mánudagur, júní 27, 2005

Jæja þá er mín bara mætt á klakann!
Landið heilsaði mér með gråvejr, s.s. rigningu og þoku... maður getur alltaf treyst á þetta! Ég flaug heim með tvo litlu frændur mína og við vorum öll voða dugleg í flugvélinni:) Gaman að hafa svona skemmtilega ferðafélaga með sér, tíminn leið bara mjög hratt. Rafnar sæti tók svo á móti mér auðvitað, en nú er hann farinn út í sveit að selja ís... alltaf í burtu frá mér.
Ég hef ekki ennþá náð að hitta svo marga, fór til Evu Ruzu í gær og Eva María kom þangað, svo hitti ég hana Ásgerði líka í dag. En koma tímar koma ráð ;) ... ég er nú ekki á leiðinni "heim" alveg strax. Það var ógislega gaman í gær að hitta litla(stóra) Depil. Hann býr í Vestmannaeyjum en fólkið sem er að passa hann var í bænum og við Sigrún fengum að vera með hann í gær. Hann reyndar þekkti okkur ekkert fyrst... það var svona smá erfitt að kyngja því, en svona er þetta þegar maður fer í burtu frá voffanum sínum í svona langan tíma. Það var mjög skrítið að geta ekki bara labbað inn í Haukalindina með voffa... bara eithvað annað fólk sem býr þar. Ég hlakka mjög mikið til 1. ágúst, að fá Haukalindina aftur, þó svo að ég eigi nú jafnvel ekkert eftir að búa þar.
Ég ætla svo að byrja að vinna á mánudaginn hjá Bíló. Alltaf fjör þar á bæ! Ég ætla þess vegna að reyna að nota þessa viku í að gera eithvað skemmtilegt. Ég er að fara í klipp og stríp til Systu í fyrramálið.. það veður geðveikt! því eins og vanalega þegar ég kem heim frá Danmörku þá er ég með ógeðslegt hár. Með rót niður á hæla og lit sem eiginlega er farinn að fara úr. Ég ætla að vona að veðrið verði gott því að mig langar svo að prófa nýju sundlaugina í Kópavoginum. Þó að ég sé ekki mikil sundmanneskja hef ég fengið nokkrum sinnum þvílíka löngun til að fara í sund á meðan ég var úti... en sundlagarnar í DK eru bara ógeð kaldar svo að ég gat ekki hugsað mér að fara í sund þar. Ef ykkur langar í sund, þá bjalliði bara í mig. Ég er bara með gamla númerið mitt. Ég held að það sé kominn tími til að ég haldi pásu frá bloggi. Það eru ekki svo margir sem lesa blogg á sumrin og ég er hætt að nenna að skrifa eithvað skemmtilegt. Skrifa bara af skyldurækni. Ef þið viljið vita what's goin on hjá mér þá hringiði bara í mig. Ég mun koma aftur, þá sterkari til leiks eftir góða pásu og jafnvel með nýtt útlit.
Hróaskeldu fólk : Góða skemmtun!
Þið hin: rock on!

þriðjudagur, júní 21, 2005

Ég er komin í sumarfrí lallallallalala!
Fór í prófið áðan og það gekk bara alveg ljómandi. Fékk 10! Ekki amalegt að vera með 10 í meðaleinkun eftir árið.
Nú ætla ég að fara að leggja mig... smá spennufall í gangi.
Hlakka til að sjá ykkur alle sammen á laugardaginn.
HEJ HEJ

mánudagur, júní 20, 2005

AAAAAAAAAAAaaaaaaaaaalllllvvvvvveeeeeg að verða búin! Dauða 3 tíma munnlegt próf á morgun... ég get ekki lært trallallala! Ég er bara með njálg og get ekki beðið eftir að vera búin. Veðurguðirnir hafa ekki verið mikið að hugsa um mig og þá staðreynd að ég er að fara í próf á morgun. Það er búið að vera ógeðslega ógeðslega gott veður, sérstaklega í dag! En svo verður auðvitað þrumuveður á morgun... ég vona bara að það sé ekki neitt táknrænt.... Get bara ekki beðið eftir því að verða búin!

miðvikudagur, júní 15, 2005

Er mín bara ekki enn og aftur orðin veik!
Kastaði upp í gærkvöldi... (ekki skemmtilegt að vita?) og ég er búin að vera alveg máttlaus síðan...ég held nú samt að ég sé eithvað að koma til, enda búin að liggja eins og skata í allan dag. Ég vil heldur fá hálsbólgu samt en eithvað svona magadæmi, en upp á síðkastið ef ég verð veik þá er það yfirleitt eithvað maga dót. Framundan er spennandi helgi. Próflestur auðvitað, en hvað á maður að stressa sig mikið fyrir eitt skitið próf.... Ég er að pæla í að skella mér í Kvennahlaup hérna á Amagarstrand á laugó, haldið verður upp á 17. júní 18. júní á Amagerstrand. Kvennahlaup ÍSÍ Karlakór Dalvíkur Ávarp Fjallkonunnar Sungið á sléttunni Hoppukastali Rennibrautir Andlitsmálun íslenskir leikir Fánar og blöðrur Íslenskar veitingar Íslenskt sælgæti Óvæntar uppákomur... svona hljóðar dagskráin... maður missir ekki af því. Svo verður maður nú að samgleðjast henni Tinnu! Hún verður náttúrulega stúdent á laugardaginn konan og er að fara cruisa um bæinn á pallbíl með öllum samstúdentum sínum, veifandi húfunni sinni, örugglega ekki sober. Foreldrar hennar ætla svo að halda veislu fyrir hana á sunnudaginn í sumarbústaðnum. Hún Tinna er dugleg skjáta. En ætli ég endi þetta ekki á þessum orðum. Ætla að halda áfram að liggja hérna í hnipri.

laugardagur, júní 11, 2005

Bara tvær vikur í að ég komi heim! Sjitt maður!
Ég hætti við að fara á Hróaskelduhátíðina til þess að geta komið fyr heim. Ég fer í próf 21. júní og svo fer ég heim 25. júní. þá ætla ég að fljúga heim með tvo litlu frændur mína, 2ja og 4 ára. Það verður væntanlega púl sko! Ég fór í Nuskin partí á síðasta laugardag... eða partí.. veit ekki alveg hvað það kallast, það var bara svona opið hús hjá þeim og músík, tískusýning og tækifæri til að prófa það sem þeir hafa upp á að bjóða. Ég lét mæla í mér andoxunarefnin og ég kom bara nokkuð vel út þar, þrátt fyrir að éta ekki nein fæðubótaefni, vítamín eða lýsi. Maður er bara svo duglegur í grænmetinu og ávöxtunum... eða reynir. Mig langar samt að reyna að fá mér life pack. Þegar ég hætti að borða nammi, þá hef ég efni á að kaupa mér life pack. Það voru alls konar getraunir í gangi þarna á staðnum, og tók ég þátt í einhverjum.. . nei nei haldiði ekki bara að ég hafi unnið í einni. Ég giskaði rétt á hve margar omega 3 pillur voru í blómavasa og fékk gjafabréf á rosalega fínan veitingastað á Vestebro, 4 rétta máltíð og alles bara! Við Rafnar förum einhvern tíman þegar við viljum gleyma því að við séum fátækir námsmenn..... hehe.
Vikan er búin að vera ágæt, ég er búin að vera að reyna að lesa svolítið á Svarta Demantinum, maður verður eithvað að reyna að undirbúa sig fyrir prófið sko.Svo fór ég í TOEFL próf á miðvikudaginn. Úff mér leið eins og ég hafi verið að hlaupa maraþon eftir prófið. Þetta var svo mikil keyrsla, maður rétt náði að krossa í reytina þegar maður þurfti að snúa sér að öðru. Tala nú ekki um hvað mér var mikið mál að pissa hálft prófið, enda var þetta líka margir klukkutímar sem við vorum inni í þessum sal. Hef ekki hugmynd um hvernig gekk, en ég held að fyrri hlutinn hafi gengið mjög vel, veit ekki hvort að seinasti hlutinn hafi gengið eins vel því að maður þurfti að drífa sig svo rosalega mikið. Það var svo svaka fínt koktail partí hjá stelpum úr skólanum á miðvikudagskvöldið... Það voru næstum allir þeir sem ég hangi mest með úr skólanum. Ég tók með mér myndavél og ætla að setja inn myndirnar á eftir. Þá getið þið séð aðeins hvernig fólkið er. Nú ætla ég að fara að hjálpa Sigrúnu að pakka niður. Hún er að fara heim á morgun... hún mun aldrei aftur koma inn í íbúðina í Hollænderdybet, ég þarf svo líka að fara að pakka niður öllu mínu drasli því það er ekki langt í að ég þurfi að fara að flytja út buskann... ekki veit ég hvert. Við ætlum svo að fara út að borða á eftir og Sigrún ætlar að kveðja Kaupmannahöfn í bili.

sunnudagur, júní 05, 2005

Hola!
Jæja nú er ég svona nokkurn vegin búin að jafna mig eftir verkefnavinnuna. Það er nú ekkert grín að þurfa að vinna í verkefni lasin. Ég held líka að ég hafi slegið met í svefni í síðustu viku. Það er í lagi að vera latur stundum er það ekk?
Ég er búin að lofa sjálfri mér að vera dugleg í næstu viku.
Það er nú svo sem ekki mikið að frétta af svona svefnsjúklingi.. eðlilega...
Guðfinna var hérna í Kaupmannahöfn og við æfðum okkur í pool. Ég mundi segja að við höfum bætt okkur nokkuð mikið! Ég fékk að gista hjá Tinnu á föstudagsnóttina því að ég lagði ekki að keyra ein heim í ógeðslega þrumuveðrinu. Mér finnst nú vanalega ekkert hræðilegt við þrumur og eldingar þannig.... en var samt eithvað ekki alveg til í að keyra ein heim um miðja nótt.
Ég skrifa einhvern tíman þegar ég hef eithvað að segja.
Bless bless