mánudagur, maí 30, 2005

VERKEFNI LOKIÐ!
KOM HEIM ÚR SKÓLANUM KL. HÁLF-FIMM Í MORGUN OG VAR MÆTT AFTUR KL 10 TIL AÐ SKILA!
FINIDO!

miðvikudagur, maí 25, 2005

Hæ hæ !
Það er ekkert sérstakt að ffrétta frá mér þessa dagana. Við erum á loka sprettinum með verkefnið, eigum að skila á mánudaginn.... en hvað haldiði? Auðvitað er ég lasin. Ég er eithvað að reyna að hanga uppi í skóla og reyna að vera að einhverju gagni. Það er bara ekkert spes þegar maður er svona slappur. Hún Eva Ruza er svo að koma á morgun! Jeijj ég hlakka svo til.. .bara verst að ég er svona upptekin akkúrat núna. Ég vona alla vega að ég verði orðin betri á morgun svo að hún þurfi ekki að fafra í hlutverk hjúkrunarkonunnar.
Ég skrifa seinna þegar ég hef eithvað að segja..
Hausverkur kveður að sinni.

mánudagur, maí 16, 2005

Það er búið að vera svo gaman um helgina!
Tivoli ferðin á föstudaginn var náttúrulega frábær, en laugardagurinn var sko ekkert verri!
Það var Karnival í Fælledparken Það var allt þarna. Salsa, samba, afró dans, brasilísk, afrísk, cubönsk tónlist... Sannkölluð Rijo stemning. Það voru samba sýningar, salsa sýningar.... ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Fullt af stórum tjöldum með alls konar tónlist og alls konar sýningum... alls konar matur frá alls konar löndum. Allir dansandi á götunum og í Parkinum. Ég sat fyrst með Anne Marie og vinkonum hennar í sólinni við hliðina á gaurum sem voru að spila á afró trommur og allir að dansa í kring um okkur. Svo komu Guðný og Fatima og joinuðu okkur, við fórum á milli tjalda og fylgdumst með þvílíkum samba sýningum.... vá hvað sumar gellurnar voru góðar í að hrista rassa! Þær voru þarna á perlu-g-streng og litlum bikini topp og dönsuðu geðveikt flott með svona fjaðra-thing á hausnum. Bara alveg eins og í Brazil! við keyptum okkur alls konar skemmtilegan mat og ógeðslegan lakkrís og tókum svo létt salsa, cha-cha og samba dansspor úti á götu, færðum okkur svo í úti diskótekið, þar sem var spiluð svona afrísk, eða eithvað svoleiðis diskótekamúsík. Ég var þarna alla vega í 10 tíma og skemmti mér alveg konunglega!
Í gær fór ég svo aftur í Tivoli... við mamma fórum bara til að sitja og slappa af og njóta góða veðursins, enda erum við með árskort og þurfum ekki að borga inn. Svo komu pabbi og bróðir hans og við röltum á kaffihús í Istegade. Svo var tími til komin fyrir mig að fara heim og búa mig því ég var að fara í matarboð/pókerkvöld hjá Lau með Anne Marie. Fyrsta skipti sem ég spilaði póker.. ég var nú ekkert svo klár í fyrstu... en þegar líða fór á var ég bara orðin nokkuð glúrin í að blöffa. Ég verð að verða mér út um svona chips. Þetta er ógeðslega gaman! Ég verð að halda pókerkvöld í sumar þegar mamma og pabbi eru búin að fá húsið aftur!
Alla vega þá ætla ég að enda þessa helgi vel og horfa á La Mala Educacíon í kvöld, Almodóvar mynd getur ekki klikkað. Um að gera að njóta helgarinnar því að ég veit að ég verð alveg hrikalega upptekin í næstu viku að vinna í verkefninu, ekki viss um að ég verði neitt voðalega dugleg að blogga. Ég býst við að verða uppí skóla frá morgni til kvölds næstu 2 vikurnar. Gaman gaman!
Hej hej!

laugardagur, maí 14, 2005

Halló halló! Lítið að frétta af mér svo sem. Vikan er búin að fara í verkefnavinnu.
Annars var föstudagurinn alveg mjög skemmtilegur. Á leiðinn heim eftir erfiðan dag verkefnislega séð hringdi síminn og þá var það hún Eva Ruza að boða komu sína til Baunalands. Það verður sko fjör á stöllum.
Þegar ég kom heim þá litaði mamma á mér hárið.. loksins! Hún hefur ekki haft tíma til þess svo lengi vegna þess að hún var að klára verkefni og þess vegna var ég komin með rót niður á hæla! Svo fengum við okkur Massimo pizzu...bestu pizzur í heimi og svo fór ég í Tivoli. Tivoli er best! Ég keypti mér árskort og ég ætla að fara í hverri viku! Ég fór í fyrsta skipti í nýja stóra stóra rússíbanann og það var svo geðveikt! Ég ætlaði ekki að þora, en það var svo geðveikt.
Nú er hann Rafnar minn akkúrat að klára síðasta prófið sitt og á morgun fer hann að vinna á Dingaling ísbíl! Örugglega drauma vinnan hans, ískallsins. Hann mun keyra um allt land og selja ís á bæjum og þorpum.
En nú ætla ég að fara að búa mig, er að fara á karnival í Fælledparken. Dansa salsa og afró dansa og alls konar! Gaman gaman! Vor í Kaupmannahöfn er best!

þriðjudagur, maí 10, 2005

Halló halló!
Ég er nú bara að láta að vita að ég er lifandi og í góðum gír. Allt er á fullu í Hróaskeldu... vinnum frá morgni itil kvölds í stóra verkefninu okkar þessa dagana. Það er frábært bara að hafa svolítið að gera, alla vega er þetta mjög spennandi verkefni svo ég kvarta ekki. Helgin var alveg frábær. á föstudaginn fór ég í afmæli til Astrid sem er með mér í hóp... það var heldur betur fjör, vorum í látbragðsleik og svona... (alveg týpískt RUCara thing að fara í leiki og vera svona soldið social). Svo var nú reyndar aðal fjörið á laugardaginn. Ég byrjaði á því að fara til Tinnu, þar voru Dísa vinkona Tinnu og Alma vinkona Dísu. Við skemmtum okkur yfir því að finna út hvaða fólk við þekktum allar... svona týpískt Íslendinga thing... og svo tókum við smá sing star á þetta! Tinna vann auðvitað! Hún vinnur alltaf kellingin en vill svo ekkert kannast við það að hún syngi fallega! Alla vega svo var kominn tími til að kíkja á sveitaball með Í svörtum fötum. Ég held bara að ég hafi sjaldan skemmt mér eins vel á balli. Þetta var held ég í fyrsta skipti sem ég sé þá spila svona life... og vá hvað þetta var eithvað gaman! Ég bjóst sko alls ekki við þessu. Eftir ballið skelltum við okkur aðeins í bæinn, en fórum svo fljótlega heim á leið. Nú ætla ég að snúa mér aftur að
endurreisninni, listinni, kristnum táknum, og biblíusögunum, ....
Seinna!

miðvikudagur, maí 04, 2005

Jæja það held ég bara að ég er ekkert voða góð í að búa til próf.. það fékk allavega enginn 10 á prófinu mínu. En svona er háskólalífið... einkunirnar lækka þó svo að maður sé alveg að standa sig vel! Er það ekki bara... þetta var bara svona háskóla próf.
Það var mikið um dýrðir hérna í Kaupmannahöfn á sunnudaginn, 1. maí. Reyndar byrjaði ég daginn á því að fara í rólegheitin til hennar Tinnu. það var ofsalega kósí, fórum í gönguferð um hverfið og spurðum hvort að Helga vildi vera memm og fírum svo og sátum í garðinum hjá Gígju. Ég fór eithvað að verða óróleg og vildi komast í fjörið svo ég skutlaðist í Parken til að hitta Guðnýju og Díönu. Það var svona smá forsmekkur af Hróaskelduhátíð að koma í Parken... það voru 2 tivoli á svæðinu, hljómsveitir, ræðuhöld fyr um daginn sem ég missti af. Svo var allt komið í drasl og rusl. Við röltumum í smá stund, en við fórum fljótlega heim til Díönu og fengum okkur pizzu. Ekki besta pizza sem ég hef smakkað, enda held ég að gaurarnir á pizzastaðnum hafi verið búinr að fá sér eithvað mikið að reykja í tilefni dagsins því þetta gekk voðalega hægt hjá þeim. Svo á leiðinni heim viltist ég aðeins þegar ég var að keyra Guðnýju á lestarstöðina... keyrði í nokkra hringi... það var voða fyndið! En þetta var voða huggulegur dagur get ég sagt ykkur.
Mánudagurinn var svo bara eithvað ónýtur dagur fyrir alla sem ég hitti. Ég vaknaði með hausverk og drattaðist á lappir og fór í skólann... fattaði þá að ég átti að mæta klukkutíma fyr á fund.. skipti svo sem ekki máli þar sem enginn var í stuði til að gera neitt.... við sátum s.s. og kjöftuðum til hádegist, skiptum með okkur verkum og fórum í lestina til Kaupmannahafnar.. fórum nokkur á kaffihús og sátum þar í nokkra tíma. Mjög öfllugur mánudagur! Í gær ætlaði ég síðan að vera að vinna allan daginn, en það var bara ekki hægt að vera inni. Ég fór bara með mömmu og pabba í heimsókn til Sollu og Óla hérna út á Amager og við láum í garðinum hjá þeim og létum sólina steikja okkur. Ég er svo brunnin á öxlunum, en það var alveg yndislegt að liggja í sólbaði. Fyrsta sólbaðið mitt í ár.... Ég náði að vinna síðan aðeins í verkefnum og öðru þegar ég kom heim.... og í morgun er ég búin að vera dugleg. Astrid úr hópnum mínum kom hérna til mín og við unnum í alveg allan morgun og ég er ekki hætt.. svo að vonandi fer vikan ekki alveg til spillis.
Á laugardaginn ætlar mín svo bara að skella sér á sveitaball, reyndar ekki mikið upp í sveit, bara 5 mín í burtu frá mér á hjóli.. en það er ball með Í svörtum fötum... ég mundi aldrei fara á ball með þeirri hljómsveit á Íslandi en þegar maður er hérna þá er þetta eithvað svo öðruvísi. Ég hlakka nú bara alveg rosa mikið til að fara að hrista kótelettur eins og maður segir hérna í Kaupmannahöfn.

sunnudagur, maí 01, 2005

Ég bjó til próf! Hermi hermi hermi! Mér tókst ekki að setja íslenska stafi, vona að þið fyrigefið það
Hérna kemur það.. sýnið hvað þið getið!
Takið prófið! and then Athugið stigin hér!
Það er laugardagskvöld og ég er bara heima. Ég hef ekki haft neitt að gera svo sem svo ég skellti bara Notthing Hill í DVDarann og glápti. Eftir það ákvað ég svo að kíkja aðeins á ruv síðuna eins og ég geri svo oft til að kíkja á einhverja íslenska þætti. Ég sá að Laugardagskvöld með Gilla pilla var kominn inn svo ég ákvað að kíkja aðeins á það.... Herre Gud! hvað gaurinn er ógeðslega pirrandi. Fyrst var viðtal við Jón Ásgeir og hann spurði hann spurninga eins og: ertu ekki með minnimáttakennd af því að við erum svona lítil þjóð?, er þetta bara einhver bóla? Eigum við eftir að leggja undir okkur heiminn.... svo hélt þátturinn áfram og Gilli pilli talaði við fleiri viðskiptajöfra sem eru að gera það gott í Bretlandi... m.a. Bakkavarar(Bakkavör) bræður, gaur frá FL group... (Iceland air) og fleiri og alltaf alltaf alltaf spurði hann sömu asnalegu spurninganna og fékk þess vegna fullt af mjög líkum svörum. Samt lét hann þessa viðskiptaplebba vaða áfram. Svo kom að menningarlegu innslagi þáttarins. Védís Hervör spilaði og söng fallegt lag eftir sjálfa sig, eftir að hún var búin að syngja tók hann síðan viðtal við hana... en hún fékk valla að ljúka einni setningu því hann varð að flýta sér að ná að tala við fleiri stórkalla! Ég var næstum því búin að kasta einhverju í tölvuna! Enn og aftur segi ég hann er svo pirrandi! Hann hélt áfram að tala við þessa stórkalla og svo kom annað menningarlegt innslag....Mugison... enn og aftur mjög stutt... en það er kannski alveg sanngjarnt því hann er nýbúinn að vera í þættinum hjá honum. Nú get ég alveg skilið að þessi þáttur átti kannski aðallega að fjalla um þessa viðskiptajöfra sem eru að gera það svo gott þarna úti, en þurfti hann endilega að spurja alla gauranna að því sama? Fyrst hann vildi á annað borð koma með menningarleg innslög í þáttinn (sem mér by the way fannst vera það eina sem var varið í í þættinum) þá hefði hann alveg mátt gera það almennilega. Ég skil ekki alveg af hverju ég horfi á þessa þætti.... en maður er kannski svolítið að reyna að fylgjast með því sem er í gangi í Íslandi svo að maður verði ekki alveg utangátta þegar maður loksins kemur heim.
Ég verð að tala aðeins um þáttinn hanns sem var um daginn frá Kaupmannahöfn. Vá hvað það var pínlegt að horfa á þennan þátt!!! Ég vona bara að ekki nokkur íslenskumælandi Dani hafi séð þennan þátt. Fattiði tilfinninguna að skammast sín fyrir einhvern? Já þannig var tilfinning mín. Það var svo rosaleg þjóðremba í gangi í þessum þætti. Íslendingar eru svo duglegir að vinna, þeir eru bara farnir að taka yfir hérna í Danmörku. Danir eru svo latir! Við erum einfaldlega svo mikið betri en þeir! Hlutirnir gerast svo hægt! Að vissu leiti er margt til í þessu. Hlutirnir gerast hægar hérna, Danir eru með styttri vinnuviku en Íslendingar og vinna ekki mikla yfirvinnu eins og Íslendingar gera, þeir þurfa langan tíma til að skipuleggja allt. En ef við stöldrum aðeins við og hugsum okkur um..... er það eithvað verra? Fólk hér hefur mikið meiri tíma fyir fjölskylduna, fólk leggur mikið upp úr því að hafa það huggulegt og gera eithvað skemmtilegt. Ég get bara ekki ímyndað mér annað en að fólki líði betur hérna þó að það geti ekki keypt stórt einbýlishús og jeppa. Mér fanns bara einum of mikil remba í þessum þætti. Gilli pilli, chillil chillli!