mánudagur, maí 03, 2004


Erfið nótt
O my o my! Ég er svo þreytt. Mér kom ekki dúr á auga í alla nótt. Ég fór frekar snemma upp í rúm því að ég var með hausverk. Mjög óþægilegan hausverk... gat ekki talað eða neitt. Ég hélt að ég yrði svo fljót að sofna, því að ég var búin að gera helling um dagin. Fara í Smáralindina og Kringluna og kaupa línuskauta og bol. Fara út að hlaupa og fara síðan á línuskauta um kvöldið með Guðrúnu Birnu og Ólöfu systur hennar. En nei nei allt kom fyrir ekki! Ég bara gat alls ekki sofnað. Ég fylgdist með klukkunni verða 12,1,2,3,4,5,6,7 og þá var bara tími til kominn að fara á fætur. Ég var búin að reyna svo margt. Ég var búin að telja kindur, lesa, horfa á simpsons, fara í tölvuna, rembast við að sofna. Gera slökunaræfingar sem ég lærði á flughræðslunámsekiðinu. Um 5 leytið var ég orðin svo svöng að ég hröklaðist upp í eldhús og fékk mér að borða. Hvað á maður að gera ? Ég hef fengið ábendingu um að það sé sniðugt að lesa símaskrána... ég er bara ekkert viss um að mér þætti það svo leiðinlegt. Maður verður svo skrítinn þegar maður er orðin svona ofur þreyttur og pirraður að maður fer að hugsa alls kona vitleysu. Úff púff... ég ætla sko beint upp í rúm að sofa þegar ég er búin að vinna. Bara 5 tímar! Koma svo!

Engin ummæli: