreme makeover Home edition, 21:00 Scandinavia next top model eftir það norge 2: Desperate housewives, norge 2 Joey, tv3 De fantastiske fem (danska fab five)
Miðvikudagar: O.C. klukkan 21:50
Aðra daga nota ég svo til að horfa á Lost.
Ég veit að þið spurjið ykkur: Var Sólveig ekki að flytja til Danmerkur til að fara í háskóla og læra eithvað?
Ég er allavega búin að læra helling um lífið í Californiu það get ég sagt ykkur.... en það fer alltaf minni og minni tími í að kíkja í bækurnar til að læra eithvað af viti.
Ég er s.s. búin að setja mér það að nú bæti ég ekki við fleiri sjónvarpsþáttum. Ég ætla ekki að fara að horfa á 24 eða Alias... ég veit af þeim og lítill hluti af mér langar að skella mér út í það að sjá þá. Ég ætla að standast freistinguna og vona að þetta sé bara svona eitt "tímabil" og að ég muni komast yfir þetta, alveg eins og ég komst yfir internet fíknina mína, e-mail fíknina og msn fíknina.

sunnudagur, apríl 03, 2005

Halló!
Það er svo langt síðan ég skrifaði síðast og ég hef tvær ferðasögur að skrifa.
Pragferðin var alveg frábær. Það gekk bara mjög vel að komast á áfangastað með pabba sem bílstjóra og Rafnar á kortinu og mig og mömmu að lesa á skilti. Gott tímwork! Þegar við komum yfir landamærin til í Tékklandi fórum við að sjá svona litla hrörlega kofa sem minntu einna helst á pulsuvagna eða eithvað svoleiðis nema þessir kofar voru með risaglugga og í gluggunum voru dansandi hálfberar konur/stelpur! Það var allt morandi í svona kofum og erotic nuddstofum og sána osfrv. þarna við landamærin. In ðe middle of f. nóver! Það var greinilega mikil fátækt þarna og fólk bara að reyna að bjarga sér. Húsin þar voru mörg heldur betur hrörleg.
Jæja það leið svo ekki að löngu þangað til við vorum komin inn í Prag og þar er nú svolítið annað upp á teningnum. Byggingarnar þarna... Þetta er alveg stórfenglegt. Við fórum út um allan miðbæinn til að skoða þessar fallegu byggingar. Fyrsta daginn þræluðum við okkur svoleiðis út. Við náðum næstum því að sjá alla helstu staði borgarinnar þann dag. Það er náttúrlega það sem maður gerir þegar maður fer til Prag. Maður fer til að skoða byggingalistina þarna. Við fórum inn í eina alveg geðveikt flotta kirkju. Það voru þvílíkar skreytingar. Það voru þarna hallir og svo bara var þetta allt eithvað svo fallegt. Karlsbrúin náttúrulega skemmtileg. Þar rétt hjá voru hellingur af túristabúðum, sumir starfsmenn búðanna greinilega orðinr vanir því að fá Íslendinga til sín svo manni var bara heilsað á Íslensku og þakkað fyrir á Íslensku. Mamma og pabbi keyptu sér smá kristal en ég lét það bara alveg vera. Mér finnst mest af þessu kristalsdóti vera soldið gömlu konu legt. Svona mikið skreytt allt saman. Ég held bara að ég haldi mig við IKEA glösin svona í bili. Ég keypti mér ekkert svo mikið . Eitt sjal og tvær pasmínur, hring, eyrnalokka og belti.... s.s. bara svona fylgihlutir og eithvað sem maður fær á betra verði en í Danmörku.
Við vorum á þokkalegu hóteli sem var ekki alveg í miðborginni. Við þurftum að vera svolítið út úr miðborginni því að við vildum fá vaktað bílastæði fyrir bílinn okkar. Það voru varðmenn og svo einn hundur sem var alltaf á vakt. Grey skinnið. Honum var held ég aldrei sleppt lausum. Allan tímann sem við vorum þarna var hann bundinn í stutt band þarna við bílastæðið. Morgunmaturinn... ég mæli ekki með honum. Alla vega þá tókum við bara metro í bæinn alltaf, en það tekur bara nokkrar mínútur. Málið er bara að maður þarf að fara liggur við alla leið til helvítis til að taka metroinn. Hann er ekkert smá djúpt. Það var ekkert smá spes. Ég var alltaf að æfa mig í tékkneskunni í metonum. Veit ekki hvað fólk hefur haldið um mig. Ég lærði alveg nokkur orð í þessari ferð. Það safnast saman. Ef ég fer þangað nokkrum sinnum í viðbót verð ég bara orðin altalandi. Við lögðum af stað heim á páskadag og gistum á svaka fínu moteli á leiðinni. Það var nú ósköp gott að koma heim.
Við Rafnar skelltum okkur svo til Odense á föstudaginn og komum aftur heim í dag. Við gistum hjá frænda hans Rafnars,, fengum lánað prinsessuherbergi Kötlu dóttur hans sem var með hlaupabóluna. Dísa frænka mín á líka heima í Odense og tók hún á móti okkur og bauð okkur í mat á föstudaginn. Ég smakkaði sushi í fyrsta skipti. Skil ekki alveg af hverju ég hef ekki smakkað það fyr. En ég er búin að bíða lengi eftir því að smakka það. Það var alveg frábært veður í Odense um helgina. 15 stilga hiti og sól, útikaffihússtemmning...vorið er sko komið! Fengum svaka fínan grillmat hjá Einari, Döggu og Kötlu í gær. Kíktum svo aðeins í bæinn... enduðum svo heima hjá Dísu að horfa á Lord of the flies. Við tókum svo lestina heim rétt eftir hádegi í dag og skriðum beint upp í rúm og sofnuðum. Maður er alltaf svo þreyttur eftir ferðalög.
Nú er ég orðin þreytt í fingrunum af því að skifa. Maður á náttúrulega ekki að láta bloggið sitja svona á hakanum, en maður hefur ekki alltaf tíma og er ekki alltaf í stuði til að skrifa.
Adios

fimmtudagur, mars 17, 2005

undercover lögreglumenn og bakverkur!
Ég er ekki alveg í blogg-gírnum þessa dagana.... eiginlega ekki í internet gírnum. Ég fer rétt á internetið til að tékka á mailinu mínu og læt það bara duga.
Lífið gengur sinn vanagang hérna í Höfninni. Ég sendi frá mér umsókn inn í Malmö háksóla í síðustu viku. Snemma í því núna. Kemur svo bara í ljós hvað verður.
Skólinn gnegur bara ágætlega en ég get ekki sagt annað en ég sé bara mjög fegin að það sé að koma páskafrí. Ég er líka að fara í svo skemmtilega ferð. Bæði til Berlin og Prag. Ég vona að ég geti verslað mér eithvað.. ég verð þá bara að fá mér vinnu þegar ég kem heim. Annars verður þetta aðallega menningarferð og ætlunin er að skoða þessa fallegu borg.
Það var svona frekar sérstakur dagur hjá mér í gær. Ég vaknaði um 6 leytið og var alveg að drepast í bakinu... veit ekkert út af hverju! ... en ég ákvað að harka þetta af mér og fara á æfingu með Anne Marie, við þurfutm hvorugar að mæta í skólann svo það var alveg upplagt að byrja daginn á smá æfingu og fara svo í frokost saman. Alla vega, þá ákvað ég að fara á bílnum því ég nennti ekki að taka strætó og meikaði ekki að hjóla í rigningu. Svo allt í einu var ég farin að taka eftir því að það var svona lítill fjólublár Peugot á eftir mér .... fylgdi mér helminginn af leiðinni. Svo stoppa ég fyrir utan húsið hjá Anne Marie, þá stoppar litli peuogtin líka og út steig maður og labbaði í áttina að bílnum. Ég var þá orðin pínu smeik get ég sagt ykkur. Hann dregur upp veskið úr vasanum og sýnir mér lögregluskýrteini. Ég fór alveg í panik, hvað gerði ég nú? Sjitt og ó mæ gad og allt það.... fór að hugsa svona til baka hvort að ég hafi gert eithvað vitlaust. Það er einhvern veginn allt öðruvísi að vera stoppaður af löggunni hérna en heima... mér finnst það bara mikið minna mál heima á Íslandi. En ég allavega opna hurðina og þá er hann bara að spurja mig hvaðan bíllin sé, því að hann hafi ekki þekkt númeraplötuna. Svo fer hann að spurja mig hvað ég sé búin að vera með bílinn lengi hérna og hvað ég ætli að vera með hann lengi, en ég var bara eins og hálfviti og gat ekki talað almennilega... ég hled bú bara að hann hafi haldið að ég hafi ekki kunnað að tala dönsku eða eithvað.. Alla vega þá hirfu þessir politi gaurar á braut og ég er að ég held ekki í neinum vandræðum. Við skulum alla vega vona að það verði engir eftirmálar... það væri alveg mín heppni.
Við Anne Marie fórum s.s. á æfingu ogí hádegismat og svo kom ég heim og lagðist fyrir til að hvíla á mér... dottaði smá og þegar ég vaknaði aftur.... ÁÁÁÁÁÁIIIIIII!!!! Bakið á mér. Ég gat bókstaflega ekki sest niður, ég varð annað hvort að liggja eða standa. Ég er því búin að éta pillur í dag til að komast í gegn um daginn... það var langur skóladagur hjá mér. Fegin var ég að komast heim og geta lagt mig. Kvöldinu er ég svo búin að eyða í það að horfa á íslenska þætti á netinu , skoða blogg og vera á msn... langt síðan ég hef tekið svona langa tölvusession og langt síðan ég hef nennt að blogga svona langt, eða blogga bara yfir höfuð. En áður en þetta verður of of langt þá ætla ég bara að kveðja og vona að þið hafið haft þolinmæði til að lesa til enda. Bless í bili.

fimmtudagur, mars 03, 2005

SVÍÞJÓÐ:FERÐASAGA
Við Rafnar skelltum okkur til Svíþjóðar í dag til þess að kíkja á opið hús hjá háskólanum í Malmö.
Ég var búin að hlakka svo rosalega til því ég hafði aldrei komið til Svíþjóðar. Ég var eins og smákrakki á leiðinni.... fannst svo fyndið að geta bara farið upp í lest í smá stund og vera komin í eithvað annað land eftir bara nokkrar mínútur.
Við vorum nú ekki lengi að finna skólann og byrjuðum á því að ráfa um húsið og reyna að átta okkur á svona hvernig landið lá, þá kom einhver voða næs stúlka upp að mér og bauð mér hjálp. Hún kynnti mig fyrir prófessor sem sér eithvað um námið sem ég ætla að sækja um. Hann spjallaði við mig svolitla stund, ég sagði honum frá hvaðan ég kom og hvað ég væri að læra í Hróaskeldu o.s.frv. og svo var hann, ásamt annari konu akkúrat með fyrirlestur um þetta nám 10 mín. seinna. Sá fyrirlestur fór fram á sænsku og ég mátti hafa mig alla við til þess að skilja hvað þau voru að segja... svo voru þau alltaf að spurja mig um eithvað... hvenrnig sumt væri í Hróaskeldu og þá átti ég að segja öllum frá því og eithvað. Þetta var mjög áhugavert. Eftir fyrirlesturinn þá flýttum við okkur að labba niður í bæ til að finna okkur eithvað að borða. Vá hvað ég hef valla lent í því að verða eins svöng. Burger King reddaði því! Svo skelltum við okkur í 2 súpermarkaði því það er eitt af því skemmtilegasta sem eg geri þegar ég fer til útlanda... við keyptum svolítið inn af dóti sem fæst ekki í Danmörku... alla vega ekki hérna í Netto og eins og t.d. piparsósu og rautt Extra. Ég keypti mér síðan eina skyrtu í HogM. Við röltum síðan aðeins um og tókum lestina heim og komum akkúrat í kvöldmatinn.

mánudagur, febrúar 28, 2005

Oscar
Nú er klukkan 03:30 og ég er ennþá vakandi og er að horfa á Oscarinn... ætli ég geti haldið mikið lengur áfram... það er spennandi.
Þetta lítur nú allt saman rosalega vel út hjá þeim þarna í Kodak... flottir kjólar og mikið um dýrðir.
Ég er ekki frá því að ég sé farin að kvíða soldið fyrir því að þurfa að vakna kl. 8 til að fara í skólann í fyrramálið. Langur dagur.. kem ekki heim fyr en um 5 leytið. Ég verð þá bara að leggja mig þegar ég kem heim, það er hvort sem er ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu á mánudögum.
Ég segi góða nótt.. ég ætla að vaka eitvað lengu, mig langar að sjá Beoncey syngja aftur.... hún var geðveik í fyrsta atriðinu sínu þar sem hún söng á frönsku.

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Það er rosalegur sunnudagur í mér núna.
Sunnudagur þýðir það að maður eyðir næstum öllum deginum í að lesa... af því að maður hefur verið latur alla helgina já já.. Sigrún bakaði súkkulaðiköku og mamma bjó til kakó svo sitja pabbi og Rafnar og horfa á fótbolta.... gæti verið meiri sunnudagsstemmning?!
Ég er ekki alveg að átta mig á orkuleysinu hjá mér. Ég er bara alltaf þreytt. Ég held bara svei mér þá að þetta sé kuldanum að kenna. Það er sko búið að vera svakalega kallt hérna undanfarið og húðin mín hefur sko aldeilis fengið að finna fyrir því. Ég er eins og skrímsli í framan ég er með svo mikið exem. En ég spái því að eftir næstu helgi komi vorið hérna hjá mér... við skulum vona að ég hafi rétt fyrir mér.
Ég veit nú að ég á ekki eftir að hafa mikla orku á morgun... ég ætla að vaka í nótt og horfa á Oscarinn. Ég hef aldrei getað vakað en núna ákvað ég að venja mig við og fara seint að sofa í gær og vakna seint svo nú ætti ég að geta haldið út. Sjáum til hvernig það gengur. Það er svo svakalega gaman að sjá alla flottu kjólana og allt fína fólkið streyma inn í Kodak höllina.
Nú ætla ég að halda áfram að lesa sögu.

föstudagur, febrúar 25, 2005

Góðan föstudag! Þetta er orðið að eins konar vikuannáli hérna hjá mér.
Ég er nú voða lítið búin að gera í þessari viku. Aðal málið á dagskrá núna er páskafríið. Sefnan er tekin á Prag. Við Rafnar ætlum að keyra með mömmu og pabba til Prag og skoða okkur um aðeins þar. Það er nú bara eins gott að hótelið sem við verðum á verði betra en hótelið sem ég var á síðast þegar ég var í Prag... manstu Eva Ruza.... Ekki fer ég þangað aftur. Ég er búin að taka að mér að vera túlkur þarna.. enda kann ég alvg heil 4 orð í tékknesku. Vön manneskja sko. Hef verið þarna í 4 daga. Það verður nú gaman að fara aftur þangað því við náðum ekki að skoða neitt voða mikið þegar ég fór með kórnum. Maður fer nú eithvað í búðir... en Prag er náttúrulega París Austur Evrópu.... verðlagið þar náttúrulega bara gott.
Skólinn er bara eins og svona ágætt að gera þar. Ekkert mikið um það að segja. Það verður mikið um dýrðir á Kagsaakollegie á morgun. Það verður sing star partí #2 alltaf gaman að láta eins og hálfviti í sing star.
Það stefnir annars allt í afslöppun í kvöld... aldrei að vita nema að maður kíki í bíó samt eða eithvað... það er svo mikið sem ég á eftir að sjá. Ég er búin að vera frekar léleg að fara í bíó upp á síðkastið.
Ég var að heyra danska Euovision lagið áðan... og mér leist bara nokkuð vel á það. Frekar svona týpískt danskt Eurovision lag. Hlakka til að heyra framlag Íslands, Selma bara á leiðinni aftur. Ég held að það sé bara ágætt.
Njótið helgarinnar.

föstudagur, febrúar 18, 2005

Góður föstudagur!
Þetta er búið að vera mjög góður dagur hjá mér. Ég vaknaði bara þegar ég vaknaði kl.hálftíu og fór fram úr og við tókum aðeins til og þrifum, það er svo notalegt að hafa fínt hjá sér um helgar. Svo fór ég á nýja hjólinu mínu :) niður í bæ og hitti hana Anne Marie. Við fórum og röltum á Strikinu og skoðuðum í búðir þangað til mér var orðið illt í bakinu. Ég var einmitt að rifja upp áðan þegar við vorum í Kaupmannahöfn stelpurnar að vinna í póstinum. Þá fór ég einhvern tíman og verslaði fyrir held ég 60.000 kr á tveimur dögum. Það var svo ógeðslega gaman! Ég hefði alveg getað gert það núna í dag því ég sá helling af flottum vor og sumar fötum. Búðirnareru fullar af nýjum sumarvörum. Æ hvað ég get ekki beðið eftir sumrinu. Það er nú bara mánuður í vorið hérna hjá mér. Eftir þetta blessaða búðaráp settumst við inn á kaffihús og kjöftuðum, svo lá leiðin heim og ég var að enda við að borða dejlig pizza frá honum Massimo félaga.
Pabbi á afmæli á morgun svo að það verður smá matarboð hérna, eftir það ætla ég að kíkja til Guðnýjar því hún á afmæli á sunnudaginn og ætlar eithvað að fagna því.
Það er ennþá vetrarlegt hérna í Kaupmannahöfn. Það á víst að vera svona alla næstu viku líka. Þetta er þó ekki verra en það að maður getur vel hjólað út um allt á nokkura vandkvæða. Ég vona að helgin verði ykkur ánægileg.
Toget körer ikke videre....
Góðar stundir

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Ég er búin að vera að reyna að komast í að blogga undanfarna daga. Það hefur bara ekki gengið neitt voðalega vel, því sumir sem ég þekki eru mmeð tölvusýki... það þýðir að það er ekkert auðvelt að komast að í tölvuna. En nú er ein tölva í vibót komin á heimilið, þá ætti þetta að verða betra. Það er ein tölva á mann hérna hjá okkur, við erum 5.
Ég er var að fá mér nýtt hjól í fyrradag. Svart fallegt ömmuhjól með körfu. Ekkert smá ánægð með það. Ég keypti það í stórmarkaði hérna rétt hjá í Kvickly. Frekar skrítið að fara með heilt hjól á kassan....
Ég er rosa glöð yfir að vera komin með nýtt hjól! Laus við gamla beyglaða hjólið mitt! :)
Það er bara búið að vera vetrarveður hérna í Kaupmannahöfn. Við erum mikið búin að hlægja af þeim því þeir taka þessu svo alvarlega. Á laugardaginn var allt í panik hérna og fólk varað við að fara út í "óveðrið" sem var á okkar mælikvarða bara smá veður.
Allt er komið á gott skrið í skólanum. Ég er í frábærum hóp. Notaði söu taktík í ár og á síðustu önn. Valdi mér góðan hóp, en stóri plúsinn er að ég er líka að vinna drauma verkefnið mitt.
Prófesorarnir sem ég er með núna eru soldið venjulegri en þeir sem ég var með í fyrra.... maður veit nú samt aldrei, þeir gætu komið manni á óvart:)
Hef ekki tíma til að skrifa meira í bili.
Skrifa fljótt aftur

föstudagur, febrúar 04, 2005

Kaos Universitet Center

Ég held að það nafn færi skólanum mínum bara vel. Ég byrjaði í skólanum á þriðjudaginn, allt gekk vel í byrjun.... en svo kom að því að búa til hópa og þá fór allt saman í þvílíka kaos!!! Þetta var fáránlegt, fólk var hlaupandi fram og til baka, rífand í hár sitt og ég veit ekki hvað og hvað. Enginn veit hvað hann vill og með hverjum hann vill og fólk byrjaði að rífast og svo byrjuði einhver nemandinn að skamma prófessorana!! Já þetta er búið að svona í vikunni, enda hef ég komið heim og sofnað og ekki beint verið í svaka stuði til að gera eitt né neitt. Í gær var ég hins vegar ákveðin í því að láta þreytuna ekki vinna bug á mér og um leið og ég kom heim tók ég saman æfingadótið mitt og fór út á Östebro til að hitta Anne Marie. Ég keypti mér nýja hlaupaskó í Marathon sport. Það var rosa prósess að velja þá. Ég þurfti að sýna manninum í búðinni gömlu skóna mína óg af þeim gat hann lesið hvernig skó ég þyrfti að fá. Svo lét hann mig máta nokkur pör og svo þurfti ég hlaupa á bretti á þeim og það var tekið upp á video og svo skoðað til þess að passa að maður stígi alveg akkúrat rétt í fótinn í þessum skóm. Já nú á ég alveg rétta hlaupaskó og það ætti ekki að vera mikil hætta á því að ég fari illa með mig.
Alla vega, eftir þennan langa próssess fórum við á æfingu. Við höfðum séð rosalega spennandi tíma einu sinni sem var svona stöðvaþjálfun. Jább við skráum okkur með og svo þegar við komum inn í salinn sjáum við að þar eru bara svona úber súper fitt fólk. Við eithvað bara ósköp venjulegar stelpur þarna. Svo byrjaði púlið! Sjitt! Þetta er það erfiðasta sem ég hef prófað. Bara ef þið hefðuð séð hvað við vorum rauðar i framan og alveg búnar á því! Um leið og við slökuðum pínulítið á eða svindluðum smá kom þjálfarinn alveg spinnegal og skammaði okkur þvílíkt!
Afleiðingar: ummm ég get valla hreyft mig í dag. Ég er að drepast í öllum líkamanum.
Þetta var mjög gaman samt og ég ætla að fara aftur og aftur! Maður verður bara að meika að vera langlélegastur í nokkur skipti, en svo ætti þetta að koma...
Ég held að ég verði núna að fara út í SATS og hjóla soldið eða hlaupa eða eithvað og taka svo góða teigju session. Ætla síðan bara að vera heima í kvöld og lesa Gilgamesh. Ég er ekkert smá spennt yfir þessum kúrsum sem ég er í, history & culture og subjectivity & learning (sálfræði og pædagogi) Verkefnið mitt er sögu og listasögu verkefni! :) Já það lítur út fyrir að þetta verði svaka gaman bara.
En hey, ætla að fara að vinna í því að losna við strengi!

sunnudagur, janúar 30, 2005

Vika liðin og við erum búin að koma okkur vel fyrir í herberginu okkar.
Annars er ég nú eiginlega mest búin að ver að liggja í leti og hrofa á Nip tuck, ég fékk 2 seríur af Nip tuck hjá Möllu fyrir tveimur vikum og ég á síðasta þáttinn eftir. Ég segi nú kannski ekki að ég hafi ekki gert neitt annað. Í gær fórum við á hjólauppboð til að kaupa hjól handa Rafnari. Det er røv kedeligt! En það gekk fyrir rest og hann fékk fallegt hjól fyrir lítinn pening. Í dag fórum við því í hjólatúr um Kaupmannahöfn. hjóluðum niður á Kongengs Nytorv, fórum þaðan og kíktum á Amalienborg, svo litlu hameyjuna.... svona smá túristahringur. Við hittum síðan Láru og Sissú vinkonu hennar og fórum með þeim á kaffihús. Það var alveg ágætis veður í dag, þrátt fyrir smá kulda. Mjög góður dagur bara. Betra en að liggja í leti held ég bara. Nú er ég líka hætt að liggja í leti! Það gengur. Jæja ég ætla að snúa mér að kronikunni, svo skemmtilegir þættir.
Kveðja
---- Sjónvarpssjúklingur og letinginn Sólveig -----

sunnudagur, janúar 23, 2005

Ég ætla svona rétt að ná að blogga einu sinni áður en ég fer frá Íslandi.
Ég tók bara alveg mánaðarpásu á meðan ég var hérna á Íslandi. Náði aðldrei að einbeita mér af því að setjast niður við tölvuna og gera eihvað sniðugt eins og að blogga.
Nú er klukkutími í að við Rafnar förum út á flugvöll og við erum alveg að verða klár í slaginn.
Það var gaman að koma heim og hitta alla góðu vinina sína og fjölskyldu.
Takk fyrir samveruna þennan mánuðinn. Auðvitað hlakka ég til að' hitta ykkur öll aftur í sumar og sum jafnvel fyr.
Kem með mánaðarannál þegar ég er búin að koma mér fyrir við skrifborðið mitt góða í herberginu mínu í Hollænderdybet.
Knuz til alle!