Það er svo ljúft að vera búin að skila þessum blessuðu ritgerðum. Þungu fargi er af mér létt. Eftir skóla í dag fór ég með mömmu og Sigrúnu í Fields að kaupa buxur á sigrúnu. Ég fór í brúnu mokkasíunum mínum... sem ég er ekkert búin að vera að fíla undanfarið. Svo þegar mér var litið á fæturna mína í spegli í einni búðinni, þá kom það í ljós að það kom ekkert annað til greina en að kaupa nýja skó. Það var komið gat á mokkasíurnar....æ greyið fátæki námsmaðurinn í götóttu skónum. .... hvað var ég líka að kaupa skó í Zöru? Alla veg þá keypti ég mér þessi fínu flatbotna stígvél, ekkert smá þægjó.
þetta er búið að vera svo góður dagur og kvöld. Eftir ferðina í Fields, þá fór ég og hitti hana Anne Marie á kaffihúsi um 6 leytið. Við sátum í marga tíma og slúðruðum og eftir það röltum við eithvað um miðbæinn. Það er svo ótrúlega nice að labba um bæinn og skoða mannlífið og í búðarglugga. Maður gleymir sér alveg. Það er eitt af því besta við Kaupmannahöfn. Hún er notaleg.
Nú keypti ég mér nýja skó... næsta verkefni er að fara í klippingu. Án djóks þá er ég ekki búin að fara í klippingu í u.þ.b. 4 mánuði! Það hefur barasta ekki gerst áður held ég. Þetta er bara ekki jafn mikilvægt hérna eins og mér finnst það vera á Íslandi. Mamma litar á mér hárið og ég fer ekkert í klippingu. Það held ég að mundi ekki gerast heima. Þetta gengur allavega ekki lengur... nú verð ég að fara í klippingu! Kannski er verkefni morgundagsins, að panta tíma í klippingu?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli