Getur einvher sagt mér af hverju upphafssíðan á blogger er á kínversku hjá mér?
Mjög fyndið! En sem betur fer þá kann ég alveg á síðuna og get signað mig inn.
Ég fór í bæinn í dag í jólagjafaleiðangur. Það var voða gaman. Það var hellingur af fólki og rosalegur stemmari.
Jólaskapið er að læðast inn hjá mér.. ég er samt eitthvað lengi í gang í ár. Ég er búin að hlusta pínulítið á jólatónlist og borða nokkrar smákökur, fara í bæinn í jólagjafaleiðangur. Þetta er allt að koma.
undur og stórmerki gerast.... ég fór í klippingu. Ég get sko sagt ykkur það að ég var orðin hræðileg um hausinn. Hárið mitt var orðið svo slitið.... enda ekki skrítið þar sem ég fór síðast í klippingu í júlí!! Já það er soldið hræðilegt. En nú er ég sko ánægð með heilbrigt hár. Það er góð tilfinning.
Nú eru bara tvær vikur í próf hjá mér og rúmlega tvær vikur í að ég komi heim á klakann. Hlakka til! (hlakka til að koma á klakann, ekki til prófsins)
Á morgun fæ ég loksins að vita hvort ég hafi náð öðrum kúrsinum mínum. Ég fæ ritgerðina mína til baka. Mér finnst það soldið pirrandi að fá ekki einkunn fyrir þær. Maður fær bara staðið eða fallið... og svo veit maður ekkert hvar maður stendur. En prófessorinn ætlaði að skrifa einhver komment. Maður er bara svo vanur að fá einkunnir fyrir allt og maður vill fá að vita hvar maður stendur. En þetta er bara eithvað sem ég verð að lifa með.
Jæja nóg bull í bili.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli