þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Jæjajæjajæja! Nú er ég glöð!
Þetta var mikil vinna og það var svolítill pirringur í vólki svona eftir 12 tíma vinnutarnir... en þetta hafðist að lokum og við erum nú bara nokkuð ánægð með árangurinn. Við skiluðum verkefninu okkar 20 mínútur yfir 10 í morgun. Fórum með annað koppí í prentun og allt klappað og klárt. Þetta þýðir það að ég þarf ekkert að gera þangað til 22. desember, en þá fer ég í próf. Ég get alveg tekið því svolítið rólega í nokkra daga held ég.
Eftir að allir voru búnir að skila klukkan ellefu þá breyttist eldhúsið okkar úr vinnuherbergi í partí herbergi. Bjórlykt og sígarettureykur fyllti herbergið. Já Danir kunna að fagna. Ég er nú viss um að þetta væri nokkuð sem ekki mundi gerast í HÍ...
Ég fór nú barasta fljótlega heim og skreið upp í rúm og sofnaði í nokkra tíma.... ég býst nú við að flestir hafi gert það, allavega þeir sem sváfu ekkert í nótt.
Það hefur nú svo sem ekkert margt og mikið verið að gerast hjá mér undanfarna daga fyrir utan þetta blessaða verkefni. Fór til Anne Marie á laugardaginn og hitti Oure fólk. Það ver alltaf rosa gaman að hitta þetta lið. Gamlir og góðir tímar rifjaðir upp. Annað hef ég ekki að segja.. það er eins og ég nái ekki að hreinsa þetta verkefni út úr heilanum á mér.

Engin ummæli: