laugardagur, apríl 29, 2006

WARNING SKÓLABLOGG
Það er komið að prófi hjá mér enn og aftur. Það byrjaði í gær og á ég að skila fyrir klukkan 12 á miðnætti á föstudaginn. Takk kæri kennari fyrir að eyðileggja föstudagskvöldið fyrir aðaldjammara Skandínavíu! Trúi ekki að ég missi úr þessa helgi og þar að auki næsta föstudag. (hó#stk#aldhæ#ðni#hóst#) Ég er nú samt aðeins að fara niður í bæ á eftir og hitta Fred litlu Kanadavinkonu mína og aðra Kanadíska vinkonu hennar sem er í heimsókn hjá henni. Sýna þeim hvar besta ísinn er að fá og svoleiðis. En svo verður maður bara að koma sér að verki! Ég get ekki beðið eftir því að vera komin í sumarfrí! Þetta er seinasta prófið mitt á þessari önn, en eftir þetta próf fer ég að skrifa ritgerð sem ég á að skila í lok maí, og svo í byrjun júní þarf ég að verja hana. Ég er að fara að skirfa um mjög spennandi efni, eða um umræðuna í fjölmiðlum og meðal stjórnmálamanna á Íslandi um fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Ég ákvað að skrifa einu sinni um Ísland... svona líka til að vita eithvað um þetta mál, því að fólk er oft að spurja mig um eithvað í sambandi við Ísland og EU og heldur að ég sér einhver expert af því að ég er í Evrópufræði... en Ísland er ekki í EU og er valla nefnt í þessu námi mínu svo ég veit ekki mikið meira um það en bara þeir sem fylgjast með fréttum.
SKÓLABLOGGI LOKIÐ
Ég ætla svo að koma með eina skemmtilega sögu í lokin.
Okkur Rafnari var boðið í mat á fimmtudagskvöldið til Svenna og Guðlaugar sem búa nokkuð langt frá tjah... hvað á ég að segja, jú mannabyggðum. Þetta var þokkalegt ferðalag að fara til þeirra. Við hjóluðum á lestarstöð sem er nokkuð frá okkur og tókum hjólin svo með okkur í lestina. Við þurftum þau með til að komast frá lestarstöðinni sem var næst þeim og til þeirra, en strætó hættir að ganga í þetta hverfi kl. 17:00. Það var nú líka bara svona huggulegt að koma til þeirra og við fengum alveg rosa góðan mat og gleymdum okkur alveg í kjaftaganginum. Viðo höfðum reiknað með því að þessi lest gengi alla nóttina svo við vorum svo sem ekkert að stressa okkur, en um 12 lweytið ákváðum við nú svona að fara að drífa okkur af stað og kíkja á hvenær næsta lest færi.... já já, þá gengur lestin ekki alla nóttina. Það var ekki um annað að ræða en að hjóla heim. Það var svolítið skuggalegt. Við þurftum að hjóla í gegnum skóginn og sumstaðar var engin lýsing. Hefði alla vega ekki viljað vera ein á ferð. Það tók okkur u.þ.b. 50 mín að hjóla heim. Þessi hjólatúr var mjög hressandi svo við gátum ekkert farið að sofa fyr en um 2 leytið. En rúmlega 2 voru fuglarnir að vakna. Ég get svo svarið það, ég var farin að óska þess að ég væri í Texas ("allir" í Texas eiga byssu). Það var einhver fugl fyrir utan gluggann hjá okkur sem vildi ekki halda goggi! bíbíbíbí sekúnduþögn bíbíbíbí sekúnduþögn bíbíbíbí seknúduþögn... o.s.frv. þessi illi fugl hélt okkur vakandi þangað til rúmlega 5 svo að ég fékk rétt rúmlega 2 tíma svefn þá nóttina. Já haldiði ekki að ég hafi svo vaknað við hann aftur um 5 leytið í nótt.. ég get sko svarið fyrir það.. mér er farið að verða virkilega illa við þennan fugl. Kannski að ég reyni að verða mér úti um svona gasbyssu eins og eru notaðar í æðavörpum. (þær búa bara til hávaða... skaða engan)
Jæja ég ætla ekki að eyða meiri tíma í þetta blogg og ekki eyða meiri tíma frá bókunum þínum lesandi góður, því ég giska á að þú eigir að vera að lesa bækur og glósur núna en ekki skoða blogg!
Bíbíbíbíbí

laugardagur, apríl 22, 2006

Ahhh
Við Rafnar vorum að koma inn úr smá hjólatúr um hverfið. Það er sko alveg frábært vorveður. Glampandi sól og 12 stiga hiti. Þetta er nú alveg flíspeysu veður svo sem ennþá, en sólin kemur manni í gott skap. Veðrið fer nú líka bara batnandi. Ég hef svo sem ekki mikið að segja, það gerist ekkert mikið hérna. Lífið er bara skóli, lestur borða, búðin, lestin, vinna og jú hjólatúrar hafa bæst við núna út af veðrinu.
Ef þið nennið og hafið tíma, þá getið þið dundað ykkur við að svara þessum spurningum. Þetta er svolítð forvitnilegt.


1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin/nn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það:
7. Lýstu mér í einu orði:
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkir þú mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Takk fyrir mig

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Sæl og blessuð
Nú eru páskarnir góðu búnir og þá er það bara næsta tilhlökkunarefni, sumarið og sumarblíðan sem tekur við. Það er komið alveg þokkalegt vorveður hérna í Danmörku og dagarnir lengri, þó að það sé ekki eins lengi bjart og á Íslandi. Ég var nú kannski ekki svo mikið vör við páskana þannig séð. jú ég fékk páskaegg sem ég borðaði á laugardaginn og svo fengum við Baldur og Guðrúnu Ösp í páskamat. Maður verður nú að taka þessa munaðarleysingja að sér og gefa þeim að borða á hátíðum er það ekki? Svo var ég bara að vinna á páskadag og annan í páskum. Það er nú bara rosalega fínt hjá mér í vinnunni.. enda yfirleitt alltaf að vinna með Guðrúnu Ösp..
Skólinn á fullu náttúrulega eins og vanalega og nóg að gera þar... en samt ekki það mikið að maður geti sleppt því að kíkja á mbl á hálftímafresti. Ég reyni að fylgjast með því sem er að gerast á Íslandi svona eftir fremsta megni og þá er ágætt að hafa kíkja á mbl, því þeir eru duglegir að skrifa inn fréttir og uppfæra. En ég verð að segja það að mér líkar ekki alltaf fréttaflutningur mbl. Til dæmis finn ég mjög oft villur í stafsetningu og málfari. Svo koma líka fréttir um eitthvað sem ég vil bara alls ekkert fá að vita um. Spear me ! segi ég nú bara. Fyr í dag rakst ég á þessa fyrirsögn:
"Cruise segist ætla að snæða naflastreng og fylgju barns síns"
Hversu klikkaður er gaurinn!!! Mér finnst þetta bara ekkert spes. Ég get ekki séð neitt fallegt við þetta... jafnvel þó svo að barnsburður eigi að vera það fallegasta í heimi, hvað veit ég... þá finnst mér þetta aðeins of mikið.. en maður veit aldrei upp á hverju hann Tommi Krús tekur upp á næst. Ok... ég skal viðurkenna það að það er ekki mikið við mbl að sakast í þessu máli.. en þeir hefðu getað sleppt því að birta þessa frétt.
Hins vegar er ég mjög ósátt við frétt sem birtist á vefnum hjá þeim í gær. Ég læt fréttina gossa, gjörið svo vel lesið!

Fljótur að koma sér á þurrt eftir að hafa stokkið í sjóinn

Rólegt var í miðborginni í nótt að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Fjórir fengu þó að gista fangageymslur þ.á m. einn karlmaður sem hugðist fyrirfara sér með því að stökkva í sjóinn við höfnina í Reykjavík um þrjú leytið í nótt. Maðurinn var hinsvegar fljótur að koma sér aftur á þurrt enda sjórinn afar kaldur. Vegfarendur létu vita af athæfi mannsins sem var orðin leiður á lífinu að sögn lögreglu. (Tekið beint af mbl
17.04.06)

Ég spyr, er þetta viðeigandi?
Þarna var á ferðinni manneskja, sem greinilega hefur það ekki gott og var að reyna að enda líf sitt, sem mér finnst vera mjög alvarlegt mál, já ekki bara mér. Hversu oft á þessu ári höfum við verið minnt á alvarleika slíkra atvika. Þarf mbl að segja frá þessu atviki á svona, að mínu mati, hæðnislegan hátt? Mér finnst þetta bara alveg mjög ósmekklegur fréttaflutningur. Það má alveg skrifa þessa frétt á annan máta.
Ég er samt að velta fyrir mér hvort að það sé bara ég sem túlka einhverja hæðni út úr þessari frétt... eða eru fleiri sammála mér?

laugardagur, apríl 01, 2006

Euro trash
Þá er ég búin í heimaprófinu og byrja í nýjum kúrs á mánudaginn. Það er svo furðulegt hvað allir kúrsar sem maður fer í eru skemmtilegir eftir á. Það var ekkert sérstaklega skemmtilegt að sitja og lesa og skrifa um ýmsar kenningar um "Organizing European Space" en svona eftir á er mjög gaman að vita þetta. Ég er alltaf að komast meira að því hversu miklar strengjabrúður Evrópusambandsins við erum... og hvað allt okkar líf er byggt á eintómri pólitík. Eeeeeennnnn yfir í aðra sálma... (þó ekki Passíusálma, jafnvel þó að það sé komið nálægt páskum). Mér barst ósk um að birta einhverjar brussusögur af Guðrúnu Ösp í vinnunni. Því miður verður það að bíða betri tíma. Það er nú bara þannig að ég er nú bara ekkert betri, nema síður sé.. svo að ég held að ég hætti mér ekkert inn á slík svæði. Það er nú samt sem áður búið að vera fjör hjá okkur stöllum í vinnunni. Við vorum að vinna saman í allan dag og það er nú bara mjög notalegt og gaman. Við fengum líka mjög "interesting" heimsóknir og mjög skemmtilegar heimsóknir. Mættu ekki bara þessi svaka skvísuhópur frá Íslandi til okkar í búðina upp úr hálf eitt í dag. Tilvonandi flugfreyju skvísur hjá Iceland express og Sjöfn þar í fararbroddi :) Gaman að vera að vinna þarna og geta hitt fólk svona um leið og það lendir. Það voru, eins og gefur að skilja, miklir fagnaðarfundir... en því miður máttu þær aðeins stoppa stutt við. Mig langaði svo að fara og hitta þær í kvöld, en þar sem ég bý úti í buska og er upp á lestarkerfið komin þá gafst mér ekki tækifæri til þess. En á morgun ætla ég að reyna mitt besta til að komast og hitta Sjöfn. Svo er hún Malla mín að koma til mín á morgun. Hún var að keppa í fimleikum í Randers á Jótlandi í dag. Ég var að tala við hana áðan og hún var í mjög góðum gír... sem þýðir að hún á eftir að taka "Mölluna" á þetta á morgun og ég get því farið áhyggjulaus í vinnuna á morgun.. ég var hrædd um að hún mundi koma að tómum kofanum... ég bara enn í vinnunni, (Hvala Magnús verður að öllum líkindum þó heima) en hún mun allavega ekki treysta sér í lestarferð snemma. Ég hlakka til að segja ykkur frá ævintýrum sunnudagsins. Verið sæl.