þriðjudagur, júlí 13, 2004

Jæja þá er kominn þriðjudagur í örlagavikunni miklu!
Helgin var annars alveg ágæt hjá mér. Ég fór í svakalega kósí útistemmningu í vinnuskólanum í Kópavogi. Ég og Eva María gerðumst boðflennur í unglingavinnuflokkstjórafest..(langt orð) við vorum úti í góða sumarkvöldinu og sungum útilegusöngva og rokksöngva og poppsöngva og okkar söngva.... alla vega þá var hann Árni Thor nokkuð lagin að spila á gítarinn og kunni alveg helling af lögum.
Á laugardaginn fór ég til hennar Systu og lét hana hjálpa mér í því að viðhalda ljóskunni.. Ég er ekki þessa dökkhærða týpa... ekki nógu gáfuð held ég.. hehe.
Um kvöldið fór ég með Guðnýju skvís og Fatimu vinnufélaga hennar (reyndar líka Katrínar) í svaka partí í Ýmishúsinu.. Þar hitti ég hana Guðrúnu Birnu og ég skal sko garantera það að þar lak svitin af mannskapnum. Það var mikið dansað. Mikið gaman, mikið fjör.
Svo var haldið á heimavöll Guðnýjar, þ.e.a.s. Vegamót.... ég veit ekki hvað hún gerir þegar hún flytur til DK eftir 1 og 1/2 viku og kemst ekki á Vegamót... kannski að það sé staður í Viborg sem heitir "krysvej".
Merkilega er að ég hitti enga af kellingunum... þótt að ég hafi rölt mikið um bæinn.. Það fannst mér svolítð leitt.. en ég gat ekkert einu sinni hringt því að ég hafði gleymt símanum mínu.. Eu!
ég nefndi það í fyrstu setningu þessarar færslu að vikan sem nú er að líða væri örlagavika. Það er nefnilega á leiðinni bréf í pósti til mín frá Háskólanum í Malmö með svari um það hvort að ég komist inn í skólan eða ekki! Ég er með svo mikinn hjartslátt allan sólarhringinn og lófasviitinn sprettur eins og músin í móa!
Það var ekki sérlega uppörfandi að kíkja á heimasíðu skólans. Þar voru þær upplýsingar að 600-700 útlendingar sóttu um skólavist en aðeins 200 manns var hún veitt. Ég reyni að vera jákvæð og vona það besta. Það væri nú ekki heimsendir að komast ekki inn. En þau vita þá ekki af hverju þau eru að missa! :)
Jæja ég er búin að vera ótrúlega dugleg í vinnunni í dag og lækka bunkann á skrifborðinu mínu sem var orðinn 530m yfir sjávarmáli niður í 300m yfir sjávarmáli. Nú ætla ég að minnka hann enn frekar..
hej hej allíúbba!

Engin ummæli: