þriðjudagur, júlí 13, 2004

Jæja þá er kominn þriðjudagur í örlagavikunni miklu!
Helgin var annars alveg ágæt hjá mér. Ég fór í svakalega kósí útistemmningu í vinnuskólanum í Kópavogi. Ég og Eva María gerðumst boðflennur í unglingavinnuflokkstjórafest..(langt orð) við vorum úti í góða sumarkvöldinu og sungum útilegusöngva og rokksöngva og poppsöngva og okkar söngva.... alla vega þá var hann Árni Thor nokkuð lagin að spila á gítarinn og kunni alveg helling af lögum.
Á laugardaginn fór ég til hennar Systu og lét hana hjálpa mér í því að viðhalda ljóskunni.. Ég er ekki þessa dökkhærða týpa... ekki nógu gáfuð held ég.. hehe.
Um kvöldið fór ég með Guðnýju skvís og Fatimu vinnufélaga hennar (reyndar líka Katrínar) í svaka partí í Ýmishúsinu.. Þar hitti ég hana Guðrúnu Birnu og ég skal sko garantera það að þar lak svitin af mannskapnum. Það var mikið dansað. Mikið gaman, mikið fjör.
Svo var haldið á heimavöll Guðnýjar, þ.e.a.s. Vegamót.... ég veit ekki hvað hún gerir þegar hún flytur til DK eftir 1 og 1/2 viku og kemst ekki á Vegamót... kannski að það sé staður í Viborg sem heitir "krysvej".
Merkilega er að ég hitti enga af kellingunum... þótt að ég hafi rölt mikið um bæinn.. Það fannst mér svolítð leitt.. en ég gat ekkert einu sinni hringt því að ég hafði gleymt símanum mínu.. Eu!
ég nefndi það í fyrstu setningu þessarar færslu að vikan sem nú er að líða væri örlagavika. Það er nefnilega á leiðinni bréf í pósti til mín frá Háskólanum í Malmö með svari um það hvort að ég komist inn í skólan eða ekki! Ég er með svo mikinn hjartslátt allan sólarhringinn og lófasviitinn sprettur eins og músin í móa!
Það var ekki sérlega uppörfandi að kíkja á heimasíðu skólans. Þar voru þær upplýsingar að 600-700 útlendingar sóttu um skólavist en aðeins 200 manns var hún veitt. Ég reyni að vera jákvæð og vona það besta. Það væri nú ekki heimsendir að komast ekki inn. En þau vita þá ekki af hverju þau eru að missa! :)
Jæja ég er búin að vera ótrúlega dugleg í vinnunni í dag og lækka bunkann á skrifborðinu mínu sem var orðinn 530m yfir sjávarmáli niður í 300m yfir sjávarmáli. Nú ætla ég að minnka hann enn frekar..
hej hej allíúbba!

föstudagur, júlí 09, 2004

Thank God it's Friday!

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Það er bara allt að gerast!
Vá hvað ég er syfjuð... Ég held að ég ´þurfi virkilega á því að halda að fara snemma að sofa í kvöld. Sjáum nú til með það.
Það komu 3 að skoða íbúðina í gær. Mamma og pabbi lofuðu að það yrðu ekki fleiri. Vonandi er bara búið að finna leigendur. Það var komið 1 tilboð í gærkvöldi. Þetta er bara að gerast! I'm leaving!
1 og hálfur mánuður eftir á Íslandi og svo bara : adios amigos!
Ég fann svona sterkt fyrir því þegar fólkið var að skoða húsið mitt. Mér fannst það ekkert svo þægilegt!
Farin í afmæli hjá Arnari litla frænda sem er orðinn stór strákur að fara í 3. bekk :)

mánudagur, júlí 05, 2004

Goð helgi
Föstudagurinn var bara tekinn rólega. Svo vaknaði ég snemma á laugardaginn og tók til aðeins heima því að húsið er bara alltaf í rúst þegar ég og Sigrún erum einar heima! Svo fór ég til Guðnýjar í Zöru og fann á mig föt til að ha' paa í bryllupinu.... Ég var ekki í hendingskasti eins og ég bjóst við og ég gat alveg tekið minn tíma í að gera mig til. Sem er ágæt tilbreyting frá því að vera alltaf á seinustu stundu. Ég var bleik og hvít... mjög sumarleg :)og í stíl við þemað í veislunnu :) Það var mjög gaman að fara í brúðkaup. Athöfnin var í Kópavogskirkjunni góðu. Allt saman voðalega fallegt. Svo var haldið í veislu í flugvirkjasalnum. Æ það er alltaf einhver svo sérstök stemmning í svona brúðarveislum. Allir voða krúttlegir. Ég hefði sko ekki viljað vera singúl í þessu brúðkaupi, Öll pör voru svo mikið að knúsast og allir væmnir og glaðir.
Í gær var ég svo bara heima og tók á móti fólki sem var að skoða íbúðina. Mamma og pabbi eru sko í sumó og þess vegna kemur það í minn hlut að sýna hana fólki. Aftur þurftum við Sigrún að standa á haus við að taka til. Ég skil þetta ekki! Hvernig geta tvær manneskjur draslað svona mikið til!?!?
Ég er afskaplega þreitt í dag því að ég vakti eftir frænda mínum sem var á Metalica. Hann kom heim alveg rennandi blautur af svita og alveg uptjúnaður. Við fórum ekki að sofa fyr en rétt fyrir 3 í nótt. Það var því erfitt að vakna í morgun. Ég skreið svo út í bíl í hádegishléinu mínu og lagði mig... það var samt eiginlega of kallt til þess að sofna. Nú er ég farin heim að sýna íbúðina aftur!

laugardagur, júlí 03, 2004

Ég hef átt mér marga uppáhaldsþætti um æfina... ég var að skoða nokkra þeirra..... Muniði eftir öllum þessum þáttum?
  • Life goes on

  • Obladí oblada lif goes on......Becca og Corky ....

  • My so called life

  • Like... uppáhalds like þátturinn minn like í like mjög langan like tíma.

  • ER

  • Dundurrum dundurum dundurum dunndum... ennþá get ég horft á þessa þætti! Klassík!

  • Baywatch

  • don´t you worry, it´s gonna be allright! Mich Bucanan er á vakt!

  • Beverly Hills 90210

  • Sá nookkra þætti á síðasta ári. Þetta er bara klassískt. Það er tíkin og það er góða fólkið og það er dópistinn og allt eftir uppskriftinni.

  • Friends

  • Sniff sniff! Ahbú! ég sakna þeirra! en maður getur alltaf horft á þá aftur og aftur og aftur og grenjað gjörsamlega úr hlátri!
    Jæja!
    Ég get þetta ekki lengur.
    Ég skil þetta eiginlega ekki. Það er eins og maður sé orðinn haður því að blogga... enda búin að gera það í eitt og hálft ár... með smá pásum samt! Ég er allavega hætt í pásu... þó að ég sagðist ekki ætla að blogga neitt þangað til um miðjan júlí.
    Ég var að horfa á Honey með systur minni. Það voru allir búnir að sjá þessa mynd nema ég. Vá hvað það er gaman að horfa á dansana! Mig langar að geta dansað svona. Kannski í næsta lífi... ja nema ef ég mundi helga líf mitt danslistinni hér eftir.
    Framundan er helgin... Þetta er svolítið merkileg helgi. Fyrir ári, fyrstu helgina í júlí kynntumst við Rafnar. Já ég trúi því ekki að það sé komið ár síðan. Ég var svo glórulaus eithvað... nýkomin heim frá Danmörku og minnst!!! að pæla í einhverjum strákamálum þannig. En hlutirnir gerast oft þegar maður á síst von á þeim. Ég er núna að skrópa á ættarmóti. Ég hafði ekki sérstakan áhuga á að fara... eða svoleiðis þó svo að það sé alltaf gaman að fara vestur í Önundarfjörð. Okkur Rafnari er líka boðið í brúðkaup á morgun og ekki vill maður missa af svoleiðis stór viðburðum... (jafnvel þó að ég þekki ekki brúðhjónin neitt voða vel) Ég þarf að fara í bæinn á morgun og finna mér einhvern bol til að vera í... ég ætla að reyna að vera svolítið sumarleg í hvítu pilsi og sumarlegum bol. Ég skal veðja að ég verð alveg á síðustu stundu að þessu. Annað hvort er tíminn svona fljótur að líða alltaf eða þá að maður er svo busy!
    Anyways... ég ætla að halda áfram að nördast
    ciao!